Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 23
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
urgestsson.
iERI
SINN
ESB sem þeir geta sætt sig við?
„Já, ég held það. Norðmenn náðu
slíkri niðurstöðu. Þeir voru í mjög
erfiðri stöðu en sambland af hæfum
norskum samningamönnum og örlæti
af hálfu bandalagsins leiddi til þeirrar
niðurstöðu. Ég get ekki séð hvers
vegna íslendingar ættu ekki einnig
að ná slíkri niðurstöðu þó svo að
menn verði að horfast í augu við þá
staðreynd að það er erfiðara fyrir Is-
lendinga að ná samkomulagi á þessu
sviði heldur en Norðmenn þar sem
sjávarútvegsstefna ykkar er að mörgu
leyti mjög frábrugðin sjávarútvegs-
stefnu sambandsins og raunar Noregs
einnig.“
Heidur þú að það muni reynast
íslendingum erfitt að standa utan
sambandsins í framtíðinni ef hin nor-
ræna samvinna fer fyrst og fremst
að snúast um ESB-mál?
„Norrænir ráðherrafundir munu í
framtíðinni fyrst og fremst snúast um
þau mál sem menn eru að kljást við
innan Evrópusambandsins. Þetta er
þegar hægt að sjá því nú eru ráðherra-
fundirnir farnir að snúast um ESB-
mál í ríkum mæli.“
Rökin sem mæla gegn íslenskri
Evrópusambandsaðild eru samt aug-
Ijós. Hvað er það eiginlega sem mæl-
ir með aðild fyrir okkur?
„Ég myndi segja að það væru fyrst
og fremst pólitísk rök fyrir því að
íslendingar gerðust aðilar að þessari
nýju Evrópu, sem er að taka á sig
mynd á rústum hinnar gömlu. Það
eru mörg ný þjóðríki að myndast og
því er þörf á sameiginlegum stofnun-
um sem geta tekið ákvarðanir, sem
eru bindandi fyrir öll aðildarríki, til
að tryggja að aldrei aftur geti eitt-
hvert eitt Evrópuríki tekið málin í sín-
ar hendur. Þetta er hugmyndin, sem
Evrópusamvinnan hefur frá upphafi
grundvallast á og ég held að það sé
nauðsynlegt fyrir nútíma lýðræðisríki
að taka þátt í þessu samstarfi.
Það er athyglisvert að hugsa til
þess að þegar Island varð að sjálf-
stæðu ríki fyrir hálfri öld þá gerðist
það í miðri blóðugri stórstyijöld. Sú
styijöld leiddi af sér nýjan hættulegan
heim, sem einkenndist af Kalda stríð-
inu og átökum austurs og vesturs. Á
síðustu fjórum til fimm árum hefur
það skipulag skyndilega hrunið og
mörg ný tækifæri opnast. Nú verða
öll ríki, ísland þar með talið, að gera
það upp við sig hvar þau telja sig
eiga heima. Vilja þau eiga þátt í hinu
nýja skipulagi eða sitja á varamanna-
bekknum og fylgjast með því sem er
að gerast. Það er spurningin, sem
málið snýst um, og einungis þið getið
svarað henni.“
Dýralæknar og heilbrigðisráðuneyti deila um túlkun nýrra lyfjalaga
ingamálaráðuneytisins á nýju lyfjalögunum,
ber ekki saman. Kristín Gunnarsdóttir tal-
aði við formann Dýralæknafélagsins og deild-
arstjóra ráðuneytisins og þar kemur fram að
dýralæknar telja að þeim sé ekki lengur heim-
ilt að selja lyf en ráðuneytið telur að með lög-
unum sé verið að rýmka lyfsölu dýralækna.
Lyfjasala
dýralækna
felld niður
Túlkun dýralækna og heilbrigðis- og trygg-
Lyfsala héraðsdýralækna
féll niður 1. júlí samkvæmt
úrskurði heilbrigðis- og
tryggingamálaráðu-
neytisins um túlkun á nýju lyfjalög-
unum sem samþykkt hafa verið á
Alþingi. Rögnvaldur Ingólfsson,
formaður Dýralæknafélags íslands,
segir að ráðuneytið túlki lögin
þannig að dýralæknum sé einungis
heimilt að kaupa í heildsölu þau lyf
sem þeir nota sjálfir á stofum eða
í sjúkravitjunum. Dýralæknar sjá
sér því ekki annað fært en að fara
að túlkun ráðuneytisins en telja
hana í flestum tilfellum ekki binda
hendur þeirra um að skilja eftir lyf
til eftirmeðferðar. Eggert Sigfús-
son, deildarstjóri lyfjadeildar heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytisins,
segir að misskilnings gæti í túlkun
dýralækna á nýju lögunum. Með
lögunum hafi verið ætlunin að
rýmka starfsmöguleika dýralækna
og heimila öllum dýralæknum að
kaupa lyf í heildsölu.
Héruð án lyfjaverslunar
Rögnvaldur Ingólfsson bendir á
að héraðsdýralæknar hafi haft
heimild til lyfjasölu samkvæmt
gömlu lögunum og samkvæmt þeim
hafi þeim borið skylda til að sjá
um sölu lyijanna í þeim héruðum
þar sem ekki eru lyíjabúðir, en í
sex dýralæknishéruðum á landinu
eru ekki lyíjaverslanir. í nýju lög-
unum er gert ráð fyrir að allir dýra-
læknar hafi heimild til að kaupa lyf
í heildsölu til nota á eigin stofum
og í sjúkravitjunum.
„Ég kom fyrir heilbrigðis- og
trygginganefnd í mars og þá stóð
þessi grein óbreytt og
ekki var gerður neinn
ágreiningur um það að
dýralæknar ættu allir, en
ekki einungis héraðsdýra-
Iæknar, að hafa rétt til
að selja lyf í sína sjúklinga á allt
að hámarksálagningu lyíjaverðs-
nefndar," sagði Rögnvaldur. „Þessu
var síðan breytt þannig að í stað
þess kemur að dýralæknar hafi
heimild til að afhenda lyf sam-
kvæmt þóknun sem lyfjaverðsnefnd
ákveður en ekki að selja þau. Leit-
að var eftir túlkun heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins á því hvað
átt væri við með þessari setningu
og úrskurður ráðuneytisins er sá
að við höfum leyfi til að kaupa í
heildsölu öll dýralyf og afhenda þau
en með lyfjaafhendingu sé átt við
lyf til að sinna meðferðaþörf þar
til hægt sé að ná í lyf í lyfjabúð.
í nýju lyíjalögunum er því ekki að
finna neina heimild til lyfjasölu
dýralækna heldur einungis til lyfja-
afhendingar.“
Benti hann á að mjög margir
dýralæknar, bæði héraðsdýralækn-
ar og sjálfstætt starfandi dýra-
læknar, væru í héruðum þar sem
engar lyijabúðir væru. Sagði hann
að lyfjakúrar dýra tækju yfirleitt
skamman tíma og að dýralæknar
litu svo á að þeir hefðu heimild til
að skilja eftir lyf hjá bændum til
eftirmeðferðar að lokinni með-
höndlun læknis. Þá væri samkvæmt
nýju lögunum óljóst
hvernig bændur ættu í
framtíðinni að nálgast
fyrirbyggjandi lyf sem
þeir áður gátu keypt hjá
dýralæknum. Um er að
ræða bóluefni, sermi og ormalyf
sem afgreidd eru án lyfseðils.
Lægri álagning
Rögnvaldur sagði að álagning á
lyf ætluð dýrum væri mun lægri
en á lyf fyrir menn og að hætt
væri við að álagning yrði sú sama
á dýralyfin ef þau yrðu afgreidd
úr lyfjabúð. Jafnframt að í reglum
sem Evrópusamband dýralækna
hafi samþykkt kæmi fram tilhneig-
ing til að aðskilja lyf ætluð dýrum
frá lyijum fyrir menn. Þá hefðu
lyfjafræðingar ekki þekkingu til að
annast lausasölu lyfja sem afgreiða
má án lyfseðils en dýralæknar hafa
að mestu séð um sölu þeirra og þá
um leið leiðbeint um notkun þeirra.
„í þeim löndum þar sem dýra-
læknar sjá um lyfin er ekki hægt
að greina meiri iyfjaleifar í dýraaf-
urðum eða meiri notkun,“ sagði
hann. „Lyfjanotkun í dýrum hér á
landi er mjög hófleg miðað við önn-
ur lönd og má segja að ástandið
sé mjög gott.“
Aðeins héraðsdýralæknar
Eggert Sigfússon, deildarstjóri
lyfjadeildar heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins, segir að mis-
skilnings gæti í túlkun
dýralækna á nýju lögun-
um. Áður hafi einungis
héraðsdýralæknum verið
heimilt að selja lyf beint
til bænda en almennir
dýralæknar hafa orðið að kaupa
lyfin af þeim eða í lyfjaverslunum
gegn lyfseðli. Héraðsdýralæknar
hafi því rekið lyfjasölu og keypt sín
lyf frá heildsölum. „Með þessum
lögum var meiningin að rýmka
starfsmöguleika dýralækna þannig
að allir dýralæknar með embættis-
próf hefðu leyfi til að kaupa þau
lyf í heildsölu, sem þeir þurfa til
sinna starfa og í vitjanir," sagði
hann.
Frestað er ákvæði um verðlags-
mál í lögunum fram til 1. nóvem-
ber 1995 og er gert ráð fyrir að
þá taki til starfa lyfjaverðsnefnd
sem íjalli um verð á dýralyfjum og
þóknunina til læknanna fyrir lyfja-
afgreiðslu. „Meiningin er sú að það
verði samningsatriði miili dýra-
lækna og þeirra sem þeir þjóna,
bændasamtaka eða annarra, um
þóknun,“ segir Eggert. „Þetta yrði
þá til að reyna að lækka lyijakostn-
að bænda og nýr grundvöllur til
að semja um það atriði. Þeir mega
jú allir kaupa lyf, eins og stendur
í lögunum, til að nota í sínu starfi
en þeir verða að fella það undir
rekstrarkostnað síns embættis. Þeir
mega ekki vera með lyfjabúð eins
og héraðsdýralæknar voru með.“
Misskilningur
bændasamtakanna
Sagði Eggert að misskilnings
gætti hjá bændasamtökunum um
að Verið væri að þrengja aðgang
bænda að lyfjum eða að staða
þeirra yrði verri. „Það var ekki
meiningin en vissulega má kannski
túlka orðalagið í lögunum eins og
þeir gera,“ sagði Eggert. „Ég held
að dýralæknar almennt og þeirra
forstöðumenn hafi ekki almennt
verið mótfallnir þessu fyrirkomu-
lagi, að þeir gætu allir keypt það
sem þeir þurfa í sínar vitjanir. Ef
bóndi þarf síðan að fá meira magn
heldur en læknirinn hefur til reiðu
þá getur hann sótt það í lyíjaversl-
un á sama verði og dýralæknirinn
selur það á.“
Dýralæknar hafa bent á að lyfja-
verslanir eru ekki í öllum læknis-
héruðum og að lengra geti verið í
lyíjaverslun en til dýralæknis. „Það
er alls ekki meiningin að
þjónustan verði verri
vegna þess,“ sagði Egg-
ert. „Dýralæknir hefur
áfram leyfi til að afhenda
lyfin og taka þóknun fyr-
ir. Þóknun samkvæmt skilgreiningu
ráðuneytisins er sú sama og álagn-
ingin er í dag og verður væntanlega
óbreytt fram til ársins 1995.“
Sagði hann að dýralæknum væri
og heimilt að skilja eftir lyf til eftir-
meðferðar. Heildarstefnan með
setningu laganna væri að leggja
niður lyfsölu lækna, einnig dýra-
lækna, þar sem þeir gætu haft
hagnað af lyfjasölu. Nýju lyfja-
verðsnefndinni sé ætlað meira vald
til að ákveða lyfjaflokka og
greiðsluhlutfall lyfja.
Héraðsdýra-
læknar sáu
um sölu
Lyf undir
rekstrar-
kostnaði