Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 29
Fyrirlestur
um arkitektúr
Þriðjudagskvöld kl. 20 hefst í
Norræna húsinu fyrirlestur portúg-
alska arkitektsins, Alvaro Siza á
vegum ÍSARK, íslenska arkitekta-
skólans,
Alvaro Siza fæddist í Maronsinh-
os nærri Porto árið 1933 og hafði
náð að reisa fyrstu byggingu sína
árið 1954. Hann hefur kennt við
Ecole Plytecnique í Lausanne, há-
skólann í Pennsylvaníu, Los Andes-
háskólann í Bogota og Harvard-
háskóla og jafnframt við arkitekta-
skólann í Porto.
Alvaro Siza er í hópi virtustu
arkitekta nútímans og hefur hlotið
margfaldar viðurkenningar fyrir
framlag sitt sem arkitekt og fræði-
maður. Árið 1988 fékk hann m.a.
í sinn hlut Alvar Alto-verðlaunin,
Prince of Wales-verðlaunin frá Har-
vard-háskóla, Mics van der Rohe-
verðlaunin, og árið 1992 fékk hann
Pritzker-verðlaunin frá Hyatt-
stofnuninni í Chicago. Portúgalska
arkitektasambandið veitti honum
heiðursverðlaun lands síns 1993.
Alvaro Siza mun ræða kenningar
sínar um stöðu nútímaarkitektsins
en hann hefur glætt modernisma
nýju lífi með fjölbreyttum sjónar-
hornum heimspekilegrar skoðunar.
_______FRETTIR_____
Kópavogssund hald
ið í september
HINN 4. september nk. fer fram í
Sundlaug Kópavogs sundkeppni
fyrir almenning.
Keppnin hefur hlotið nafnið
Kópavogssundið og er henni hrund-
ið af stað með það fyrir augum að
setja þeim fjölmörgu sem iðka sund
sér til hressingar og heilsubótar
markmið með sundiðkun sinni.
Einnig er hér um að ræða kjörið
tækifæri fyrir hina fjölmörgu sem
stunda annars konar trimm, s.s.
göngu, skokk, þolfimi o.fl., að auka
á fjölbreytnina og æfa sig í sundi,
með þátttöku í Kópavogssundinu
að markmiði.
Fyrirkomulag keppninnar er
þannig að þátttakendur skrá sig í
Kópavogssundið og fá í hendur
talningarkort. Þeir ganga síðan til
laugar, afhenda talningarmanni
kortið og hefja sundið. Hver þátt-
takandi ákveður sjálfur hve langa
vegalengd hann syndir. Engar
tímatakmarkanir eru settar kepp-
endum, aðrar en tímamörk keppn-
innar, en hún stendur frá kl. 7 til
22.
Keppendur fá verðlaun í sam-
ræmi við þá vegalengd sem þeir
synda, sem hér segir: Fyrir 500 m
sund er veittur bronz-verðlauna-
peningur, fyrir 1000 m sund er
veittur silfur-verðlaunapeningur og
fyrir 1.500 m sund er veittur gull-
verðlaunapeningur.
Allir þátttakendur fá skjal til
staðfestingar þátttöku í keppninni,
þar sem fram koma upplýsingar
um þá vegalengd sem viðkomandi
þátttakandi syndir. Einnig verða
veitt sérstök verðlaun þeim sem
synda lengstu vegalengdina í eftir-
töldum aldursflokkum: Sveina- og
meyjaflokki, keppendur fæddir
1982 og síðar, drengja- og telpna-
flokki, keppendur fæddir
1978x1981, karla- og kvenna-
flokki, keppendur fæddir 1977-
1945 og karla- og kvennaflokki,
keppendur fæddir 1944 og fyrr.
Þátttökugjald er 500 kr. fyrir
fullorðna (fæddir 1978 og fyrr), en
300 kr. fyrir börn (fædd 1979 og
síðar). Innifalið í þátttökugjaldinu
er aðgangur að sundlauginni.
Skráriing í Kópavogssundið 1994
er í afgreiðslu Sundlaugar Kópa-
vogs.
„IJtimót“ í skák
Helgi Áss vann
Hið hefðbundna „útimót" Skák-
sambands íslands var að þessu sinni
haldið í Kolaportinu laugardaginn
16. júlí sl. Mótið er firmakeppni og
tóku 84 fyrirtæki þátt í mótinu. Sig-
urvegari varð Óska-kaffi, Selfossi,
keppandi Helgi Áss Grétarsson. í
efstu sætum voru:
Óska-kaffi, Selfossi (Helgi Áss Grét-
arsson), Hitaveita Suðurnesja (Jó-
hann Órn Sigurjónsson), Fossveitur,
Selfossi (Mephisto Genius, tölvu-
forr.), Tímaritið Skák (Haraldur
Haraldsson), Varmi (Tómas Björns-
son), Bónstöðin Akureyri (Jón Viktor
Gunnarsson), Vogabær (Ásgeir Ás-
björnsson), Optima (Haukur Angan-
týsson), Ora hf. (Kristján Eðvarðs-
son), Brauðver hf., Ólafsfirði (Arn-
aldur Loftsson).
------♦ ♦ -------
■ Smurapar leika miðvikudags-
kvöldið 20. júlí á Kringlukránni.
Aparnir leika bræðing af jassi og
rokki sem stundum er kölluð fusi-
ontónlist. Þeir eru kunnir tónlist-
armenn sem leikið hafa sundur
og saman í mörg ár og hafa að
baki samanlagt eitthundruð ára
reynslu í hljóðfæraleik. Víða er
komið við á efnisskránni sem end-
urspeglar reynslu þeirra. Vegna
ákveðinna aðstæðna kjósa þeir
félagar nafnleyndar.
■ Undirbúningsnámskeið fyrir
verðandi mæður/feður
Innritun í símum 12136 og 23141.
Hulda Jensdóttir, Ijósmóðir.
tölvur
■ Vinsælu barna- og
unglinganámskeiðin
Námskeið, sem veita börnum og ungling-
um verðmætan undirbúning fyrir fram-
tíðina. Eftirtalin námskeið eru í boði:
1) Tölvunám barna 5-6 ára.
2) Tölvunám bama 7-9 ára.
3) Tölvunám unglinga 10-15 ára.
4) Framhaldsnám ungl. 11-16 ára.
Næstu námskeið hefjast 15. ágúst.
Hringið og fáið nánari upplýsingar.
STJÓRNUNARFÉLAOS ÍSLANDS
A. 69 77 69 <Q>
6 2 10 66 NÝHERJI
WtÆkWÞAUGL YSINGAR
B
FISKVINNSLUDEILDIN
DALVÍK
Deildarstjórastaða
við Sjávarútvegsdeildina á Dalvík er laus til
umsóknar. Umsóknir berist skólastjóra.
Umsóknarfrestur er til 2. ágúst.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum
96-61162 og 96-61380.
Sveitastörf
Norsk stúlka, 21 árs, með þriggja og hálfs
árs gamalt barn, óskar eftir vinnu á sveitabæ
frá ágúst 1994 í ca. 6 mánuði.
Hefur menntun á sviði landbúnaðar.
Hafið samband við Tonje Filseth, Kremle-
grenda 31, N-1352 Kolsás, Noregi,
sími 90 47 67 13 41 24.
Vélstjórar
Óskum eftir að ráða vélstjóra, með full rétt-
indi og reynslu, á skip okkar sem fyrst.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri.
Samskip hf.,
Holtabakka v/Holtaveg,
104 Reykjavík, sími 698300.
Stjórnandi barnakórs
Hallgrímskirkja í Reykjavík hyggst ráða stjórn-
anda barnakórs kirkjunnar frá 1. september
nk. Um er að ræða 50% starf.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi menntun
og reynslu í stjórn barnakórs.
Nánari upplýsignar gefa sr. Karl Sigurbjörnsson
og Hörður Áskelsson í síma 621475.
Skriflegar umsóknir berist Hallgrímskirkju, póst-
hólf 651, 121 Reykjavík, fyrir 2. ágúst nk.
Uppeldismenntaðir
t.d. leikskólakennarar, almennir kennarar,
listgreinakennarar eða þroskaþjálfar, óskast
til starfa á leikskóla í vesturbænum.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „L - 11755“.
Góð 4ra herbergja íbúð
eða ?tærri óskast fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu helst á svæði svæði 108 eða ná-
grenni. Annað kemur til greina.
Upplýsingar á skrifstofu okkar í síma 627611,
Rósa Steingrímsdóttir.
Málflutningsskrifstofa
Ragnar Aðalsteinsson, hrl., OtharÖrn Petersen, hrl.,
ViðarMár Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hrl.,
Jónannes Sigurðsson, hrl,
Borgartúni 24, sími 627611, fax 627186.
Flugmenn!
Almenn, leynileg atkvæðagreiðsla, sam-
kvæmt b-lið 15. gr. laga nr. 80/1938, sbr.
14. gr. sömu laga, um að gefa félagsstjórn
Félags íslenskra atvinnuflugmanna umboð
til að taka ákvörðun um vinnustöðvun hjá
flugrekstraraðilum, sem ósamið er við, fer
fram á skrifstofu félagsins á Háaleitisbraut 68,
Reykjavík, dagana 21. til 28. júlí 1994, að
báðum dögum meðtöldum, milli kl. 9 og 13
dag hvern.
Stjórn og trúnaðarráð
Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Sýnishorn úr söluskrá:
Heildverslanir, fyrirtæki í ferðaþjónustU,
snyrtistofur, hársnyrtistofur, sólbaðsstofur,
matsölustaðir, bílasölur og söluturnar.
Firmasala Baldurs Garðarssonar,
Hreyfilshúsinu við Grensásveg,
sími 91-811313.
TJLBOÐ — ÚTBOÐ
ÚTBOÐ
Hjúkrunaríbúðir við
Hlíðarhús
Byggingarnefnd Eirarhúss óskar hér með
eftir tilboðum í jarðvinnu vegna nýbyggingar
á lóð við Hlíðarhús í Reykjavík.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 8.600 m3
Sprengingar 5.800 m3
Fyllingar 4.000 m3
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20,
Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Eirar, hjúkrun-
arheimilis við Gagnveg í Reykjavík, þar sem
þau verða opnuð þriðjudaginn 26. júlí 1994
kl. 11.00.
VERKFIUZÐirrOM
8TEFÁNS OLAFSSONAR HT. FAV.
Borgartúni 20, 105 Reykjavík, sími 621099
SHICI auglýsingar
UTIVIST
ÍHallveigarstig l • simi 614330
Helgarferftir 22.-24. júlí:
22. -24. júli Básar við Þórsmörk.
Goðaland og Þórsmörk í feg-
ursta sumarskrúða. Gist í skála
eða tjöldum. Fararstjóri Anna
Soffía Óskarsdóttir.
23. -24. júlí. Fimmvörðuháls.
Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson.
Fullbókað er í ferðina.
Ferðir um verslunarmanna-
helgina, 29. júlí-1. ágúst:
Núpstaðarskógur.
Básar.
Tröllaskagi.
Fimmvörðuháls.
Upplýsingar og miðasala á
skrifstofu Útivistar.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Miðvikudagur 20. júlí:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð
- kr. 2.700. Ath.: Sumarleyfi í
Þórsmörk er ódýrt - gefandi -
skemmtilegt!
Kl. 20.00 Seljadalur-Nessel
(Miðdalsheiði). Ekið áleiðis í
Seljadal og gengið þaðan.
Brottför í dagsferðirnar er frá
Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin og Mörkinni 6.
Helgarferðir 22.-24. júlí:
1) Hringferð að Fjallabaki:
Laugar - Eldgjá - Álftavatn.
Gist í saeluhúsum.
2) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal.
3) 23.-24. júlí - kl. 08.00. Yfir
Fimmvörðuháls (gengið frá
Skógum). Gist í Þórsmörk.
4) Landmannalaugar - Eldgjá.
Gist í sæluhúsi F.l. í Laugum.
Ath.: Sjálfboðaliða vantar í
vinnuferð að Álftavatni næstu
helgi. Vinna f erfiðara lagi. Haf-
ið samband við skrifstofu F.f.
Ferðafélag (slands.