Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ1994 31
FRÉTTIR
i
Úr dagbók lögreglunnar
15. -18. júlí 1994
LIÐIN HELGI var tiltölulega róleg á
starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík.
„Einungis" 382 færslur eru í dagbók-
inni, en um „venjulega" helgi er al-
gengt að sjá í henni 500-600 færsl-
ur. Að venju ber mest á ölvunartengd-
um málum, s.s. óeðlilegri ölvunarhátt-
semi fólks, óhöppum, líkamsmeiðing-
um, ölvunarakstri, hávaða, ónæði og
slysum. Tilkynnt var um 10 innbrot
og 8 þjófnaði. 24 einstaklinga reynd-
ist nauðsynlegt að vista í fanga-
geymslunum vegna þess í hversu
slæmu ölvunarástandi þeir voru eða
vegna mála, sem þeir tengdust.
Á föstudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í hús við Ægissíðu. Hús-
ráðandi varð varð við umgang og
fældi þjófinn á braut. Á laugardags-
morgun var tilkynnt um eld í húsi
í Krókabyggð. Gleðskapur hafði ver-
ið í húsinu. Grunur er um að kveikt
hafi verið í sófa í einu herbergi húss-
ins. Flytja þurfti tvennt á slysadeild
með reykeitrun. Um morguninn var
bifreið ekið á ljósastaur í Borgartúni
og síðan á brott af vettvangi. Öku-
maðurinn náðist skömmu síðar og
er hann grunaður um að hafa verið
undir áhrifum áfengis. Skömmu eft-
ir hádegi á laugardag varð árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum Bú-
staðavegar og Reykjanesbrautar.
Tvennt var flutt á slysadeild með
bak- og hálsáverka. Meiðsli þeirra
reyndust vera minniháttar.
Aðfaranótt sunnudags var 15 ára
drengur handtekinn í miðbænum
eftir að hafa veitt öðrum áverka á
hendi með hnífi. Drengurinn reyndi
að komast undan og hópur ung-
menna reyndi að hindra störf lög-
reglumannanna. Það tókst hins veg-
ar ekki og var pilturinn færður til
vistunar hjá Unglingaheimili ríkis-
ins. Mikill fjöldi unglinga var í mið-
borginni að kvöld og næturlagi um
helgina í framhaldi af dvöl þeirra í
tívolíinu á Miðbakka. Nauðsynlegt
er að skoða hvort ekki er ástæða til
að gerðar verði ráðstafanir til þess
að draga úr áhuga unglinga á þess-
um aldri að koma niður í miðbæ að
næturlagi um helgar.
Á laugardagskvöld var tilkynnt
um að maður hefði berað kynfæri
sín fyrir ungum stúlkum að leik í
Túnunum. Um var að ræða mann á
þrítugsaldri, skolhærðan með mikið
liðað hár. Hann var klæddur í svart-
ar íþróttabuxur og flöskugræna
úlpu. Um helgina var einnig tilkynnt
um mann vera að sýna ungum stúlk-
um í Fellunum klámblöð.
Sameiginlegt umferðarátak lög-
reglunnar á Suðvesturlandi í sam-
vinnu við Bifreiðaskoðun íslands
hófst í gær. Að þessu sinni verður
athygiinni sérstaklega, beint að
ástandi ökutækja og réttindum öku-
manna. Þetta átak er óvenjulegt að
því leyti að lögreglumenn frá öllum
umdæmunum starfa saman í einu
þeirra á hveijum tíma með það að
markmiði að stöðva sem flesta sem
eiga leið framhjá.
Niðjamót
NIÐJAR hjónanna Sesselju Jóns-
dóttur og Olafs Stefánssonar, sem
búsett voru í Kalmanstungu, Hvítár-
síðu, Mýrasýslu, ætla að koma sam-
an laugardaginn 23. júlí nk. í Félags-
heimilinu Brúarási í Hálsasveit og
hefst mótið kl. 14.
Ólafur Stefánsson var fæddur í
Kalmanstungu, en Sesselja Jóns-
dóttir, kona hans, var frá Galtar-
hoiti í Borgarhreppi. Foreldrar Ólafs
voru Stefán, bóndi í Kalmanstungu
og kona hans Ólöf Magnúsdóttir.
Foreldrar Sesselju voru Jón bóndi í
Galtarhoiti. Jónsson og kona hans
Þórunn Kristófersdóttir.
Börn Ólafs og Sesselju voru þrjú:
1. Ólöf, húsfreyja að Hamraendum
í Stafholtstungum, fædd 13.7. 1894
AFI/AMMA
Allt fyrir minnsta barnabarnið
ÞUMALÍNA
• |i
GfTII^ plasthúðun
• Fjölbreytt vandað úrval af efnum
• Fullkomnar plasthúðunarvélar
• Vönduð vara - gott verð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33-105 Reykjavík
Slmar 624631 / 624699
í Brúarási
og hefði því orðið 100 ára á þessu
ári, dáin 17.12. 1960, gift Sigurði
Gíslasyni, bónda á Hamraendum.
2. Kristófer Stefán Scheving,
bóndi í Kalmanstungu, fæddur 29.5.
1898, dáinn 5.10. 1984, kvæntur
Lisbeth Zimsen.
3. Stefán Seheving, bóndi í Kal-
manstungu, fæddur 14.7. 1901, dá-
inn 18.9. 1977, kvæntur Kristínu
Valgerði Einarsdóttur.
Barnabörn og barnabarnabörn
Ólafs og Sesselju eru um 100 að tölu.
19. 7. 1994 Nr 392
YÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4500 0021 1919
4507 4500 0022 0316
4543 3700 0008 7588
4543 3718 0006 3233
ÖLL ERLEIMD KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
4552 57** 4941 32**
Atgreiðslufólk vinsamlegast takið qfangreind
N úr umferð og sendið VISA íslandi
sundurklippt.
VER0LAUN kr. 5000,-
tyrir að klðfesta kort og visa á vágest.
Álfabakka 16 - 109 Reykjavík
. Sími 91-671700
íJ
Morgunblaðið/Kristinn
ÁTJÁN sveitir eða um 100 manns tóku þátt í bridskeppninni
á Landsmótinu á Laugarvatni um síðustu helgi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Keflvíkingar
sigruðu á
Laugarvatni
Keflvíkingar sigruðu nokkuð ör-
ugglega í bridskeppninni á Lands-
mótinu á Laugarvatni um helg-
ina. Þeir tóku forystuna í mótinu
í byrjun þess en háðu harða bar-
áttu við Borgfirðinga en loka-
spretturinn var Keflvíkinga og
öruggur sigur í höfn. í sigursveit-
inni spiluðu Karl Hermannsson,
Heiðar Agnarsson, Jóhannes Sig-
urðsson, Magnús Torfason, Einar
Jónsson og Hjálnitýr Baldursson.
Lokastaðan:
UngmennafélagKeflavíkur 331
UnpiennasambandBorgarfjarðar 313
Héraðssamband Bolungarvíkur 306
Ungmennasamband Kjalarnesþings 296
Ungmenna og íþróttasamb. Austurl. 283
Héraðssambandið Skarphéðinn 283
Alls tóku 18 sveitir þátt í
keppninni og voru spilaðir 8 spila
leikir milli sveita.
Bikarkeppni Brids-
sambandsins - 2. umferð
NÚ ER langt liðið á frestinn
til að spila í 2. umferð bikar-
keppni Bridssambands Islands en
síðasti spiladagur er 24. júlí nk.
Úrslit úr eftirfarandi leikjum hafa
borist;
Sv. Glitnis, Rvík, vann sv. Önnu
ívarsdóttur, Rvk, með 143 Imp.
gegn 61 Imp.
Sv. Magnúsar Magnússonar,
Akureyri, vann sv. Guðjóns Stef-
ánssonar, Borgarnesi, með 147
Imp gegn 64 Imp.
Sv. Estherar Jakobsdóttur, Rvk,
vann sv. Eðvarðs Hallgrímssonar,
Bessasthr., með 127 Imp. gegn
62 Imp.
Sv. Hjólbarðahallarinnar, Rvk,
vann sv. Roche, Rvk, með 101
Imp. gegn 55 Imp.
Sv. Sigmundar Stefánssonar,
Rvk, vann sv. Jóspes smiðs, Rvk,
með 86 Imp. gegn 83 Imp.
Sv. S. Ármanns Magnússonar,
Rvk, vann sv. SPK, Rvk, með 111
Imp. gegn 62 Imp.
Fyrirliðar eru vinsamlega
minntir á að skila inn úrslitum
og hveijir spiluðu ieikina sem
fyrst eftir að leikur fer fram.
Faxnúmer BSÍ er 91-619361
Silfurstigamót í Sigtúni 9
LAUGARDAGINN 23. júlí
verður haldið opið silfurstigamót
í Sigtúni 9. Helmingur keppnis-
gjalda, sem er 1.500 kr. á mann,
fer í verðlaun og skiptast þau
eftir því hve fjölmenn mótin eru.
Ef þátttaka er undir 35 pörum
þá eru þrenn verðlaun sem skipt-
ast 60%, 30% og 10%, ef þátttaka
er á milli 35 og 50 pör eru fern
verðlaun og ef þátttaka fer yfir
50 pör þá eru veitt fimm peninga-
verðlaun. Spiluð eru tölvugefin
spil, tvær umferðir og hefst spila-
mennska kl. 12 og lýkur upp úr
kl. 18.
Skráning _er á skrifstofu Brids-
sambands íslands í síma 91-
619360 fyrir hádegi. Keppnis-
stjóri er Sveinn R. Eiríksson.
Sumarbrids í Reykjavík
Góð þátttaka var í sumarbrids
síðasta fimmtudag. 30 pör mættu
til leiks. Úrslit urðu:
N/S-riðill:
Guðmundur Sveinsson - Halldór Már Sverriss.
530
MagnúsHalldórsson-MagnúsOddsson 476
Esther Jakobsdóttir — Ljósbrá Baldursdóttir 472
Soffla Guðmundsd. - Stefanía Sigurbjörnsd. 463
A/V-riðill:
Jacqui McGreal - Hermann Lárusson 500
MuratSerdar-ÞórðurBjörnsson 477
Guðbrandur Guðjohnsen -
Magnús Þorkelsson 472
Guðmundur Baldursson -
Jóhann Stefánsson 458
Á föstudag mættu 24 pör til leiks.
Úrslit urðu:
N/S-riðill:
Ljósbrá Baldursdóttir - Baldur Óskarsson 342
Una Arnadóttir - Kristján Jónasson 303
ÓlöfÞorsteinsdóttir-SævinBjarnason 300
A/V-riðill:
Ásgeir H. Sigurðsson - Andrés Ásgeirsson 307
Jón Stefánsson - Hjálmar S. Pálsson 294
Gestur Pálsson -
Guðmundur Sigurbjömsson 294
Grilllijónusla fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og félagasamtök
Tökum að okkur gríllveislur
hvar sem enUpp til fjalla,
undir húsveggnum og
alls staðar þar á milli.
Sumar og vetur.
Fyrir 40 - 600 manns.
Mætum með allt á staðinn;
diska, glös, hnífapör o.þ.h.
Ath.: Útvegum.
veislutjöld fyrir
50 - 500 manns
Kynnið ykkur verðið og þjónustuna
Hafsteinn Gilsson matreiðslumeistari,
stmi: 91-666189, bilasími: 985-28430
Vinningstölur laugardaginn (30jlí 16. júlí 1994
( 00 ÍSSs,
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5a(5 1 15.539.387
2. 43(1« ?$? 14 89.399
3. 4aí5 339 6.368
4. 3al5 10.411 483
Heildarvinningsupphæð þessaviku: 23.978.238 kr.
£ /W/wÆn s 31 BIRGIR
UPPLVSINGAR: SlMSVÁRI 91 -681511 LUKKULINA 991002
Nr. Leikur: Röðin:
Nr. Leikur: Röðin:
1. Kiruna - Vasalund - X -
2. Spárvagcn - Sirius - X -
3. Sundsvali - Spánga - - 2
4. Visbv - I.ulcá - X -
5. Vasterás - UMEA - - 2
6. Sofia - Halmstad 1 - -
7. Sparta Prag - Silkeborg 1 - -
8. Ilackcn - Karlsruhe - - 2
9. AIK - Innsbruck 1 - -
10. Odcnse-Sion 1 - -
11. D. Strcda - Duisburg - - 2
12. Trelleb. - Grasshoppcrs 1 - -
13. Lvngby - Austria Wicn - X -
HcUdarvinningsupphæðin:
50 milljón krónur |
13 réttir: 2.232.670
12 réttir: T 56.600 |
11 réttir: 3.550
10 réttir: ^ 800
COMBFCAMP
TJALDAÐ
Á 15
SEKÚNDUM
LAGMULA 7
SÍMI 814077
OQ
Vaglaskógur - Siglufjörður
staður - Djúpivogur