Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
-V,' ■'í
’ -M'- >. L_
iilwí®...
-v » •.. ■• .... -•.•;.:■ ut.s\,v,^.5».• >*-»vÆTwy,;•,r.****•/;* av**•„■■ •
‘'s'i ’ ' 1ÍV i s>- M ;
*4'’ , ;;■ Vv >.*" v -*> •. . /»' L«“vv l; . \ ’ v’
Morgunblaðið/Frosti
Verðlaunahafar á íslandsmótinu yngri flokka í tennis. Veitt voru verðlaun f}/rir fyrsta og annað sæti í einliða- og tvíliðaleik í flestum flokkum
auk þess sem nokkrir fengu viðurkenningu fyrir dómgæslu. Fremsta röð frá vinstri: ívar Örn Árnason TFK, Jón Axel Jónsson, Jóel Hannesson, Kári
Pálsson, Leifur Sigurðsson Þrótti, Freyr Pálsson Víkingi, Þórólfur Sverrisson, Þórunn Hannesdóttir Fjölni. Miðröð frá vinstri: íris Staub Þrótti, Katrín
Atladóttir Þrótti, Stella Rún Kristjánsdóttir TFK, Svandís Sigurðardóttir Þrótti, Ragnar Ingi Gunnarsson TFK og Amar Sigurðsson TFK. Aftasta röð frá
vinstri: Þorbjörg Þórhallsdóttir Þrótti, Teitur Marshall Fjölni, Stefanía Stefánsdóttir Þrótti, Kristín Gunnarsdóttir Þrótti, Júlíana Jónsdóttir UMFB, Ingi-
björg Snorradóttir Fjölni, Stefán Kristinsson, Kristinn Diðriksson,
Þróftarar sterkir
í stúlknaflokkum
Islandsmóti yngri flokka í tennis lauk
um siðustu helgi
„ÆTLI ég hafi ekki spilað átta leikið. Erfiðast fannst mér að spila
gegn Jóni Axel í hnokkaflokknum enda gekk mér illa gegn honum
og tapaði stórt,“ sagði Freyr Pálsson, tíu ára gamall keppandi á
Islandsmótinu ítennis sem leikið var á völlum Vikings og Þróttar
í síðustu viku.
Freyr Pálsson úr Víkingi og Þórunn Hannesdóttir Fjölni.
róttur hlaut flest verðlaun fé-
laga í barna og unglingaflokk-
um. Félagið hlaut tæplega helming
allra verðlauna í þeim flokkum en
sex félög sendu keppendur til leiks
á mótið.
Freyr varð meistari í yngsta ald-
ursflokknum, snáðaflokki með því
að sigra Leif Sigurðsson Þrótti í
úrslitum einliðaleiksins 7:5.
Inga Eiríksdóttir Fjölni sigraði Þór-
unni Hafsteinsdóttur Fjölni í flokki
snóta 6:2 og þeir Freyr og Leifur
sigruðu Ingu og Þórunni í úrslitum
tvíliðaleiks 6:2.
í hnokkaflokki sigraði Jón Axel
Jónsson UMFB Ragnar Gunnarsson
TFK 7:6 og 6:0. Þeir Jón og Ragn-
ar kepptu saman í tvíliðaleiknum
og sigruðu þá Þórólf Sverrisson og
ívar Arnason TFK 6:0 og 6:0.
í hnátuflokki sigraði Kolbrún
Stefánsdóttir Þrótti Svandísi Sig-
urðardóttur Þrótti 6:4 og 6:2.
Kolbrún og Svandís sigruðu Ingi-
björgu Snorradóttur og Þórunni
Hafsteinsdóttur Fjolni í tvíliðaleikn-
um 6:0 og 6:3.
„Við höfum oft spilað saman og
þekkjum vel inn á hvor aðra,“ sögðu
þær Iris Staub Þrótti sem sigraði
Katrínp Atladóttur Þrótti 6:2 og
6:1 í úrslitum einliðaleiksins.
Iris og Katrín sigruðu Þorbjörgu
Þórhallsdóttur og Kolbrúnu Stef-
ánsdóttur úr Þrótti 6:0 og 6:0 og
þær voru Katrín og Iris voru sam-
mála um að það hefði verið
skemmtilegasti leikurinn.
í sveinaflokki sigraði Arnar Sig,-
urðsson TFK Davíð Halldórsson
TFK 6:1 og 6:2.
Arnar og Davíð sigruðu Jón Axel
Jónsson UMFB og Ragnar Gunn-
arsson 6:4 óg 6:0 í tvíliðaleiknum.
Stefanía Stefánsdóttir sigraði Ir-
isi Staub Þrótti 6:2 og 6:2 í telpna-
flokknum en Stefania gerði sér
reyndar lítið fyrir og varð einnig
meistari kvenna á mótinu.
Stefanía og Kristín Gunnarsdótt-
ir Þrótti sigruðu Stellu Rún Krist-
jánsdóttir TFK og Júlíönu Jónsdótt-
ir UMFB 6:2 og 6:2.
Teitur Marshall Fjölni sigraði Arnar
Sigurðsson TFK 6:1 og 7:6 en ekki
var leikinn tvíliðaleikur hjá drengj-
um.
FRJALSIÞROTTIR
Níu kepptu
á Eyrarsunds-
leikunum
NÍU unglingar frá íslandi tóku
þátt í Eyrarsundsleikunum í
frjálsum íþróttum og kom hóp-
urinn heim með níu verðlaun.
Sveinn Margeirsson setti íslands-
met í flokki 15-16 ára þegar
hann hljóp 1500 m á 4.04:68 mínút-
um og bætti met Finnboga Gylfason-
ar um tæpar fimm sekúndur.
Helga Guðmundsdóttir varð í 3.
sæti í kringlukasti 15-16 ára með
33.58 metra. Eva Sonja Sciöth varð
í sjötta sæti í sama flokki með kast
upp á 33.58 metra.
Guðmundur Þorsteinsson hafnaði
í 13 sæti í 2000 m hindrunarhiaupi
á 6.27 mínútum.
Rafn Árnason náði 2. sæti í há-
stökki í flokki fjórtán ára með því
að stökkva 1,72 metra og hann náði
jafnframt sjötta sætinu í langstökki
með 5,72 metra.
Davíð Helgason lenti í 7. sæti í
80 m hlaupi í flokki 14 ára á 10,02
sekúndum.
Rakel Jensdóttir varð í fjórða
sæti í hástökki í flokki 14 ára en
hún stökk 1,59 metra. Rakel varð í
14. sæti í langstökki með 4,82
metra.
Silja Úlfarsdóttir hafnaði í 15.
sæti í langstökki í sama flokki með
4,79 metra.
Guðrún Guðmundsdóttir varð í 11.
sæti í 100 m grindahlaupi í flokki
átján ára. Hún fór vegalengdina á
16,32 sekúndum.
Siglingar
Úrslit á Islandsmótinu í Siglingum unglinga
en mótið var haldið i Skeijafirði dagana 8.
-10. þessa mánaðar. 1
Optimist-flokkur
1. Laufey Kristjánsdóttir, Nökkva Akureyri.
2. Snorri Valdimarsson, Ými Kópavogi
3. Hafsteinn Æ. Geirsson, Brokey Reykjav.
Topper-flokkur
1. Brynjar Gunnarsson, Nökkva Ak.
2. Ketill Á. Ketilsson, Vogi Garðabæ
3. Ásgéir Sigurðsson, Ými Kópavogi
Flokkur E-kæna
1. Guðjón I. Guðjónsson, Brokey Reykjavík
2. Jens Gíslason, Nökkva Akureyri
3. Gunnar Hallsson, Nökkva Akureyri
■Fimm umferðir voru sigldar í mjög góðum
vindi. í flokki 10 - 15 ára í svokölluðum
Optimist-flokki, en í þeim flokki er siglt á
samnefndum bátum. Siglingarfélagið Ýmir
i Kópavogi hélt mótið.
Nóatúnsmótið
Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ
gengst fyrir knattspyrnumóti fyrir fimmta
og sjötta aldursflokk stúlkna, svokölluðu
Nóatúnsmóti um næstu helgi að Tungu-
bökkum í Mosfellsbæ. Auk kappleikja verð-
ur keppt í knattþrautum og reipitogi. Þetta
er í annað sinn sem mótið er haldið. Nán-
ari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu
UMFAisíma (91)-668633.
Morgunblaðið/Frosti
Efstir á Akureyrarmótinu í golfi
PILTARNIR á myndinni urðu í þremur efstu sætunum
á Akureyrarmótinu í golfi í drengjaflokki en mótinu lauk
þann níunda þessa mánaðar. Sigurvegarinn Sævar Sæv-
arsson er á miðri myndinni en hann lék 72 holur á 338
höggum. Jónatan Þór Magnússon, til vinstri varð annar
á 340 höggum og lengst til hægri er Eggert Már Jó-
hannsson sem varð þriðji á 347 höggum. „Eg hef unnið
fjögur mót í sumar en þetta er í fyrsta sinn sem ég
verð Akureyrarmeistari. Mér gekk vel alla dagana nema
annan daginn, þá fékk ég í magann og lék á rúmlega
nítíu höggurn,” sagði Sævar sem að öðru leyti átti jafna
hringi. Aðra sögu er að segja af Jónatan sem lék fyrsta
hringinn á 96 höggum en bætti frammistöðu sína á
hveijum degi og endaði með því að leika lokahringinn
á 75 höggum. „Ég var næstum því hættur eftir fyrsta
daginn, því þá gekk svo illa. Eftir það fór ég í tíma til
kennarans og ég bætti mig mikið seinni hluta mótsins,“
sagði Jónatan.
Mikil hvatning
fyrir minni félögin
- segir Gústaf Bjomsson, skólastjóri
„ÞEGAR til lengri tíma er litið er þetta mikil hvatning fyrir
minni félögin sem geta gengið að því vísu að eiga fulitrúa í
skólanum. Við erum ekki að einblína á þá bestu heldur viljum
gefa öllum félögum tækifæri á að senda sína bestu fulltrúa,11
segir Gústaf Björnsson, skólastjóri Knattspyrnuskóla KSÍ sem
starfræktur var með breyttu sniði
Skólinn hefur á undanförnum
árum verið skipaður 24 piltum
og leitast var við að velja efnileg-
ustu piltana sem voru á fjórtánda
aldursári hveiju sinni. í vetur var
ákveðið að breyta honum og hópur-
inn sem kom saman á Laugarvatni
3. - 8. júlí var ekki valinn af þjálfur-
um skólans heldur af félögunum
sjálfum. Hvert félag sem á lið í ís-
landsmóti fjórða flokks fékk að
senda einn leikmann í skólann og
skipti þá ekki máli hvort um góðan
eða slakan árgang væri að ræða hjá
i haust.
viðkomandi félagi.
Þessi breyting var nokkuð gagn-
rýnd sl. vetur en Gústaf segir að
markmið skólans séu nú önnur.
Ekki sé ætlunin að einblína á þá
bestu í þessum aldursflokki þó að
vissulega séu margir af bestu leik-
mönnUm landsins í þessum aidurs-
flokki á Laugarvatni. „Markmiðið
er fyrst og fremst að vekja áhuga
og segja má að skólinn sé mun
meira hugsaður með útbreiðslu
knattspyrnunnar í huga en áður.“