Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 44

Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sverrir Dísarunnar í blóma Fósturvísar úr kúm til landsins DÍSARUNNAR eru frægir fyrir blómfegurð og bera langa allgilda blómskúfa. Ein tegundin nefnist bogsírena og kemur frá Kína. Ber sá runni fremur granna hangandi klasa af blómum, sem sögð eru karmínurauð að utan og hvít að innan, í blómabók Fjölva. Kol- finna Bjarnadóttir er með þrjá dísarunna í garðinum hjá sér sem hún gróðursetti árið 1976. Ekki segist hún hafa beitt sérstökum brögðum til að fá runnana svona háa og sé dugnaði plöntunnar ein- um að þakka. Blómstra runnarnir í byijun júlí ár hvert. UM 20 fósturvísar af Aberdeen Angus og Limousine nautgripastofn- um komu til landsins frá Danmörku í gær og verður þeim komið fyrir í kúm í einangrunarstöðinnj í Hrísey í dag. Að sögn Guðbjörns Arnasonar starfsmanns Landssambands kúa- bænda, sem flytur fóstui-vísana inn, hefur undirbúningur þessa innflutn- ings staðið lengi yfir. Tilgangurinn með honum er að gefa neytendum hér á landi fleiri valkosti hvað varð- ar nautakjöt þegar fram líða stund- ir. Guðbjörn sagði kostina við þessa stöfna meðal annars vera þá að vaxt- arhraði þeirra væri meiri en íslenska nautgripastofnsins og einnig væru gripirnir vöðvameiri. Danskur dýaralæknir ásamt að- stoðarmanni sínum var væntanlegur til landsins í gærkvöldi, en hann mun ásamt Aðalbjörgu Jónsdóttur dýralækni í einangrunarstöðinni í Hrísey koma fósturvísunum fyrir í 14 kúm sem fluttar voru í stöðina sl. haust og jafnframt kúm af Gallowaykyni sem í stöðinni eru. Guðbjörn sagði þær tegundir fóstur- vísa sem um ræðir hafa verið valdar þar sem líkur væru á að' íslenskar kýr gætu fætt kálfa af þessum stofn- um vegna þess hve smávaxnir þeir væru við fæðingu. Afurðir á markað 1997 Að sögn Guðbjörns verður sæði úr kálfunum sem fæðast næsta vor flutt í land ári síðar þegar þeir verða orðnir kynþroska og kýr af íslenska stofninum sæddar með því. Afurðir af þessum stofnum ættu því að vera komnar á markað 1997. Hann sagði að með þessu kynbótastarfi væri Landssamband kúabænda að leggja grunninn að því að gefa kost á fleiri valmöguleikum. Morgunblaðið/Sverrir Fáni Jörundar við hún HUNDADAGANA flaggar Sjó- minjasafnið í Hafnarfirði fána Jörundar hundadagakonungs. Jörundur, sem réttu nafni hét Jorgen Jorgensen, kom hingað til lands árið 1809 og tók sér öll völd á landinu og konungs- nafnbót 25. júní að undirlagi Samuels Phelps sápukaup- manns og hélt þeim út hunda- dagana til 22. ágúst. Sérstakur þjóðfáni Þeir lýstu því yfir 26. júní að allur danskur myndugleiki væri upphafinn og síðar um daginn var tilkynnt að „ísland væri laust og liðugt frá Dan- merkur ríkisráðum“. íslending- um var heitið sérstökum þjóð- fána og í auglýsingu Jörundar frá 11. júlí segir að íslenski fáninn skuli vera blár með þremur þorskfiskum í efsta horni. Daginn eftir var slíkur fáni dreginn að húni á Petræ- usarvöruhúsi sem stóð við Hafnarstræti sunnanvert. Birg- ir Thorlacius hefur skrifað um íslenska fánann og skjald- armerki og hann fullyrðir í grein sinni í Andvara árið 1964 að þessi fáni hafi verið „fyrsta hugmyndin um sérstakan þjóð- fána handa Islandi“. Uffe Ellemann-Jensen um mögulega aðildarumsókn Islands að ESB Viss áhætta er tekin með því að tengia sig við Möltu UFFE Ellemann-Jensen, formaður Venstre- flokksins danska og fyrrverandi utanríkisráð- herra, er sém fyrr þeirrar skoðunar að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, sé ekki full- nægjandi lausn fyrir norrænu þjóðirnar, heppileg- ast sé að þær sameini aila sína krafta í Evrópu- sambandinu, ESB. Þetta kom fram á fundi Lands- nefndar Alþjóða verzlunarráðsins í gær þar sem hann fjallaði um þróun ESB og stöðu Norðurland- anna. Hann telur varhugavert fyrir Island að reyna að komast inn um leið og Malta og Kýpur. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að sæki íslendingar um á næsta ári verði það ekki í samfloti með áðurnefndum eyríkjum heldur sem síðasta EES-þjóðin er vilji aðild. „Möltubúar leggja fram umsókn þar sem fram kemur að þeir hyggjast vera undanþegnir þátt- töku í ákveðnum stofnanaþáttum“, sagði Elle- mann-Jensen í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. „Þeir hyggjast t.d. ekki taka að sér for- mennsku [í ráðherraráði sambandsins, æðstu valdastofnuninni] og þess háttar. Ég tel að íslend- ingar ættu ekki fyrirfram að gefa í skyn að þeir vilji fá neins konar smáríkismeðhöndlun. Mér finnst að ísland eigi að sækja um á jafnréttis- grundvelli en að sjálfsögðu verðið þið sjálfir að taka ákvörðun um þessi mál. Ég vek aðeins at- hygli á því að það er tekin viss áhætta með því að tengja sig við Möltu og mér fyndist það a.m.k. virka nokkuð undarlegt". íslendingar hafa sérstöðu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að mikilvægast sé að íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji láta á að það reyna strax á næsta ári hveija möguleika þeir hafi á viðun- andi aðildarsamningum sem EES-ríki eða leiða málið hjá sér næstu árin. Þá yrðum við að bíða fram að aldamótum til að verða í samfloti með Mið-Evrópuríkjunum. Á fundum utanríkisráð- herra með ráðamönnum ESB hafi komið fram að íslendingar myndu hafa sérstöðu að því leyti að þeir uppfylltu ákvæði Maastricht-sáttmálans og væru búnir að laga lög sín og reglur að regl- um sambandsins. Jón sagði að hingað til hefðu menn talið að útilokað væri að samningar gætu tekist um ný aðildarríki fyrir ríkjaráðstefnu ESB 1996. Leið- togar sambandsins hefðu hins vegar sagt á Korfú- fundinum nýverið að umsóknir eyríkjanna Kýpurs og Möltu væru á dagskrá sem merkti að þær yrðu teknar fyrir í janúar 1995. íslendingar ættu einnig að geta hafið viðræður þá ef þeir kysu það, ekki í samfloti með áðurnefndum eyþjóðum heldur sem síðasta EES-þjóðin er sækti um aðild. ■ íslendingar taki skjótt ákvörðun/22 Langá óskipt boð- in út í fyrsta sinn Morgunblaðið/Jón Sk. Ársælsson Mokveiði í Ytri-Rangá LANGÁ á Mýrum hefur verið aug- lýst til leigu og er það í fyrsta skipti sem áin er boðin út óskipt. Til þessa hefur hún verið þrískipt, á neðsta svæðinu, sem kennt er við Langár- foss og Ánabrekku, er veitt með fimm stöngum, á miðsvæðunum, sem kennd eru við Jarðlangsstaði og Stangarholt, er veitt með fjórum stöngum, en á „Fjallinu" svokallaða, sem kennt er við Grenja og Litla- fjall, er veitt með þremur stöngum eða alls 12 stöngum. Langá er í hópi þekktustu og bestu laxveiðiáa landsins. Jóhannes Guðmundsson á Ána- brekku, formaður Veiðifélags Lang- ár sagði í samtali við Morgunblaðið að óskir um heildarútboð hefðu kom- ið upp af og til á aðalfundum félags- ins í gegn tim árin, en loksins nú hefði fengist meirihluti fyrir því að reyna það. „Áin öll er í útboði, frá ósi við Langavatn að ósi við sjó, all- ir eru undir sama hatti. Hér neðst í ánni hafa fastagestir veitt um langt árabil og á miðsvæðunum er sömu sögu að segja. Þetta fyrirkomulag gæti raskast ef viðunandi heildarboð fæst í veiðina. Veiðifélagið myndi kannski ekki setja stólinn fyrir dyrn- ar þótt einhver leigutaki vildi halda þrískiptingunni, en við leggjum á það ríka áherslu að áin sé fiskuð jafnt. Nýtingin hefur lengst af verið æði góð í Langá, en eins og víðar hefur hún farið versnandi og verst var ástandið í fyrra, sérstaklega í ánni ofanverðri," sagði Jóhannes. 36 kílómetrar Langá er 36 kílómetrar frá upp- tökum til ósa og er áin öll laxgeng. Óvíða hafa jafn umfangsmiklar framkvæmdir verið í gangi til að auka laxgengd og lengja veiðisvæði. Til dæmis hafa alls fjórir laxastigar verið gerðir í fossa í Langá, í Skuggafoss nærri sjó og svo í þrjá fossa á „Fjallinu", Sveðjufoss, Kota- foss og Tófufoss. Hellu - Morgunblaðið. Vel heppn- uðum veiðitúr tíu Svisslendinga í Ytri-Rangá lauk sl. sunnudag. Þeir höfðu dvalist við veiðar í ánni í viku og lönduðu alls 136 löxum á tímabilinu. Að sögn Þrastar Elliðasonar, sem hefur ána á leigu, hefur í dag veiðst sextíu löxum meira en á sama tíma metveiðisumarið 1990. „Svisslendingarnir voru með allt laxasvæði Ytri-Rangár og hluta eystri árinnar, alls tíu stangir. Af þessum 136 löxum veiddust 130 í Ytri-Rangá, eingöngu á flugu. Megnið af þessu var eins árs lax, þriggja til átta punda en inn á milli stórir boltar, sá stærsti 19 pund,“ sagði Þröstur. ■ Eru þeir að fá’ann/8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.