Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 8
8 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árni Sæberg
Sextíu konur
setja upp
leiksýningu
Ný símsvaraþjónusta hjá Veðurstofunni
V eðurupplýsingar
fyrir ferðamenn
LOKAÆFING á leikriti, sem
fjallar um kvennafrídaginn árið
1975 var haldin í fyrrakvöld.
Leikritið á að sýna á kvennaráð-
stefnunni Nordisk Forum, sem
hefst nk. mánudag í Turku í
Finnlandi. Tvö hundruð konur
frá Alþýðusambandi Islands
fara á ráðstefnuna en alls munu
um 1.300 íslenskar konur fara
á hana. Æfingar á leikritinu
hafa staðið yfir í nokkra mánuði
að sögn Bryndísar Hlöðversdótt-
ur hjá ASI en Kolbrún Halldórs-
dóttir er leikstjóri. Konurnar
eru sextíu að tölu og á öllum
aldri að sögn Bryndísar; tuttugu
leika karlmenn en fjörutíu kven-
menn. Undanfarið hafa þær æft
þijá tíma á hverju kvöldi. Bryn-
dís segjr að leikritið byggist
aðeins að litlu leyti upp á sam-
tölum til að það geti höfðað til
sem flestra. Það tekur um hálf-
tíma í flutningi. Bryndís segir
að margar konur hafi lagt mikla
vinnu í undirbúninginn fyrir
þingið.
VEÐURSTOFA íslands hefur tekið
upp nýja símsvaraþjónustu einkum
ætlaða ferðamönnum. Annars vegar
er um að ræða veðurspá á ensku,
en hins vegar veðurspá ásamt veð-
urlýsingu frá nokkrum veðurathug-
unarstöðvum, sem Iesin er á þann
hátt að auðvelt á að vera að finna
þann hluta veðurspárinnar sem á við
tiltekna staði. Þessi þjónusta verður
fáanleg það sem eftir er sumars að
degi til, frá um kl 8 á morgnana til
kl. 22.30 á kvöldin.
Númer símsvara Veðurstofunnar
er 990600 og er númerið hið sama
um allt land, þ.e. grænt númer, án
svæðisnúmers. Gjald fyrir þjón-
ustuna er 16,60 kr. á mínútu auk
grunnskrefs fyrir hvert símtal sem
er 3,32 kr. Til að nálgast þessar
nýju upplýsingar verður að nota tón-
valssíma (takkasíma). Ýmsar aðrar
upplýsingar á símsvaranum eru fáan-
legar með skífuvalssíma, en um þær
má lesa í símaskránni á bls. 8 í at-
vinnuskrá.
Veðurspáin á ensku fæst með því
að hringja í 990600 og velja síðan 4
og aftur 4 um leið og svar heyrist.
Veðurupplýsingar á íslensku ætlaðar
ferðamönnum fást með því að velja
8 eftir að samband er fengið við sím-
svarann. Þá heyrist lýsing á því
hvernig velja skal milli iandsfjórð-
unga og þegar landsfjórðungur hefur
verið valinn heyrist hvernig velja
skal veðurspásvæði.
Kynningarbæklingur
Til að auðvelda mönnum að nota
þessa þjónustu hefur verið gerður
kynningarbæklingur sem fáanlegur
verður á upplýsingamiðstöðvum
ferðamála og víðar. í honum er m.a.
kort þar sem sjá má skiptingu lands-
ins í spásvæði og tafla þar sem því
er lýst hvemig finna má hentugustu
veðurupplýsingar fyrir tiltekna
ferðamannastaði víða um land. Einn-
ig er skýrt hvernig unnt er að rekja
sig milli spásvæða og finna að lokum
veðurhorfur fyrir landið í heild til
allt að fjögurra daga.
Fulltrúar Alþjóða þingmannasambandsins til ríkja Júgóslavíu
Geir H. Haarde einn
þingmanna í nefndinni
ÞRIGGJA manna sendinefnd á veg-
um Alþjóða þingmannasambands-
ins fer til lýðvelda fyrrum Jógóslav-
íu á morgun, sunnudag, en öll ríkin
utan Bosníu eiga aðild að samband-
inu. Geir H. Haarde, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, er einn
nefndarmanna í þessari ferð ásamt
argentískum þingmanni, þingmanni
frá Ástralíu sem var þingforseti þar
til skamms tíma og einum starfs-
manni sendinefndarinnar. Samein-
uðu þjóðimar munu annast flutning
nefndinnar innan svæðisins, jafnt
flugleiðis og landleiðis, auk þess að
greiða götu hennar á annan hátt,
að sögn Geirs.
Framkvæmdastjórn samtakanna
gerði tillögu um skipan nefndarinn-
ar, en ástralski þingmaðurinn á
sæti í stjórninni. Argentíumaðurinn
er sérfræðingur í mannréttindamál-
um og hefur gegnt formennsku í
nefnd innan sambandsins sem fjall-
ar um mannréttindabrot á þing-
mönnum og Geir er formaður hóps
Vestrænna ríkja innan sambands-
Safna upplýsing-
um um ástandið
á svæðinu
ins. Nefndin heldur áleiðis til
Zagreb á sunnudag þar sem hún
mun dveijast í tvo daga. Þaðan
heldur hún til Sarajevo ef aðstæður
ieyfa, þar sem ætlað er að dvelja í
hálfan annan dag og einnig til Pale,
þar sem eru höfuðstöðvar Bosníu-
Serba. Þaðan verður farið til
Belgrad og loks snúið aftur til Genf-
ar.
Kynnast vandanum af eigin
raun
Að sögn Geirs er tilgangur ferð-
arinnar að ræða við þingmenn á
öllum þessum stöðum, fulltrúa
stríðandi fylkinga sem hafa fallist
á að hitta sendinefndina, og einnig
aðra aðila, svo sem fulltrúa sátta-
semjara, Rauða krossins og gæslu-
liðs Sameinuðu þjóðanna. „Ætlunin
er að athuga hvort og með hvaða
hætti Alþjóða þingmannasamband-
ið getur beitt sér til gagns í deilun-
um á þessu svæði, auk þess að safna
upplýsingum og gögnum sem við
tökum síðan saman í skýrslu sem
lögð verður fyrir þing sambandsins
í Kaupmannahöfn í september næst
komandi," segir Geir.
Hann segir sambandið einn fárra
alþjóðlegra vettvanga þar sem
stjórnmálamenn geti hist og rætt
saman í friðsemd þrátt fyrir óhag-
stæðar ytri aðstæður, enda skapist
utan þessa, tækifæri fyrir ópopin-
berar umræður þingmanna ólíkra
ríkja. Þannig hafi sambandið t.a.m.
stuðlað að lausn í Falklandseyjadeil-
unni milli Englands og Argentínu.
„Ég veit að sjálfsögu ekki hvort að
þessi ferð muni skila einhveijum
áþreifanlegum árangri, en þyki per-
sónulega afar spennandi að fara
um þetta svæði og kynnast vanda-
málunum af eigin raun, og er því
ánægður með að vera valinn til ferð-
arinnar,“ segir Geir.
Vestur-íslensk og talar íslensku
Eldra fólkið er
íslenskara í sér
en það yngra
Svava Sæmundsson
Eftir því sem árin líða
teygist_ á böndunum
milli íslendinga og
Vestur-íslendinga. Margir
af afkomendum þeirra sem
fóru vestur um haf tala
ekki íslensku. Það er því
ekki á hverjum degi sem
hægt er að rekast á Vestur-
íslending, sem talar ís-
lensku eins og hann hafí
búið hér á iandi alla tíð.
Þetta á við um Svövu Sæ-
mundsson en hún er af
fjórða ættlið Vestur-íslend-
inga. Morgunblaðið náði
tali af henni og lék forvitni
á að vita af hveiju hún
talaði ísiensku, hvað Þjóð-
ræknisfélagið gerir en hún
er jnjög virk í því, muninn
á íslendingum og Vestur-
íslendingum og hvort
áhugi Vestur-íslendinga á íslandi
sé alltaf jafn mikill.
Bjó í einangruðu umhverfi
á bóndabæ
- Hvernig kemur það til að
þú talar íslensku?
„Ég bjó á bóndabæ nálægt
bænum Arborg í Manitobafylki,
þar sem ekki var mikið af öðru
fólki en fjölskyldufólki í kringum
mig. Mamma [Margrét Halldórs-
dóttir] talaði íslensku og þessi
einangrun hjálpaði mikið til við
að ég lærði hana. Pabbi [Gunnar
Sæmundsson] las mjög mikið um
ísland og hafði mikinn áhuga á
landi og þjóð og íslenskum bók-
menntum. Þegar ég var tuttugu
og þriggja ára kom ég til íslands
og var hér í sex ár. Eg fór í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta í
háskólanum og var í henni í tvö
ár. Svo ferðaðist ég mikið um
landið; var í Reykjadal í Þin-
geyjasýslu, tvo mánuði á Eski-
firði, tæpa tvo mánuði í Búðar-
dal. Ég bý núna í Árborg og
börnin mín tala íslensku. Ég hef
ekki komið til Islands í að ég
held tíu ár.“
- Þú tengist eitthvað þjóð-
ræknisfélaginu í Kanada ekki
satt? Hvað gerir Þjóðræknisfé-
lagið?
„Jú. Ég er forseti þjóðræknis-
félagsdeildarinnar Ésjunnar í
Árborg og hef verið það í níu ár.
Þjóðræknisfélagið reynir að varð-
veita íslenska menningu og
hjálpa fólki við að finna það sem
það vill um ísland. Deildir félags-
ins eru á mörgum stöðum og til
dæmis eru fimm deildir í Man-
itoba. Við höfum gefið út Fjall-
konubókina og undanfarið hefur
nefnd undir forystu Ólafs Narfa-
sonar í samráði við Þjóðræknisfé-
lagið haft með höndum
að minnast skáldsins
Guttorms J. Guttorms-
sonar og er í ráði að
reisa minnisvarða
skemmtigarði River-
ton-bæjar. Svo höldum við þorra-
blót, spilakvöld og stöndum fyrir
ýmsum atburðum. Þetta_ félag
reynir að kynna Vestur-íslend-
ingum ísland og reynir að halda
áhuga fólks á því. Svo tökum við
þó nokkuð oft á móti hópum frá
Islandi, sem koma í heimstókn.“
Mikill áhugi á
íslandsferðinni
- Svo stóðuð þið fyrir þessari
hópferð hingað til lands.
„Já, og áhuginn var mjög mik-
ill. Flugvélin sem við komum í
var full og um níutíu manns voru
► Svava Sæmundsson er fædd
árið 1954 í Kanada. Hún er lærð-
ur leikskólakennari og stundaði
um tíma nám í íslensku fyrir
erlenda stúdenta við Háskóla ís-
lands. Hún starfaði meðal annars
við íslenskar sumarbúðir í
Kanada fyrir vestur-íslensk
börn. Hún er forseti ])jóðræknis-
félagsdeildarinnar í Árborg í
Manitoba og var stödd hér á
dögunum ásamt hópi Vestur-
Islendinga. Hún á tvær dætur,
sem báðar tala íslensku.
á biðlista og komust ekki með.
Þetta var fólk alls staðar að,
aðallega þó frá Manitoba. Ráð-
stefna Þjóðræknisfélagsins var
haldin að Laugarvatni og margir
tóku þátt í henni. Flestir voru
þó að heimsækja ættingja og
skoða landið. Margir af þeim sem
komu núna voru að koma hingað
í fyrsta sinn.“
- Er áhuginn jafn mikill með-
al yngra fólksins og þess eldra?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Það eru alltaf einhveijir sem
hafa meiri áhuga en aðrir. Samt
finnst mér eins og áhuginn á
íslandi sé heldur að minnka. í
hópnum sem kom hingað til lands
núna er aðallega eldra fólk. Þó
komu 38 börn sem hafa farið í
íslenskar sumarbúðir. Þar er
þeim kennt eitthvað um ísland
og nokkur orð í íslensku. Þessi
börn ganga oft inn í félagsmál
Þjóðræknisfélagsins."
Líkari en hægt er að trúa
- Er einhver munur á íslend-
ingum og Vestur-íslendingum?
„Nei, enginn munur. Islend-
ingar, sem fara frá íslandi og
kynnast Vestur-íslendingum
finna fyrst mun. Vest-
ur-íslendingar eru
auðvitað aldir upp við
aðrar aðstæður en
fólkið sjálft hefur svip-
aða kímnigáfu og seg-
ir sögur hvert af öðru eins og
íslendingar gera. Við erum líkari
en hægt er að trúa. Þetta á að
vísu aðallega við um eldra fólkið.
Yngra fólkið er mjög blandað og
ekki auðvelt að greina vestur-
íslenska unglinga frá öðrum
unglingum. Annars er umhverfi
okkar mjög frábrugðið því sem
maður á að venjast á íslandi.
Landslagið er allt annað. Hjá
okkur eru eintómar sléttur og
mikil kornrækt. Nú til dags er
líka á þessu svæði mjög blandað-
ur þjóðfélagshópur en ekki eins
einsleitur og á Islandi.“
Pabbinn hafði
mikinn áhuga
á landi og þjóð