Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 13 VinningsnOmer í Ferdaleiknum VINNINGSNÚMER 2. ágúst: 78622 og 12417 og er vinningur 3 rétta kvöldverður fyrir 2 og borð- vín á Skólabrú fyrir hið fyrra. Ferð fyrir tvo með Jöklaferðum á Vatna- jökul og Jökulsárlón á seinna núm- erið. 86090 og vinningur er að bíllinn fær fullkomna þjónustu á þremur þjónustubrautum sem í boði eru í Bílaeftirlitinu á bensín- og þjón- ustustöð Esso við Geirsgötu. 24367, vinningur Cordiale bak- poki frá Skátabúðinni. 90770, 44871 og 97658 Bíla- þjónusta Esso. 3049 svefnpoki frá Skátabúð- inni. 69838 Bílaþjónusta Esso. -----» ------- Hagyrðingamot á Flúúum f HAGYRÐINGAMÓT verður haldið á Hótel Flúðum laugardaginn 20. ágúst nk. Búist er við góðri mæt- ingu. Þegar hafa 60 manns pantað gistingu á hótelinu og fullar rútur eru væntanlegar að Norðurlandi og Austurlandi, svo að áætlað er að um 200 manns mæti á mótið. Farin verður skemmtiferð um upp- sveitirnar um Hrunamannahrepp og Gnúpveijahrepp og kostar ferð- in 600 kr. Fundur verður haldinn eftir ferð- ina og veislukvöldverður um kvöld- ið á hótelinu. Veislustjóri er Guð- bjartur Össurarson og Þórður Tóm- asson er heiðursgestur, báðir þekktir hagyrðingar. Kvöldverður- inn kostar 2.300 kr. á manninn. Hótelið býður upp á helgarpakka, með kvöldverði, skemmtiferð og gistingu í herbergi með baði á 6.200 kr. á manninn eða 5.200 kr. í herbergi án baðs. I frétt um mótið fylgdi með þessi staka: Á kvæðaþingi kæti vekur kliður vökunnar Víst á Flúðum við oss tekur veldi stökunnar -----» ♦ ♦---- Hressing fyrir ferðahundinn ÞEIR sem hyggja á ferðalög um landið með gæludýrin sín, hundinn eða köttinn er það ljóst að dýrin þurfa smá hressingu af og til. Gott er að gefa þeim vatn að drekka í plastpoka. Pokanum er brett niður, vatninu hellt í og trýni dýrsins kemst auðveldlega að vatninu. Svo þegar dýrið hefur drukkið nægju sína er pokanum brett aftur upp og lokað, svo að ekkert þarf að sullast í bílinn. -----♦-♦-♦---- Aðalfundur FSÍ ANNAR aðalfundur Ferðamála- samtaka íslands var að Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi fyr- ir nokkru. Þar var Jón Illugason í Reykjahlíð kjörinn formaður og gjaldkeri Rögnvaldur Guðmundsson í Hafnarfirði og Áslaug Alfreðsdótt- ir á Isafirði ritari. í varastjórn eru Jóhannes Sig- mundsson í Syðra-Langholti, Ólafur Sverrisson í Stykkishólmi og Jó- hann D. Jónsson í Keflavík. Þetta var annar aðalfundur ferðamála- samtakanna, sem voru stofnuð fyr- ir tveimur árum. I þeim sitja fulltrú- ar landshlutanna. FERÐALÖG Ekkert mál fyrir fjölskyldufólk FORELDRAR hafa margir áhyggj- ur af því að erfítt og nánast ógjörn- ingur sé að ferðast á reiðhjóli með böm. Magnús Bergsson formaður íslenska fjallahjólaklúbbsins heldur því fram að slík viðhorf séu mis- skilningur. „Ef fjölskyldufólk hefur hug á 3Í því að ferðast um á reiðhjóli er um ýmsa kosti að ræða. mga Aðeins þarf viljastyrk og áræðni til að losna úr viðjum vanans. Hægt er að fá tengi- vagna fyrir reiðhjól. Þeir eru í flestum tilfellum hannaðir með sæti fyrir tvö böm og farang- ursrými. Þessir vagnar hafa verið til sölu í flestum nágrannalöndum um áratuga skeið og hafa sífellt orðið vinsælli vegna öryggis og ýmissa möguleika." Vagnar af þessu tagi em ekki seldir hér á landi, en hægt er að panta þá í gegnum sumar reiðhjóla- verslanir. Magnús segir mikilvægt að vagnar hafi veltigrind og örygg- isbelti. Þar sem íslensk vetrarfærð er oft þung, getur verið erfítt að nota hjólavagn nema hægt sé að setja breið dekk undir hann. Magn- Morgunblaðið/Magnús Bergsson ÞESS eru dæmi hér á landi að fólk hafi selt fjölskyldubílinn og ferðist nú á hjólum með tengivögnum fyrir börnin. ús segir að Burley-vagnar henti ís- lenskum aðstæðum vel að þessu leyti og að auki fylgi regnhetta. Annar vinsæll vagn, Cannondale, er hinsvegar nýtískulegri í útliti og botninn er vatnsheldur, en regn- hettuna þarf að panta sérstaklega. Þegar barnið stækkar „Ekki er ráðlegt að setja allan farangur í vagninn þar sem það þyngir hann og torveldar stjórn á hjólinu. Mikill mótvindur tekur mik- ið á og má segja að þar liggi stærsti galli þessara vagna.“ Þegar barnið stækkar getur það fengið tengihjól, sem má festa aftan við hjól foreldra. Með því móti byrj- ar það að hjóla með foreldri sínu þar til það eignast eigið hjól. Sjálfur fer Magnús allra sinna ferða á hjóli og stígur helst ekki upp í bíl. Hann veit dæmi þess að fjölskylda hér á landi hafí selt bílinn sinn eftir að hafa byijað að nota tengivagn á hjól. Hann er sann- færður um ágæti þess að hjóla og fullyrðir að með því að skipta á bíl og hjóli auki fólk bæði fjárráð og heilbrigði. Bátafólk siglir fram í september BÁTAFÓLKIÐ verður með fljóta- ferðir fram í september, en Björn Gíslason hjá fyrirtækinu sagði, að nú væri senn besti tími fyrir ferðir niður ár því allar leysingar væru um garð g#ngnar og árnar eru ör- uggari og rólegri. Bátafólkið byijar að bjóða siglingar á Austari-Jökulsá í Skagafirði og eru þær allar helgar frá miðjum mánuðinum. Björn Gíslason sagði, að nú væru ferðir daglega í Hvítá og tækju þær eina og hálfa klukkustund og kosta 3.500 kr. Þá eru daglegar ferðir á Blöndu, þær standa í hálfa klukku- stund og ko ta 1.200 krónur. í verð- inu er innifalinn allur búnaður, svo og kaffi og meðlæti að siglingu lok- inni. Bátafólkið á 2 gúmmífleka sem taka 16 menn hvor, 2 sem taka 12 Morgunblaðið/Ámi Tryggvason og 2 sem taka 9 menn. Þá eru kanóar og kajakar og boðið upp á ferðir á þeim. Væntanleg er til landsins ný gerð báta sem Bátafólk- ið mun reyna hér og vonast til að hafa kannað öryggi þeirra á íslensk- um ám innan tveggja ára. Bátafólkið hefur sl. 10 ár stund- að fljótasiglingar og í 7 ár boðið ferðamönnum að taka þátt í þeim. Ferðir í vikunni Hið ísl. náttúrufræðifélag FYRIRHUGUÐ er ferð á slóðir Jök- ulsár á Fjöllum 13.-19. ágúst og er hún í samvinnu við Ferðafélag íslands. Fylgt verður ánni frá jökli og niður á láglendi og skoðaðar breytingar á leið hennar, farvegj og umhverfi o.fl. og sérstök áhersla á ummerki hamfarahlaupa í Jökulsá og uppblástur beggja vegna árinn- ar. Gist verður í íjallaskálum og svefnpokagistingu. Gert er ráð fyrir að fara um Sprengisand og Mý- vatnssveit austur að Jökulsá. Verði Gæsavatnaleið opin verður hún far- in. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni kl. 9 á laugardag og komið við í Mörkinni 6. Fararstjórar verða Guttormur Sigbjamarson og Frey- steinn Sigurðsson og Bragi Bene- diktsson, landgræðsluvörður á Grímsstöðum, mun leiðsegja um uppblásturssvæðin við Jökulsá. ÚTIVIST UM helgina verður dagsferð á Keili kl. 10.30 og gengið frá Höskuldar- völlum. Um helgina er ferð í Bása við Þórsmörk og gist í skálum. Önnur er á Fimmvörðuháls frá Skógum, gist í Fimmvörðuskála og daginn eftir er gengið í Bása. Nú er ársrit Útivistar komið út og er efni þess helgað Goðalandi og Básum. Sjálfboðaliðasamtökin DAGANA 12.-17. ágúst er sex daga vinnuferð í Lónsöræfí. Verkefnið er lagfæringar á stíg af Illakainbi að sæluhúsi. Samstarfsaðilar eru Náttúm- verndarráð, Ferðafélag A-Skafta- fellssýslu og landeigendur. Verk- stjórar eru Jóhanna B. Magnúsdótt- ir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Tek- ið er fram að þetta sé erfíð ferð. Hafnargönguhópurinn I KVÖLD fer Hafnargönguhópur- inn í gönguferð úr Grófinni, suður í Skeijafjörð og til baka og er farið frá Hafnarhúsi kl. 20. Gengið er með Tjörninni, um Hljómskálagarð og suður í Sundskálavík og með ströndinni í Nauthólsvík. Þá eru farnar skógargötur í Öskjuhlíð, yfir gamla Breiðamýrar- svæðið, Miklatún og Rauðarárstíg. Gangan tekur um 3 klst. Hana má stytta með því að taka SVR við Skeljung í Skeijafirði, Hótel Loft- leiðir og á Hlemmi. Á leiðinni verða framkvæmdir við stígagerð í Sketjafirði og við Sæbraut skoðað- ar. Állir eru velkomnir. Island Ferbaupplýsingar það heim! ■ * Rug ••ar—\ Sund| Útsýnisflug - leiguflug Ódýrara en þig grunar. Jórvík hf., sfmi/fax 625101. Slæsileg sundiaug leitir pottar, nuddpottur, nudd og ljós. Hlíðarlaug - Úthlfð, Biskupstungum, s. 98-68770. P"“——!ZT"íi@8| Fequr 1 Wi\ \ Ijaldstæði FráAkranesikl. 08:00*, 11:00,14:00,17:00. Frá Reykjavík kl. 09:30*, 12:30,15:30,18:30. Kvöldferðir á sunnud. júní-15. sept. Frá Akranesi kl. 20:00. Frá Reykjavík kl. 21:30. *Þessar ferðir falla niður á sunnudögum frá 15. september til 1. april. Nýr og skemmtilegur 9 holu golfvöllur - par 35 Verið velkomin! Hliðarlaug Úthlíð BISKUP,ST(UNGUM Lauqnrvntn 19km__^- Bnytir ínim s. 98-68770. fax 98-68776 Stórt tjaldsvæði ð frábærum stað. Verið velkomin! Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, s. 98-68770. I Hestar Stuttar ferðir - langar ferðir - fyrir vana jafnt sem óvana hestamenn. Hestaleigan, Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, s. 98-68770. r Gisting Falleg sumarl Ath.: Pantið túna Hlíðarlaug Biskupstun tús til leigu nlega. Verið velkomin! - Uthlíð, gum, s. 98-68951. Veitingar Réttin - Hlíðarlaug Verslun - veitingar ; bensínstöð. Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, s. 98-68770.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.