Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Makaskiptasamningum við sölu húsa fjölgar íbúð upp í söluverð i annað hvert skipti UM ÞAÐ bil annar hver einbýlis- eða raðhúsaeigandi á höfuðborgarsvæðinu sem hyggst selja fasteign sína þarf að taka íbúð upp í kaupverðið og hefur makaskiptasamningum fjölgað undanfarin ár, þó ekki séu til nákvæmar tölur um fjölgunina. í október og nóvember á síðasta ári voru gerðir 74 slíkir samn- ingar, en það er 43% af þeim kaupsamningum sem gerðir voru á þessu tíma- bili. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfí Fasteignamats ríkisins. Alls bárust Fasteignamatinu 429 kaupsamningar yfir einbýlis- og rað- hús á höfuðborgarsvæðinu á árinu 1993 og nam söluverðmæti þeirra um 4,7 milljörðum króna. í fasteigna- **skrá eru 14.306 einbýlis- og raðhús á þessu svæði. Makaskiptasamningar eru ekki í þessum tölum, en séu þeir reiknaðir með og fjöldi þeirra í októ- ber og nóvember notaður til viðmið- unar, áætlar Fasteignamatið að um 620 kaupsamningar hafi verið gerðir 1993, velta þeirra verið 7,5 milljarð- ar og alls hafí 4,3% einbýlis- og rað- húsa á svæðinu skipt um eigendur. Örn Ingvarsson, forstöðumaður tækni- og kerfissviðs, segir að stofn- unin hafi hingað til ekki talið maka- skiptasamninga með í tölum sínum, en vegna verulegrar aukningar þeirra hafi verið ákveðið að breyta því. „Þegar árferði versnar, aukast makaskiptasamningar," segir hann. Erfiðara að selja stærri fasteignir Örn segir að erfíðara sé að selja stærri fasteignir, en makaskipta- samningar eru einkum gerðir þegar einbýlis- og raðhús eru seld. Hreinum kaupsamningum hafí á móti fækkað úr 249 árið 1992 í 177 árið 1993. Örn segir að þessi prósenta sé eig- inlega of há. „Það er eðlilegt að ein- hver hluti dýrari eigna sé seldur á þennan hátt,“ segir hann. Fasteigna- markaðurinn sé að þessu leyti að líkj- ast bílamarkaðinum, þar sem reglan sé að fólk verði að taka ódýrari bíla upp í þegar dýr bíll er seldur. Verð lækkar Verð á einbýlishúsum lækkaði einnig milli áranna 1992 og 1993. Mestur varð samdrátturinn frá síðari hluta 1992 til síðari hluta ársins 1993, þegar raunverð lækkaði um 8,2%. Lækkunin frá fyrri hluta ársins 1992 til fyrri hluta ársins 1993 nam hins vegar 2,2%. Örn segir ástæðu þess að verðið lækkaði um 8,2% á þessu tiltekna tímabili vera að á síðari hluta ársins 1992 hafí verð á einbýlishúsum verið í hámarki. Því sé fallið svona hátt. Verð einbýlishúsa í ár hafí hins veg- ar staðið í stað. Morgunblaðið/Golli Of hvasst fyrir loftbelginn TILRAUN var gerð í gær til að koma loftbelg á loft á knatt- spyrnuvellinum í Garðabæ. Flug- maðurinn, Andy Walker, kom með loftbelginn frá Bretlandi gagngert til að sýna hér. Belgur- inn sveif á flugdegi á Egilsstaða- flugvelli 9. júlí sl. og Andy sýnir flug að nýju á flugdegi á Reykja- víkurflugvelli á laugardag. Á myndinni sést þegar reynt var að koma belgnum á loft til æfin- gaflugs í gær. Of sterkur vindur kom hins vegar í veg fyrir að af fluginu gæti orðið og kom fyrir ekki þó Þorgeir Pálsson flugmálastjóri legði flugmannin- um lið. Hágangur II ekki sektaður fyrir veiðar Uggnr í Norð- mönnum TALSMENN hagsmunaaðila í norskum sjávarútvegi eru að sögn Qölmiðla þar í landi áhyggjufullir vegna þeirrar ákvörðunar norskra stjórnvalda að reyna ekki að lögsækja tog- arann Hágang II fyrir ólöglegar veiðar við Svalbarða. Þeir óttast að íslensk og önnur erlend skip muni nú flykkjast á svæðið. „Það veldur mér vonbrigðum að íslendingunum skuli ekki vera hegnt fyrir ólöglegar veið- ar,“ segir Robert Hansen, tals- maður samtaka í sjávarútvegi í Tromse, i samtali við Dagbladet í gær. Fjölmiðlar í Noregi eru á því að Islendingar hafi a.m.k. unnið áfangasigur með niðurstöðunni. Mál skipveija á Hágangi þykja einnig óljós í mörgum atriðum og standi staðhæfing gegn stað- hæfingu um meint haglabyssu- skot Antons Ingvasonar stýri- manns á skipveija norsku strandgæslunnar. íslendinga fái kvóta Einn af þingmönnum jafnað- armanna frá Finnmörku vill að Norðmenn snúi við blaðinu og veiti íslendingum veiðiheimildir við Svalbarða. Þannig megi gera þá samábyrga fyrir því að ekki sé stunduð rányrkja á miðunum. Islendingar eigi a.m.k. sama rétt á slíkum heimildum og Grænlendingar, Færeyingar og nokkrar þjóðir Evrópusam- bandsins, sem hafa nú veiði- heimildir við Svalbarða. ■ Sigur fyrir ísland/21 ■ Sýnirbest/4 Morgunblaðið/Sverrir Hvalfiarðargöngin Tilboð opnuð í lok ágúst ÚTBOÐ vegna Hvalfjarðarganganna verða opnuð 30. ágúst og segir Gylfí Þórðarson, stjórnarformaður Spalar hf., að þrír aðilar muni bjóða í verkið. Um er að ræða þijá hópa nor- rænna verktaka og er íslenskt verk- takafyrirtæki í hveijum hópi. Gylfi segir, að það taki 2-3 mánuði að undirbúa framkvæmdir að útboði loknu. Reiknað er með, að unnið verði að gangagerðinni beggja megin Hval- fjarðar og er áætlað að verkið taki tvö ár og sjö mánuði. Hann segir, að verið sé að hnýta endahnútinn á fjármögnun gang- anna, en það verði gert þegar búið er að opna tilboðin. IA o g FH sigraðu ÍSLENSKU liðin, ÍA og FH, sigr- uðu bæði í leikjum sínum í Evr- ópukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Skagamenn unnu Bangor City í Wales 2:1 og FH vann norður-írska liðið Linfield 1:0 á Kaplakrikavelli í Hafnar- firði. Skagamenn komust í 2:0 í leiknum í Wales með mörkum frá Kára Steini Reynissyni og Sigurði Jónssyni. Hörður Magússon gerði sigurmark FH-inga gegn Linfield úr vítaspyrnu. Síðari leikir lið- anna í Evrópukeppninni fara fram eftir hálfan mánuð. ÍBK er þriðja íslenska liðið í Evrópu- keppninni og leikur fyrri leik sinn gegn ísraelsku bikarmeisturunum Maccabi í Keflavík annað kvöld. Á myndinni er Þorsteinn Jónsson FH-ingur í baráttu um knöttinn við varnarmenn Linfield á Kapla- krikavelli í gærkvöldi. Dánartíðni vegna lungna- þembu tífaldast hjá konum DÁNARTÍÐNI vegna lungna- þembu hefur tífaldast meðal kvenna síðastliðin 40 ár og dán- artíðni vegna langvinnrar berkjubólgu þrefaldast. Eru nið- urstöðurnar sagðar endurspegla reykingavenjur kvenna og þá staðreynd að konur hafi síður hætt reykingum en karlar síð- ustu áratugi. Þetta kemur fram í könnun sem Þórarinn Gíslason lungna- læknir og Kristinn Tómasson geðlæknir hafa gert og birt var í ágústhefti Læknablaðsins. Nið- urstöður voru leiðréttar með því að nota svokallað staðlað dánar- hlutfall vegua breytinga á aldurs- samsetningu þjóðarinnar. Er bent á að aukin dánartíðni undanfarinn áratug vegna lang- vinnra lungnateppusjúkdóma skýrist að hluta til af breyttri aldurssamsetningu, en skýri ekki aukningu á lungnaþembu og langvinnri berkjubólgu sem dán- armeini. Ekki var um sambærilega aukningu að ræða meðal karla en aldursstöðluð dánartíðni með- al þeirra sýndi þrefalda aukningu dánartíðni vegna lungnaþembu. Segir meðal annars í greininni að á þeim 40 árum sem athugun- in nær til aukist dánartíðnin ein- göngu af völdum lungnaþembu og langvinnrar berkjubólgu, sem tengist alfarið reykingum. ■ Dánartíðni/8 Árleg dánartíðni vegna lungnaþembu 1951-90 106 1951-60 1961-70 1971-80 1981-90 ■ Evrópukeppnin / C2 og C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.