Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
EINHUGUR Á
ENDASPRETTI?
DAVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra, tók í gær af skarið
og ákvað að ijúfa ekki þing og boða til alþingiskosninga
í haust. Þótt margt hafí mælt með því að gengið yrði til kosninga
í haust, þá er sú ákvörðun forsætisráðherra að falla frá þeirri
ráðagerð rétt og sanngjörn í garð samstarfsflokksins, Alþýðu-
flokksins, sem á trúnaðarmannafundi sínum á Akranesi sl. laug-
ardag lagðist eindregið gegn því, að gengið yrði til kosninga í
haust. Það sem helst má gagnrýna, er að umræðan um haust-
kosningar var komin fulllangt, til þess að aftur mætti snúa,
þannig að um það ríkti sátt.
Ríkisstjórnin hefur náð markverðum árangri á ýmsum sviðum,
þótt skipst hafí á skin og skúrir í stjómarsamstarfínu. Mikilsverð-
um stöðugleika hefur verið náð, viðskiptajöfnuður við útlönd er
jákvæður, verðbólga er hér í sögulegu lágmarki, friður ríkir á
vinnumarkaðnum og vextir hafa lækkað umtalsvert, skuldurum
þessa lands til hagsbóta. Varðstaða uin þann stöðugleika sem
náðst hefur verður að vera trygg, jafnframt því sem vinna ber
að frekari vaxtalækkunum, eftir því sem efni og aðstæður leyfa.
Oddvitar ríkisstjómarinnar, þeir Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, era sam-
mála um að ofangreind verkefni verði höfuðviðfangsefni ríkis-
stjómarinnar á komandi mánuðum, eins og sjá má af viðtölum
sem birt era hér í Morgunblaðinu í dag.
Nú ríður á, að ríkisstjórnin sýni samheldni og eindrægni við
landsstjórnina, þar sem samstarf einkennist af heilindum og
sameiginlegum markmiðum. Stjómarflokkarnir þurfa að ganga
til mikilla verka á næstu mánuðum og misserum og því er afar
brýnt, að þeim takist að setja niður helstu ágreiningsefni sín
og snúa sér að ábyrgri fjárlagagerð, sem verður stærsta verk-
efni ríkisstjómarinnar á næstunni.
Útgjaldaáform hvers ráðuneytis um sig, era með þeim hætti,
að í geysilegan halla á ríkissjóði stefnir, að óbreyttu, eða 15-20
milljarða króna halla! Brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar verð-
ur því að skera niður útgjaldaáform, þannig að fjárlög næsta
árs verði afgreidd með innan við 10 milljarða króna halla, eins
og er yfirlýst markmið ríkisstjómarinnar.
Þetta verður vandasamt verkefni fyrir stjórnarflokkana og
ekki einfalt mál að hrinda í framkvæmd nú nokkrum mánuðum
fyrir alþingiskosningar. Hvað sem því líður verður ríkisstjórnin
að sýna þann kjark sem nauðsynlegur er, til þess að takast á
við fjárlagavandann af fullri einurð og festu. Stjórnvöld verða
að treysta því, að almenningur meti verk þeirra og virði, hafi
þau þor til þess að ráðast í róttækan uppskurð á útgjaldakerfí
hins opinbera. Aðeins með því að hemja ríkisútgjöld verður
unnt að varðveita þann árangur í efnahags- og vaxtamálum,
sem náðst hefur. Þenjist lánsfjárþörf hins opinbera enn út, era
vaxtamarkmið ríkisstjórnarinnar í uppnámi.
Ljóst er, að vandi ríkissjóðs verður ekki leystur eingöngu með
niðurskurði ríkisútgjalda. Huga þarf að uppstokkun velferðar-
kerfísins, m.a. með víðtækri tekjutengingu í heilbrigðis- og trygg-
ingakerfinu. Slík tekjutenging hefur þegar verið tekin upp að
hluta, en hana þarf að útfæra nánar og hún þarf að verða mun
víðtækari, af þeirri einföldu ástæðu, að samfélagið rís ekki leng-
ur, án mikils aðhalds, undir því velferðarkerfi sem hér hefur
verið byggt upp. Velferðarkerfis eiga þeir fyrst og fremst að
njóta, sem minna mega sín í þjóðfélaginu.
Kjarasamningar eru lausir um áramót og það verður annað
meginverkefni ríkisstjórnarinnar á komandi mánuðum, að koma
með þeim hætti að gerð nýrra kjarasamninga, að hér fari ekki
allt úr böndum.
Forsætisráðherra tekur í samtali við Morgunblaðið undir þá
skoðun framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands, að
svigrúm eigi að vera fyrir einhveijar launahækkanir í komandi
kjarasamningum og vísar til þess að betri horfur era nú framund-
an í íslensku efnahagslífi, en verið hefur um langa hríð, þrátt
fyrir áframhald á niðurskurði þorskveiðiheimilda. En í þessum
efnum verði að fara varlega, svo efnahagslegum stöðugleika
verði ekki stofnað í hættu.
Það yrði svo sannarlega ekki til að draga Ur atvinnuleysinu,
en það hlýtur að vera meginverkefni að eyða því. Væntanlega
verður það unnt með efnahagsbata og öflugri atvinnustarfsemi
í landinu.
Öll þekkjum við áhrifín af óðaverðbólgu, víxlhækkunum launa
og verðlags á vöra og þjónustu, háu vaxtastigi og lamandi áhrif-
um þess á atvinnulíf og heimilin í landinu. Enginn vill skipta á
þeim stöðugleika sem náðst hefur og slíkum vítahring. Þetta
vita þeir sem um stjórnvölinn nalda og það mun auðvelda þeim
gerð ábyrgra kjarasamninga, þótt á kosningaári verði.
STJÓRNMÁL
Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra lýsir hér í sam-
tali við Agnesi Braga-
dóttur ástæðum þess að
hann greindi ríkisstjórn-
inni frá þeirri ákvörðun
sinni í gærmorgnn, að
hverfa frá hugsanlegum
áformum um haustkosn-
ingar. Forsætisráðherra
segir mikið starf ríkis-
stjórnarinnar framundan
og nauðsyn sé á því að
hún gangi samhent
til verka.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ræðir við fréttamenn eftir fundar
málaflokkanna á mánudaginn.
Valta ekki yl
samstarfsflokl
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, greindi ríkisstjórninni frá þeirri
niðurstöðu sinni á fundi í gærmorgun, að hann væri horfinn frá
hugsanlegum áformum um haustkosningar. Forsætisráðherra sagði
í gær: „Þessi ákvörðun mín þarf engum að koma á óvart, því ég
sagði alltaf að þessi ákvörðun yrði tekin í nánu samráði við sam-
stjórnarflokkinn og þegar hann leggst afskaplega hart gegn haust-
kosningum, þá hefðu það verið marklaus orð af minni hálfu, að
tala um náið samráð og valta síðan yfir samstarfsflokk okkar í ríkis-
stjóm með því að ákveða haustkosningar.“
Eg gerði grein fyrir viðræð-
um mínum við forystu-
menn stjómarandstöðu-
flokkanna, á ríkisstjórn-
arfundinum nú í morgun og ítarleg-
um viðræðum við formann sam-
starfsflokksins," sagði Davíð, „og
eftir þær viðræður var það mitt
mat, að rétt væri að stefna að því
að kosningar færu fram næsta vor,
í Iok kjörtímabilsins, en ekki nú í
haust. Þó að ég hafí séð ýmsa kosti
við haustkosningar, þá vildi ég vega
og meta kosti og galla og heyra
viðhorf annarra, áður en ákvörðun
væri tekin.
Oftast hefur þingrof farið þannig
fram, að upplausn er komin í þjóðfé-
laginu og forsætisráðherrann
ákveður í skyndingu, án samráðs
við einn eða neinn að ijúfa þing
og boða til kosninga. Nú er staðan
ekki sú. Hér ríkir stöðugleiki og
friður og því gafst tóm til þess að
ræða þetta við menn og
meta kostina og gall-
ana,“ sagði forsætisráð-
herra.
Náið samráð
Davíð benti á að samstarfsflokk-
urinn í ríkisstjórn hefði á fundi með
trúnaðarmönnum sínum á laugar-
dag tekið mjög eindregna afstöðu
gegn haustkosningum, sem for-
maður Alþýðuflokksins hefði nú
skýrt sér frá. „Ég hafði jafnan sagt,
að þessa ákvörðun myndi ég taka,
að höfðu nánu samráði við sam-
stjórnarflokkinn. Alþýðuflokkurinn
leggst harðlega gegn þeim,“ sagði
Davíð og bætti við, að ef hann hefði
ákveðið að ijúfa þing, þrátt fyrir
yfirlýsta andstöðu Alþýðuflokksins,
þá hefði það í raun þýtt endalok á
stjórnarsamstarfinu, sem hefðu
gefíð ranga mynd af því hvernig
stjórnarsamstarfið hefur verið. „Ég
gat ekki hugsað mér slík endalok,
því þó að stundum hafi slegið í
brýnu á milli stjórnarflokkanna, þá
hefur stjórnarsamstarfíð verið gott
og skilað umtalsverðum árangri,
eins og sjá má á ijölmörgum svið-
um,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagði að í sam-
tölum hans við forystumenn stjórn-
arandstöðunnar hefði komið á dag-
inn, að þeir gætu ekki fallist á þau
rök, sem hann hefði fært fram, fyr-
ir því að ástæða kynni að vera til
þess að efna til haustkosninga, svo
sem þá röksemd, að kosningabarátt-
an gæti ekki með góðu móti átt sér
stað í febrúar og mars í vetur.
Rök stjórnarandstöðunnar
henta ekki
„Þeir fallast ekki á slík rök, held-
ur segja eingöngu að ef ég ákvæði
haustkosningar, þá væri ríkisstjórn-
in að gefast upp. Því fer
fjarri að svo sé, þannig
að þeirra rök henta mér
ekki,“ sagði forsætisráð-
herra.
Davíð benti á að
Framsóknarflokkurinn hefði á sín-
um tíma talið að það væri þjóðaró-
gæfa að ota íslenskri þjóð út í kosn-
ingar í desember, með kosningabar-
áttu í október og nóvember, eins
og var haustið 1979. Nú segðu
framsóknarmenn að þær forsendur
væru breyttar, vegna þess að vega-
gerð og farartækjum hefði fleygt
fram frá því sem þá var.
„Að öllu þessu athuguðu var það
mín niðurstaða, að rétt væri að
halda sig við það, að kosningar
fari fram í vor og mér fannst engin
ástæða til þess að draga, að kynna
þá niðurstöðu og gerði það því á
ríkisstjórnarfundinum í morgun og
Mikilvægt að
vinna af festu
og samheldni
þar með er allri óvissu eytt í þeim
efnum,“ sagði Davíð.
Menn una niðurstöðunni
- Hvernig var ákvörðun þinni
tekið í ríkisstjórn?
„Henni var vel tekið í ríkisstjóm-
inni. Auðvitað er það svo að það
hafa fleiri ráðherrar í Sjálfstæðis-
flokknum en ég og reyndar einn
ráðherra Alþýðuflokksins verið
hlynntari haustkosningum. En
menn una þessari niðurstöðu. Við
ræddum á fundinum í morgun einn-
ig um samstarfið á næstu mánuðum
og mikilvægi þess, að unnið yrði
að mikilli festu og samheldni að
þeim verkefnum sem við blasa.
Þetta var afskaplega góður fund-
ur,“ sagði forsætisráðherra.
- Hver verða helstu verkefni
ríkisstjórnarinnar á næstunni?
„Fyrst og fremst eru það verk-
efni sem tengjast því að viðhalda
hér þeim stöðugleika sem náðst
hefur. í fyrstu hendingu er það að
sjálfsögðu vinna við undirbúning
fjárlagagerðar. Sú vinna er ágæt-
lega á veg komin, hvað tímasetn-
ingu varðar, en það má kannski
segja að menn hafi ekki unnið að
fjárlagagerðinni af nægilegri festu,
undanfarna tíu daga, á meðan að
umræðan um haustkosningar hefur
verið allsráðandi. Eðli málsins sam-
kvæmt, skapaði sú um- ________________
ræða óvissu um fram- Vaxan
haldið, en það breytir efnal
ekki hinu að vinnan er
vel gengin fram og ég tel
að við séum alls ekki verr
þró
staddir í undirbúningi fjárlaga nú,
heldur en á sl. ári eða árin þar á
undan.“
Svigrúm fyrir launahækkanir
- Óttast forsætisráðherra ekki,
að markmiðunum um stöðugleika,
lágt vaxtastig og lágt verðbólgu-
stig, verði stefnt í uppnám, í ljósi
þess að kjarasamningar era lausir
um áramót og þá eru aðeins þrír
mánuðir til kosningar?
„Ef ríkisstjómin nær markmiðum
sínum við fjárlagagerð og viðskipta-
jöfnuður helst áfram jafn hagstæður
og hann er nú, þá er ekki ástæða
til að ætla að hér verði neinn þrýst-