Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 15 Dúdajev vill ræða við Jeltsín HAFT var eftir Dzhokhar Dúdajev, leiðtoga Kákasus- héraðsins Tsjetsjeníju, í gær að hann væri reiðubúinn að ræða við Borís Jeltsín Rúss- landsforseta um leiðir til að leysa deilu þeirra um sjálf- stjórn hér- aðsins. Itar- Tass hafði eftir Dúdajev að aðstoðar- menn Jeltsíns ættu sökina á vaxandi spennu í samskiptum Tsjetsjena og Rússa að undanförnu. „Við Jeltsín gætum undirritað yfir- lýsingu til að draga úr spenn- unni,“ sagði Dúdajev. „Jeltsín forseti gæti þá séð að Dúdajev er ekki það skrímsli sem ráð- gjafar hans hafa talað um.“ Christopher ánægður WARREN Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til Washington í gær eftir ijórðu ferð sína til Miðaustur- landa á þremur mánuðum. Christopher kvaðst ánægður með árangur ferðarinnar þótt ekki hefði náðst neitt tíma- mótasamkomulag varðandi deilur ísraela og Sýrlendinga. Bandarískur embættismaður sagði að Hafez al-Assad, for- seti Sýrlands, hefði sagt á fimm stunda fundi með Christ- opher á sunnudag að hann vildi ná friðarsamningi við ísraela fyrir árslok. Samkomulag í Angóla SAMNINGAMENN stjórnar- innar í Angóla og UNITA- skæruliða undirrituðu í gær samkomulag um hvernig standa bæri að því að koma á sáttum í landinu. Nokkur erfið deilumál standa þó enn í vegi fyrir friðarsamningi sem myndi binda enda á 20 ára borgarastyrjöld. Vill ræða verj- ur við páfa PETER Piot, framkvæmda- stjóri alnæmisrannsóknadeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO), kvaðst í gær vilja reyna að sannfæra Jóhann- es Pál páfa um að smokkar geti bjargað mannslífum. „Taki hann kaþólska trú alvarlega, trúi á náungakærleika og hafi skilning á breyskleika manns- ins, ætti ég að geta fengið hann á mitt band. Þá ætti hann að skilja að smokkar geta bjargað mannslífum við ákveðnar að- stæður," sagði Piot. Jeltsín ERLENT Hætta á blóðugum ætt- bálkaerjum í Búrúndí Vaxandi líkur á álíka hörmungum og í Rúanda Lundúnum. The Daily Telegraph. VAXANDI líkur eru taldar á álíka hörmungum í Búrúndí og í ná- grannaríkinu Rúanda vegna eija milli helstu ættbálkanna, hútúa og tútsa. Komið hefur til átaka í höfuðborg Búrúndís, Bujumbura, og einn af helstu leiðtogum stjórnarandstöðunnar hefur verið hand- tekinn. Þykir það það draga mjög úr líkunum á því að hægt verði að afstýra miklum blóðsúthellingum. Dýrmætt vatn Reuter UNGUR rúandískur flóttamaður ber vatnsskál á höfðinu í dreif- ingarmiðstöð i Kibumba í Zaire. Flóttamennirnir fá hreinsað vatn frá bækistöðvum bandaríska hersins. Hermenn voru sendir til mið- borgar Bujumbura á mánudag eft- ir að ungir tútsar höfðu gengið þar berserksgang og barist við lögregl- una. Að minnsta kosti 15 manns hafa síðan beðið bana í höfuðborg- inni og allt viðskiptalíf þar er lam- að. Einn af skipuleggjendum mót- mælanna, Mathias Hitimana, leið- togi eins af helstu stjórnarand- stöðuflokkunum, var handtekinn. Talið er að a.m.k. 50.000 manns hafi beðið bana síðustu sex mán- uði í áttbálkaeijunum milli tútsa og hútúa, sem eru í miklum meiri- hluta í Búrúndí eins og í Rúanda, og í innbyrðis eijum ættbálkanna. Blóðsúthellingarnar í Búrúndí hafa ekki orðið eins miklar og í Rúanda en talsmenn hjálparstofn- ana vara við því að ástandið eigi örugglega eftir að versna til muna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna varaði við því í síðasta mánuði að allt kynni að fara í bál og brand í landinu. Tveir forsetar fallnir Tveir forsetar hafa þegar látið lífið vegna ættbálkaeijanna í Búr- úndí. Blóðsúthellingarnar hófust þegar þáverandi forseti, Melchior Ndadaye, hófsamur hútúi, var ráð- inn af dögum í valdaráni hersins í október. Eftirmaður hans, Cypri- en Ntaryamire, beið bana þegar flugvél hans og forseta Rúanda, Juvena Habyarimana, var skotin niður með flugskeyti í apríl. Talið er að öfgamenn úr röðum hútúa hafi skotið flugskeytinu og í kjöl- far árásarinnar hófust fjöldamorð hútúa á tútsum í Rúanda. Öfgasinnaðir hútúar hafa einnig verið sakaðir um fjöldamorð á túts- um í Búrúndí. Ekkja fyrri forset- ans, Laurence Ndadaye, hefur hvatt þjóðir heims til að skerast í ieikinn til að „stöðva upphafið að þjóðarmorði og ættbálkahrannvíg- um sem andlýðræðisleg öfl kynda undir af ásettu ráði“. Talsmenn hjálparstofnana segja að þær eigi fullt í fangi með að fást við vandann í Rúanda og séu engan veginn færar um að bregð- ast við álíka hörmungum í Búrúndí. Reuter Gin og klaufaveiki í Grikklandi Þurft hefur að farga og urða þúsundir kúa, kinda og geita að undanförnu í norðurhluta Grikklands, þar sem upp kom gin og klaufaveikifaraldur, sem er bráðsmitandi. Evrópusam- bandið hefur bannað útflutning á dýrum og nýju kjöti frá Grikklandi í kjölfar faraldurs- ins, og sett ströng takmörk á útflutning á unnu kjöti og mjólkurvörum. Nasrin skrifar ævisöguna TASLIMA Nasrin er nú að skrifa sjálfsævisögu sína, segir í norska Dagbladet í gær. Fyrir viku gaf hún sig fram við yfir- völd í Bangladesh, kom fyrir rétt og var iátin laus gegn ti-yggingu. Þá var handtöku- skipun á hendur henni aflétt. I ævisögunni segir Nasrin frá flótta sínum undan bókstafstrú- uðum múslimum, sem krefjast þess að hún verði tekin af lífi fyrir að hafa svívirt trúna með skrifum sínum og ummælum í viðtali. Hún segir sjálf að rangt hafi verið haft eftir henni. Fyrir tveim mánuðum fór hún í felur vegna líflátshótana múslim- anna. Harðar deilur um ólöglegan flótta fólks frá Kúbu til Bandaríkjanna Clinton hafnar orðnni Kastrós Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hafnar staðhæf- ingum Fidels Kastrós, leiðtoga Kúbu, um að Bandaríkjastjórn hvetji Kúbveija til að flýja með ólöglegum hætti, að sögn talsmanns forsetans, Dee Dee Myers. Kastró hefur hótað því að heimila fjöldaflótta frá Kúbu til Bandaríkjanna og Myers sagði að Bandaríkjastjórn hefði samið áætlun um hvernig bregðast ætti við slíkum vanda en bætti við að flóttamönnunum hefði ekki fjölgað verulega undanfarna daga. Vaxandi óánægja er á meðal almennings á Kúbu vegna versnandi lífskjara og til ryskinga kom milli lögreglu og mótmælenda í Havana á föstudag. Kastró kom fram í sjónvarpi um helg- ina þar sem hann gagnrýndi Bandaríkjastjórn harðlega og sakaði hana um að hafa valdið óeirð- unum. Hann hótaði að heimila Kúbveijum að flýja á bátum til Bandaríkjanna ef Clinton breytti ekki stefnu sinni. Stjórnvöld á Kúbu hafa lengi sakað Bandaríkjastjórn um að stuðla að því að Kúbveijar fari með ólöglegum hætti til Banda- ríkjanna með þeirri stefnu sinni að veita aðeins takmörkuðum fjölda Kúbveija vegabréfsáritanir en leyfa þeim sem flýja til Bandaríkjanna án áritana að dvelja þar áfram. „Stefna okkar er mjög, mjög ljós,“ sagði Myers. „Nei, við erum ekki sammála Kastró. Við hlýðum ekki fyrirmælum frá honum um stefnu okkar í málefnum Kúbu.“ David Johnson, talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins, sagði að bandarískir og kúb- verskir embættismenn hefðu komið saman um helgina til að ræða deiluna. Hann sagði að banda- rískir embættismenn störfuðu nú þegar eftir áætlun um viðbrögð við hættunni á fjöldaflótta en vildi ekki skýra frá því í hveiju hún fælist. „Við höfum miklar áhyggjur af ummælum Kast- rós,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.