Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 21 Morgunblaðið/Þorkell höld með forystumönnum stjórn- rir kinn ingur á vexti upp á við. Ég hef rætt við forstjóra Þjóðhagsstofnunar um það hvort þau minnisatriði sem ég setti fram og kynnt voru fyrir rúmum mánuði, hafi með nokkrum hætti raskast. Viðhorf hans í þeim efnum, er að það sé síður en svo, að það hafí gerst. Væntingar þær sem við kynntum þá, hafí frekar styrkst. Sumir töluðu þá um að við hefðum verið með óraunhæfa bjart- sýni, en samkvæmt mati forstjóra Þjóðhagsstofnunar, þá er flest sem bendir til þess að við höfum verið fremur varfæmir í kynningu okkar. Ég tel því að það sé vaxandi líf og efnahagsþróttur í þjóðfélaginu, sem muni skila sér, sem betur fer hægt og rólega, sem ég tel vera betra fyrir efnahagslífíð, heldur en í ein- hverjum kollsteypum, sem stundum hefur gerst. Það eru flestir þættir sem eru jákvæðir. Skynsamlegir kjarasamningar eiga að mínu mati að geta tekist upp úr áramótum. Ég er sammála mati framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins, að þar gætu komið til einhvetjar launahækkanir, en þar verða menn að fara að með mikilli varúð. Verkalýðshreyfíngin hefur sýnt mikla ábyrgð. Það hefur hún ekki gert vegna ríkisstjórnar- innar, heldur vegna launþegahreyf- ingarinnar sjálfrar, þar sem hún ------- hefur séð, að það sem di |ff og gagnast hennar umbjóð- haQS- endum best, er þessi * festa og öryggi sem ríkt IIUF hefur. Það hefur verið megin- baráttumál verkalýðshreyfíngar- innar í undanförnum kjarasamning- um að ná niður vöxtum. Það hafa oft verið yfirlýsingar í þá veru af hálfu stjórnvalda, einnig þeirra sem voru við stjórn á undan þessari rík- isstjórn, en árangur í þeim efnum hefur aldrei náðst fyrr en nú. Það er auðvitað festan og stöðugleikinn sem er undirstaða þess árangurs. Þetta er árangur sem ríkisstjórnin ein hefur ekki náð, heldur ekki síð- ur aðilar vinnumarkaðarins og ábyrg afstaða þeirra og ég trúi ekki að þeir vilji kasta þeim árangri á glæ,“ sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra. Norskir fjölmiðlar meta stöðuna í máli togarans Hágangs II í Tromso SIGUR FYRIR ÍSLAND Sú ákvörðun saksóknara í Tromse að reyna ekki að kæra skipstjóra Há- gangs II fyrir ólöglegar fiskveiðar á umdeildu vemdarsvæði við Sval- barða kom mörgum á óvart. Kristján Jónsson kynnti sér umfjöllun norskra fjölmiðla í gær Tónninn í norskum fjölmiðl- um var mikið breyttur í gær er fjallað var um fisk- veiðideilur Norðmanna og íslendinga á Svalbarðasvæðinu. „ís- lendingar hirtu slaginn“, sagði í fyrirsögn á frétt Verdens Gang sem brá fyrir sig máli spilamanna og taldi að mánudagurinn hefði verið mikill sigurdagur fyrir íslendinga. í fyrsta lagi hefðu stjórnvöld ekki reynt að láta gera Hágang II upp- tækan fyrir ólöglegar veiðar á verndarsvæðinu og þar að auki hefðu yfirvöld í Tromsa hafnað kröfu lögreglunnar um að stýrimað- urinn á togaranum, Anton Ingvars- son, yrði hafður í gæsluvarðhaldi. í frétt Dagbladet sagði að allt benti til þess að málið vegna haglabyssu- skots Antons yrði aftur tekið upp 1. nóvember og þá myndi það eink- um snúast um það hvort strand- gæslan mætti framfylgja norskum lögum á verndarsvæðinu. Undanfarna daga hefur Verdens Gang m.a. lýst áhöfn Hágangs með orðinu „fiskibullur“ og bent á að sakborningarnir gætu hlotið allt að þriggja ára fangelsi. Blaðið rakti þó samviskusamlega útskýringar Islendinganna á haglabyssuskotinu. Óljós réttindi Blöð vitnuðu í gær í ummæli Eiríks Sigurðssonar skipstjóra á Hágangi II sem hvetti starfsbræður sina á Islandi til að sigla norður og heíja veiðar á svæðinu umdeilda þar sem nú væri orðið ljóst að Norð- menn hefðu eng.an lagalegan rétt til að stöðva þá. Einnig var haft eftir Kristjáni Ragnarssyni, fram- kvæmdastjóra LIU, að framvegis gæti orðið „auðveldara" að stunda veiðar á svæðinu. Sagt var frá áhyggjum norskra hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna niðurstöðunnar í Tromso og vitnað í sérfræðinga sem viðurkenndu að réttindi Norð- manna til að stjórna fískveiðunum væru óljós. Dagbladet sagði að flest væri þokukennt í máli Hágangs og stað- hæfing stæði gegn staðhæfingu, hvort sem væri fjallað um hagla- byssumálið, réttarfarslega stöðu eða reglur um fískveiðistjórnun. Arbeiderbladet sagði að 19 togarar, flestir íslenskir, væru að veiðum á verndarsvæðinu og hífðu þeir sam- stundið trollið þegar norsk strand- gæsluskip nálguðust. „Lögin og reglurnar eru svo óljós að ég hef einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við myndum varla vinna málið ef við reyndum að sekta togarann fyrir ólöglegar veiðar. Á þessum forsendum ákváð- um við að takmarka málið og láta lögreglumál nægja“, sagði Tormod Bakke, saksóknari í Troms og Finn- mörku, við Verdens Gang. Hvorugri sæmandi f forystugrein Dagbladet í gær sagði að ástandið í samskiptum Norðmanna og íslendinga _ væri hvorugri þjóðinni sæmandi. „í nor- rænu samstarfí eiga menn hvorki að skjóta púður- eða kúluskotum á hvorn annan. Vandamálin eru leyst með rólegum samræðum og með stillingu, þegar verst lætur frammi fyrir dómstólum". Blaðið fordæmir „þorskastríðið“ sem nú sé háð á verndarsvæðinu við Svalbarða og segir ríkisstjórnir beggja landanna verða að binda enda á árekstrana. Norðmenn með- höndli málið nú eins og hreinrækt- aða hernaðaraðgerð þar sem varn- aramálaráðherrann sé með yfir- stjórnina. íslensk stjórnvöld hafi á hinn bóginn valið þann kost að skipta sér ekkert af málinu og láta útgerðarmennina, sem hugsi um það eitt að krækja í sem mestan físk, um að leysa vandann á sinn hátt. Ekkert sé gert til að reyna NORSKI þingmaðurinn Mimmi Bæivi segir í viðtali við blaðið Finnmark Dagbiad í gær að Norðmenn ættu að sýna grönn- um sínum á íslandi meiri skilning og veita þeim veiðiheimildir við næstu úthlutun á verndarsvæð- inu við Svalbarða. Hún fordæmir veiðar íslensku skipanna núna en bendir á að fáir viðurkenni yfirráð Norðmanna á svæðinu. „Gera verður fslendinga sam- ábyrga fyrir því sem gerist á svæðinu, fyrir verndun auðlinda sem eru í grennd við þeirra eig- ið land“, segir þingmaðurinn. Bæivi telur að aldrei verði hægt að framfylgja verndar- stefnu á veiðisvæðunum nema samningar gildi um svæðið er allir hagsmunaaðilar virði, þar á meðal Islendingar. Bæivi er jafnaðarmaður, situr á stórþinginu og hefur einnig átt sæti fyrir hönd þings Sama í nefnd sem setur reglur um fisk- veiðistjórnun.Hún segir engin önnur ríki en ísland geta krafist veiðiheimilda á jafn sterkum for- sendum og fái þeir þær sé ekki verið að búa til fordæmi. „Að sjálfsögðu hlýt ég að fordæma framferði íslensku togaranna á að leysa málið á bak við tjöldin með viðræðum embættismanna. „Stjórn- völd sem hefðu átt að vinna daga og nótt þar til friðsamleg lausn fyndist eru annaðhvort farin í frí eða vísa málinu frá sér. Þetta er fullkomlega óviðunandi og ábyrgð- arlaust". Dagbladet benti á að réttindi Norðmanna á verndarsvæðinu nytu ekki alþjóðlegrar viðurkenningar og málið væri eins og tifandi tíma- sprengja, einnig gagnvart ríkjum Evrópusambandsins. Vandi Norð- manna væri sá að veittu þeir ís- landi veiðiheimildir áður en þjóðar- atkvæðið um inngöngu Noregs í ESB færi fram í nóvember myndi verndarsvæðinu. í þeim efnum má ekki láta undan. En ísland ætti að vera eitt þeirra landa sem hafa veiðiréttindi á verndar- svæðinu. íslendingar hafa að minnsta kosti sama rétt á því og Grænlendingar, Færeyingar og sumar þjóðir Evrópusambands- ins - sem hafa slík réttindi", segir Bæivi. „íslendingar hafa engan rétt“ Blaðið segir að Bæivi hafi með orðum sinum fleygt „logandi kyndli" inn í deilurnar um veiði- réttindi á Barentshafinu. Flokks- bróðir hennar í Finnmörku, stór- þingsmaðurinn Karl-Eirik Schjott-Pedersen, vísar skoðun- um Bæivi harðlega á bug í sam- tali við Finnmark Dagblad. _ „Auðlindavanda sinn verða ís- lendingar að leysa sjálfir með eigin kvótareglum“, segir hann. Schjott-Pedersen telur að rétt- indi annarra þjóða en Norð- manna til veiða á verndarsvæð- inu byggist ávallt á hefðarrétti og enginn grundvöllur sé fyrir því að breyta reglunum. íslend- ingar hafi þar engan rétt og stöðva beri veiðar togara þeirra. það mælast illa fyrir meðal sjó- manna. Einnig yrði um að ræða fordæmi fyrir ESB-ríkin og fleiri lönd. Hentugast væri fyrir Norð- menn að láta málið fara fyrir al- þjóðadómstólinn í Haag. r Islendingar hófu leikinn Arbeiderbladet segir að íslend- ingar hafi ýtt deilunni úr vör með því að hefja ólöglegar veiðar utan kvóta á verndarsvæðinu. Það hafi verið eðlilegt og óhjákvæmilegt að norska strandgæslan skipti sér af íslensku skipunum. Ella hefði floti af skipum undir hentifána fljótlega ógnað auðlind sem menn hefðu lagt sig fram um að styrkja af þolin- mæði og margar þjóðir með sögu- legan rétt til veiða á svæðinu teldu vænlega til nýtingar. „En það verður einnig að segja að það er ekki góð lausn á deilunni til langframa að ráðast um borð hjá erlendum togarasjómönnum, skjóta á skipin og taka þau. Þótt sum ís- lensku skipanna noti hentifána eru þau flest skráð á íslandi. Ef norsk strandgæsluskip eiga áfram að sýna fiskiskipum frá litlu grannlandi, sem er mjög háð sjávarútvegi, klærnar mun það skaða mjög sam- skipti þjóðanna tveggja sem þegar öllu er á botninn hvolft eiga svo mikið sameiginlegt, þetta mun einn- ig verða slæmt fyrir álit Noregs á alþjóðavettvangi“. Blaðið bendir einnig á að réttur Norðmanna á svæðinu sé óljós og minnir á þau ummæli sérfræðings- ins Geirs Ulfsteins að ekkert ffé hægt að fullyrða um það hvort ■ Norðmenn fái nokkurn tíma alþjóð- lega viðurkenningu á sjónarmiðum ' sínum. Ulfstein telji að Noregur gæti tapað kæmi málið fyrir al- þj'óðarétt. Pólitísk lausn „Einmitt þess vegna ættu Norð- menn að reyna að finna pólitíska lausn í samvinnu við íslendinga og þær þjóðir sem eiga söguleg rétt- indi til veiða á svæðinu umdeild^,. Helsta markmiðið ætti að vera að öll ábyrg ríki viðurkenni nauðsyn þess að auðlindin og söguleg veiði- réttindi á svæðinu séu varin. Þá væru aðstæður miklu betri ef til I þess kæmi öðru hveiju að stöðva • þyrfti hreinræktaðar sjóræningja- ? veiðar“. Þingmaður frá Finnmörku vill stefnubreytingii íslendingar verði sam- ábyrgir - og fái kvóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.