Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 9 Afleitt ástand í Dölunum Það er ekki ofsögum sagt, að ástand- ið í laxveiðiám vestur í Dölum er hrikalegt. Þar hefur ekki komið úr- komudropi sem heitið getur svo vik- um skiptir, árnar eru komnar „ofan í gijót“ eins og veiðimenn orða það gjarnan. Lítið er af laxi og það sem er gengið_ tekur illa við þessi bágu I skilyrði. Ýmsir hafa séð laxahópa í sjónum sem gætu verið að bíða eftir betri gönguskilyrðum og raunar er ein ánna í Dölunum, Laxá, fræg fyr- ir stórar septembergöngur og þá gjarnan af „þaraiegnum" laxi, þ.e.a.s. laxi sem er með sjólús en samt leginn eftir að hafa hangið á leirunni vikum saman. „Jú, þetta er sorgleg staðreynd. Það er engu logið um ástandið hérna. Síðasta holl var í tvo daga og fékk ( 8 laxa. Hópurinn á undan var í þrjá daga og fékk 12 stykki. Alls eru komnir um 350 laxar á land,“ sagði Gunnar Björnsson kokkur í Þránd- argili við Laxá í gærdag. Gunnar sagðist búast við því að veiðin gæti glæðst ef eitthvað rigndi, því slangur væri af læxi í ánni og það litla sem menn fengju kæmi bæði á fiugu og maðk. I Sama sagan... j I dálki þessum var fyrir skömmu greint frá gangi mála í Flekkudalsá og Fáskrúð og líkt mun á komið með Miðá í Dölum. Þar eru menn að reyta upp lax og lax, en útgerðin gengur KARL Björnsson t.v. og Ágúst Pétursson með hörkuveiði, tekna á einni síðdegis- og kvöldvaktinni í Haffjarðará fyrir skemmstu. betur þegar haldið er til hylja sem sjóbleikjan hefur yfirráð yfir. Hún er komin fyrir nokkru og ýmsir hafa fengið góða veiði. Haukadalsá, hin „stóra" áin í Dölunum hefur verið enn lakari heldur en Laxá eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Inn- an við 300 laxar eru komnir þar á land og lítið um að vera. Menn hafa gjarnan skellt skuldinni á hafbeitar- stöðina í Hraunsfirði þegar illa geng- ur í ánum og skal ekkert um það sagt hér annað en að því er fleygt að það gangi ekkert allt of vel að heimta lax í Hraunsfirði fremur en ánum þessa daganna. Lifnar yfir Laxá í Þingeyjarsýslu Eiríkur S. Eiríksson, sem var að koma af bökkum Laxár í Aðaldal sagði í samtali við Morgunblaðið, að veiði hefði lifnað nokkuð í Laxá að undanförnu og meðan hann dvaldi þar hefðu menn verið að draga þetta 10 til 15 laxa á hverri vakt sem væri hátíð hjá því sem verið hefði lengst af í sumar. Sagði Eiríkur að sumt af aflanum hefðu verið ný- gengnir smálaxar. Erfitt er að fá nákvæma heildartölu úr Laxá, en ljóst að hún liggur einhvers staðar á milli 800 og 900 laxar. Álftá stendur alltaf fyrir sínu Álftá á Mýrum stendur vei fyrir sínu þrátt fyrir vatnsleysi í þurrkunum. Stöku rigningargusa hefur náð vest- ur, en ekkert sem hefur náð að lyfta vatnshæðinni. Engu að síður hefur ailtaf verið að reytast úr ánni og vel það og um helgina voru komnir 180 laxar og 80 sjóbirtingar á land að sögn fulltrúa leigutakanna Dags Garðarssonar. Hópurinn er einnig með Brennuna í Borgarfirði og þar hafa veiðst um 120 fiskar. Tíu þúsund manns , sóttu bændur lieim BÆNDUR eru mjög ánægðir með kynningarátakið „Bændur bjóða heirn" en almenningur gat heimsótt 43 býli um land allt á sunnudaginn var og kynnt sér daglegt líf í sveit- inni. Bryndís Kjartansdóttir hjá Upp- lýsingaþjónustu bænda áætlar að nærri tíu þúsund manns hafi sótt bændur heim. Hún segir að stefnt I sé að því að bændadagur með svip- uðu sniði verði árviss atburður. í „Aðsókn var mest á bóndabýlum nærri höfuðborgarsvæðinu annars vegar og Akureyri hins vegar,“ sagði Bryndís í spjalli við Morgunblaðið. „Við erum þrátt fyrir það mjög ánægð með dreifíngu gesta um allt land. Víst er að mun fleiri komu í heimsókn til bænda en við bjugg- umst við,“ sagði hún. Aðspurð segir Bryndís kynningu á borð við þessa vænlega leið til að kynna íslenskan landbúnað. Dagurinn tókst ljómandi vel Hjónin Rósa Finnsdóttir og Jón Hólm Stefánsson á Gljúfri í Ólfusi eru hæstánægð með daginn en í heimsókn til þeirra komu líklega um eitt þúsund manns. „Frá okkar bæj- ardyrum séð tókst aílt ljómandi vel,“ sagði Rósa í samtali við Morgunblað- ið í gær. Rósa segir að óhemjumikið af fjöl- skyldufólki hafí látið sjá sig og böm- in hafi augsýnilega haft unun af heimsókninni. „Vinsælast meðal barnanna var að skoða dýrin í nátt- úrulegu umhverfi sínu. Við höfðum mikla ánægju af þessum degi og vonum að fólkið hafi notið heimsókn- arinnar," sagði hún og tók fram að umgengni hafi verið til mikillar fyrir- myndar. Þau hjónin telja greinilegt að full þörf sé á svona kynningardegi. „Ég get sagt það að við hjónin erum reiðubúin að taka þátt í svona degi aftur," sagði Rósa Finnsdóttir. LJtsala Brún Islenska Póstverslunin. Útsala. Smiðjuvegi 30 (rauð gata) (gegnt Axis) Sími871400 Hjólbörur 8 01..........: 4.700 - Baðskápur 200x65x18,5 sm..: 6.900- Baðskápur 200x34x18,5 sm..: 4.900- Baðskápur 83x65x18,5 sm....: 4.300- Borðskápur 100x50 sm.....: 8.900- Vöðlur nr. 41, 45, 47........ Garðbekkir plastjám.tré..... Slökkvitæki, duft 1 kg...... Verkfæravagn................. Trérennibekkur & skurðarjám 4.700- 3.500- 990- 4,800- 16.900- Tjöld, bakpokar 30 - 65 lítra og svefnpokar - 13 gráður á kostnaðarverði. Einnig á frábæru verði: Garðljós, útiljós m. hreyfiskynjara, verkfæri, loftverkfæri og fl. Rimlagardínur, hvítar, plast og ál. Lægsta verð á landinu. (Opið 9.00 -18.00. Laugardaga 11.00 -16.00^ Sendum í póstkröfu. Skipuleggbu eigin fjármál Þegar þú hefur reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs færðu handhæga áskriftarmöppu undir gögn um sparnað fjölskyldunnar. Mappan inniheldur einnig eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og. heimilisbókhald og með þeim getur þú skipulagt fjármál heimilisins enn betur en áður. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs og fáðu senda möppuna Sparnað heimilisins - Áskrift ab spariskírteinum ríkissjóðs. Nú getur þú skipulagt fjármál heimilisins - og sparað um leið. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Blab allra landsmanna! fttwigttitMafeife -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.