Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EINSÖNGVARARNIR Marta G. Halldórsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Snorri og Heimir Wium, ásamt stjórnanda flutningsins, Herði Áskelssyni Óratorían Sál frumfiutt á Islandi ÓRATORÍAN Sál, eftir H‘‘andel, verður flutt í fyrsta sinn á íslandi nú um helgina á tvennum tónleik- um. Fyrri tónleikarnir verða í Skál- holtskirkju laugardaginn 20. ág- úst, klukkan* 14.00 og seinni tón- leikarnir í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 21. ágúst, klukkan 20.30. Um níutíu manns munu taka þátt í flutningnum; átta einsöngvarar, þijátíu manna hljómsveit og um fimmtíu manna kór. Titilhlutverkið er sungið af Andreas Schmidt, barítónsöngvara og hlutverk Davíðs syngur Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, alt. Önnur hlutverk eru sungin af Karl Heinz Brandt, Margréti Bóasdóttur, Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, MÖrtu Guð- rúnu Halldórsdóttur, Snorra Wium og Heimi Wium. Hljóðfæraskipanin er óvanalega fjölbreytileg miðað við tímann sem tónlistin er skrifuð á. Auk hefð- bundinna strengja, óbós og fag- otts, heyrist í trompetum, básúnum og pákum, lítilli flautu og klukku- spili. Þá eru í verkinu hljómsveitar- kaflar og einleikskaflar fyrir hörpu, sem Eiísabet Waage leikur á, og orgelkaflar sem Hannfried Lucke flytur. Verkið er þannig stórt í sniðum en það verður flutt óstytt. Konsertmeistari hljómsveit- arinnar er Rut Ingólfsdóttir. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur kórkaflana og fer með hlutverk ísraelsþjóðar. Stjórnandi á tónleik- unum er Hörður Áskelsson. Texti óratóríunnar er eftir Char- les Jennens og byggir á frásögn Fyrri Samúelsbókar Gamla testa- mentisins. ísraelsmenn eiga í stríði við Fílista. Drengurinn Davíð frels- ar ísraelsmenn úr herkví þegar hann slöngvar steinvölu og fellir risann Golíat, sem ógnin hafði staðið af. Davíð uppsker í fyrstu hylli Sáls en tilfinningar konungs- ins snúast síðar upp í öfund og hatur. Óratórían Sál er lofgjörð til Guðs og fjallar á dramatískan hátt um samskipti Sáls og Davíðs. Tón- listin endurspeglar viðfangsefnið; tilfínningar, lof og átök. Miðasala á óratoríuna Sál er þegar hafin og að sögn forsvars- manna Mótettukórsins eru fáir miðar eftir á Skálholtstónleikana. Miðar eru seldir í Hallgrímskirkju og Skálholti og kosta kr. 1.500. Fyrir eldri borgara og námsmenn er verðið kr. 1.200. Þriggja. þrepa ljóð BÖKMENNTIR Ljóö ÞRJÁR ÓÐARSLÓÐIR eftir Böðvar Guðmundsson Almenna bókafélagið, 1994 - 327 síður ÞESSI ljóðabók er að yfirbragði og efni mjög sérstök. í henni eru 37 titiilaus ljóð, misjafnlega löng. Efst á hverri síðu er teikning eftir Guðjón Ketilsson sem gefur hugmynd um efni hvers ljóðs. í lok sumra ljóða er bænarbútur á latínu sem ýmist eykur hressilega við inntakið eða undirstrik- ar fáránleika og böl þess sem um er rætt. Með öðrum orðum: Hér þræðir óðurinn þijár óðar slóðir og skekur mann eins og kalt bað á heitum degi eða heitt kaffí á köldum morgni. Bækur Böðvars, jafnt ljóðabækur sem sögubækur, eru miklu oftar fyndnar en ekki. Þessi hér er engin undantekning. Fyndnin er samt kannski dálítið duldari nú en oft áður. Hann vefur hana listilega inn í myndmál tengt athöfnum sem allt- of oft vill verða klámfengið. Einnig er húmorinn hér grárri en oft áður, broddurinn sársaukafullur. Sýndarmennska, værukærð og sjálfsánægja fær duglegt spark. I einu ljóðinu afhjúpar Böðvar gamla og margþvælda tuggu: Heill yður öfugmælaskáld sem sögðuð meðal annars það er hollt íyrir þyrstan mann að þamba kopar heitan °S . til er á Islandi orð um allt sem var hugsað á jörðu heill yður skemmtilegu stórlygarar og brandarakarlar sem vissuð vel að það er banvænt að þamba bræddan kopar og til er á útlensku orð um allt sem var hugsað á Fróni Það eru nefnilega til hugsanir og gjörðir sem ná út fyrir allan orða- forða og raunar út fyrir ramma hins ímyndaða. Böðvar Stundum breytist Guðmundsson fíngerð fyndnin í tauga- veiklaðan stórkarlahúmor þegar mælandinn bregst með öfgakenndum hætti við óskiljanlegum hörmungum tilve'runnar. Möguleikar alls virðast takmarkalausir. Textinn er á köflum eins og eitt öskrandi spumingar- merki: Hversu grimmir geta menn orðið? Hversu lágt geta þeir lagst? Hversu sárt getur söknuðurinn leikið mann? Og hversu fallvaltur getur fallvaltleikinn orðið? Margbreytileiki þeirrar tilveru sem birtist í þessari ljóðabók Böðvars er ekki lofsverður. Serbamir drýgja dauðasynd til þess að „duga frelsis- og framfaraþjóðum / í algilda óvinar- mynd.“ Þvert ofan í óhugnaðinn hljómar latneska bænin líkt og grego- rískur söngur, til dýrðar Guði skapara himins og jarðar - og eftir því sem lesa má í þessari bók: skapara hörm- unga, misskilnings, öngþveitis og dauða. Auðveldlega má setja út á þessa heimsmynd því að það verður að teljast orðið furðu þreytt að kalla skaparann til ábyrgðar fyrir allt það sem miður fer. Sjálfsábyrgð manna er nefnilega ekki gengin úr gildi. En - þetta er aukaatriði. Aðalatriðið í þessari ljóðabók Böðvars sýnist mér vera hve einlæg við- brögð eru sýnd við óskiljanleika tilverunn- ar. Eg hallast að því að lesa Þijár óðarslóðir sem trúaijátningu, sem ákall þess sem biður einlæg- lega um að gæskan fái sigrað illskuna. Hún kemur mér fyrir sjónir sem hamslaust ákall um miskunn í hamslausum heimi. Villidýrið er í okkur öllum, í okkur öllum leynist bróðurmorðing- inn. Einlæg bænin er ekki einu sinni laus við þá illsku sem beðið er um að hverfi, þannig er stundum eins og heyrist skerandi tónn úr herskáum Davíðssálmi: afmáðu óþjóðalýðinn og gæðastálið frelsa oss frá tilgangslausum hrottaskap dauðans frelsa oss frá serbum miskunna höpadætrum et miserere nobis ef þú getur. Það er enginn vafí á því að höf- undurinn hefur gefíð sig óskiptan í þessa bók. Með frumlegum hætti tekst honum að bregðast á sannfær- andi hátt við nýrri heimsmynd sem blasir við okkur á þessum öfgafullu tímum eftir fall múrsins. Þessi bók kom mér á óvart. Ingi Bogi Bogason Norræn alþýðutónlistarhátíð NORRÆN alþýðutónlistarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 19-21. ágúst. Að hátíðinni standa ISAT (íslensk samtök alþýðutónlist- arfólks og NF (Nordisk folkmusikk kommité). Til hátíðarinnar er boðið ungum tónlistarmönnum á sviði alþýðutón- listar frá Noregi, Svíðþjóð, Finnlandi og Danmörku auk þess sem íslenskir tónlistarmenn munu koma fram. Hátíðin verður sett í Norræna húsinu föstudaginn 19. ágúst klukk- an 20.00. Síðan verða tónleikar til klukkan 21.40 og verður þá dansað fram eftir kvöldi, þ.e. gömlu dans- arnir og þjóðdansar. Aðgangseyrir er kr. 500. Laugardaginn 20. ágúst, verður spilað fyrir gesti og gangandi í Reykjavík og Hafnarfirði, auk þess sem tónleikar verða í Norræna hús- inu klukkan 20. Frá 21.30 verður síðan létt kráarstemmning og dans. Aðgangseyrir er kr. 500. Sunnudaginn 21. ágúst verða há- tíðartónleikar á Hótel Sögu frá 21-23. Þá verður hátíðinni slitið og verður síðan dans við udnirleik nor- rænna tónlistarmanna. Aðgangseyr- ir er kr. 1000. Forsala aðgangsmiða er í Nor- ræna húsinu. Gott íbúðarhótel á Benidorm aðeins kr. 39.900 Nú er allt uppselt út ágústmánuð til Benidorm og við seljum síðustu sætin til Benidorm 7. og 14. september. Viðbótaríbúðirnar okkar á Flamingo Park seldust strax upp og nú seljum við síðustu stúdíóin á Acuarium og síðustu 2 íbúðirnar á San Francisco. Njóttu einstaks veðurs á Benidorm í september við góðan aðbúnað á frábæru verði með Heimsferðum. Verðl<r39.ÍMK) pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2 vikur, í San Francisco. Verð kr. 49.900 pr. mann m.v. 2 í stúdíó, Acuarium 2. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 i Flugvallaskattar og forfallagjöld kr. 3.660 f. fullorðna, kr. 2.405 f. börn, ekki innifalið Uti að aka Kvikmyiulir Bíóborgin HOLD OG BLÓÐ („FLESH AND BONE“) ★ </2 Leikstjóri og handritshöfundur Steve Kloves. Kvikmyndatökustjóri Philippe RousseloL Aðalleikendur Dennis Quaid, Meg Ryan, James Caan, Scott Wilson, Gwyneth Paltrow. Bandarísk. Paramount 1993. í MYNDARBYRJUN kemur lít- ill drengur utanúr myrkrinu og fær gistingu hjá vinsamlegu fólki á bóndabæ. Segist hafa villst. Er í rauninni verkfæri þjófsins, föður síns (James Caan), sem vokir útí nóttinni uns ljós hafa verið slökkt. Þá opnar drengurinn dyrnar og þeir láta greipar sópa en allt fer á annan veg; heimilisfólkið vaknar og fellur allt fyrir byssu innbrots- þjófsins utan stúlkubam í vöggu. Síðan færist myndin til nútímans. Á sléttunum miklu hefur sölumað- urinn Dennis Quaid þann starfa að fylla á sjalfsala í nokkrum byggðar- lögum. í einni ferð sinni kynnist hann konu (Meg Ryan) sem er í þann mund að skilja við mann sinn og gerist félagi hans á þjóðveginum um sinn. Áður en langt um líður er ljóst að sölumaðurinn er fyrrum handbendið hans föður síns og kon- an stúlkan sem var þyrmt. Og von bráðar verða þau á vegi ódæðis- mannsins og uppgjör óumflýjanlegt milli feðganna. Hugmyndin er góð og hefði sjálf- sagt nýst vel í smásögu en gengur ekki upp í kvikmyndinni. Söguflétt- an liggur í augum uppi strax eftir að persónurnar koma til sögunnar, þannig að öll spenna er fyrir bí. Persónurnar ekki skárri, enginn raunverulegur, mannskapurinn gjörsamlega í lausu lofti, kemur utanaf þjóðveginum með misjafn- lega bölvaða fortíð á bakinu, hver og einn í sínum eigin lokaða heimi, tjáningaskipti yfirborðskennd, text- inn bókmennta- og þunnildislegur að undanskildum örfáum setning- um. Endirinn afar ófullnægjandi. Þó vantar ekki metnaðinn, leikstjór- inn og handritshöfundurinn Steve Kloves, sem á eina, en ágæta mynd að baki (The Fabulous Baker Boys, virðist leggja hart að sér að skapa frumlegt, duiarfullt og seiðmagnað verk í anda Film noir myndanna en án nokkurs árangurs. Utkoman langdregið óæti fyrir sálina en ekki augað því það eina sem stendur uppúr er iistileg kvikmyndataka frakkans Philippe Rousselot, sem er í allt öðrum gæðaflokki en annað í þessari meingölluðu mynd. Áhuga- verður leikhópur fær engu bjargað með þennan texta innanborðs. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.