Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 17

Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 17 LISTIR Hið óendanlega í stærð o g smæð MYNDLIST NýlisiasafniA MÁLVERK Amgunnur Yr Gylfadóttir/Kristín María Ingimarsdóttir. Opið alla daga 14-18 til 28. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÍSLENSKT listafólk hefur oft dvalið um tíma erlendis i gegnum árin, þó sambandið heim hafi ætíð verið gott. Kaupmannahöfn hefur í langan tíma verið slíkur útilegustað- ur, og fjöldi myndlistarmanna hefur dvalið lengur eða skemur í Hollandi. San Francisco á vesturströnd Banda- ríkjanna er hins vegar með fjarlæg- ari stöðum sem hefur dregið að sér hérlent listafólk til langdvalar, en það er nú samt reyndin, sé litið til þeirra tveggja listakvenna, sem nú eru að sýna í Nýlistasafninu og báð- ar hafa búið þar fyrir vestan um margra ára skeið. Arngunnur Ýr Gylfadóttir Þrátt fyrir búsetu erlendis hefur Amgunnur Ýr verið virkur þátttak- andi í listalífinu hér síðustu ár; hún hélt sína fyrstu einkasýningu að Kjarvalsstöðum snemma árs 1991, og aðra að Hulduhólum á síðasta ári; báðar vöktu verðskuldaða at- hygli, og því þess að vænta að marg- ir vilji fylgjast með hvað hún hefur fram að færa að þessu sinni. Hringrás lífs og ljóss hefur verið áberandi viðfangsefni listakonunnar undanfarin ár. Með sýningunni nú má segja að Amgunnur Ýr haldi áfram þar sem frá var horfið á sýning- unni á Hulduhólum, en í stað þess að leita frekara samhengis í tíma og rúmi lítur hún nánar til myndefnisins sjálfs; hvað felst í því formspili, sem reikar t.d. um himininn, en er aðeins sýnilegt fyrir tilviljun birtunnar? Það þarf ekki að koma á óvart, að þær formmyndanir, sem birtast í máiverkum listakonunnar, tengjast á óendanlega ijölbreyttan hátt í ólíkum efnum - skýjum, öldum, landslagi, næturhimni og höndum mannsins - alls staðar, í stóru sem smáu, má finna sömu hrynjandi, eins og Arng- unnur Ýr segir í inngangi: „Ákveðin form endurtaka sig í náttúrunni í örsmárri jafnt sem gríð- arstórri mynd án upphafs og endis en hluti af landslagi heildarinnar. Þessi verk fjalla um hrynjandi, takt, hreyfingu, breytileika, tímann, frosin augnablik sem aldrei munu endur- taka sig á nákvæmlega sama hátt. Verkin tala í senn sín á milli og hvert fyrir sig sem einstök eining.“ Þessu viðhorfi koma verkin á fram- færi með samsvarandi fjölbreytni, bæði hvað varðar stærðir (málverkin eru allt frá því að vera lófastór upp í nokkuð á þriðja fermetra) og efni (olíulitir á striga eru ríkjandi, en einn- ig má finna vax, tré, silki og léreft, auk blandaðrar ljósmyndatækni). Sem fyrr vinnur Ámgunnur Ýr í nokkrum flokkum verka, sem hafa til að bera skírskotanir sín á milli, og verkunum er raðað upp með það í huga. Málverkin „Flæmi“ eru mest áberandi í stærri salnum niðri, enda stór og hafa að geyma reglulegar bylgjuhreyfingar hvert með sinni stefnu; myndir sem heita „Landslag“ og „Himinn" eru hins vegar örlitlar, og mynda því skemmtilegt mótvægi við stóru fletina. Myndaflokkurinn „Stilla" er unninn með blandaðri ljósmyndatækni og settur í neðsta sal safnsins, þar sem hver mynd er baklýst. Þessi uppsetn- ing er áhrifamikil; línuspil lófanna magnast upp á sama hátt og línumar í málverkunum, og tengslin verða sterk á milli þessara heilda. Sýning Arngunnar Ýr er rofin með því að síðasti hluti hennar, mynda- flokkurinn „Nótt“, er í efsta sal safns- ins og sýning Kristínar Maríu þar á milli; þetta er um sumt traflandi fyr- ir samhengið. Myndimar í þessum síðasta flokki eru sjö talsins, stórar og ríkulegar; ský vaðandi í birtu tunglsins, sem nýtur sín t.d. einkar FINNST þér þetta ekki vel gert, spyr Halldóra Gyða. Sækjum það heim Húsavík - Farandsýning mynd- verka 120 barna og unglinga víðs vegar af landinu hefur verið í Safnahúsinu á Húsavík síðastliðna viku og verið vel sótt. Þátttaka ungmennanna var mjög mikil og tóku þátt í henni tæp 20 þúsund börn og unglingar frá 131 skóla. Þetta úrval lista- verka sýnir fjölbreytt hugmynda- flug þeirra og víða er listsköpunin n\jög eftirtektarverð. Þetta er sjötti staðurinn sem fær að njóta þessarar sýningar en næst á hún að fara til Egilsstaða. ARNGUNNUR Ýr Gylfadóttir: Flæmi V. Olía á striga. vel þar sem vaxið er notað í sinni hreinustu mynd, eins og í „Nótt VII“ (nr. 26). Silkið kemur einnig ágætlega út sem efni fýrir þann fínlega vefnað, sem listakonan vinnur á flötinn. Á þessari sýningu nálgast Amg- unnur Ýr myndefnið úr fleiri áttum en fýrr, og er athyglisvert að sjá hvernig henni tekst að tengja þá formgerð sem hún hefur notað við ólíka þætti. Ljósmyndaverkin era einna athyglisverðust í þessu sam- hengi, og má vera að þar komi fram þau formrænu viðfangsefni, sem hún á eftir að nota í vaxandi mæli í fram- tíðinni. Listunnendur eru hvattir til að líta inn í Nýlistasafnið á næstunni. Kristín María Ingimarsdóttir Kvikmyndagerð og listmálun eru miðlar sem báðir fást við hið sýni- lega, en eru þó jafn ólíkir í eðli sínu og þeir virðast eiga margt sameigin- legt við fyrstu sýn. Kristín María skilgreinir muninn sem svo: „Málverkið er fyrir framan áhorf- andann í einni heild, en aftur á móti sjáum við aldrei nema brot af kvik- myndinni í einu. Kvikmyndin byggir á þessum brotum. Þegar hún er sýnd þá er það filman sjálf sem hreyfist og er varpað fýrir sjónir áhorfand- ans. Hún rennur áfram í þeirri lengd og röð sem kvikmyndagerðarmaður- inn ákvað.“ Þessar vangaveltur er rétt að hafa í huga þegar myndir Kristínar Maríu eru athugaðar. Hún stundaði fyrst nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982-84, en hélt síðan tii San Francisco, þar sem hún lauk fyrst BFA prófi og loks framhalds- námi í kvikmyndagerð, enda hefur hún unnið mikið í þann miðil síðustu ár samhliða málun. Kristín María var meðal þátttakenda á sýningunni „Myndlistarmenn framtíðarinnar" á Kjarvalsstöðum 1987, er. hefur frá þeim tíma aðeins sýnt einu sinni hér á landi (á M-hátíð í Borgarfirði 1991) fram að þessu. Kristín María sýnir nú sex verk, misstór, í miðsal safnsins. Þetta era vatnslitamyndir, og markast fyrst og fremst af frjálsum leik með form í fletinum. Stærsta verkið og það best afmarkaða nefnist „Skroll" og vísar til myndmáls kvikmyndanna, eins og kemur fram hjá listakonunni: „Málverkið er kyrrt en nú er það augað sem hreyfist um myndflötinn frá einu formi til annars, frá einni mynd til þeirrar næstu. Áhorfandan- um er í sjálfsvald sett hvort eða hvern- ig hann raðar formunum saman í huga sér eða hversu lengi hann dvel- ur fyrir framan hveija mynd.“ Einingar þessa stóra verks era skemmtilega útfærðar, þar sem mis- munandi ráðandi litir og ólík form leika um fletina, sem fýrir vikið virka eins og filmulengjur, sem hægt væri að tengja saman með mismunandi hætti. Það gæti orðið áhugavert að fylgjast með frekari tilraunum lista- konunnar til að þætta saman eðli þessara tveggja miðla í málverki síð- ar. Eiríkur Þorláksson r Veldu \ verðlauna . tæki! . BLOMBERG eldunartækjunum fylgir námskeiö í meö- ferð þeirra og matreiðslu í Matreiðsluskóla Drafnar. BLOMBERG hlaut hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúrskarandi glæsileg og vönduð eldunartæki á stærstu iðnsýningu Evrópu í Hannover í Þýskalandi. 586 framleiðendur frá 25 löndum kepptu um þessa eftirsóttu viðurkenningu. Komdu og kynnstu BLOMBERG af eigin raun, hringdu eða skrifaðu og fáðu sendan 60 síðna litprentaðan bækling á íslensku. Við höfum örugglega réttu lausnina fyrir þig! Einar Farestveít & Co. hf. Borgartúni 28 ‘B* 622901 og 622900 Varst þú að hugsa... Eða kanski... Ef ekki, hvað segirðu þá um... um nám í ferðaráðgjöf, viðurkennt starfsmenntunarnám, til dæmis markaðsfræði? 250 stunda nám fyrir þá, af IATA/UFTAA, sem eru alþjóða- skrifstofutækni, eða öll skemmtilegu sem setja sér markmið í iífinu og stefna hátt. samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa? og gagnlegu tölvunámskeiðin sem við Sölustjórnun eða sölutækni, Nám fyrir fólk með áhuga á ferða- bjóðum upp á: Word og Excel fyrir námsskeið byggð á íslenskum aðstæðum. málum. Windows, Access, Power Point Rekstrartækni, fyrir þá, er reka eða hafa og fleira? hug á stofnun fyrirtækis. . % Ferðamálaskóli íslands _ > The Icelandic School of Travel and Tourism f Tölvuskoli Islands j§3 Stjómtækniskóli Islands Höfðabakka 9. Höfðabakka 9. ™ Höfðabakka 9. Slmi 671466. Sfmi 671466. Sími 671466. STARFSMENNTUN - FJÁRFESTING TIL FRAMTÍÐAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.