Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 21

Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 21
20 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 21 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. HIN BREYTTA ÁSJÓNA MIÐ- AUSTURLANDA Þegar hugsað er til þess að einungis eru þrjú ár liðin frá því friðarviðræðurnar um Mið-Austurlönd hófust í Madrid er árangurinn, sem náðst hefur á þeim tíma, ótrúlegur. Líklega hafa fáar deilur verið jafnharðvítugar á eftir- stríðsárunum og deilur ísraela og araba á þessu litla svæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Réttlætingu deiluaðila fyrir átökunum mátti rekja margar aldir aftur í tímann þrátt fyrir að Ísraelsríki hafi ekki verið stofnað fyrr en 1948 og hin andstæðu sjónarmið gyðinga og múslima virtust allt að því ósættanleg. Deilan snerist ekki einung- is um stríðsátök síðustu áratuga heldur ekki síður sögu og trúarbrögð. Auðvitað verður slík deila ekki leyst á skömmum tíma, en þróun undanfarinna missera bendir þó til að vonin um frið á þessum slóðum sé raunhæfari en ætla hefði mátt fyrir einungis þremur árum. ísraelar og Frelsissamtök Palestínu hafa sett niður deilur sínar og gert samkomu- lag um sjálfstjórn Palestínumanna í borginni Jeríkó og á Gazasvæðinu. ísraelar og Jórdanir hafa einnig undirritað yfirlýsingu um frið og opnað landamæri ríkjanna. Viðræður ríkjanna standa enn yfir og er stefnt að því að hægt verði að undirrita formlegan friðarsamning inn- an skamms. Þó hægt mjakist virðist þróunin öll vera í eina átt. Síðast í gær undirrituðu þjóðirnar samkomulag um útflutning á jórdönskum vörum til Vesturbakkans, en það er gamalt baráttumál Jórdana. Líbanir eru einnig taldir hallir undir friðarsamkomulag við ísraela en ekki sagðir treysta sér í viðræður um slíkt fyrr en Sýrlendingar gera slíkt hið sama. Til þessa hafa stjórnvöld í Sýrlandi farið sér hægt í þeim efnum og sett kröfuna um endurheimt Gólanhæða á oddinn. í ljósi þróunarinnar í þessum heimshluta frá því Madrid-viðræðurnar hófust virðist ekki lengur útilokað, að á næstu árum náist heildarsamkomulag um frið í þess- um heimshluta og eðlileg og vinsamleg tengsl ríkja þar við Vesturlönd. ?ROTHÆTTUR AFANGASIGUR •• Onnur deila, ekki síður hatrömm, er nú háð í fyrrver- andi Júgóslavíu og bendir fátt til að þeim hildarleik muni slota í bráð. Afskipti umheimsins af deilunni hafa þó leitt til að litlir áfangasigrar hafa unnist, sem hafa ekki síst verið mikilvægir fyrir hina óbreyttu borgara á átakasvæðunum. Síðastliðinn sunnudag gerðu Bosníu-Serbar og múslim- ar samkomulag um að stöðva árásir leyniskyttna, en þær hafa myrt tugi íbúa borgarinnar á undanförnum mánuð- um. Fréttir benda til að samkomulagið sé virt að mestu leyti. Því miður sýnir hins vegar reynslan að lítið þarf að bera út af til að allt fari í sama horf á ný. Þó að leyni- skytturnar láti íbúa Sarajevo í friði í einhverja daga geta þær látið aftur til skarar skríða á hverri stundu án þess að friðargæsluliðar SÞ geti nokkuð að gert. Hið sama má segja um griðasvæði múslima í austurhluta Bosniu, þar sem tugþúsundir manna hafast við. Ef átökin harðna á nýjan leik yrðu þau eflaust eitt helsta skotmark Serba. Bosníudeilunni er langt í frá lokið og enn er vel hugsan- legt að átökin muni breiðast út til fleiri héraða í fyrrver- andi Júgóslavíu. Hin óbilgjarna og hrokafulla afstaða Bosníu-Serba er ekki til þess fallin að auka vonir um frið. Reynslan frá Mið-Austurlöndum sýnir þó að ekkert er útilokað í þeim efnum. Hún kennir okkur aftur á móti einnig að það er ekki fyrr en að deiluaðilarnir sjálfir átta sig á mikilvægi friðar og sjá sér hag í að hætta átökun- um að árangur næst. SVALBARÐAPEILAN Samningaleið eða dómstólaleið? SAMVERKAMAÐUR Sjakalans borinn á börum út úr höfuðstöðvum Samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC) í Vínarborg 21. desember 1975. Særðist hann í skotbardaga við lögreglu en hryðjuverkamenn- irnir tóku 11 olíuráðherra í gíslingu og var það eitt kunnasta verk Carlosar. Hann lék þó lausum hala þar til í fyrradag að 18 ára eltingarleikur frönsku leyniþjónustunnar við hann bar árangur. Notagildi Sjakal- ans þvarr eftir að ' kalda stríðinu lauk ATOKIN SEM nýlega áttu sér stað á miðunum við Svalbarða eru tilefni til þess að velta fyrir sér nokkrum spurningum sem miklu máli skipta þegar um þessa deilu er rætt. Sá ágreiningur sem skapast hefur vegna veiða íslenskra skipa á vernd- arsvæðinu við Svalbarða er í raun- inni af tvennum toga spunninn. Hann varðar í fyrsta lagi sam- vinnu og samstarf tveggja nor- rænna vina- og grannþjóða sem hingað til hafa leyst ágreiningsmál sín með friðsamlegum hætti en ekki með vopnavaldi. Bæði hafa þessi tvö norrænu ríki þá sameiginlegu hags- muni og markmið með sjávarút- vegsstefnu sinni að vemda auðlind- ir hafsins gegn rányrkju og hvers kyns ofnýtingu. ísland hefur á eftir- stríðstímanum verið í fararbroddi um mótun og setningu réttarreglna á alþjóðavettvangi til að tryggja rétt strandríkisins innan lögsögu þess. Bæði ísland og Noregur vilja jafnframt koma í veg fyrir ofveiði á úthafínu utan 200 sjómílnanna. Af þessum ástæðum er stigmögn- un deilunnar um fiskveiðar á Sval- barðasvæðinu dapurlegt dæmi um skort á stjómvisku og sjálfsögðu samráði tveggja vinaþjóða sem ættu að vita að slíka hagsmunaárekstra ber að leysa með friðsamlegum hætti. Að þessu leyti er því Svalbarða- deilan stjórnmálalegs eðlis og það er sanngjörn krafa borgara beggja ríkjanna á hendur ríkisstjórnum sín- um að um deiluna verði án tafar ijallað í þeim anda sem hingað til hefur verið aðalsmerki norrænnar samvinnu. Réttarstaða verndarsvæðisins er umdeild Hinn þáttur Svalbarðadeilunnar er lagalegs eðlis og varðar réttar- stöðu vemdarsvæðisins sem Norð- menn lýstu einhliða yfir 3. júní 1977. í þeim efnum hefur margvíslegur misskilningur verið á ferðinni sem ástæða er hér til þess að gera að nokkm umtalsefni og leiðrétta. Staðreyndir málsins em ljósar en mikill ágreiningur er bæði utan Noregs sem innan hvemig þær beri að túlka og hvaða ályktanir megi af þeim draga. Gmndvöllurinn er hér Svalbarða- samningurinn sem gerður var 1920 og rúmlega 40 ríki em aðilar að, þar á meðal íslendingar. Eyjaklas- inn Svalbarði, þ.m.t. Bjamarey, hafði verið einskis manns land (terra nullius). Markmið samningsins var, eins og fram kemur í inngangi hans, að „setja þessu landsvæði eðlilega stjóm í því skyni að tryggja þróun og friðsamlega nýtingu þess“. Til þess að stuðla að þessu varð vitanlega að fela einhveiju ríkjanna að fara þar með ríkisyfirráð og urðu samningsaðilar sammála um að fela Noregi það hlutverk. En því fer fjarri, og hefur valdið misskilningi, að með þessu hafi Norðmönnum verið fengi ðjafnmikið vald yfir Svalbarða og sínu eigin landi. í 2. grein samningsins er kveðið skýrt og ótvírætt á um það að allir þegnar og skip frá aðildarríkjunum skuli njóta sama réttar til veiða á eyjunum og í landhelgi þeirra. í þessari sömu grein er annað mjög mikilsvert ákvæði. Noregi er heimilt að gera ráðstafanir til að vernda auðlindir á landi og í land- helgi Svalbarða en þær ráðstafanir skulu ávallt eiga jafnt við um alla þegna samningsaðilanna „án nokk- urra undantekninga, forréttinda eða ívilnana sem eru beint eða óbeint til hagsbóta fyrir einhvern þeirra“. Hér er með öðrum orðum samið um að algjört jafnrétti skuli vera með aðilum Svalbarðasamningsins hvað varðar nýtingu auðlindanna á landi og í hafinu undan ströndum eyjaklasans. Samkvæmt þessu ákvæði er Noregi því algjörlega óheimilt að taka sér þar nokkur „forréttindi eða ívilnanir". Jafnræðisreglan brotin Beint liggur því við að spyrja: Hvemig hefur þessi ótvíræða jafn- ræðisregla verið framkvæmd á undanfömum ámm? Svarið liggur fyrir. Með því að lýsa einhliða yfir einkalögsögu Noregs á 200 sjómílna svæði út frá eyjunum 1977 hefur Noregur tekið sér vald bæði til að setja þar fiskvernd- arreglur og úthluta veiðikvótum eingöngu að eigin geðþótta, án samráðs við aðra samn- ingsaðila. Það þarf því engan að undra að ekkert að- ildarríkja Svalbarða- samningsins hefur við- urkennt þessa sjálf- tökuráðstöfun Noregs 1977, að Finnlandi und- anskildu. Ýmis þeirra mótmæltu henni harð- lega, svo sem þáverandi Sovétríki, Bretland, Spánn, Græn- land og ísland er það gerðist samn- ingsaðili. Síðasta dæmið um andstöðu og véfengingu annarra aðildarríkja Svalbarðasamningsins gegn þessari norsku reglugerð er að öllu Sval- barðasvæðinu er haldið utan við aðildarsamning Noregs við ESB. í skýrslu Norska utanríkisráðuneytis- ins 3. júní 1994 til Stórþingsins um aðild Noregs er bemm orðum viður- kennt að það sé vegna þess að ein- stök ESB-ríki sem eru aðilar að Svalbarðasáttmálan um geti ekki fallist á réttargrundvöll hins norska fiskverndarsvæðis við Svalbarða (bls. 335). Þrátt fyrir þetta og efasemdir ýmissa norskra fræðimanna virða norsk stjómvöld slík sjónarmið að vettugi. Röksemdir þeirra em þær að Svalbarðasamningurinn frá 1920 banni ekki nýju norsku fiskverndar- lögsöguna út í 200 sjómílur eftir þær breytingar sem síðan hafa orð- ið á hafréttinum. Höfundar hans hafi ekkert vitað um þær 1920 og því ekki getað tekið afstöðu til þeirra! Lögfræðin er merkileg fræðigrein en stundum má nota hana til að gera flókna hluti einum of einfalda. Hið rétta er að Noregur fer með yfirráð á Svalbarða skv. samningn- um frá 1920. Réttur Norðmanna hlýtur því að byggjast á því að eyja- klasinn sé „strandríki“ í merkingu Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Noregur hefur að vísu ekki enn séð sér fært að gerast aðili að þess- um merka sáttmála en hann endur- speglar samt gildandi þjóðarétt. Samningurinn nær til 200 mílnanna Ágreingsefnið er það að norsk stjórnvöld halda því fram að samn- ingurinn frá 1920 gildi aðeins innan landhelginnar við Svalbarða, þ.e.a.s. innan 12 mílnanna en ekki utan hennar. Út frá grunnreglum þjóðar- réttarins stenst ekki slík lagatúlkun. Við túlkun alþjóðasamninga er það grundvallarregla að ríki geta við breyttar aðstæður ekki aðeins tekið sér aukin réttindi samkvæmt samningi heldur verða þau jafn- framt að uppfylla þær skyldur sem í samningnum felast. Réttur Norð- manna til að setja 200 sjómílna fisk- vemdarlögsögu byggist á aðild þeirra að Svalbarðasamningnum. Sem strandríki þar notfæra þeir sér þau nýju réttindi sem hafrétturinn í dag býður upp á. En á sama hátt verður Noregur að virða þær skyld- ur við önnur ríki sem í samningnum felast. Á sama hátt og þróun haf- réttarins hefur veitt Norðmönnum rétt út að 200 sjómílna mörkunum hefur sú þróun veitt hinum samningsaðilunum þann sama rétt. Af því leiðir að jafnræðisregl- an gildir fyrir öll ríkin út að 200 sjómílum en ekki aðeins 12 mílum. Þessa niðurstöðu er einfalt að • rökstyðja með lögjöfnun sem er viðurkennd lögskýr- ingaraðferð á sviði þjóðaréttar og lands- réttar. Þar að auki er fyrir henni ljóst og skýrt fordæmi í dómi Haag-dómstólsins í deilu um mörk landgrunnsins í Eyja- hafi þar sem dómstóllinn skýrði samningsskyldu frá 1928 í ljósi breytinga á þjóðarétti svo sem hann er í dag. (Aegean Sea Continental Shelf Case, 1978). Sú skoðun er því ekki byggð á réttum lagarökum að Svalbarða- samningurinn gildi ekki í 200 sjó- mílna fískvemdarlögsögunni. Virtir norskir fræðimenn eru þeirrar skoð- unar að gildi hans þar sé ótvírætt og má þar m.a. nefna til sögunnar Geir Ulfstein dósent í hafrétti við háskólann í Osló. Sú staðreynd að norsk stjórnvöld gáfu ekki út ákæru fyrir fiskveiði- brot í máli íslenska togarans Há- gangs sem tekinn var að veiðum á Svalbarðasvæðinu virðist líka styðja þá ályktun að þeim sé sjálfum vel ljóst að taka skipa samningsaðila á Svalbarðasvæðinu væri bæði þjóð- réttar- og samningsbrot. Af þessari niðurstöðu leiðir að jafnvel þótt norsk stjómvöld hafi heimild til þess að setja lög og fisk- verndarreglur á Svalbarðasvæðinu verða þau að gæta jafnræðisregl- unnar við þá framkvæmd sem er í 2. gr. Svalbarðasamningsins. Það er því brot á þjóðréttarlegum skyld- um Noregs að úthluta þar þorsk- veiðikvótum nær eingöngu til norskra og rússneskra skipa svo sem Norðmenn hafa gert frá 1986. I hlut annarra samningsaðila hafa aðeins komið 4% þorskveiðikvótans! Það er því ljóst að Norðmenn hafa á undanförnum árum hyglað eigin sjómönnum gífurlega, í trássi við jafnræðisákvæði 2. gr. samn- ingsins. Er ekki furða þótt mörg ríki hafi mótmælt svo geðþóttafullri kvótaúthlutun, sem fyrr var nefnt. Hér skal því þó ekki haldið fram að allar samningsþjóðirnar eigi jafn- an rétt til veiðikvóta á Svalbarða- svæðinu. En þær eiga fullan rétt á því að samráð sé við þær haft um úthlutun veiðiréttinda og sú úthlut- un fari fram á sanngirnisgrundvelli svo sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við úthlutun kvóta er eðlilegt að tillit sé tekið til allra aðstæðna svo sem ástands stofnsins, fiskveiði- þarfa ríkjanna, nálægðar þeirra við miðin og veiðireynslu í fortíðinni. Fullyrðingar um að íslendingar hafi aldrei áður stundað veiðar á Sval- barðasvæðinu eru rangar. íslensk skip stunduðu fyrr á árum veiðar á Svalbarðasvæðinu og eiga m.a. þess vegna rétt á nokkrum kvóta þar. Jafnvel þótt Norðmenn og Rússar yrðu efstir á blaði vegna veiði- reynslu og nálægðar yrði dyrum ekki lokað á önnur ríki eins og nú er raunin. í því sem hér hefur verið rakið Þjóðimar tvær eiga að setjast sem fyrst að samningaborði, segir Jón Baldvin Hanni- balsson, og finna heild- arlausn, sem ekki tekur aðeins til Svalbarða- svæðisins; móta skyn- samlega fískveiði- stefnu, byggða á vís- indalegum rökum og sjálfbærri þróun. Grein þessi er einnig birt í norska blaðinu Aften- posten í dag. felst að þótt hinn nýi hafréttur veiti Noregi mikilsverð réttindi á Sval- barðasvæðinu eru þau þó hvergi nærri jafn víðtæk og sá réttur sem þeir njóta í eigin efnahagslögsögu við heimalandið Noreg. Frá sjónar- miði þjóðaréttarins gengur það nefnilega ekki upp að beita þröngrí lögskýringu um réttindi aðila Sval- barðasamningsins (takmarka þau við 12 mílur) en beita hinsvegar rýmkandi lögskýringu til að heimila Noregi óskert réttindi á 200 sjó- mílna svæðinu á grundvelli þessa sama samnings. Málskot til alþjóðadómstóls Næst er þá eðlilegt að spurt sé hvemig þessi deila hinna tveggja gömlu vinaríkja verði leyst. Fram til þessa hafa norsk stjórnvöld lýst því yfir að ekki komi til greina að Islendingar fái neinar veiðiheimildir í Barentshafi - þeir eru því eina fiskveiðiþjóð Evrópu sem þau úti- loka frá því svæði. Sé lagadeila ekki leyst með samningum stendur dómstólaleiðin opin. Milli Noregs og íslands er í gildi samningur sem gerður var á Þing- völlum 27. júní 1930 um lausn deilu- mála með friðsamlegum hætti. Samkvæmt 1. grein hans skal vísa réttardeilum milli landanna, sem ekki hefur tekist að jafna, til fasta alþjóðadómstólsins, nú arftaka hans, Alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadómstóllinn hefur komið mikið við sögu í hafréttarmálum og það er hlutverk hans að stuðla að friði og almennri réttarþróun. Ekki eru nema fá ár síðan hann kvað upp dóm í máli sem Danir höfðuðu á hendur Norðmönnum vegna lög- sögumarkanna milli Jan Mayen og Grænlands. Hafréttardómstóll Sam- einuðu þjóðanna er enn ekki tekinn til starfa en hann gæti einnig kom- ið hér til skjalanna. 297. grein Haf- réttarsáttmálans undanskilur deilur um rétt strandríkja til lifandi auð- linda innan 200 mílnanna. Sú grein á hér ekki við því að Svalbarðadeil- an fjallar fyrst og fremst um túlkun alþjóðlegra samningsskuldbindinga. íslendingar hafa allt frá söguöld haft mikið yndi af hvers kyns mála- þrasi, ekki síst landamerkjadeilum! Það er þó að minni hyggju ljóst að málskot til alþjóðlegs dómstóls yrði hér þrautalending sem æskilegast væri að komast hjá. Er þó vart að efa að alþjóðlegur dómstóll myndi komast að þeirri niðurstöðu að jafn- ræðisregla 2. greinar Svalbarða- samningsins hlyti að gilda á öllu 200 sjómílna svæðinu. Samningar besta lausnin Um það munu flestir vera sam- mála að Norðmenn hafi á undan- fömum árum unnið mikið og gott verk við að byggja upp fiskistofnana í Barentshafi og norsk-íslenska síldarstofninn. Þeir hafa sýnt ábyrgð við þá fiskveiðistjórnun. Það hafa íslendingar einnig gert með ströngum lagaákvæðum um veiði- stjórnun, minnkun kvóta, fiskvernd- arsvæði, reglum um leyfíleg veiðar- færi o.fl. Það er því hinn mesti misskilning- ur, sem haldið hefur verið fram í norskum greinargerðum að það sé markmið íslendinga að kollvarpa fískveiðistjórnun Norðmanna á Svalbarðasvæðinu og stunda ótak- markaðar veiðar í Barentshafi og jafnvel rányrkju. Ekkert af þessu er rétt. íslendingar eru án efa fúsir til að hlíta norskum fiskverndarregl- um á Svalbarðasvæðinu og hafa lýst því yfír að þeir muni forðast alla smáfíska- og ofveiði á úthafs- svæðum í Barentshafi. Það sem norskir blaðalesendur átta sig e.t.v. ekki á er að á nokkr- um árum hefur þorskstofninn við ísland hrunið, þrátt fyrir stranga löggjöf um fiskveiðistjórnun. Heild- arþorskaflinn hefur minnkað úr 450.000 tonnum í um 150.000 tonn á fáum árum. Þetta er ástæða þess að íslensk skip leita nú á fjarlægari mið. Og ennþá eru fiskafurðir um 80% vöruútflutnings íslendinga en sambærileg tala í Noregi er um 6%. Þetta er ástæða þess að íslend- ingar hafa óskað eftir fískveiðikvóta á Svalbarðasvæðinu, en þeir eru eina þjóðin sem engra slíkra kvóta njóta. Það er mín skoðun að samningar séu hér viturlegasta leiðin, eins og hinn alþjóðlega virti norski haf- réttarsérfræðingur, Jens Evensen, hefur nýlega undirstrikað. Það er nefnilega um margt fleira sem ís- lendingar og Norðmenn þurfa að semja á næstunni en þorskinn við Svalbarða. Nú hefur norsk-íslenski síldarstofninn hafíð aftur göngur sínar á úthafið og til íslands. Um stjórnun stofnsins á úthafssvæðinu þurfa Norðmenn og íslendingar að semja. í allmörg ár hafa Norðmenn veitt tugi þúsunda tonna af karfa á Reykjaneshrygg rétt utan við 200 sjómílna mörk Islands. Strandríkinu (Islandi) verður senn heimilt sam- kvæmt alþjóðareglum sem verið er að semja innan S.þ. að hafa forystu um að setja kvóta á þær veiðar. Þar eiga Norðmenn verulegra hags- muna að gæta. Af öllum þessum ástæðum eiga þjóðirnar tvær að setjast sem fyrst að samningaborðinu og finna heildarlausn, sem ekki tekur aðeins til Svalbarðasvæðisins. Það eitt er í samræmi við þá stefnu þjóðanna beggja að móta skynsamlega fisk- veiðistefnu, byggða á vísindalegum rökum og sjálfbærri þróun. HSfundur er utanríkisriðherra og formaður Alþýðuflokksins. AÐ FÓR fyrir hryðjuverka- manninum Carlos eins og mörgum fómarlamba hans að honum var fórnað. Eftir lang- an og blóðugan feril þvarr notagildi Sjakalans, eins og hann hefur einnig verið nefndur. Með tilliti til stjórn- málaþróunarinnar undanfarin ár má segja að örlög hans hafí verið ráðin er kalda stríðið leið undir lok. Hvarf þá fjárstuðningur fjölda ríkja við Car- los og fjaraði hratt undan veldi hans. Stjómir fjölda arabaríkja munu ugglaust anda léttar eftir handtöku hryðjuverkamannsins Carlosar. Til- hugsunin um að hve miklu leyti hann muni draga þær til ábyrgðar fyrir rétti mun þó eflaust hræða einhveijar þeirra. Vísast kætast Sýrlendingar þar sem þeir liggja ekki lengur undir gmn um að halda hlífískildi yfír honum. Hermt er að þar hafí hann dvalist þar til snemma árs er Sýrlendingar létu undan þrýstingi Frakka og hröktu hann úr landi. Einungis nokkur sam- tök Palestínumanna með brostinn kjark og liðsmenn flesta í flótta- mannabúðum í Sýrlandi og Jemen, syrgja handtökuna. En harmagrátur þeirra dmkknar í fagnaðarhljóðum, svo mjög hefur ástandið breyst í Mið- austurlöndum í seinni tíð. Breyttar aðstæður Aðstæður eru allt aðrar í Miðaust- urlöndum í dag en þær vora á áttunda áratugnum er Carlos átti þar griðland og ferðaðist tiltölulega auðveldlega á milli. Arabaríkin voru fuli biturðar í garð ísraela eftir auðmýkjandi ósigur í sex daga stríðinu í júní 1967. Tilfínn- ingaofsi og hefndargirni róttækra samtaka Palestínumanna í garð ísra- ela og vestrænna stuðningsríkja þeirra varð til þess að þau hófu samstarf við Carlos og aðra nafntogaða misind- ismenn í framlínu alþjóðlegrar hryðju- verkastarfsemi. Róttæklingarnir áttu griðland um lengri eða skemmri tíma í Alsír, Suður-Jemen, Líbýu, Sýrlandi og írak. Þar fengu þeir fjármagn og þjálfun og þaðan stunduðu þeir spell- virki sín víðs vegar um heim. Flest þeirra ríkja sem hjálpuðu Sjakalanum og mönnum af hans sauðahúsi nutu gjafmildi Sovétríkj- anna og annarra austantjaldsríkja. Með gjaldþroti kommúnismans og endalokum sovéska heimsveldisins neyddust arabaríki sem hafnað höfðu viðræðum við ísraela, til að taka upp raunsærri afstöðu jgagnvart Vestur- veldunum. Ósigur Iraka í Persaflóa- stríðinu, smán Yassers Arafats og annarra arabaleiðtoga, sem studdu Saddam Hussein íraksforseta, varð til þess að leiðir skildu; meirihluti ara- baríkjanna íjarlægðist róttæku ríkin Handtaka Sjakalans undirstrikar hvemig eðli alþjóðlegrar hryðju- verkastarfsemi hefur breyst eftir hrun Berlín- armúrsins og endalok Sovétríkjanna. Hryðju- verk eru ekki lengur framin í nafni stéttabar- áttu heldur vegna trúar- --------------»-----7---- ofstækis. Agúst As- geirsson fjallar um þessa þróun. í hópnum og þörfin fyrir Sjakalann þvarr. Af róttæku ríkjunum hafa yfirvöld í Alsír átt fullt í fangi með að halda aftur af herskáum bókstafstrúar- mönnum og því ekki viljað skjóta skjólshúsi yfír Sjakalann. Líbýa hefur verið lömuð vegna alþjóðlegra refsiað- gerða. Sýrlendingar hafa leitað eftir betri samskiptum við Vesturlönd. Borgarastyijöld hefur þjakað Jemen. Af ijandvinum ísraels átti einungis Súdan eftir að skella hurðum á Carlos. íranir einangraðir Það sýnir best hve hringurinn var farinn að þrengjast um Sjakalann að stjórn strangtrúarmanna i Súdan, sem fóstrað hefur margan íslamskan mis- indismanninn, skyidi fremur láta til skarar skríða gegn honum og fram- selja hann Frökkum en láta bendla sig við Sjakalann. Vestrænir stjórnar- erindrekar segja að nú sé Iran eina Miðausturlandaríkið sem Bandaríkja- menn og Bretar saka opinskátt um að fóstra hryðjuverkamenn og starf- semi þeirra. Þrátt fyrir að lítill skortur sé á and-vestrænum áróðri frá Teher- an sækjast íranir eftir því að evrópsk- ir og bandarískir aðilar fjárfesti þar í landi. Því eygja menn þá von að þar eigi stefnubreyting sér einnig stað. Stéttabarátta úr sögunni Handtaka Sjakalans undirstrikar hvernig eðli alþjóðlegrar hryðjuverka- starfsemi hefur breyst eftir hrun Ber- línarmúrsins og endalok Sovétríkj- anna. Hryðjuverk eru ekki lengur framin í nafni stéttabaráttu, nú stafar mun meiri hætta af hermdarverkum sem framin em vegna trúarofstækis. Rejmdar beita hermdarverkamenn víðs vegar um heim, frá Miðaustur- löndum til Norður-írlands og róm- önsku Ameríku, ennþá byssum og sprengjum í þágu málstaðar síns. Hins vegar hefur gjaldþrot kommúnismans orðið til þess að vígorð vinstri- mennsku, sem blésu eldmóði í starf- semi samtaka á borð við hreyfingu •* Carlosar, Rauðu herdeildina í Þýska- landi, Rauða herínn í Japan og Rauðu herdeildimar á Italíu, heyrast tæpast lengur. Flestir vopnabræðra Sjakalans í þessum samtökum em ýmist dauðir, í fangelsi eða hafa snúið baki við hryðjuverkum. Ráðamenn á Vesturlöndum búast vart lengur við hermdarverkum í nafni stéttabaráttu. í staðinn óttast þeir hryðjuverk af hálfu herskárra íslam- skra bókstafstrúarmanna og ekki síð- ur að öfgamenn komist yfír efni til smíði kjarnorkusprengju sem smyglað er frá gömlu sovétlýðveldunum. Þann- ig stendur Frökkum stuggur af her- skáum alsírskum bókstafstrúarmönn- um sem þykja líklegir til að vilja hefna fyrir stuðning frösnku stjómarinnar við herstjórnina í Algeirsborg. Með öllu er óljóst hvar Abu Nidal, palestínskur samverkamaður Sjakal- ans, er niðurkominn. Hann hefur ver- ið sakaður um blóðug hryðjuverk, sprengjutilræði og flugrán í þremur heimsálfum. Áfram halda aðskilnað- arhreyfíngar á borð við Baskasamtök- in ETA og írska lýðveldisherinn IRA ofbeldisverkum en slökunin milli Aust- urs og Vesturs eftir lok kalda stríðs- ins hefur leitt til þess að önnur sam- tök hafa ekki lengur neinn málstað að beijast fyrir og liðsmenn þeirra eru ■ berskjaldaðir þar sem griðlönd þeirra týna tölunni. Hermt er að Carlos hafi haft hægt um sig og ekki staðið fyrir spellvirkjum nokkur undanfarin ár. Gagnabanki Ástæður þess að nú hefur tekist að handtaka Carlos og uppræta marg- an vígabróður hans em meðal annars raktar til þess að skýrslur og gagna- söfn leyniþjónusta fyrmm kommún- istaríkja, ekki síst skjöl austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi, hafa nú opn- ast vestrænum yfirvöldum. Vonast er til að yfirheyrslur yfir Carlos eigi eft- ir að upplýsa enn frekar um mykra- verk hans og aðild einstakra ríkja að þeim. Frönskum sérfræðingum um hermdarverk finnst fengur að honum. „Carlos er gagnabanki um hryðju- verkastarfsemi," sagði einn þeirra í gær og bætti við að nokkur ríki hefðu { áreiðanlega lítinn áhuga á að hann [ yrði dreginn fyrir rétt. Saksóknari í ' París varaði við tilraunum til að frelsa ‘ hann úr einangruninni í La Sante- { fangelsinu við Arabo-breiðgötuna. Jón Baldvin Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.