Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 25*- MINNINGAR EIRIKUR BRYNJAR JÓNSSON 4- Elríkur Brynj- ■ ar Jónsson var fæddur 14. apríl 1936 á Þver- brekku í Öxnadal. Foreldrar hans voru hjónin Ses- selja Haraldsdóttir og- Jón Brynjólfs- son. Við fimm ára aldur var Eiríkur tekinn í fóstur á Víkingavatni í Kelduhverfi og var heimilisfastur hjá Sveini Björnssyni og Guðrúnu Jak- obsdóttur. Eiríkur stundaði alla tíð störf við land- búnað og sjómennsku. Eftirlif- andi eiginkona hans er Katrín Maríusdóttir. Útför hans verð- ur gerð frá Keflavíkurkirkju í dag. SKYNDILEGT brotthvarf Eiríks Brynjars Jónssonar af þessum heimi minnti um margt á líf hans og störf. Hann var ávallt snöggur til allra verka, þurfti lítt að tvínóna við hlut- ina, heldur gekk beint til verks og skilaði ávallt sínu af lifandi áhuga og trúmennsku. Eiríkur var fyrst og fremst maður starfsins, enda var hann alinn upp við þá búskapar- hætti norður í Kelduhverfi, sem gerðu miklar kröfur til manna og þurfti oft að leggja nótt við dag. Kom það sér vel að Eiríkur var mikið hraustmenni, sem lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Eiríkur Jónsson var barnungur tekinn í fóstur á Víkingavatni í Kelduhverfi, fyrst hjá Guðrúnu Hallgrímsdóttur en síðar hjá sæmd- arhjónunum Sveini Bjömssyni og Guðrúnu Jakobsdóttur. Alla tíð síð- an naut hann umhyggju og ástríkis þeirra hjóna til jafns við þeirra eig- in börn. Oft mátti á Eiríki heyra hvað hann var forsjóninni þakklátur fyrir að hafa lent á Víkingavatni, og endurgalt hann það ríkulega. Mér er til efs, að þeir séu marg- ir, sem hafi verið jafnvígir til starfa bæði til sjávar og sveita sem hann. Þó að Eiríkur hafí oftar sinnt hinum erfiðari störfum, var hann ekki síð- ur liðtækur við smærri verk. Meðal annars var hann dijúgur við pijóna- skapinn og þeir eru ófáir leistarnir, sem hann gaf mönnum. Þegar Ei- ríkur var að alast upp á Víkinga- vatni, var enn stundaður heyskapur í djúpengjum, sem þékktist vart annars staðar, og þar þótti hann með beztu liðsmönnum, sem orð fór af. Þess háttar heyskapur er nú aflagður og örfáir eldri menn kunna þar einir til verka. Svo skemmtilega vilt til, að fyrir tveimur árum tók Eiríkur sig til og sló allstóra sef- flögu (fergin), lagði línu um flekann og fleytti sefinu einn síns liðs eftir vatninu alllanga leið að þurrkvelli. Með þessu vildi hann sýna ungu kynslóðinni, hvernig staðið var að verki á fyrri tíð. Þeir, sem á horfðu, dáðust að harðfengi Eiríks og eru honum þakklátir fyrir sýnikennsl- una, sem var fest á myndband. Handbrögð á sjó voru honum líka töm og á ég enn í fórum mínum kaðalspotta, sem hann splæsti á ýmsa vegu og batt á margvíslega hnúta, svo að ég mætti af læra. Eiríkur var þannig gerður, að hann vildi ætíð miðla mönnum góðum og nytsömum ráðum á sinn einlæga og fölskvalausa hátt. Á sínum yngri árum vann Eiríkur jafnan við búið á Víkingavatni en fór þó snemma að stunda vinnu utan heimilis, einkum sjóróðra. Síð- ustu æviárin var hann háseti á tog- urum, nú síðast á Þerney RE, og undi hann hag sínum vel. Vissuíega var honum sumt mótdrægt og kom fyrir að hann varð fyrir barðinu á óráðvendni ýmissa ofláta. Óbugandi karlmennska og bjartsýni voru dýr- mætustu eiginleikar Eiríks og fleyttu honum yfir margan hjallann. Honum var og búið gott veganesti að heiman. Fyrir alln- okkrum árum hóf hann sambúð með eiginkonu sinni, Katrínu Maríus- dóttur, og höfðu þau búið sér fagurt heimili í Keflavík. Eiríkur var að eðlis- fari glaðlyndur og skemmtilegur í um- gengni, ekki sízt, þeg- ar maður var með hon- um einum. Oft voru tilsvör hans snjöll, og hann átti sjaldnast í vandræðum með að svara fyrir sig. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga drenglyndi hans, réttlæti og góðvild, sem mætti verða okkur öllum til eftirbreytni. Mannkostir hans voru augljósir öll- um, sem honum kynntust. Fóstur- foreldrar hans, fóstursystkini og fjölskyldur þeirra sakna nú vinar í stað og þakka honum einlæglega fyrir alla tryggð og drengskap. Ágúst H. Bjarnason. Hress og glaður steig hann frá borði í byijun ágúst með fískipoka í hendinni. Veiðiferðin hafði heppn- ast vel. Sumarnóttin var kyrr og fögur. Hann fagnaði mér innilega með sínu hlýja brosi. Nokkurra daga stopg í landi og aftur haldið til veiða. I upphafí þeirrar ferðar var honum skyndilega stefnt á önn- ur mið. Hann var kallaður Eiki. Frum- bemskan var honum grimm. Hann var einn margra systkina. Fjöl- skyldan leystist upp og börnin dreifðust vítt um land. Örlögin stefndu honum að Víkingavatni en þangað kom hann lítill og hrakinn drengur. Amma ól hann upp fyrstu árin og síðar foreldrar mínir. Þar fann hann öryggi og hlýju og þar átti hann heima í raun og huga æ síðan. Víkingavatnsheimilið var stórt og búsýsla mikil. Hann varð brátt máttarstólpi hins hversdagslega bústrits. Vinnusamur, ósérhlífínn og traustur svo af bar. Við fóstursystkinin fæddumst eitt af öðru. Eiki varð sjálfkrafa okkar stóri bróðir, leiðtogi og sann- ur vinur. Þannig uxum við úr grasi áhyggjulaus í leik og starfí sveita- lífsins. Skólagangan hófst en bók- nám var honum ekki tamt. Skóla- vistin varð aðeins nokkrir mánuðir. Það kom ekki að sök því á þessum uppvaxtar- og mótunarárum rækt- aði hann með sér eiginleika sem prýddu allt hans lífshlaup til hinstu stundar. Kjarninn í fari hans var reglusemi, trúmennska og bjart- sýni. Hann var oftast skapmildur en gat orðið ofsareiður er vegið var að lítilmagna eða trúmennsku hans misboðið. Sumir kölluðu hann sér- vitran og víst var honum á stundum strítt og eineltur af vinnufélögum. En þessari áreitni svaraði Eiki oft- ast með gamansömum og hnyttnum tilsvörum er komu þeim verst er upphafið áttu. Kringum Eika ríkti yfírleitt mikil gleði og kæmi hann þar að sem mannleg vanlíðan og ósættir ríktu leystust vandamálin oftast farsællega í návist hans. Er Eiki fullorðnaðist fór hann á vertíðir og sjóinn en á sumrin, eða ef frí gafst, var hann óðara kominn heim til að hjálpa við búskapinn og njóta samvista við sveitunga og vini sem hann ann og virti. Eiki var stoltur yfír velgengni okkar fóstur- systkinanna í námi og starfi og studdi okkur í hvívetna. Okkar sigr- ar voru hans sigrar og í minni vel- gengni á Eiki stóran hlut. Þegar faðir minn slasaðist fyrir mörgum árum og varð að dvelja á spítala vetrarlangt sagði Eiki: „Eg hætti á sjónum og sé um búskapinn en þú heldur áfram í skólanum því þar er þín framtíð." Og mikið var hann stoltur að geta síðar leitað til min sem læknis þegar heilsan sveik og ég glaðúr að geta endurgoldið honum þann styrk og vináttu sem hann svo ríkulega hafði veitt mér. Árin liðu. Eiki fluttist að heiman og stundaði sjóinn síðastliðna tvo áratugi, lengst af á togurum frá Suðurnesjum og Reykjavík. Hann kynntist síðar og giftist danskri konu, Kaju og bjó með henni og syni hennar, Jóni, í Keflavík síðustu árin. Þar fann hann sama öryggi og skjól og í sveitinni heima. Um- hyggja hans fyrir Kaju var einstök. Líf hans fékk nýja fyllingu. Hann gleymdi þó ekki foreldrum mínum né fóstursystkinum. Aldrei kom hann svo í land að hann hringdi ekki eða liti inn og þá gjarnan með fískipoka í hendi og þannig er síð- asta minning mín um þennan góða dreng og bróður er nú er kvaddur. Blessuð sé minning hans. Benedikt O. Sveinsson. Sælir eru hógværir, því þeir munu jörðina erfa. (Mattheus 5.5) Það er við hæfi að vitna í þessi orð úr fjallræðunni þegar sam- starfsmaður okkar og félagi til margra ára, Eiríkur Brynjar Jóns- son, er kvaddur hinstu kveðju. Með Eiríki höfum við átt margar góðar stundir þau ár sem við höfum starfað með honum og er því margs að minnast þegar litið er til baka yfir farinn veg. Eiríkur var kátur karl og góður félagi sem átti alltaf auðvelt með að draga fram bros þegar minnst varði. Þeir sem þekktu Eirík minnast hans fyrst og fremst vegna ein- stakrar skapgerðar. Eiríkur var með eindæmum hóg- vær og þægilegur í umgengni en því fengum við að kynnast í gegnum árin og er víst að hans verður minnst með hlýjum hug á komandi árum. Við horfum með söknuði á eftir Eiríki og viljum með þessu bréfi þakka fyrir þær stundir sem við áttum með honum og jafnframt votta eftirlifandi eiginkonu hans, Katrínu Maríusdóttur, okkar inni- legustu samúð. Áhöfnin á Þerney RE 101. Séifræðingar i blóuiaskr«‘yliiiííiini vid iill brkiiæi'i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Framleiðum legsteina á hagstæðu veröi t Sonur minn, bróðir okkar og frændi, EINAR HINRIKSSON, áðurtil heimilis iSuðurgötu 85, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 7. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Stefanía Einarsdóttir, Sigrfður Hinriksdóttir, Jóhanna Hinriksdóttir, Þorbjörg Þórarinsdóttir, Þórunn Pálmadóttir. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR frá Flateyri, lést á Hrafnistu 12. ágúst. Jarðsett verður frá Flateyrarkirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Guðrún Þorsteinsdóttir, Árný Þorsteinsdóttir, Garðar Þorsteinsson og fjölskyldur. t Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN ÁRSÆLL JÓNSSON, Grensásvegi 56, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Ólafur G. Jónsson, María Einarsdóttir, Esther Jónsdóttir, Ágúst Arason, Svava Jónsdóttir, Hilma Marinósdóttir, Markús Jónsson, Ólaffa G.E. Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, og barnabarnabarnabörn. t Ástkær móðirokkar, tengdamóðir, fóst- urmóðir, amma og langamma, ÞÓRA VALDIMARSDÓTTIR frá Kirkjubóli, Vestmannaeyjum, verður jarðsett frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Bergur Vilhjálmsson, Valdimar Kristjánsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Kristján Valdimarsson, íris Jónsdóttir, Jón Kristjánsson, Ingibjörg S. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURGEIRSSON frá Hausthúsum, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu- daginn 19. ágúst kl. 13.30. Sigurgeír Gíslason, Bjarnheiður Gfsladóttir, Magnús Gíslason, Jóna F. Gísladóttir, Alda S. Gísladóttir, Sigríður Daníelsdóttir, Friðgeir Þorkelsson, Birna Jóhannsdóttir, Sævar Garðarsson, Jóhannes Bekk Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Laugavegi 178, s. 886740 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, AUÐUNN ÞÓR GARÐARSSON, Birkiteigi 30, Keflavík, sem lést í Landspítalanum þann 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Agnes Ármannsdóttir, Sverrir Auðunsson, Garðar Auðunsson, Helga Auðunsdóttir, Aníta Auðunsdóttir, Sigurbjörg Auðunsdóttir, Garðar Brynjólfsson, Helga Auðunsdóttir, Anna G. Garðarsdóttir, Kári Guðmundsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.