Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 27
■ N t M AUGL YSINGrAR
FJÖLBRAUTASKQLI SUÐURLANDS
Kennari
í rekstrarhagfræði
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar
eftir kennara í rekstrarhagfræði nú á haust-
önn 1994 (12 kennslustundur á viku).
Nánari upplýsingar veitir skólameistari
í síma (98)22111.
Afgreiðslumaður
Byggingavöruverslun óskar eftir liprum og
áhugasömum afgreiðslumanni.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „Byggingavörur - 11783“.
Framtíðarstarf
Óskum að ráða duglegan starfskraft til af-
greiðslu- og lagerstarfa. Reyklaus vinnustaður.
Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild
Mbl., merktar: „Framtíð - 11774".
Ari íOgri,
kaffihús og bar, Ingólfsstræti
óskar eftir eldhressu og duglegu fólki til að
þjónusta okkar fjölmörgu viðskiptavini:
- Þjónusta á bar og í sal. Eldhressar konur
með geislandi framkomu.
- Eldhús. Bakstur og matargerð. Leitað er
að „hinni íslensku húsmóður".
- Dyravarsla. Hlutastarf fyrir snyrtilegan
karlmann með góða framkomu og þjón-
ustulund.
Umsóknir og upplýsingar á staðnum
fimmtudag frá kl. 10.00-16.00.
Morgunhress
Getum bætt við okkur starfskrafti á morgun-
vakt frá kl. 5.30-11.30.
Starfið felst í tiltekt og framreiðslu á morgun-
mat ásamt uppvaski.
Við leitum að snyrtilegum og áreiðanlegum
starfskrafti með hlýlegt viðmót og einhverja
enskukunnáttu.
Hafir þú áhuga, komdu þá til okkar á skrif-
stofuna eftir hádegi í dag.
Bergstaðastræti 37.
Veitingastjóri
- aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Veitingahús, sem rekur rótgróinn, umfangs-
mikinn veitingarekstur, óskar að ráða veit-
ingastjóra, sem um leið yrði aðstoðarfram-
kvæmdastjóri. Æskilegt er að viðkomandi
hafi próf í framreiðslu eða matreiðslu, hafi
viðskiptamenntun, hafi verið í hótelskóla er-
lendis og sé tilbúinn að vinna mikið, bæði á
kvöldin og um helgar (veitingastarfsemin er
opin 7 daga í viku, allan daginn til miðnættis,
og lengur um helgar).
Þetta er framtíðarstarf.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Vinsamlegast leggið inn upplýsingar á aug-
lýsingadeild Mbl., merktar: „Stolt -11633",
fyrir 20. ágúst nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
Framtíðarstarf
Líkamsrækt
Bankastofnun á höfuðborgarsvæðinu aug-
lýsir stöðu þjónustufulltrúa til umsóknar.
Stúdentspróf af verslunarsviði æskilegt
ásamt reynslu í þankastörfum.
Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt,
hafa góða framkomu, þjónustulund og vera
opinn fyrir nýjungum.
Heillandi framtíðarstarf.
Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um
menntun, aldur og fyrri störf, berist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 25. ágúst, merktar:
„Framtíðarstarf - 11775“.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
„Au pair“ - London
íslensk fjölskylda, búsett á góðum stað í
Lundúnum, óskar eftir „au pair“ stúlku frá
1. september nk. Viðkomandi þarf að vera
eldri en 20 ára, barngóð, reglusöm, reyklaus
og með bílpróf.
Handskrifaðar upplýsingar um aldur, mennt-
un, fyrri störf og meðmælendur, sendist
auglýsingadeild Mbl. eða á faxnúmer 91-11420
fyrir kl. 18.00 fimmtudagskvöld 18. ágúst,
merktar: „Au pair - 11784".
Þroskaþjálfar
Svæðisskrifstofa fatlaðra á Norðurlandi
vestra óskar eftir þroskaþjálfa í forstöðu-
mannsstarf við nýtt sambýli, sem staðsett
er á Blönduósi í A-Húnavatnssýslu.
Sambýlið mun taka til starfa í haust.
Á Blönduósi er einnig rekið leikfangasafn.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofunni á
Sauðárkróki í síma 95-35002.
Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 1994.
Waldorfleikskólinn Ylur,
Lækjarbotnum
Höfum nokkur pláss laus.
Nánari upplýsingar í síma
874499.
Waldorfskólinn í
Lækjarbotnum
Erum að undirbúa skólastarfið
veturinn ’94-’95. Getum bætt við
okkur börnum í 9-10 ára bekk,
7-8 ára bekk og 6 ára bekk.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsam-
lega beðnir að hafa samband í
síma 874499.
SÍK, KFUM/KFUK, KSH,
Háaleitisbraut 58-60.
Samkoma í kvöld kl. 20.00 í
Kristniboðssalnum. Gestir frá
Norea Radio, kristilegu útvarps-
félagi i Noregi, koma í heim-
sókn. Upphafsorð flytur Kári
Geirlaugsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvrtasunnukirkjan
Ffladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253*
Dagsferðir
Ferðafélagsins:
Miðvikudagur 17. ágúst:
Kl. 20.00 Viðey (kvöld). Stutt
gönguferð um austureyjuna.
Verð kr. 500. Brottförfrá Sunda-
höfn (Viðeyjarferjan).
Laugardagur 20. ágúst:
Kl. 08.00 Hagavatn (óbyggða-
ferð). Stoppað 3-4 klst. og
gengið um nágrenni Hagavatns.
Verð kr. 2.700.
Sunnudagur 21. ágúst:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð
- verð kr. 2.700. Hægt að dvelja
milli ferða.
Kl. 09.00 Tindafjallaheiði -
Klukkuskarð - Miðdalur.
Verð kr. 1.200.
Kl. 13.00 Ármannsfell (Þingvellir).
Verð kr. 1.200.
Sveppaferð í Skorradal frestað
til laugardags 27. ágústl!
Helgarferðir 19.-20. ágúst:
1. Þórsmörk - notaleg gistiað-
staða i Skagfjörðsskála. Þægi-
legur staður fyrir fjölskyldur.
Úrval gönguleiða.
2. Álftavatn - Fjallabaksleið
syðri, fjölskylduferð.
Brottför kl. 20.00 föstudag.
20.-21. ágúst:
Kl. 08.00 Hlöðuvellir - Hagavatn,
gönguferð.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu Ff.
Ferðafélag (slands.
Æfingabekkir/hreyfingar óskar að ráða leið-
beinanda til starfa. Lögð er áhersla á góða
framkomu, natni og lipurð í mannlegum sam-
skiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi
reynslu í líkamsræktar- eða sjúkraþjálfun.
Æskilegur aldur um 40 ára.
Um er að ræða hálfsdagsstarf.
Upplýsingar í síma 30460 eftir kl. 20.
REYKJALUNDUR
Viljum ráða hjúkrunarfræðinga á næturvaktir
nú þegar.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Lára
Sigurðardóttir, í síma 666200.
Frá Flensborgarskólanum
- öldungadeild
Innritun í öldungadeild Flensborgarskólans
fyrir haustönn 1994 fer fram á skrifstofu
skólans dagana 22.-24. ágúst kl. 14.00-
18.00. Kennsla hefst skv. stundaskrá
fimmtudaginn 1. september.
Kennt verður 4 daga vikunnar, mánudaga til
fimmtudaga, kl. 17.20-21.40.
Námsgjöld eru kr. 10.000 fyrir 1-2 náms-
áfanga og 15.000 fyrir 3 áfanga og fleiri.
Nemendafélagsgjald er kr. 400.
Eftirtaldir námsáfangar eru í boði og verða
kenndir ef næg þátttaka fæst:
Bókfærsla 203
Danska 153
Enska 103
Enska 302
Enska 522
Félagsfræði 203
Franska 203
íslenska 103
íslenska 313
Jarðfræði 103
Landafræði 103
Saga103
Sálfræði 103
Sálfræði 223
Stærðfræði 102
Stærðfræði 122
Stærðfræði 363
Stærðfræði 463
Tölvufræði 103
Vélritun 202
Þjóðhagfræði 103
Þýska 103
Þýska 302
Þýska 502
Stöðupróf í dönsku verður haldið mánudag-
inn 29. ágúst kl. 18.00 og stöðupróf í vélrit-
un þriðjudaginn 30. ágúst kl. 18.00.
Skráning í stöðuprófin fer fram á skrifstofu
skólans í síma 650400.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif-
stofu skólans.
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Skólasetning verður fimmtudaginn 1. sept-
ember kl. 17.00 í Háteigskirkju.
Inntökupróf fyrir skólaárið 1994-’95 verða
haldin sem hér segir:
Þriðjudaginn 30. ágúst, Skipholti 33:
Tónmenntakennaradeild, kl. 13.00.
Fimmtudaginn 1. september, Lauga-
vegi 178, 4. hæð:
Tónfræðideild, kl. 10.00.
Fimmtudaginn 1. september, Skipholti 33:
Píanódeild og píanókennaradeild, kl. 11.00.
Sembaldeild og orgeldeild, kl. 13.00.
Söngdeild og söngkennaradeild, kl. 13.00.
Gítardeild og gítarkennaradeild, kl. 14.00.
Strengjadeild og strengjakennaradeild,
kl. 14.00.
Blokkflautudeild og blokkflautukennaradeild,
kl. 15.00.
Blásaradeild og blásarakennaradeild,
kl. 15.00.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans.
Skólastjóri.