Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR21. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 Itofgunftlfritö STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. FISKVEIÐIDEILUR OG VEIÐIGJALD RÍKI Evrópu hafa oft deilt um fiskveiðar í gegnum árin. Nærtæk dæmi, sem snúa að okkur íslendingum, eru þorskastríð fyrri ára og ágrein- ingurinn við Norðmenn um veiðar í Smugunni og á fis- kverndarsvæðinu við Sval- barða. í grein á dögunum bendir breska tímaritið The Econom- ist á að það eina sem virðist geta fengið lýðræðisríkin í Evrópu til að slást, sé fiskur. Tímaritið segir í greininni að ein af aðferðunum við að vernda fiskistofna sé að tak- marka aðgang að ákveðnum hafsvæðum. Það hafi þó sýnt sig að þrátt fyrir slíkar tak- markanir minnki fiskistofnarn- ir og virðast slík „hólf“ því ekki duga til ein og sér. Önnur aðferð sé að ákveða heildar- kvóta á hverja fisktegund á grundvelli vísindalegra ráð- legginga, sem síðan er skipt niður á milli ríkja og/eða út- gerðaraðila. Economist segir reynsluna innan Evrópusam- bandsins vera þá að ár eftir ár hundsi stjórnir ríkjanna framkvæmdastjórn ESB og leyfi afla, sem er meiri en vís- indamenn leggja til. Hér á landi er þess skemmst að minnast að á dögunum var tilkynnt um að þorskafli síð- astliðins árs hefði farið 20% fram úr heimildum og er það ekkert einsdæmi! En hver er lausnin á þessum vanda? Economist leggur eftir- farandi til: „Kannski væri það besta lausnin að leigja sjó- mönnum hafið eða selja þeim framseljanlega veiðikvóta. Með þeim hætti gæti farið svo að sameiginlega sjávarútvegs- stefnan skilaði hagnaði þegar upp væri staðið - og fjarlægði síðustu styrjaldarorsök lýð- ræðisríkjanna". Rögnvaldur Hannesson, pró- fessor við Verslunarháskóla Noregs í Bergen, bendir ein- mitt á í grein í Morgunblaðinu í gær, laugardag, að hægt sé að leysa deiluna um úthlutun veiðikvóta við Svalbarða með því að selja eða leigja veiði- leyfi á svæðinu. Morgunblaðið hefur ítrekað bent á kosti þess að gjald verði innheimt fyrir réttinn til veiða. Fyrir því mæla jafnt réttlætis- sem hagkvæmnissjónarmið, sem oftsinnis hafa verið rakin hér á þessum stað. Svo virðist sem sjónarmið af þessu tagi njóti nú vaxandi stuðnings víða um heim, sem eina skynsamlega framtíðar- lausnin til að tryggja hag- kvæmni og réttlæti og koma í veg fyrir ofveiði. Um þessar mundir er til dæmis verið að taka upp fisk- veiðistjórnunarkerf'i í Nýju- Suður Wales í Ástralíu, sem grundvallast á framseljanleg- um veiðirétti og auðlinda- skatti. Höfundur þess kerfis, auðlindahagfræðingurinn Michael Young, benti nýlega á það í samtali við Morgunblaðið að einn helsti kostur slíks kerf- is væri að það gæti gert útgerð- armenn næmari fyrir lang- tímaástandi fiskistofnanna. Ekki er vanþörf á því. VIÐ ÍS- • lendingar höfum lifað og hrærzt í andörlögum okkar. I glæsileik fomra bók- mennta þarsem ís- lenzkar hetjur voru ávallt í samfélagi stórmenna. Minna mátti ekki gagn gera. Það var menntamálaráðherra De Gaulles, Malraux, merkilegur höfundur, sem átti hugmyndina að andörlögum. Það eru andörlög þegar Egill Skal- Iagrímsson yrkir Sonatorrek og lifir harm sinn af í listaverkinu. Þar var sorgar og saknaðar hefnt. Þannig hafa íslendingar einnig lifað af í bókmenntum sínum. Þær hafa verið andörlög okkar. Þar var hefnt fátæktar og illra örlaga. Þess vegna ekkisízt hafa bókmenntimar verið jafnmikilvægar og raun ber vitni. I þeim var tekizt á við lífshá- skann. Og þar var sigurinn vís. Ljóðlistin er þannig ávallt því mikilvægari þegar halla tekur und- an fæti en í góðæri einsog nú. Sovétríkin trúðu á hagfræði. Og það var hagfræðin sem gekk af þeim dauðum. Vonandi lifum við af þau tízkuhagkerfi sem otað er að okkur einsog gulrót. OKKUR HEFUR LIÐIÐ •vel j fylgd með Sighvati og Kjartani Ólafssyni. Við höfum gleymt því þetta voru búandkarlar sem komust til frama og áhrifa, þráttfyrir smæð sína. Þráttfyrir heldur helgrindalegt bakland. En hvemig fóru þeir að því? Þeir áttu innangengt í hirðina vegna list- ar sinnar, einkum Ijóðlistar. Þess vegna hefur hún verið í hávegum höfð. Hún svalaði metnaði okkar. Við fengum þessum metnaði einnig fullnægt þegar Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun. Búandkarl- arnir og fátæka fólkið hér úti á hjara veraldar var á vegum heims- listar og kunni vel við sig í glæstum hirðsölum. Islendingum hefur aldrei dottið í hug þeir gætu verið hjákát- legir í erlendum speglasölum. Ein- stæð arfleifð er veganesti okkar. Við höfum séð okkur í tvíþættu eðli Þormóðs Kolbrúnarskálds. Þannig hefur fá- tæk alþýða íslands ávallt lifað í spegli andörlaganna. Ég veit ekki hvernig þreki hennar er háttað að þessu leyti nú á dög- um. Hún hefur sótt í sig veðrið. Við erum sæmilega efnuð þjóð og ekki vantar stoltið. En em sjón- varpsglansmyndimar utanúr heimi og afþreyingarskvaldrið að spilla verðmætamatinu og viðmiðuninni? Er kominn brestur í spegilinn? Göm- ul kona sem vildi ekki láta taka mynd af sér lengur sagði hún væri einnig farin að forðast spegla; þeir væm orðnir einsog nýju myndavél- amar, svo hörmulega lélegir! Emm við farin að forðast spegil andlegar menningar okkar vegna saman- burðar við erlend tízkuáhrif? ÞAÐ MÁ EKKI SVIPTA • okkur ævintýrinu. Íslenzka þjóðin mundi deyja á því andartaki sem hún glataði því. Fornsögur okkar, þessar heimsþekktu bók- menntir sem Borges nefnir í sömu andrá og gotneskar kirkjur og foma heimspeki, urðu þjóðinni athvarf í fátækt og auðnuleysi. Þangað sótti hún. í fornum bókmenntum hreiðr- aði hún um sig. Þar bjó hún sér til raunvemleika sem var henni sam- boðinn þráttfyrir baslið. Það var í þessu ævintýri sem hún lifði af. En svo kom sjónvarpið; svo komu þessi sjóköldu útlönd í heimsókn og við höfum ekki lengur tækifæri til að sækja okkur sjálf andlega næringu, velja og hafna eins og áður.Það þarf sterk bein til að lifa af þetta andlega rót og óvíst hvort við höld- um okkar hlut ef þessi uppáþrengj- andi ágengni einsmenningarinnar sviptir okkur íslenzka ævintýrinu, sviptir okkur þeirri þjóðernislegu hvatningu að við höfum einstæðu hlutverki að gegna, að arfur okkar sé mikilvægur og þá einnig að sá sem á að vernda hann og ávaxta hafí mikilvægu hlutverki að gegna. Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns / og ég dey ef hann vaknar, segir í kvæði eftir Tómas. Þannig höfum við einnig litið á okkur. Það hefur farið okkur vel að lifa í svona draumi; að vera hluti af menningu sem er ástæða til að elska og virða af ástríðufullu tillits- leysi við vemleikann. FRÆÐIMAÐUR NOKKUR • sem fjallaði um ævintýrið í Kjalnesinga sögu minnti í út- varpsrabbi á þau ummæli Halldórs Laxness hve Islendingar hafí oft á þjóðveldisöld barizt með gijóti og megi t.a.m. sjá það af gijótkastinu í sögunni um Búa Andríðsson og Fríði Dofradóttur. En vafamál er hvort þetta gijótkast átti sér stað á þjóðveldisöld þegar hin beztu vopn vom ávallt tiltæk. Þvertámóti heim- færði höfundur Kjalnesinga sögu, að ég hygg, grjótkast sinnar eigin aldar uppá þjóðveldisöld. Oft er tal- að um gijótkastsbardaga á sturl- ungaöld, t.a.m. í frásögninni um fyrirsát Sturlu Sighvatssonar fyrir Vestfirðingum við Hundadal, en þar er kastað steinum í gríð og erg. Og í frásögninni um bardagann við Hólastað, eða Viðinesbardaga, milli Kolbeins Tumasonar og fylgjenda Guðmundar byskups er einnig lýst gijótkasti en í þeim átökum féll Kolbeinn þegar hann fékk stein í höfuðið. Sturlungaaldarhöfundar em oft- aren ekki að lýsa eigin samtíð þeg- ar þeir bregða Ijósi á atburði sögu- aldar í íslendinga sögum. Þannig minnir fyrirsátin við Hundadal í Dalasýslu á margt í lýsingu Lax- dælu á vígi Kjartans Ólafssonar t.a.m. missa vígamenn fót í baðum bardögum. En þannig átti grjótkastið í Kjal- nesinga sögu sér stað á 13. öld, eða í samtíma höfundar þessarar furðu- sagnar, en ekki á þjóðveldisöld, enda þekkti hann hana einungis af afspurn. Margt glatast í munnmælum, breytist og brenglast á skemmri tíma en þremur öldum. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall ■■■■■■■■■■ INGIBJÖRG THORS var ein merkasta Ingibjórg kona sinnar samtíð- Thors ar á íslandi. Hún vár ekki merk af embættum heldur sjálfri sér. Hún var gagnmenntuð kona og sótti einstæðan áhuga á menningar- og stjórnmálum í æskuheimili sitt enda var faðir hennar fyrsti hagfræðingur landsins, leikritaskáld og þýðandi en móðir hennar af merku tónlistarfólki. Ingibjörg bar þessum arfi rækilegt vitni alla tíð, hún var listræn að upplagi, músíkölsk og bókelsk og sinnti ævinlega þessum áhugamálum sínum þrátt fyrir hússtjórn á heimili þeirra Ólafs Thors sem var vinum og samheijum griðastaður og Ólafi það skjól sem nauðsynlegt var í önnum og umsvifum sem voru í samræmi við skyldustörf hans og stjórnmálaforystu. Það er því ástæða til að minnast frú Ingibjargar í dag því hún var fædd 21. ágúst fyrir 100 árum og stendur Morgun- blaðinu öðrum nær að minnast hennar enda áttu þau hjón og blaðið langa sam- fylgd eins og kunnugt er. Ingibjörg Thors er ekki fyrst og síðast eftirminnileg vegna þess hvílík gæfa hún var manni sínum sem var stórbrotinn for- ystumaður þjóðar sinnar á erfiðum og merkum tímamótum í sögu okkar, heldur miklu fremur fyrir það hvað hún var sjálf. Hún átti í eðli sínu inngróinn arf þess bezta sem hefur varðveitzt með þjóð okkar og hún reyndi að ávaxta hann eins vel og unnt var þar sem hún stóð í næðingnum mikla við hlið manns síns og gerði engan greinarmun á skyldum hvors um sig. Arf- urinn úr heimahúsum er ekki sízt eftir- minnilegur í ævisögu föður hennar, Séð og lifað, en fullyrða má að þetta ritverk Indriða Einarssonar sé einhver bezta sjálfsævisaga sem rituð hefur verið hér á landi. í henni er andrúm mikillar menning- ar, fróðleikur og reynsia sem eru dýrmætt veganesi áhugasömum lesanda. Sá sem kynnir sér þetta ritverk á auðveldara en ella með að skilja þann jarðveg sem Ingi- björg Thors er vaxin úr en skilningur á umhverfi hennar er mikilvægur hveijum þeim sem hefur áhuga á samtímasögu okkar og forustu Ólafs og Ingibjargar fyr- ir stærsta stjórnmálaflokki landsins um áratuga skeið. Það er rétt sem vitnað var til hér í blaðinu við andlát hennar að Sjálf- stæðisflokkurinn og heimili þeirra Ingi- bjargar og Ólafs uxu saman þá áratugi sem stjórnstöðin var á heimili þeirra. Öll þjóðin þekkti Ólaf en Ingibjörgu síður. Þeir sem kynntust henni náið mátu hana því meir sem þeir kynntust henni betur. í Ólafs sögu Thors er hennar víða getið enda var hún öruggasta heimildin um hagi þeirra og afstöðu Ólafs, svo sanngjörn, minnug og raunsæ sem hún var á um- hverfi sitt og eiginmann. „Þegar ég heyri Ingibjargar Thors getið, minnist ég þess, hvílíkt bjarg slík kona er hveijum þeim, sem stendur í návígi mikillar baráttu í fámennu landi, þar sem framagirni er jafn sjálfsögð og feimnislaus krafa um eftir- tekt; þar sem mannjöfnuður er landlæg plága og sækir ekki sízt kraft sinn í forn- ar sagnir.“ Svo segir í Ólafs sögu. Á 100. afmælisdegi Ingibjargar Thors er hennar minnzt með virðingu og þakk- læti. Hún var ein þeirra sem brá stórum svip á dálítið hverfi og var hún þó heldur hlédræg og gerði engar kröfur til neinnar athygli. En hún var þeim mun betra skjól þeim manni sem átti hana að bakhjarli og þeirri lífsskoðun sem þau börðust fyrir og hefur orðið íslenzku þjóðinni gifturík og endingargóð. I ÞEKKTUM FYR- irlestri sem banda- rískur prófessor flutti nýlega við háskóla vestra um gríska sagnfræð- inginn Þúsídídes sem skrifaði um stríðin í Hellas á 5. öld fyrir Krists burð og þyk- ir einn óhlutdrægasti og merkasti sagn- fræðingur sögunnar (talar um sjálfan sig Sijórnmála- fíflískjóli lýðræðis REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. ágúst í þriðju persónu eins og Sturla Þórðar- son), uppáhald brezka heimspekingsins Hobbes sem þýddi hann á ensku og að margra dómi upphafsmaður þjóðfélags- fræðinnar í heiminum, er fjallað um Perí- kles og lýðræðið og þá ekki sízt allskyns málskrafsmenn og lýðskrumara sem not- uðu það á sínum tíma sjálfum sér og klík- um sínum til framdráttar. Bandaríski fyrir- lesarinn segist oft hafa verið spurður um það hvers vegna Forn-Grikkir höfðu jafn- miklan ímigust á lýðræði og raun bar vitni, þótt þejr hefðu í raun lagt drög að því og þeirri heimspekilegu hugsun sem að baki lýðræðinu býr. Hann segir að ástæðan á andúðinni á lýðræðinu hafi ver- ið sú að það hafi tortímt sjálfu sér; það hafi komið óorði á sjálft sig. Lýðskrumar- ar hafí getað notað það sér til framdráttar og lýðnum sé aldrei að treysta. Þetta komi einnig fram í samtímaheimild Þúsídídesar sem telur alþýðu manna eða alrtienning ekki til þess fallinn að veita neina forystu í stjórnmálum og bendir á mörg dæmi þess hvernig lýðurinn í Aþenu leiddi þjóð- ina til glötunar á lýðræðislegan hátt ef svo mætti segja. Og bandaríski prófessorinn bætti við að merkir sagnfræðingar, stjórn- málafræðingar og heimspekingar í fornöld hafi séð að lýðræðið var ákaflega óstöðugt og opið fyrir allskonar stjórnmálafíflum eins og hann kemst að orði. Þetta sé hin raunverulega ástæða þeirrar vantrúar sem Forn-Grikkir höfðu á lýðrseðinu sem þeir höfðu sjálfir lagt grundvöllinn að. Og heim- spekingar eins og Platón hafi af þeim sök- um og vegna mikillar reynslu Aþeninga lagt áherzlu á að þjóðfélaginu væri ekki endilega stjórnað á lýðræðislegan hátt heldur af vitrum mönnum svonefndum sem kynnu fótum sínum forráð og gætu leitt þjóðina til þeirrar sæmdar sem efni stóðu til. Þessar hugmyndir hafa einræðisseggir allra tíma — og þá ekki sízt á okkar tímum — notað sér til framdráttar enda hafa þær verið taldar fyrirmynd heildarhyggjunnar og Marx sótti margvíslegar hugmyndir i þennan lýðræðisótta merkra fornra heim- spekinga. ÞAÐ ER AUG- ljóst mál að á sama tíma og rússneska stórskáldið Solzh- enítsyn átti í höggi við versta alræði sem sagan þekkir og var sendur í gúl- agið en síðar í út- legð hefur hann aldrei haft mikla trú á vestrænu lýðræði og raunar talið að illræð- ismenn gætu notað það til óþurftar; vest- rænt lýðræði hafi staðið á brauðfótum og því sé lífsháskinn ávallt mikill eins og léleg- ir og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn hafa notað það sér til framdráttar. Það sé annars konar lýðræði sem þjóð eins og Rússar þurfi á að halda því að þeir eigi ekki þá lýðræðislegu hefð og þekki ekki það andrúm sem getur hrist af sér lýð- skrumara en vestrænt lýðræði hefur þó haft bolmagn til þess, a.m.k. eftir síðustu styijöld þótt svo hafi ekki verið þegar ein- ræðisseggir fasismans og nasismans lögðu undir sig vestræn menningarlönd og hreiðruðu um sig eins og forstjórar gúlags- ins og stalínistar gerðu í austurvegi. Nú er Solzhenítsyn kominn aftur heim til Rússlands. Það eru að sjálfsögðu mikil tíðindi. Það er yfirlýsing um að kommún- isminn sé hruninn til grunna þar eystra. Það er jafnframt yfirlýsing um að hann hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á sínum tíma og fáir virtust trúa honum að hann ætti eftir að halda heim til móður Rússlands. Loks er það einnig yfirlýsing um að þrátt fyrir allt trúi hann því að ein- hvers konar lýðræði geti dafnað í föður- landi sínu. En hann hefur á því mikla fyrir- vara eins og við urðum vitni að í stór- merku sjónvarpssamtali sem sænskur blaðamaður átti við hann á dögunum. Þar svipti skáldið af sér grímunni og sýndi þann manneskjulega styrkleika og innri hlýju sem hann á í ríkum mæli en allir þekkja hugrekki hans og ofurmannlegt Lýðræði á brauðfótum - skálka- skjól lýð- skrumara AF Snæfellsnesi Morgunblaðið/Golli þrek. Þau ummæli hans hljóta að vekja mikla athygli sem fjalla um það efni sem hér hefur verið drepið á. SOLZHENÍTSYN sagði meðal annars: Á þriðja og fjórða áratugnum dýrk- uðu vestrænir menningarvitar Sovétríkin. Loksins væri komið þjóðfé- lagskerfi sem færði mannkyninu sanna hamingju. Fólk á Vesturlöndum var svo ruglað að það sýndi engan mótþróa í kalda stríðinu. Ég reyndi að vara vestur- veldin við. „Gætið ykkar. Þið eruð í lífs- hættu. Þið vitið ekki hvað þið eruð að gera. Veitið mótspyrnu.“ ... ég sagði þeim að hætta að dýrka kommúnismann ... kommúnismi er ómennskt fýrirbrigði. Hann getur ekki lifað til eilífðar. Kommún- ismi byggði allt á hagkerfi. Hugmynda- fræði hans er hagfræði. Sagan getur hleg- ið dátt að þessu. Það var hagkerfið sem tortímdi honum. En hvað gerum við Vesturiandabúar nú um stundir? Dýrkum við í raun eitthvað annað en hagkerfi; hagfræði? Það var á Solzhenítsyn að heyra að við gætum svo sem átt meiri og háleitari hugsjónir. Og um vestrænt lýðræði sagði Solzhen- ítsyn að hann hefði séð að veikleiki hefði myndazt á Vesturlöndum er menn áttu valkosti, eins og hann komst að orði. En því má svara til að við eigum ekki annað betra stjórnmálakerfi en lýðræðið með öllum sínum veikleikum. Það er eins og höfundur þess, maðurinn sjálfur; hvorki betra né verra. Og það vissu Grikkir þeg- ar þeir voru að leggja hornsteininn að því. Og nú er sagt að lýðræði sé komið á í Rússlandi. En það stendur því miður á brauðfótum. Það veit Solzhenítsyn ekki síður en aðrir en vonar hið bezta. Og loks er ástæða til að minna á þessi orð Solzhenítsyns: Kommúnismi hefur einkum haldizt í lýðveldum Mið-Asíu, í Kákasus, Azerbadjan. Þar stjórna sömu menn sem áður voru flokksritarar. Nú kalla þeir sig þjóðernissinna en hafa í kringum sig sama liðið. í Tadzhíkístan er sama kommúníska lýðræðið og það var og það sama má segja um Túrkmenístan þar sem Ieiðtoginn hefur útnefnt sjálfan Kommún- isminn byggði allt á hagkerfi - og hagkerf- ið tortímdi honum! sig hálfguð ... Kravtsjúk hegðar sér eins í Ukraínu. Allt til hins síðasta var hann trúr kommúnistaleiðtogi. Hann sagðist hata hinn blágula fána þjóðemissinna. En þegar hann sá valdaskiptin í Kreml var hann fljótur að skipta um andlit. Þá hafði hann alltaf verið þjóðernissinni og alltaf unnað fána þeirra. Þannig héldu kommún- istar áfram völdum. Vinnustaður þeirra er ekki lengur höfuðstöðvar flokksins, þeir hafa fengið ný dyraskilti og hafa flutt í önnur hús ... Margir kommúnistar hafa sagzt vera lýðræðissinnar. Þeir segjast alltaf hafa verið það ... Og skáldið bætti við að margir lýðræðissinnar hefðu verið „trúir þjónar“ kommúnismans. Þeir komu hugsjónum hans í framkvæmd, lærðu við stofnanir hans, fengu kommúnistískar stöður og gáfu út kommúnísk tímarit. Og skáldið er þeirrar skoðunar að allt þetta lið, ekki sízt gamlir kommúnistar, hrifsi nú til sín að vild, eins og hann komst að orði. Þetta fólk sé óheiðarlegt og spillt og mútur séu leiðin til áhrifa og velsældar. Það er ástæða til að gera sér grein fyr- ir þeim orðum skáldsins að breytingar munu taka langan tíma og ástæðulaust að vera alltof bjartsýnn um framtíðina. Jeltsín tók áhættu en liðið í kringum hann og meiri hluti rússneska þingsins eru gaml- ir kommúnistar. Andstæðingunum var út- rýmt. en við skulum Andlýðræði ^ verulegu hetju Rússlands, Solzhenítsyn, alls hins bezta og vona að sá þáttur í eðli hans og hug- sjónum sem snýr að raunverulegu lýðræði án spillingar og lýðskrums megi verða rússnesku þjóðinni það leiðarljós sem hún þarf nú mest á að halda. Hlutverk hans er að sameina þjóðina, eins og hann sagði sjálfur, svo fólk með mismunandi skoðanir geti óhindrað hlustað á rödd hans. Rödd Solzhenítsyns hefur aldrei verið rödd hróp- andans í eyðimörkinni. Og það er Rússum lífsnauðsyn að hlusta á þessa rödd því nú blasa hvarvetna við afleiðingarnar af 70 ára tímabili stjórnkerfis sem hefur fyrirlit- ið heiðarleika og heilbrigði og gjörspillt skynsemi og réttlætiskennd svo vitnað sé í skáldið sjálft. Réttlætiskenndin er okkar veika hlið, segir skáldið, hún var ekki beys- in hér fyrir byltinguna en eftir byltinguna þurrkaðist hún alveg út. Þegar réttlætis- kenndin hefur þróazt aftur getur þjóðfélag okkar þróazt aftur smám saman. En það tekur mjög langan tíma. . . . Við skulum hafa í huga að við höfum fallið æ neðar í 70 ár og það er auðveldara að falla en rísa upp aftur. Það tekur ekki 70 ár held- ur 100-150 ár. ... Lenín fór ránshendi um Rússland, sundraði þjóðinni. í því skyni kom hann strax á fölsku ríkjasambandi. Áður var ríkinu skipt í fylki, það voru traustar stjórnsýslueiningar sem dugað höfðu mjög vel í tvær aldir. En í stað þeirra kom hann á fót sjálfstjórnarlýðveld- um. Sjálfstjórnarlýðveldi merkir að þar sem fyrir hendi er þjóðernislegur minni- hluti fær hann allt svæðið til umráða. Þannig eru sjálfstjórnarlýðveldin nú á tím- um. Meðan Lenín og Stalín lifðu, meðan kommúnisminn ríkti, var þetta eiginlega bara innantómt formsatriði. Af því að flokkurinn var alstaðar. Og skáldið telur að í mörgum sjálfstjórnarlýðveldunum gömlu ríki andlýðræði; eða vald minnihlut- ans. Rússlandi sé í raun stjórnað af minni- hlutahópum. Rússar séu 80% íbúanna en þeir stjórni ekki Rússlandi. Það sé ekki miðsækið stjórnunarafl sem ráði í sovét- samfélaginu gamla heldur miðflóttaaflið. Allir reyni að forða sér og það sé rétt að þjóðirnar í Mið-Asíu og fyrir sunnan Kákasus eigi að losna úr tengslum við Rússland. Og ýmis sjálfstjórnarlýðveldi önnur. Ég héldi ekki í þau stundinni leng- ur, segir skáldið, látum þau flakka ef þau vilja, þetta eru hvorteð er landamæra- svæði. Þetta er svo sannarlega önnur afstaða en þjóðrembuforinginn Zhírínovskíj hefur haft og er ástæða til að íhuga það. Solzhenítsyn sagði að lokum að sam- bandsríki Rússlands væru nú byggð á fölskum forsendum, eins og hans komst að orði, en ríkið ætti að sameinast iheð þessum skilyrðum: virku lýðræði á hveijum stað og þróun allra þjóða, svo að vitnað sé í hann sjálfan. Allir minnihlutahópar eigi að hafa fullt frelsi til að þróa eigið tungu- mál, menningu og efnahag en miðstýring- in eigi að vera sterk. Án sterkrar stjórnar fái svo gríðarstórt ríki ekki þrifízt: Áður en óveður skellur á sjá menn ský sem þjóta í eina átt og önnur sem þjóta í aðra. Það táknar óstöðugleika. Og þannig er ástandið hjá okkur núna, segir skáldið. „En því má svara til að við eig’um ekki annað betra stjórnmálakerfi en lýðræðið með öllum sínum veik- leikum. Það er eins og höfundur þess, maðurinn sjálfur; hvorki betra né verra. Og það vissu Grikkir þegar þeir voru að leggja hornstein- inn að því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.