Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Norsk rækjuskip
„Smugu-
veiðar“ við
Kanada j
Á MEÐAN Norðmenn gagnrýna
veiðar erlendra, kvótalausra fiski-
skipa í Barentshafí, eru 15-20
norsk rækjuveiðiskip á veiðum í
álíka „smugu“ við Kanada, segir
í grein í norska blaðinu Aftenpost-
en í siðustu viku. Þar segir enn-
fremur, að þetta séu „smuguveið-
amar“ sem norsk stjómvöld vilji
ekki tala hátt um, og sjávarútvegs-
ráðuneytið líti á þær sem óumdeil-
anlegar.
En sjómenn á Nýfundnalandi j
séu annarrar skoðunar. Þeir líti á
veiðar norðmannanna sem stjórn-
lausa ógnun við náttúruauðlind og
kreijist þess að settar verði alþjóð-
legar kvótareglur með tilstuðlan
Fiskveiðisamtaka Norð-Vestur
Atlantshafs (NAFO). Þetta er ann-
að árið í röð sem norskir stunda
veiðar á Flæmska hattinum, j
skammt utan við 200 mílna lög-
sögu Kanada.
I greininni í Aftenposten segir i
um veiðar Norðmanna: „Rétt eins
og íslenskir og færeyskir útgerðar-
menn nýta þeir norsku sér þá stað-
reynd að ekki gilda neinar kvóta-
reglur um nýtingu stofna utan við
efnahagslögsögur ríkjanna."
Haft er eftir norskum útgerðar-
mönnum að þeir telji sig ekki vera
að aðhafast neitt ólöglegt, þar eð )
engar reglur séu til. Þá skapi veið- )
amar vinnu á Nýfundnalandi. Þar .
að auki segja þeir rækjustofninn
við Flæmska hattinn vera stað-
bundinn og því geti Kanadamenn
ekki gert tilkall til hans.
Alþjóðlegt vandamál
Kanadísku sjómennirnir em
ómyrkir í máli um veiðar útlend-
inganna, minnugir þess að ofveiði .
á Stóra banka varð á endanum til
þess að allar þorskveiðar við )
austurströnd Kanada vom bannað- )
ar. „Fyrst tóku útlendingarnir
þorskinn. Nú raka þeir saman
rækjunni og taka um leið mikið
magn af ungþorski. Afleiðingin
getur orðið sú, að lengri tíma taki
að byggja upp þorskstofninn, þrátt
fyrir veiðibannið hér.“ Haft er eft-
ir talsmanni sjómannanna að auð-
velt sé að líkja „smuguveiðum" )
Norðmanna við Kanada við þær .
veiðar sem íslendingar og Færey-
ingar stundi í Barentshafi. Um sé I
að ræða alþjóðlegt vandamál.
-----♦
Finnland
Fylgishrun
hjá stjórn- |
arflokkum 1
Hclsinki. Morgunblaðið.
FYLGI finnsku stjómarflokkanna
virðist nú minnka stöðugt og hefur
aldrei verið jafn lítið í tíð ríkisstjórn-
arinnar, samkvæmt nýjustu skoð-
anakönnun.
Miðflokkurinn og Hægri flokkur- í
inn em með tæp 16% fylgi hvor, *
ef marka má könnunina, og þriðji )
stjórnarflokkurinn, Sænski þjóðar- i
flokkurinn, aðeins 4%.
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn, Jafnaðarmannaflokkurinn, hef-
ur um 34% fylgi, nær jafn mikið
og allir stjómarflokkarnir. Fylgi
Vinstrabandalagsins mældist 9% og
græningja aðeins minna.
Nýtt þing verður kosið í mars á
næsta ári og er búist við að jafnað- í
armenn taki þá við stjómartaumun-
um. Þeir hafa lagt fram efnahags- i
stefnu sína og boða minni félags- |
lega þjónustu og meira aðhald í fjár-
málum.
ERLEIMT
ALEXANDER Solzhenitsyn við komu sína til Vladivostok í maímánuði eftir 20 ára útlegð á Vesturlöndum.
Solzhenitsyn og endur-
reisn sjálfsvirðingarinnar
Það væri synd að segja að
mikið hefði verið um dýrð-
ir þegar Alexander Solzh-
enitsyn sneri aftur til
Moskvu eftir tuttugu ára útlegð í
júlí síðastliðnum. Það var meira að
segja eins og móttökuathöfnin, sem
borgaryfírvöld í Moskvu stóðu fyrir
þó fyrir á Jaroslavskíj-jámbrautar-
stöðinni, hefði verið skipulögð í
skyndingu daginn sem skáldið kom.
Síðdegis þann dag tók lögreglan sig
til og rak í burtu sölumenn og ýms-
an lýð sem heldur til á stöðinni;
nokkrum klukkustundum áður en
lest Solzhenitsyns var væntanleg
voru tætingslegir strákar úr bygg-
ingadeild hersins að troða heitu
malbiki í verstu rifumar á brautar-
pöllunum og skeyttu ekkert um þótt
sumar þeirra væm fullar af vatni.
Móttökurnar í Moskvu, sem lýsa
í senn duttlungum og ráðaleysi
valdsmanna, em þó líklega dæmi-
gerðar fyrir viðtökumar sem nóbels-
skáldið brottrekna hefur fengið í
heimalandi sínu. Það er eins og allir
sem eitthvað láta að sér kveða á
opinberum vettvangi séu pirraðir,
stöðugt er verið að spyija þeirrar
spurningar hvaða erindi Solzhenits-
yn eigi heim aftur eftir allan þennan
tíma, hvað hann haldi nú eiginlega
að hann geti gert og hvemig honum
detti í hug að hann muni þola alla
erfiðleikana í Moskvu eftir þægindin
í Vermont.
Búist við fýldum
hugsj ónamanni
Vikurnar fyrir heimkomu Solz-
henitsyns, allt frá því að --------------
hann lenti á Kyrrahafs- Grundvallar-
strönd Rússlands og til ski|nlngur or
þess dags er hann kom ... - “
til Moskvu, vom fjölmiðl- allur 1 mo,um
ar að leita álits málsmet- —————
Alexander Solzhenitsyn getur stuðlað að
nýjum hugsunarhætti, sem yrði kjölfesta almanna-
viljans segir Jón Ólafsson í þessari grein um
heimkomu Nóbelskáldsins
andi manna um erindi skáldsins við
Rússa. Flestir voru á því að draum-
amir væru of stórir og vonbrigði
Solzhenitsyns hlytu að verða mikil.
í stað þess að hitta fyrir almenning
í uppbyggingarhug myndi hann
mæta ráðvilltu fólki í löglausu sam-
félagi. Og jafnvel þótt einhver vildi
heyra það sem hann hefði að segja,
þá væm hugmyndir hans of fjarlæg-
ar daglegu amstri, iífsbaráttunni
sem verður stöðugt harðari og snýst
ekki um annað en að komast af frá
degi til dags.
Það var eins og allir héldu að
Solzhenitsyn væri kominn til að gera
kraftaverk og mundi fara í fýlu ef
kraftaverka yrði ekki vart þegar í
stað eftir heimkomuna; eins og hann
hefði ekki tekið eftir því að tími
kraftaverkamanna væri liðinn í
Rússlandi án áþreifanlegs árangurs
annars en upplausnar.
En maður þarf ekki að gera meira
en að hlusta á Solzhenitsyn sjálfan
til að sjá að honum er gert rangt
til. Hvað sem líður myrkum skrifum
hans um örlög Rússlands á útlegðar-
tímanum og að mörgu leyti sérvisku-
legum skoðunum á skipan ríkisins,
þá var tónninn í samræðunum sem
hann átti við fólk á götum úti þar
sem hann kom á tveggja mánaða
ferðalagi sínu til Moskvu allur ann-
ar. Hann ráðlagði fólki að líta sér
nær og athuga það að hvað sem liði
hræringum í höfuðborginni eða
valdahlutföllum í Kreml, þá væri
enginn ábyrgari en maður sjálfur
fyrir eigin umhverfi. Hann var ekki
________ að boða neitt fagnaðarer-
indi, heldur að reyna eftir
megni að leggja dálítinn
skerf til þeirrar endur-
reisnar sem er ekki einu
sinni hafin ennþá: Endur-
sjálfsvirðingar fólksins í
reisnar
landinu.
Sjálfsvirðing byggð á fáfræði
Nú er sjálfsvirðing náttúrlega
margslungin og ekki hægt að tala
um endurreisn hennar eins og talað
er um endurreisn efnahagslífs í einu
ríki eða endurreisn gjaldþrota fyrir-
tækis. Harmleikurinn var hrun Sov-
étríkjanna, sú staðreynd að milljónir
manna máttu smám saman gera sér
grein fyrir því að borgarleg eða þegn-
leg sjálfsvirðing þeirra var að stærst-
um hluta byggð á fáfræði og blekk-
ingum. Þótt nokkuð beri á því fólki
sem flnnst fáfræðin góð og krefst
þess að blekkingin verði endurreist,
þá eru hinir margfalt fleiri sem gera
sér grein fyrir því að það er ekki
hægt að láta gabba sig tvisvar og
maður aflar sér ekki vanþekkingar.
En hrun Sovétríkjanna hefur haft
í för með sér siðferðilegt hrun með-
al fólksins. Það er ekki bara að glæp-
ir tröllríði þjóðfélaginu, mælikvarðar
á rétt viðhorf og rétta breytni í öllu
opinberu lífi, í viðskiptum og stjórn-
málum, hjá háum sem lágum eru
jafn breytilegir og hveijum þykir
henta. Það er freistandi að tengja
þetta siðferðishrun við almennan
skort á sjálfsvirðingu og draga þá
ályktun að á meðan fólk skortir alla
ástæðu til að bera virðingu fyrir
sjálfum sér sem þegnum eða borgur-
um, sé ekki hægt að búast við bætt-
um siðum.
Vandinn er að finna grundvöll
þeirra gilda sem geta stuðlað að
farsælu lífi. Margt viti- ----------
borið fó!k í Rússlandi
reynir að halda því fram
að þessi grundvöllur sé
fyrst og fremst fólginn í
að menn geti stjórnað lífi
sínu sjálfír, geti ræktað garðinn sinn
og séu færir um að bera ábyrgð á
gerðum sínum. Það er nýtt fyrir
fyrrverandi Sovétborgurum að líta
svo á að mikilvægustu gildin kunni
að vera að fínna í einstaklingsbund-
inni tilveru manna. Sovétmenn eru
vanir því að það sé einskonar lúxus
eða heppni að geta ráðið einhveiju
um hvar maður lendir, hvað maður
gerir eða hvernig maður hagar lífi
sínu. Ábyrgð var teygjanlegt hugtak
í Sovétríkjunum. Annarleg sjónar-
mið réðu því iðulega hvort og hve-
Ekki er hægt
aö láta gabba
sig tvisvar
nær yfirvaldið kaus að kalla menn
til ábyrgðar fyrir gerðir sínar og
sjálft var yfirvaldið yflr alla ábyrgð
hafið.
Hinn óþekkti almannavilji
Aflið sem að stórum hluta stjómar
framþróun á Vesturlöndum heitir al-
menningur. í öllu opinberu lífi er stöð-
ugt vísað til almannavilja, en hann
er það sem árangur í sfjómmálum
veltur á. í lýðræðisþjóðfélagi verður
fáu komið til leiðar án stuðnings al-
mennings. En í Rússlandi er eins og
það sé ekki til neinn almenningur og
þar af leiðandi tómt mál að tala um
almannavilja eða almenningsálit.
Vissulega reyna stjómmálamenn að
höfða til fólksins eins og kosningar
f vetur sýndu glögglega. En tengslin
á milli’ stjómmála og almennings em
engu að síður brotakennd. Stjómmál-
in einkennast af harðvítugri valda-
baráttu þar sem eins dauði er annars
brauð, en ekki af því að stjómmála-
menn beri ábyrgð á gerðum sínum
gagnvart almenningi.
Þess vegna em þeir sem beina
orðum sínum til almennings í Rúss-
landi eins og hrópendur í eyðimörk.
Það er enginn farvegur fyrir opinbera
umræðu, enginn sameiginlegur skiln-
ingur á því hvers eigi að krefjast af
stjómmálamönnum, athafnamönnum
eða valdsmönnum. Og því geta skoð-
anir fólksins gerbreyst á einni nóttu,
lýðskmmarar safnað gífurlegum
stuðningi, eða fjárplógsmenn haft
milljónir manna að ginningarfíflum
eins og nýleg dæmi sanna.
Það vantar ekki nýja forsetafram-
bjóðendur í Rússlandi,
eða nýja valdsmenn.
Gmndvallarskilningur
fólks á sjálfu sér og þjóð-
félaginu er enn allur í
... molum. Það sem Solzhen-
itsyn getur stuðlað að, og kannski
öðmm fremur, er nýr hugsunarhátt-
ur sem yrði kjölfesta almannaviljans
og uppspretta fyrir þegnlega sjálfs-
virðingu. Þetta getur hann eingöngu
gert sem rithöfundur og maður sem
er tilbúinn til að fórna öllu á gam-
als aldri í þágu málstaðarins. Það
væri fásinna af honum að sækjast
eftir titlum eða embættum, enda
hefur hann sagst fráhverfur því. Og
ætli það væri ekki uppgjafarmerki,
ef hann þrátt fyrir allt biði sig fram
til einhvers embættis.