Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ netunum, og konur stilla stofubló- munum sínum út í opna gluggana og vökva þau syngjandi milli þess sem þær hengja út þvottinn sinn. Þar sem stutt var á milli húsa vissi ég alltaf hvað var í matinn hjá nágranna mínum og fékk því strax innsýn í franska matargerð. Um þessar þröngu götur fara bílar örsjaldan, enda plássið ekk- ert, og auk þess nota veitingahús- in götuna undir borð sín og stóla. Þessi veitingahús, svo og hin stærri við höfnina, heimsóttum við strax til að kanna hvort viðmót veitingamanna hefði eitthvað skánað. Mér til undrunar gekk allt slysalaust fyrir sig þótt ég væri þarna með germana með mér, og fannst mér mikið til þjón- anna koma. Þeir voru í hvítum skyrtum, svörtum vestum með síð- ar hvítar svuntur og þutu milli borða í miklum asa eins og staður- inn væri fullur af kóngafólki. Við þurftum ekki arinað en að rétta upp litla fingur þá renndu þeir sér fótskriðu að borðinu okkar. Samt sem áður voru þeir sallarólegir í þessum mikla asa sínum. Eg vissi að í verslunum mundi reyna á frönskuna mína og sálar- styrk og var ég því nokkuð kvíðin. Aðferðin sem ég hafði þaulhugsað heima kom hins vegar að fullu gagni. Ég gætti þess að koma ævinlega mjög rólega inn í búðirn- ar, því Frakkar þola ekki brussu- gang, reyndi samt að sýna þokka í hreyfingum, því þeir falla fyrir „elegans", og um leið og ég hall- aði viðkunnanlega undir flatt, brosti ég ástúðlega og sagði ofur- lítið sönglandi: Bonjour madame, eða bonjour monsieur. Þetta virk- aði mjög vel á þá og yfirleitt var eftirleikurinn auðveldur. Samskipti við kaupmenn komu því skemmtilega á óvart, og til dæmis var grænmetissalinn farinn að heilsa mér á götu og konan í bakaríinu farin að segja mér frá langvarandi hæsi sem hún átti við að stríða. Þar eð franskan mín bauð ekki upp á frásagnir af eigin heilsu, brosti ég alltaf innilega og sagpi: Oui, oui. Á slátrarann verð ég að minn- ast í þessu sambandi því það fór alveg sérlega vel á með okkur. Hann var feitlaginn, alvarlegur maður með yfirvaraskegg og greinilega mjög stoltur af búð sinn, sem hann og mátti vera. Aldrei var um nokkum misskilning að ræða okkar á milli. Alltaf skildi hann hversu mörg grömm ég vildi og hve margar sneiðar af hinu og þessu. Aðeins einu sinni komst ég í vandræði og það var þegar mig vantaði hakk í spaghetti. Hvergi sá ég hakk í kjötborðinu og ekki mundi ég hvað hakk var á frönsku, en með snarræði bjargaði ég kvöldmatnum með því að segja á rífandi góðri frönsku: Hafið þér kjöt fyrir hamborgara monsieur? Að sjálfsögðu madame, sagði hann eins og það ætti einmitt að biðja um hakk svona, og tók svo besta kjötklumpinn sinn og hakk- aði hann fyrir mig. Orðabasl í apóteki Ekki get þó látið hjá því líða að minnast á þjónustuna í apótek- inu sem ég var ekki eins ánægð með. Nú er það oft svó að merking orða vill ruglast ef menn eru í uppnámi. Lítilfjörleg orð eins créme, sem þýðir ijómi, fá aðra merkingu og orð sem maður hélt að væri tómt bull verða þýðingar- mikil. Slíkur ruglingur getur verið þreytandi. Aðdragandi þessa atburðar var sá að ég fékk blöðru á stórutá vinstri fótar, líklega eftir búðarráp í hitanum, sem síðar breyttist í sár. Dökk rák benti og til blóðeitr- unar, Eiginmaðurinn, sem fram að þessu hafði lítið haft sig í frammi, komst að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að fá bakteríueyð- andi krem í hvelli, og eftir að hafa sagt það hundrað sinnum að það væri alltaf sama vesenið í kringum þetta kvenfólk lét hann mig haltra á eftir sér út í apótek. Morgunblaðið/KMB LYKILLINN ADFRÖKKUM Frakkar hafa stundum fengið orð fyrir að vera snúðugir við þá ferðamenn sem tala ekki frönsku. Krístín Marja Baldursdóttir komst að því að frönskukunnáttan þarf ekki að vera mikil til að samskiptin verði ánægjuleg. Frakkar hafa oft fengið orð fyrir að vera óliðlegir við þá ferðamenn sem tala ekki frönsku og því hef ég til þessa ekki haft geð í mér til að eyða sumarleyf- um mínum í Frakklandi, þótt ég hafí stöku sinnum komið þar við. En auðvitað hefur mig alltaf dauð- langað til Suður-Frakklands til að skoða gömiu þorpin, borgirnar sem listamennirnir bjuggu í, strendum- ar, fjöllin, kýprustréin og lavand- erakrana, svo ég tali nú ekki um söfnin og mannvistarhellana. Þar sem Mitterand forseti hafði fyrir nokkrum árum beðið þjóð sína um að sýna ferðamönnum kurteisi, því auðvitað hafði hann fengið kvartanir og séð að það mundi snarminnka í ríkiskassan- um ef ferðamenn færu að forðast Frakkland, ákvað ég að láta til skarar skríða og koma mér til landsins. Þótt tilgangurinn væri að skoða landið var ferðin ekki síður farin til að skoða Frakkana. Markviss undirbúningur Þar sem ég átti nú ekki von á því að Frakkar hefðu lagst í mála- nám, þorði ég ekki annað en að riQa upp eldgamla skólafrönsku. Lærði flest orð yfír mat og nauð- synjavörur, tölur, vikudaga, nokk- ur fornöfn, atviksorð og forsetn- ingar, örfáar sagnir og staðlaðar setningar sem gott er að hafa á reiðum höndum á veitingahúsum, hótelum og járnbrautarstöðvum. Til að taka þá með trompi ákvað ég að ávarpa þá eingöngu á þess- ari skyndifrönsku minni og segja aldrei orð á ensku, hvað þá þýsku. Ef til átaka kæmi ætlaði ég að hella mér yfir þá á íslensku. Ég veit nefnilega að Frakkar líta enskuna hornauga því hún varð ofan á sem alþjóðlegt mál og þýsk- una þykjast þeir ekki kunna þótt þeir kunni hana, því þeir eru enn í fýlu út í Þjóðveija og Þjóðveijar út í þá, vegna atburða sem gerð- ust á stríðsárunum. Eitt sinn hafði ég og fjölskylda mín fengið lélega þjónustu á veit- ingastað í litlum bæ í Frakklandi. Líklega hefur germanskt útlit fjöl- skyldunnar orðið þess valdandi að veitingakonan hélt að við værum þýsk, og fengum við þar með að kenna á ofangreindri fýlu. Nú ætlaði eiginmaðurinn auðvitað með í sumarfríið og var ég nokkuð uggandi af þeim sökum. Fór ég því fram á það í fyllstu kurteisi að hann litaði á sér hárið svo að við yrðum ekki fyrir óþægindum, en af einhveijum ástæðum tók hann illa í það. Lofaði hins vegar að hafa sig lítið í frammi. Áætlun mín var að öðru leyti sú að taka lest frá Lúxemborg til Suður-Frakklands, dvelja þar í HJÁ FRÖKKUM er maturinn lostæti, enda hráefnið gott. í græn- metisversluninni var paprikunum raðað alveg sérstaklega. I Frakklcmdi heilsast vinir meó kossum á báóa vanga og þarna heilsuóust hinir höróustu gæjar meó þvi aó kyssa hver ann- an. Þaó rikir ein- hver sérstök stemmning í kringum Frakka. mánuð í þorpum, bæði við Miðjarð- arhafíð og syðst í Ölpunum, en ferðast síðan í bílaleigubíl milli þorpa og bæja í Provence, hérað- inu þar sem Cézanne bjó og þar sem Van Gogh málaði margar sín- ar bestu myndir. Samskipti við kaupmenn Ekki verður hjá nánum sam- skiptum við þjóðina komið þegar menn búa meðal hennar í litlum bæ. í litlum fískibæ skammt frá Marseilles höfðum við tekið á leigu litla þakíbúð sem var í eigu fran- skra hjóna þar á staðnum. I frönskum, gömlum bæjum og þorpum eru götur þröngar og hús- in standa þétt. Þar eru því engir garðar en bæði menn og dýr bæta sér það upp á annan hátt. Á hús- þökunum spígspora kettirnir og horfa á svölurnar leika sér í loft-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.