Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ slysstað í Bólstaðar- hlíðarbrekku við Stóra Vatnsskarð, þar sem lang- ferðabifreið valt með 32 erlendum ferðamönnum innanborðs. Morgunblaðið/Bergsteinn Sörensen Hið hrollvekjandi rútuslys sem varð fyrir norðan fyrir nokkru, þegar langferðabíll valt á þakið og farþegarnir köstuðust úr sætum sínum, hefur orð- ið til þess að beina athygli manna að þeirri stað- reynd að bílbelti eru ekki í sætum slíkra bíla. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við þrjá aðila sem þekkja vel til umferðarmála og leitaði eftir áliti þeirra á hugsanlegum breytingum í þessu efni. Sigurður Kristján Salóme Helgason. Þorgrímsson. Þorkelsdóttir. RÚTUSLYSIÐ í Bólstaðarhlíðar- brekku eða Botnastaðabrekku eins og sumir vilja nefna staðinn, vakti sannarlega marga til umhugsunar um hvernig farið getur fyrir far- þegum í langferðabílum sem sitja óbundnir í sætum sínum. Nú orðið þykir öllum eðlilegt að farþegar í einkabílum séu í bílbeltum, bæði í fram- og aftursætum. Hins vegar er engu líkara en álitið sé að hóp- ferðabílar séu „stikkfrí“ í þessum efnum. Víst hafa blessunarlega sjaldan orðið alvarleg slys í lang- ferðabílum en það hefur þó vissu- lega komið fyrir eins og dæmin sanna. í fljótu bragði virðist þó fátt benda til þess að þarna sé eðlismunur á — eða hvað segir t.d. Kristján Þorgrímsson yfirlög- regluþjónn á Blönduósi, sem kom að umræddu slysi fyrir norðan? „Þau tvö óhöpp sem hér, í um- dæmi lögreglunnar á Blönduósi, hafa orðið hjá hópferðabifreiðum eru bæði með þeim hætti að þau gerast á stað þar sem vegur hefur ekki verið Iagður bundnu slitlagi og gefur vegur því ekki tilefni til þess að ekið sé nema fremur hægt, þar af leiðir að ekki urðu alvarleg slys í þessum óhöppum," sagði Kristján í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „í slysum þessum urðu meiðsl farþega fyrst og fremst skrámur og skrokkskjóður ýmiskonar sem fólk verður jafn- gott af eftir nokkurn tíma. Þó voru það nokkrir sem hlutu alvar- legri meiðsl, en þeir voru fáir. Það er ekki nokkur leið að efast um að þarna er það ökuhraðinn sem ræður mestu um það hvaða áverk- ar verða á þeim sem í þessu lenda.“ Kristján sagði ennfremur að ætla mætti að meö batnandi veg- um myndi slysum sem þessum fækka, „en það er af og frá að reikna með því að slys sem þessi verði engin þótt vegimir batni. Hér í þessu umdæmi höfum við rætt um það nokkuð og velt því fyrir okkur á ýmsan hátt hver yrðu viðbrögð og hvernig gengi að takast á við aðstæður ef árekst- ur yrði hér eða útafakstur þar sem ökuhraðinn væri 80 km eða yfír það. Augljóst er að þá myndu áverkar verða miklu alvarlegri en áður var lýst. Það sem gerist þeg- ar óhapp verður á þessum hraða er að þá kastast fólk til inni í hópferðabifreiðinni og getur við það fengið mjög alvarlega áverka. Þaö sem gerist við umferöarslys er að fólk kastast til inni í bílnum og það veldur alvarlegustu áverkun- um. Við bílveltu er al- gengasta dánarorsök- in að fólk kastast út úr bílnum og fær högg sem verður því að f jörtjóni. Bílbelti koma í veg ffyrir að þetta gerist. Þá er einnig veruleg hætta á því að farþegar, sem eru lausir í sæt- um sínum, geti kastast út um glugga hópferðabíla, sem eru í öllum tilvikum mjög stórir. Ef far- þegar væru fastir við sæti sín í beltum mætti örugglega minnka mjög líkumar á því að farþegar- slösuðust illa. Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að fólk slasist og líklega er hægt að finna ein- hver tilvik, þar sem það er álitið hafa verið ókostur að vera bundinn í sæti þegar óhapp varð, en í heild- ina væri hægt að minnka mjög líkunar á því að farþegar í hóp- ferðabílum, sem lenda í óhöppum, slasist með því að þeir væru bundnir í sæti sín,“ sagði Kristján að lokum. Belti í óvarin sæti áfangasigur Þetta álit Kristjáns Þorgríms- sonar var borið undir Sigurð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.