Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D
194. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Stjórnvöld á Bretlandi og írlandi sögð reiðubúin að gefa eftir
Undírbúa sanming um
breytt lög um N-írland
Eiginlegt
alfræðirit
MOSAIC er hún kölluð, alfræðibók sem
er eiginlega ekki til, en veitir samt að-
gang að öllum þeim upplýsingum sem
hugsanlega er hægt að fá. „Bókin“ Mosa-
ic er tölvukerfi. Bruce Schatz, prófessor
við Illinois-háskóla, þar sem verið er að
prófa Mosaic, segir að kerfið vinni á
alþjóðlega gagnagrunninum Internet, og
leiti á honum að tilteknum skýrslum eða
myndum - eða hvorutveggja - sam-
kvæmt beiðni notandans. „Segjum að
maður biðji um allar myndir sem teknar
voru af árekstrum halastjörnunnar
Shoemaker-Levy 9 við Júpíter. Þetta
gæti virst óvinnandi vegur, því það voru
svo margir sljörnusjónaukar notaðir til
i þess að fylgjast með Júpíter. En Mosaic
leitar í öllum opinberum gagnagrunnum
allra stjörnuskoðunarstöðva í heimi, og
færir manni úrvalið. Maður getur svo
geymt það í tölvunni hjá sér.“ Munurinn
á Mosaic og öðrum alfræðibókum er því
fyrst og fremst sá, að Mosaic er ekki
ein ákveðin bók, eða gagnabanki, sem
hefur þegar verið sett saman, heldur
hvert einasta opinbert skjal sem til er í
heiminum. Schatz segir, að umfang
Mosaic sé því í raun hið sama og umfang
mannlegrar þekkingar á hverjum tíma.
Besti vinur
þjófsins
ÓNEFNDUR, japanskur hundur var
bundinn við girðingu nærri bílastæða-
húsi í Sapporo á meðan húsbóndi hans
braust inn í bíl, sem stóð í húsinu, til
að hafa þaðan á brott með sér sjónvarps-
tæki. Eiganda bílsins bar þá óvænt að,
og bundinn sá hundurinn á bak sínum
þjófótta húsbónda. Þegar lögregla leysti
hundinn vísaði hann henni sem leið lá
heim til húsbónda síns, þess þjófótta,
sem bjó nokkur hundruð metra frá bíla-
stæðahúsinu. Lögregla handtók hús-
bónda hundsins og ákærði fyrir tilraun
til þjófnaðar.
Rússland verði
með í ráðum
SENDIMAÐUR rússnesku stjórnarinnar
í ísrael, Viktor Posúvaljúk, sagði á föstu-
dag að Rússar ættu stærstu rétttrúnað-
arkirkju heims og yrðu því að fá að ráða
nokkru um framtið Jerúsalem-borgar.
„Að mínu mati höfum við fullan rétt
til að taka þátt í fyrirhuguðum samn-
ingaviðræðum um framtíð Jerúsalem,
borgarinnar helgu,“ sagði Posúvaljúk.
„Rússar. eiga stærstu rétttrúnaðarkirkj-
una í heiminum. Múslimar eru fjölmenn-
ir í Rússlandi og við höfum haft mikil
söguleg tengsl við Landið helga.“
Belfast, London. The Daily Telegraph.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, er
sagður reiðubúinn að breyta lögum um stjórn
írlands frá 1920, gegn því að írska stjórnin
heiti því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
að aflétt verði kröfu Ira um lögsögu á Norður-
írlandi. Samkvæmt gögnum sem blaðið Irish
Times hefur komist yfir, eru stjórnir landanna
að íhuga þessar breytingar alvarlega, og yrðu
þær samþykktar á fundi ríkjanna á hausti
komanda.
Samkvæmt skjölum sem írskir og breskir
embættismenn hafa skipst á, myndu Bretar
breyta kafla í lögunum frá 1920, þar sem
kveðið er á um, að breska þipgið haldi „óskor-
uðu valdi“ yfir öllu Norður-írlandi. Farið yrði
fram á að þingið felli inn í lögin ákvæði, sem
fyrst kom fram í samkomulagi íra og Breta
árið 1985, um að breyting geti orðið á stöðu
Norður-írlands ef meirihluti íbúanna óskar
þess.
í staðinn myndi írska stjórnin gefa skilyrð-
islaust heit um að halda þjóðaratkvæða-
greiðslu um hvort nema skuli á brott tvo kafla
úr stjórnaskrá ríkisins, þar sem krafist er lög-
sögu yfir allri „eynni írlandi." Þess í stað
kæmi viljayfirlýsing um sameinað írland, að
fengnu samþykki almennings.
Stórfelld breyting
Ef Major, og írski starfsbróðir hans, Albert
Reynolds, ná samkomulagi á þessum nótum
yrði það mesta breyting á hlutskipti Norður-
Irlands síðan eynni var skipt upp árið 1920.
Þótt breska þingið líti á lögin frá 1920 sem
næsta óþörf, hafa þau táknrænt mikilvægi
fyrir írsku stjórnina og hreyfingu lýðveldis-
sinna á Norður-írlandi. Gerry Adams, leiðtogi
Sinn Fein, stjórnmálarms írska lýðveldishers-
ins, IRA, sagði á föstudaginn, að téðum kafla
laganna ætti að breyta.
En lögin frá 1920 eru ákaflega mikilvæg
í augum þeirra Norður-íra sem vilja halda
tengslum við Bretland. Þeir líta svo á, að verði
lögunum breytt yrði það til marks um, að
breska stjórnin hafi um margt svikið heit sín
við héraðið, sem hafi mátt þola ofbeldi af
hálfu IRA í aldarfjórðung. Ian Paisley, leið-
togi flokks sameiningarsinna, sakaði bresku
stjórnina um svik sem myndu „vega að undir-
stöðu sameiningar Bretlands og Norður-
írlands."
Lykillinn
að Frökkum
Heyrði gikkinn
spenntan
14
Bílbelti í rútum?
10
HOLLTOBSOn