Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Á FLEYGIFERÐ
FRAMÍTÍMANN
eftir Sigurjón Pólsson
Litur Pósthússins í Aðal-
stræti er ekki það eina,
sem er breytingum háð.
Fjarskipti eru í örri þróun
og sífellt aukast samskiptamögu-
leikar. Póstur og sími er risi á ís-
lenskum fjarskiptamarkaði. Sífellt
koma einhver mál upp, sem snúa
að stofnuninni, nú síðast GSM-far-
símakerfið. „Ástæðan fyrir því að
við færum inn GSM,“ segir Ólafur
Tómasson, „til viðbótar því farsíma-
kerfi sem fyrir er, er að það var
orðið þröngt um afgreiðslutíðnir
fyrir farsíma á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta er staðlað kerfi og mjög
fullkomið. Ef síminn er opinn þarf
sá sem hringir ekki að vita í hvaða
landi notandinn er; kerfið eltir hann
uppi. Þó að í upphafi sé miðað við
að kerfið nái til Suðurnesja, höfuð-
borgarsvæðisins og Akureyrar þá
munum við breiða það út á sama
hátt og NMT-kerfið. Það kerfi mun
halda áfram, þar sem það nær víð-
ar, sérstaklega úti á sjó. Næstu
staðir verða _sennilega Akranes,
Borgarnes, ísafjörður, Selfoss,
Höfn og Egilsstaðir ásamt því að
stækka í kringum þá staði, sem
þegar eru komnir."
Samkeppni á GSM-markaðnum
- í löndunum í kringum okkur,
þar sem GSM-kerfið er notað, eru
yfirleitt fleiri en eitt fyrirtæki, sem
reka kerfið í samkeppni hvert við
annað. Er slíkt fyrirsjáanlegt hér á
landi?
„Það var ákveðið strax í upphafi
í Evrópu að slík farsímakerfi mættu
vera í samkeppni en það er samt
háð rekstrarleyfum viðkomandi
ráðuneytis, þ.e. samgönguráðu-
neytis hér á landi. í reynd er þetta
þannig að það eru tveir til þrír
rekstraraðilar í hvetju landi. Hvort
það er grundvöllur fyrir annan
rekstraraðila hér læt ég alveg
ósagt, það verða aðrir að meta í
framtíð."
- Hvernig myndi Póstur og sími
bregðast við slíkri samkeppni?
„Ég held við myndum engan veg-
inn bregðast við henni og halda
einfaldlega okkar striki. Við stönd-
um í samkeppni á ýmsum sviðum.
Við höfum selt notendabúnað í sam-
keppni síðan 1984 og vorum með
þeim alfyrstu í Evrópu, þar sem
sala á notendabúnaði var gefin
frjáls. í dag eru ijarskiptalög frá
árinu 1993. Þau takmarka einka-
rétt Pósts og síma eingöngu við
byggingu fjarskiptakerfanna ásamt
rekstri á talþjónustu. Svokölluð
virðisaukandi þjónusta er alfarið
fijáls. Ef einhvetjir aðrir aðilar
ætla að fara út í fjarskiptaþjónustu
er það engu að síður háð leyfi sam-
gönguráðuneytisins. Samtímis nýj-
um fjarskiptalögum fór fjarskipta-
eftirlitið, sem var hjá Pósti og síma,
í sérstaka stofnun, sem heyrir beint
undir ráðuneytið."
Ólafur segir að Póstur og sími
hafi ekki léð því eyra að greiða
niður tækjabúnað fyrir GSM-kerfið
með hærri notkunargjöldum eins
og tíðkast erlendis. Þar er það gert
í þeim tilgangi að fjölga notendum
kerfisins. „Fyrir mér er slíkt alger
fjarstæða. Þetta leiðir af sér að sá
sem not.ar mikið fjarskiptakerfið og
borgar hærri gjöld en hann ætti að
gera er nánast að borga tækið fyr-
ir þann, sem notar kerfið lítið.“
Aþspurður hvort ekki væri þá best
fyrir notandann að kaupa símtækið
erlendis en borga gjöldin hér heima
segir Ólafur: „Það er hugsanlegt.
Kortið sjálft er staðlað og passar
inri í hvaða staðlaðan tækjabúnað,
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VHKKDTI/jaVINNUUF
ÁSUNNUDEGI
►Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri segist enn hafa mikla ánægju af því
að vinna hjá Pósti og síma þótt starfsárin þar séu að nálgast fjörutíu. Hann er
fæddur á Akureyri árið 1928 og varð verkfræðingur frá Háskólanum í Edinborg
1956. Síðaji þá hefur Ólafur unnið svo til óslitið hjá Pósti og síma nema hvað
hann vann sjálfstætt í eitt ár, árið 1961. Fyrst um sinn var hann almennur verk-
fræðingur hjá fyrirtækinu en varð svo deildarverkfræðingur fyrir línur og fjöl-
síma. Þar á eftir tók hann við embætti yfirverkfræðings sambandadeildar, varð
tækniforstjóri árið 1984 og póst- og símamálastjóri árið 1986. Póstur og sími er
fyrirtæki, sem snertir líf allra landsmanna með einum eða öðrum hætti.
sem er. Þetta er eitt af því, sem
hefur verið bent á.“
Rekstur í samkeppni greindur
frá öðrum rekstri
- Nú er Póstur og sími bæði í
beinum samkeppnisrekstri og eins
í rekstri, þar sem enginn annar er
á markaðnum. Nýlega var Skýrslu-
vélum ríkisins gert að aðgreina
þessa þætti í rekstri sínum. Hvað
með Póst og síma?
„Það er tiltölulega auðvelt að
aðgreina sölu á notendabúnaði frá
öðrum rekstri en tekur samt nokkra
mánuði. Nú þegar er búið að að-
greina þetta að hluta til en það
verður aldrei alfarið gert. Hins veg-
ar má ekki niðurgreiða þjónustu,
sem er í samkeppni þannig að við
færum tekjur og gjöld eins aðskilið
og við getum. Ég á von á því að
verði um samkeppni að ræða í öðr-
um þjónustugreinum verði að
bygaa UPP eitthvert hliðarfyrir-
tæki, þó svo að ýmislegt verði notað
sameiginlega eins og bókhald, yfir-
stjórn og slíkt; það er ekkert óeðli-
legt.
Hins vegar verða þessir þættir
að vera bókhaldslega sundurgreind-
ir. Þegar í dag er verið að vinna
að því að greina póstþjónustuna og
Ijarskiptaþjónustuna í heild hvora
frá annarri. Eitt af því, sem er á
stefnuskrá samgönguráðherra
varðandi þjónustu Pósts og síma,
er þessi aðgreining að svo miklu
leyti sem hægt er enda okkar vilji.
Varðandi samkeppni sem slíka bjóð-
um við út ýmislegt, t.d. flutninga
á pósti og jarðsímalagnir á lengri
leiðum."
Hlutafélagsformið eðlilegra og
þægilegra
- Hvað líður ákvörðun um að
breyta Pósti og síma í hlutafélag?
„Tillögur um breytingu á réttar-
stöðu Pósts og síma og þá hugsan-
lega í hlutafélag, án tillits til þess
hvort ríkið mundi selja hlut í því
félagi eða ekki, sofa í augnablikinu.
Bæði ég og fleiri hér teljum að
hlutafélagsformið væri eðlilegra og
þægilegra rekstrarform. Slíku
formi hefur verið komið á mjög víða
um Evrópu. Það auðveldar viðkom-
andi stjórnendum að standa í sam-
keppni. Samkeppni kemur í fram-
tíðinni tel ég harðast erlendis frá;
meira en frá innlendum aðilum og
þess vegna þarf það form að vera
á stofnuninni að hún geti haldið sem
mestum hlut íslendinga.
Þessar hugmyndir mættu mikilli
mótspyrnu af ýmsum aðilum, sér-
staklega hluta starfsmanna, sem
sáu að fólki hafði verið fækkað víða
erlendis, þar sem hlutafélagsbreyt-
ing hafði orðið. Uppsagnirnar eiga
hins vegar ekkert skylt við rekstrar-
formsbreytinguna heldur að hægt
er að reka fjarskiptafyrirtæki með
færra fólki en áður vegna tækni-
breytinga. Við höfum ekki þurft að
segja upp fólki vegna þess að okkur
vantaði fólk hér áður fyrr.“
- Á hvað eru eignir Pósts og
síma metnar?
„Eigið fé er metið á meira en
tólf milljarða en það segir í raun
og veru ekkert til um hvers virði
fyrirtækið er. Við erum með mjög
góða eiginfjársstöðu og eiginfjár-
hlutfallið [hlutfall eigins fjár á móti
skuldum og eigin fé samtals] er um
85%. Hagnaður fyrirtækisins renn-
ur nánast allur í ríkissjóð. Við höf-
um skilað þangað um þrjú þúsund
og fimm hundruð milljónum á síð-
astliðnum árum en samtíinis hefur
stofnunin notað eigið fé til fjárfest-
inga.“