Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Siglufjörður - blaðberar óskast á Hólaveg og Fossveg. Upplýsingar í síma 96-71489. JKmsnnUikM^ Fóstra - „au pair“ Leikkona í Vesturbænum óskar eftir að ráða barnfóstru 4 kvöld í viku eða „au pair“ í vet- ur. Allur aldur kemur til greina og gott skap. Góð aðstaða í einbýlishúsi. Upplýsingar í síma 91-10365 á milli kl. 16-18. Sölumaður Gott heildsölufyrirtæki óskar eftir duglegum, sjálfstæðum, hressum og jákvæðum sölu- manni sem fyrst. Starfssvið: Sala á fatnaði og leikföngum á stór-Reykjavíkursvæðinu og reglulegar sölu- ferðir út á land. Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu leggjast inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 5. september, merktar: „L - 82“ Atvinna Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og pökkun í frystihús okkar. Upplýsingar í síma 94-1536. Oddihf. Sjómenn óskast Vélstjóra, stýrmann og háseta vantar á 60 tonna netabát frá Bakkafirði. Upplýsingar í síma 97-31610. Yfirverkstjóri - rækjuvinnsla Óskum að ráða yfirverkstjóra til starfa í rækjuvinnslu Strýtu hf. á Akureyri til að hafa yfirumsjón með móttöku og framleiðslu á rækju til útflutnings. Viðkomandi þarf að hafa staðgóða menntun á sviði fiskvinnslu og reynslu af stjórnunar- störfum í fiskiðnaði, helst í rækjuvinnslu. Umsóknir óskast sendar til Strýtu hf. v/Lauf- ásgötu, 600 Akureyri, merktar: „Verkstjóri", fyrir 4. september nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsókn- um verður svarað fyrir 10. september. Uppl. um starfið verða ekki veittar ísíma. Strýta hf. Barngóð „au pair“ óskast til lítillar fjölskyldu í Reykjavík í vetur. Þarf að hafa bílpróf og vera reyklaus. Hugsanlegt er að stunda nám samhliða. Vinsamlegast hringið í síma 91-20375. Heilsugæslustöðin íBorgarnesi Heilsugæslulæknir Laus er staða heilsugæslulæknis við Heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi frá 1. október 1994 til 1. október 1995. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri og/eða yfirlæknir í síma 93-71400 á dagvinnutíma. Trésmiðir Trésmíðafyrirtæki, sem sérhæfir sig í fram- leiðslu á öllum gerðum innréttinga, óskar eftir að ráða trésmiði til starfa. Verða að vera vandvirkir og geta unnið sjálfstætt, t.d. lesið úr teikningum o.s.frv. Bæði er um tíma- bundin og framtíðarstörf að ræða. Áhugasamir leggi inn umsóknir á auglýsinga- deild Mbl., með upplýsingum um starfs- reynslu, launakröfur og annað sem máli skiptir, merktar: „T - 11790“, fyrir þriðjudag- inn 6. september nk. RAÐAUG/. YSINGAR Steypustöð til sölu Þrotabú A. Finnssonar hf. auglýsir til sölu steypustöð, sem staðsett er við Óseyri 14 á Akureyri. Helstu tæki stöðvarinnar eru: • Tvær Car Mix steypustöðvar, þar af önn- ur föst, með uppistöðum og tiiheyrandi lögnum. • Tvö sementssíló, 40 og 30 tonna, með losunarbúnaði (snigli). • 10 tonna sementssíló á hjólavagni með losunarbúnaði. Jt • Volvo N88 steypubíll árg. 1967, með 3 rúmm. tromlu. • International 574, dráttarvél, árgerð 1974, með ámoksturstækjum. • Vinnuskúr með rafmagnstöflu, heitu og köldu vatni og síma. • 7 feta geymslugámur. • Ýmis áhöld til sýnatöku s.s. loftmælir, sigmál, brotþolshólkar, 2000 kg tölvuvog, steypusíló, nokkuð af varahlutum o.fl. Þeir, sem vilja skoða steypustöðina, hafi sam- band við Dag Hermannsson, sími 96-24673, Þórunnarstræti 28, Akureyri, sem mun sýna stöðina. Tilboðum skal skila til skiptastjóra þrotabúsins, Gests Jónssonar hrl., Mörkinni " * 1, Reykjavík fyrir 15. september 1994. KIPULAG RÍKISINS Mat á umhverfisáhrifum Úrskurður vegna Vestfjarðavegar nr. 60 um Gilsfjörð Skipulagstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverf- isáhrifum og telur gögn þau, sem fram voru lögð af hálfu framkvæmdaraðila, fullnægjandi og svara þeim athugasemdum sem embætt- inu bárust. Fallist er á lagningu Vestfjarðaveg- ar nr. 60 yfir Gilsfjörð um Kaldrana í Króks- fjarðarnes, ásamt aðkomuvegum í Saurbæj- ar- og Reykhólahreppi með skilyrðum. Úrskurður þessi er samkvæmt 8. gr. laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum. Úrskurðurinn í heild sinni, ásamt athuga- semdum og umsögnum, fæst hjá embætti skipulagsstjóra ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra fyrir 27. september 1994. Skipulagsstjóri ríkisins. Skattstjórinn f Reykjavík Skattstjórínn í Reykjavík auglýsir hér með breyttan opnunartíma á afgreiðslu embættis- • ins. Frá og með 1. september nk. verður af- greiðsla skattstofunnar í Reykjavík opin frá kl. 08.00 til 15.00 og skiptiborð frá 08.00 til 16.00 mánudaga til föstudaga. 26. ágúst 1994. Skattstjórinn í Reykjavík. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólasetning Fimmtudag 1. september Ki. 09.00: Kennarafundur, deildafundir. Kl. 13.30: Skólasetning í Hallgrímskirkju. Stundaskrár verða afhentar að skólasetningu lokinni. Föstudag 2. september Kennsla hefst samkvæmt sundaskrá. Mánudag 5. september Meistaranám - öldungadeild. Stundaskrár verða afhentar kl. 17.00. Kennsla hefst kl. 17.15. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Haustnámskeið hefst 8. september. Innritun á skrifstofu Stýrimannaskólans frá kl. 8.30-14.00. Kennt þrjú kvöld í viku, mánud., miðvikud. og fimmtud. frá kl. 18.00. Ath. námskeiðinu lýkur íbyrjun nóvember. Skólameistari. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Frá Menntaskólanum íKópavogi Skólinn verður settur fimmtudaginn 1. sept- ember kl. 14.00 í samkomusal skólans. Stundatöflur verða afhentar að lokinni skóla- setningu. Kennarafundur verður sama dag kl. 10.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu- daginn 5. september. Stöðupróf í stafsetningu fyrir nýnema verður haldið þriðjudaginn 6. september kl. 15.30. Skólameistari. FERÐAFELAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Miðvikudagur 31. ágúst. Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.700. Ath. síðasta miðvikudagsferðin í sumar til Þórsmerkur! Helgarferðir í sept.: 2. -4. sept. kl. 20.00 Þórsmörk. 3. -4. sept. kl. 08.00 Hveravellir. Slóðir Fjalla Hyvindar. 9.-11. sept. kl. 20.00 Lakagig- ar-Síðuheiðar i samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag. Gist í svefnpokaplássi. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Ferðafélag Islands. Miðilsfundir Miðillinn Iris Hall verður með einkafundi, miðilsþjálfun og heil- unarþjálfun frá 29. ágúst. Upplýsingar og skráning í síma 811073. Silfurkrossinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.