Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. ARÐSEMIOG EIGINF J ÁRST AÐ A HELZTU nytjafiskar á íslandsmiðum eru ýmist full- eða ofnýttir. Framleiðsla búvöru hefur og um langt árabil verið umfram innlenda eftirspurn. Það var því eðlilegt að horft væri til þriðju höfuðgreinar atvinnulífsins, iðnaðarins, til að mæta vaxandi atvinnuþörf og til að auka verðmæti í þjóðarbú- skapnum. Iðnaðurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Iðnaðarframleiðsla hefur dregizt saman, starfsfólki í greininni fækkað, markaðshlutdeild sumra greina minnkað og afkoman í það heila tekið verið rýr. í grein Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, í Fjármálatíðindum, sem fjallar um starfsskilyrði iðnaðarins, segir m.a. um þetta efni: „Hlutdeild iðnaðar í vöruútflutningi hefur Iítið breytzt síðast- liðin tuttugu ár. Hlutdeildin hefur verið um 20%. Töluverðar sveiflur hafa þó verið milli einstakra ára. Tveir þriðju hlutai iðnaðarvöruútflutnings eru afurðir stóriðju en þriðjungur al- mennar iðnaðarvörur. Þótt ekki hafi verið miklar breytingar á þessum hlutföllum, þegar á allt er litið, kemur greinilega fram tilhneiging til samdráttar í almennum iðnaðarvöruútflutningi, einkum undanfarin ár. Einnig hefur hallað undan fæti á heima- markaði ...“ Forstjóri Þjóðhagsstofnunar orðar það svo að iðnaðurinn hafi um alllangt skeið fremur hrakizt undan brekkunni en sótt á hana í átt til hærra framleiðslustigs. Hvað veldur? Smæð iðnaðarins stendur honum að einhveiju leyti fyrir þrifum. Megin- skýringin felst þó í lakari fjárhagsstöðu, að dómi forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. Afkoma íslenzkra iðnfyrirtækja hefur ekki ver- ið viðunandi á undanförnum árum. Raunar hefur afkoma ís- lenzkra fyrirtækja verið rýr um langt árabil. „Þannig var til dæmis arðsemi eiginfjár íslenzks atvinnurekstrar í heild aðeins um 1% að meðaltali á árabilinu 198S-1992. Til samanburðar benda athuganir Þjóðhagsstofnunar til þess að.sambærilegar tölur fyrir atvinnurekstur í öðrum löndum séu víða á bilinu 3-5%.“ Lítil arðsemi atvinnurekstrar hér á landi fer saman við al- mennt bága eiginfjárstöðu íslenzkra fyrirtækja. Eiginfjárstaða íslenzkra fyrirtækja er að meðaltali um 30% borið saman við nálægt 50% í öðrum löndum. Eiginfjárstaða íslenzkra iðnfyrir- tækj? er svipuð og í atvinnurekstrinum í heild. Þessi staðreynd hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækjanna, ekki sízt þegar vaxtastig er hátt. Af sjálfu leiðir að lítil arðsemi íslenzks atvinnulífs laðar hvorki erlenda eða innlenda fjárfesta til fjárfestinga eða ann- arra umsvifa, þvert á móti. Erlend fjárfesting er og sáralítil hér á landi, en víða erlendis er hún lyftistöng fyrir atvinnulífið og mikilvægt framlag til hagvaxtar. Lítil arðsemi og lágt eiginfjárhlutfall í íslenzkum atvinnu- rekstri eru verðug íhugunarefni. Umræða um þessi fyrirbæri þarf að virka sem hvati á öll áhrifaöfl í þjóðfélaginu; hvati til samátaks um að búa íslenzkum atvinnurekstri viðunandi starfs- umhverfi. Atvinnulífið verður að fá að byggja sig upp og þró- ast við hliðstæð skilyrði og atvinnuvegir í samkeppnisríkjum. Það er forsenda þess að það geti mætt vaxandi atvinnuþörf og risið undir hliðstæðum lífskjörum og bezt þekkjast annars staðar. Það má heldur ekki gleymast að atvinnulífið er í raun kostnaðarleg undirstaða allrar félagslegrar þjónustu í samfélag- inu. Sitt hvað hefur áunnizt í baráttunni fyrir betra starfsum- hverfi atvinnulífsins síðustu misserin. En betur má ef duga skal. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir í tilvitnaðri grein: „Skilyrði til iðnþróunar eru einstaklega góð um þessar mund- ir, bæði inn á við og út á við. Hvað skilyrðin inn á við varðar skiptir mestu máli að raungengi krónunnar er lágt, skattar hafa verið lækkaðir [á atvinnurekstur] og almennt jafnvægi ríkir í þjóðarbúskapnum. Skilyrðin út á við virðast einnig hag- stæð; iðnaðurinn hefur greiðan aðgang að erlendum mörkuðum, og horfur eru á að þessir markaðir verði í vexti á næstu misser- um. Nú er því betri viðspyrna í starfsskilyrðum iðnaðar en verið hefur um langt árabil..." Þessa viðspyrnu verður að nýta af framsýni og hyggindum. Treysta verður þá hornsteina, sem leiddu til þess árangurs er unnizt hefur, stöðugleikann í verðlagi og á vinnumarkaði, lækk- un skatta, lækkun vaxta og styrkari markaðsstaða erlendis. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar telur einnig mikilvægt að raun- gengi krónunnar haldist í aðalatriðum óbreytt þótt þjóðhagsleg skilyrði batni. Þannig fái iðnfyrirtæki að njóta hagstæðra starfs- skilyrða og sjávarútvegurinn að treysta eiginfjárstöðu sína. „Það þarf með öðrum orðum að finna leiðir,“ segir hann, „til að koma í veg fyrir hefðbundna uppsveiflu, sem skilar hvorki sjávarútvegi né iðnaði betri stöðu þegar upp er staðið.“ LANDBÚNAÐUR Sundraðir bændur sjá fram á samkeppni Neysla á kjöti hefur minnk- að um 7,2% á tíu árum Aðalfundur Stéttarsambands bænda vill stuðla að stofnun heildarsamtaka kjötfram- leiðenda, sem annist vöruþróun, dreifíngu og heildsölu á öllu Iqöti innanlands og sjái um afurðalánaviðskipti. Að mati Egils ----^------------------------------------ Olafssonar bendir margt til að erfitt reynist að ná samstöðu um málið. á meðan svínakjötsneysla hefur tæp- lega þrefaldast. Ólíkur styrkur svína- og sauðfjárbænda felst m.a. í því að svínabú á landinu eru rösklega 100 á meðan sauðfjárbúin eru um 3.300. Sauðfjárbændur hafa mörg undan- farin ár framleitt talsvert umfram neyslu, en svínabændum hefur tekist að halda sinni framleiðslu að mestu í takt við eftirspurn. Stofnun sölufyrirtækis Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambands bænda, sagði að staða sauðfjárbænda og nautakjöts- framleiðenda væri ekki ólík stöðu verkamanna. Þessir smáframleiðend- -------- ur séu svo margir og smáir að þeir geti ekki komið fram á markaði nema að sameina krafta sína. Þó- rólfur er einn þeirra sem hafa sett fram hugmynd 11 um að bændur endurskipu- leggi sín markaðsmál og stofni eitt fyrirtæki sem annist sölu á öllu kjöti í landinu. Hann sagði að hægt væri að hugsa sér starfssvið slíks fyrirtæk- is með ýmsum hætti. Þetta gæti t.d. verið eignarhaldsfélag sem eigi kjöt- birgðirnar og fengi sláturhús til að slátra fyrir sig og kjötvinnslur til að vinna úr kjötinu. Þórólfur vísar hér til þess skipulags sem bændur á Nýja- Sjálandi hafa búið við síðustu 70 ár. Þórólfur sagðist ekki telja að stofn- un slíks fyrirtækis brjóti í bága við samkeppnislög. Bændur hefðu ekki áhuga á að gerast lögbrjótar. Hann viðurkenndi þó að tilgangurinn með stofnun kjötsölufyrirtækis væri ekki síst sá að styrkja stöðu bænda í sam- skiptum þeirra við smásöluverslun- ina. Þórólfur sagði að staða íslenskra bænda væri mun veikari en starfs- bræðra þeirra í nágrannalöndum þeirra hvað þetta varðar. Svínabændur vilja ekki vera með Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, sagði að svínabændur væru tilbúnir til að ræða nánara samstarf kjötframleið- enda, sem m.a. myndi miða að því --------- að auka kjötneyslu í land- inu, en hver Islendingur neytir í dag um 7,2% minna af kjöti en har\n gerði fyrir 10 árum. Kristinn sagði hins vegar að svínabændur hefðu hingað til ekki verið tilbúnir til að ljá máls á stofnun sérs- taks fyrirtækis sem annist alla kjöt- sölu í landinu. Hann sagði að hags- munir kjötframleiðenda færu ekki nema að takmörkuðu leyti saman. Framleiðendur væru að keppa á ein- um markaði um hylli neytenda og ein vara hefði áhrif á aðra. Óvissa um innflutning Það sem liggur á bak við hug- myndir bænda um stofnun eins sölu- fyrirtækis er ekki bara erfið staða á markaðnum eins og hann er í dag. Bændur eru einnig að hugsa um að Gífurleg verðlækkun á kjöti á síðasta ári hefur leitt til þess að bændur ræða nú um róttæka endurskipu- lagningu á öllu markaðs- og sölu- starfi sínu. Sumir bændur vilja ganga svo langt að stofna fyrirtæki sem annist alla kjötsölu á heildsölustigi. I því sambandi leita menn fyrirmynd- ar til hinna Norðurland- ---------- anna og Nýja-Sjálands þar sem staða bænda á mark- aðinum er sterk. Flest bendir hins vegar til að erfitt verði fyrir bændur að ná samtöðu um sölumál .......... sín. Svínabændur og alifuglafram- leiðendur vilja ekki binda hendur sín- ar of mikið. Þegar núgiidandi búvörusamning- ur tók gildi árið 1991 varð sú breyt- ing að ríkið hætti að ábyrgjast sölu kindakjöts. Jafnframt varð meira los á verðlagningu búvara, sem hafði verið meira og minna undir opinberri forsjá í áratugi. Þegar ríkisvaldið dró sig til baka misstu bændur bakhjarl sem áður tryggði nokkuð stöðugleika á kjötmarkaðnum. Lögmálið um framboð og eftirspurn fór að skipta meira máli. Hörð samkeppni Framleiðsla á nautakjöti hefur síð- ustu misserin verið meiri en eftir- spurn. Framleiðendur gripu til þess ráðs í fyrra að lækka verð til að örva sölu. Þetta leiddi til þess að verð á nautakjöti fór úr 380 kr./kg niður í 200 kr./kg. Um svipað leyti ákváðu svínabændur að lækka verð til að örva sölu vegna tímabundinnar of- framleiðslu. Verðið féll úr 340 kr./kg í 200 kr./kg. Sambærileg verðlækkun hefur ekki orðið á lambakjöti, en verðlagning á því lýtur enn sem kom- ið er opinberri forsjá, a.m.k. að nafn- inu til. Sauð-fjárbændur ---------- hafa hins vegar varið mikl- um fjármunum í afslætti og söluhvetjandi aðgerðir. Staða bænda til að þola svona mikla verðlækkun er misjöfn. Flestir kúa- bændur byggja meginafkomu sína á framleiðslu mjólkur og eru því betur í stakk búnir til að þola tekjusam- drátt af minni sölu nautakjöts en sauðfjárframleiðendur. Framleiðend- ur á svína- og alifuglakjöti eru mjög stórir og geta því flestir tekið á sig tímabundna lækkun á afurðaverði. Það eru hins vegar sauðfjárframleið- endur sem eiga erfiðast með að þola samkeppnina. Þeir hafa stöðugt verið að tapa markaðshlutdeild á seinustu árum á meðan hinar kjöttegundirnar sækja á. Sala á lambakjöti hefur minnkað um 25% á síðustu 10 árum Nýsjálending- ar ætla sér að selja kjöt til íslands Kjötsala 1984-1993 Tonn 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 j \ \ <ind akjöt Lr-? i / /jíL í J (á y / Vaut ikjöt Svín akjöt Alifugl akjöt I 1 — Hrossakiöt L 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Þórólfur Sveinsson Gísli Karlsson Kjötmarkaður á krossgötum Þórólfur segir bændur of marga og smáa til að geta komið fram á markaði nema þeir sameini krafta sína. Gísli segir erfitt fyrir Islendinga að sanna að hætta stafi af innflutn- ingi á kjöti frá Nýja- Sjálandi. búa sig undir að keppa við innfluttar kjötvörur. Við gildistöku GATT- samningsins á næsta ári verður leyfi- legt að hefja takmarkaðan innflutn- ing. Reyndar virðist vera mjög óvíst hvernig að þessum innflutningi verð- ur staðið og í landbúnaðarráðuneyt- inu virðast menn jafnvel standa í þeirri trú að heilbrigðisreglugerðir komi í veg fyrir innflutning á hráu kjöti. Allir forystumenn bænda, sem Morgunblaðið hefur rætt við, telja hins vegar að mjög erfitt verði fyrir íslendinga að stöðva innflutning á hráu kjöti eftir gildistöku GATT. GATT-samningurinn gerir ráð fyrir að ríki verði að sanna að hætta stafi af innflutningi búvara. Sérstök stofnun á vegum GATT mun skera úr ágrein- ingsatriðum hvað þetta varðar. Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs, segist telja að erfitt verði fyr- ir íslendinga að sanna að íslenskum búfjár- stofnum stafi hætta af innflutningi á hráu kjöti frá Nýja-Sjálandi. Heilbrigðisreglur séú þar strangar og heil- brigði búfjár gott. Nýsjálendingar vilja flytja inn kjöt Sömu viðhorf koma fram í skýrslu sem Valdimar Einarsson, búfræðingur á Nýja- Sjálandi, hefur unnið fyrir Framleiðsluráð. í skýrslunni kemur fram að Sölusamtök nýsjá- lenskra kjötframleið- enda hafi nýlega látið vinna skýrslu um ís- Ienska kjötmarkaðinn með það í huga að hefja þangað innflutning eftir 2-3 ár. Valdimar segir að innihald skýrslunn- ar sé enn trúnaðarmál og því liggi ekki fyrir upplýsingar um markaðs- setningu. Hann segist hins vegar telja að nýsjálensku sölusamtökin muni reyna að ná markaðshlutdeild hér með sértilboðum án þess þó að lækka hér almennt verð á kjöti. Valdimar hvetur íslenska kjöt- framleiðendur til að sameina krafta sína og stofna sölusamtök að nýsjá- lenskri fyrirmynd. Hann telur að markmið slíkra samtaka eigi að vera að annast sölu á kjöti og öðrum afurð- um bænda, ábyrgjast birgðahald, hámarka skilaverð til bænda og sjá um uppgjör til bænda. Tilkynnt að kosningar verði í Danmörku 21. september ----------i---------------— JAFNAÐAR- MENN HAFA GÓÐAN BYR Borgaraflokkarnir eiga undir högg að sækja eftir gott gengi undanfarin ár en forsætisráð- herrann stefnir á áframhaldandi stjómarsam- starf miðjuflokka. Sigrún Davíðsdóttir spáir í kosningabaráttuna, sem er nýhafin Eftir vangaveltur vikum sam- an hefur Poul Nyrup Ras- mussen forsætisráðherra . og formaður Jafnað- arflokksins danska nú kveðið upp úr um að Danir gangí til kosninga 21. september. Hann stefnir eindregið á að halda áfram núverandi stjórn flokks síns og þriggja lítilla miðju- flokka. Hætt er þó við að tveir þeirra nái ekki tilskildum atkvæðafjölda, svo jafnaðarmenn gætu þurft taka Sósíal- íska þjóðarflokkinn með í stjórnar- samstarfið, þó forsætisráðherra hafi hingað til gert lítið úr þeim mögu- leika. Af hálfu borgaraflokkanna er undirstrikað að kosningarnar standi um rauða eða bláa stjórn og fram- vindu efnahagsmálanna. Eftir gott gengi undanfarið ár hafa vinsældir Vinstriflokks Uffe Ellemann Jensens dalað og sem stendur er ólíklegt að borgaraflokkunum takist að ná meiri- hluta. Stjórnarflokkarnir, sem eru Mið- demókratar, Kristilegi þjóðarflokk- urinn og Róttæki vinstriflokkurinn, auk Jafnaðarflokksins, hafa þegar komið sér saman um drög að fjárlög- um, auk þess sem þeir eru sammála í meginatriðum um efnahagsstefnu. Á grundvelli þessa munu þeir heyja kosningabaráttuna. Síðan í vor hefur þó komið hik á tvo fyrstnefndu flokk- ana en þeir virðast efast um hversu fastlega þeir eigi að binda trúss sitt við núverandi stjórnarflokka eftir kosningar, en bæði Mið-demókratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn eiga á hættu að detta út af þingi við næstu kosningar, sökum lítils fylgis. Ýmsir háttsettir flokksmenn hafa hvað eftir annað hikað við að lofa því að líta ekki í aðrar áttir. Ef þessir tveir smá- flokkar detta út af þingi verða Jafnað- arflokkurinn og Róttæki vinstriflokk- urinn væntanlega að leita eftir sam- starfi við Sósíalíska þjóðarflokkinn, annaðhvort með stjórnaraðild eða að flokkurinn styddi minnihlutastjórn þess sem eftir verður af stjórnarflokk- unum. Venjulega er kosið hér á þriðjudög- um, svo flestir höfðu giskað á 20. september sem kosningadag, en for- sætisráðherra hefur þess í stað valið miðvikudaginn 21. september. Kosn- ingaslagurinn verður stuttur og snarpur og jafnaðarmenn ætla sér greinilega að nýta sér góðan byr og góðar undirtektir við drög að fjárlög- um. Kreppa innan litlu stjórnarflokk- anna ýtir vísast einnig undir að heppi- legt er fyrir stjórnina að hraða kosn- ingum. Stjómarmyndun verður þá væntanlega í höfn, þegar þingið kem- ur saman að venju fyrsta þriðjudag í október, sem í ár ber upp ----------- á 4. október. Ef jafnaðarmenn þyrftu á einhvern hátt að leita fulltingis Sósíalíska þjóð- arflokksins við stjórnar- myndun fengi stjórnin á sig rauðan blæ og því hefur Nyrup Rasmussen gert lítið úr þessum möguleika, þar sem hann stefnir fremur á að styrkja ímynd flokks síns sem einhvers konar miðjuflokks, fremur en að undirstrika félagshyggjuþáttinn. Um leið rær flokkurinn á sömu mið og borgara- flokkarnir. Þessi stefna er í anda þess, sem haldið hefur verið á lofti innan flokksins síðan Nyrup tók við leiðtoga- hlutverki. Lítill áhugi hans á að leita eftir stuðningi Þjóðarflokksins hefur ergt leiðtoga hans, sem segjast ekki skilja hvemig Jafnaðarflokkurinn ætli að koma stefnu sinni áleiðis, ef ekki verði með stuðningi þeirra. Mið-demó- kratar hafa alla tíð sagt að eitt helsta erindi þeirra í stjóm sé að halda Þjóðar- flokknum utan stjómar og um leið allri vinstrihugmyndafræði. Jafnvel þó þeir detti út, þá hefur Nyrup Rasmuss- en varla áhuga á neinni vinstrisveigju og mun því í lengstu lög halda sig frá Sósíalíska þjóðarflokknum, þó þessir tveir flokkar vinni til dæmis saman innan borgarstjórnarinnar í Kaup- mannahöfn og hafi gert um árabil. Vinsældir Engels vaxa Ihaldsflokkurinn undir stjórn Hans Engells hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið, eftir að vera loksins kom- inn út úr skugga Tamílamálsins. Hæglátlegt og góðlegt yfirbragð En- gells fer vel í Dani. Hann er ekki jafn hressilegur og Poul Schlúter fyrir- rennari hans, en hann er málefnalegur myndun með hon- um. Uffe Ellemann Jensen formaður Vinstriflokksins hefur haft hægt um sig um langa hríð og því er enn óljóst hvaða tónn verður í kosninga- baráttu flokksins. Fyrir um ári síðan var Ellemann efst- ur á óskalista Dana um forsætis- ráðherra, en vin- sældir hans hafa dalað undanfarin. Harðsnúinn og á köflum örlítið ósvífínn tónn hans fer misvel í kjós- endur. Hann hefur ekki hikað við að lýsa því yfir að hann stefni á for- sætisráðherrastól- inn, en sem stend- ur væri þó erfitt að ná honum frá Engell, ef borgara- flokkarnir fengju tækifæri til að spreyta sig á stjómarmyndun. Jafnvel þó flokk- arnit' tveir eigi það sameiginlegt að vilja gjarnan í stjórn og þá saman, stefndi í hörð átök formannanna tveggja um forsætisráðherraembætt- ið. Þá hefur flokkurinn verið gagn- rýndur fyrir að gagnrýna stjórnina, Poul Nyrup Rasmussen Hans Engell Vilja í stól forsætisráðherra Forsætisráðherrann neyðist e.t.v. til sam- starfs við Sósíalíska þjóðarflokkinn. Vinsældir formanns Ihaldsflokksins hafa vaxið hægt og bítandi að undanförnu. Kosið um rauða eða bláa stjórn og það mælist vel fyrir. Því er ekki gott að segja hverju hann fær áorkað í stuttri kosningabaráttu, en vinsældir hans vaxa hægt og bítandi. Flokkur- inn hefur gefið til kynna að hann hafi hug á borgarlegri stjórn með --------- Vinstriflokknum. í borg- aralegri stjóm Schlúters var Róttæki vinstriflokkur- inn á tímabili með þessum tveimur flokkum, en sem stendur virðist sá síðast- nefndi ætla að halda sig við stjórnar- þátttöku með jafnaðarmönnum. Þá þyrfti borgarleg stjóm flokkanna tveggja iíklega á stuðningi Framfara- flokksins að halda, þó báðir flokkarnir hafi hingað til þvertekið fyrir stjórnar- án þess að koma með eigin tillögur. Aðal kosningamálin verða efna- hagsmálin og efnahagsstefnan. Borgaraflokkarnir gagnrýna stjórn- ina fyrir óráðsíu í fjármálum og segja peningana fossa út úr ríkiskassanum, með hækkandi skuldum _______________ ríkissjóðs. Þær námu 56,7 prósentum af þjóðarfram- leiðslu síðasta árs, en reiknað er með að þær verði 60,8 prósent í lok “"“““ næsta árs. Stjórnin segist hins vegar vilja nota góða stöðu efnahagsmála til aðgerða gegn atvinnuleysinu. Það eru teikn á lofti að einhver umræða sé að koma upp um styrkjakerfið, eða styrkjaklafann sem sumir nefna kerf- STJÓRNARFLOKKARNIR munu heyja kosninga- baráttuna á grundvelli fjárlaganna. Hér hjólar l’jár- málaráðherrann og jafnaðarmaðurinn Mogens Lykketoft með drög að fjárlögunum til þingsins. ið, sem deilir út alls kyns félagslegum styrkjum. Meðal annars er bent á að styrkir til atvinnuleysingja, ætlaðir til að hjálpa þeim að koma á stofn sjálfstæðum atvinnurekstri, geri meira ógagn en gagn, því þeir orsaki óeðlilega samkeppni þeirra sem njóta styrkja og svo þeirra óstyrktu. Vísast mun endurómur af þessari umræðu koma fram í kosningaumræðunum. Bæði Uffe Ellemann Jensen og Pia Kjærsgaard formaður Framfara-' flokksins segja kosningarnar klár- lega snúast um hvort Danir kjósi yfir sig rauða eða bláa stjórn og þá með tilheyrandi efnahagsstefnu. Minnihluta stjórn Stjórnin sem nú situr er mjög óvenjuleg í danskri stjórnmálasögu að því leyti að hún er meirihluta- stjóm. Hér hafa oftast setið minni- hlutastjórnir. Ef Jafnaðarflokkurinn kemur vel út úr kosningum kemur það vísast í þeirra hlut að heija stjórn- armyndun og þá gæti allt eins verið að útkoman yrði minnihlutastjórn hans og Róttæka vinstriflokksins, hugsanlega með stuðningi Sósíalíska. þjóðarflokksins. Það er hins vegar spurning hvort síðastnefndi flokkur- inn lætur sér það nægja, því leiðtogar hans hafa látið á sér skilja að þeir séu ekkert endilega til viðtals um nokkuð annað en stjórnaraðild. Hvort jafnaðarmenn horfa í aðrar áttir á eftir að koma í ljós, en í sjónvarpsum- ræðum Nyrup Rasmussens og Engells í síðustu viku sagði forsætisráðherra að honumféllivelvið Engell. Stíll þeirra --------- tveggja væri líkur og á milli þeirra væri góður andi og bætti svo við að þeir ættu vel saman. Engell roðnaði við, en lét vinsamlegum ummælum forsætisráðherr- Uffe Ellemann- Jensen Harðsnúinn og ósvíf- inn tónn formanns Vinstriflokksins fer misvel í kjósendur. Stuttur og snarpurkosn ingaslagur ans að öðru leyti ósvarað. Hvort þetta var bara kurteisishjal eða tilboð um eitthvað meira á eftir að koma í ijós, en það dettur víst engum í hug að forsætisráðherra léti það sama út úr sér við Uffe Ellemann Jensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.