Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 9 FRÉTTIR Formaður samtaka opinberra starfsmanna í Noregi Sátt ríkir um breytingar á ríkisstofnunum í hlutafélög Hér á landi er staddur Erling Petter Roals- vig, formaður samtaka opinberra starfs- manna í Noregi, sem segir í samtali við Siguijón Pálsson að opinberir starfsmenn vilji mæta þeim kröfum sem bágborið efna- hagsástand gerir til aukinnar hagkvæmni í opinberum rekstri. menn geta verið vissir um að missa ekki vinnuna við breytingarnar í hlutafélag. Því kerfi hefur verið komið á að starfsmenn endur- menntast og færa sig yfir á annan stað í kerfinu ef starfskrafta þeirra er ekki óskað hjá nýju hlutafélagi. Um leið og atvinnuöryggi sé tryggt í kjölfar rekstrarformsbreytinga á ríkisfyrirtækjum verði starfsmenn mun jákvæðari gagnvart breyting- unum að mati Erlings. ASÍ og BSRB hafa ekki náð samkomulagi í NOREGI hefur ríkis- fyrirtækjum undanfar- in ár verið breytt í hlutafélög án þess að ríkið selji hlut sinn í þeim. Þetta hefur verið gert í samkomulagi við verkalýðsfélög opin- berra starfsmanna segir Erling Petter Roalsvig formaður samtaka opinberra starfsmanna í Noregi, YSS, í samtali við Morgunblaðið. Hann er staddur hér á landi vegna ráðstefnu verkalýðsfélaga opin- berra starfsmanna á Norðurlöndunum, sem haldin var í Hveragerði. Erling segir að í Noregi sé sama vandamál uppi á teningnum og hjá öðrum þjóðum Norðurlandanna. Efnahagurinn hafi krafist þess að hagkvæmni í opinbera geiranum yrði aukin. Erling Petter fullyrðir að opinberir starfs- menn hafí gert sér grein fyrir því að þess- ari kröfu þyrfti að mæta og þeir vilji held- ur að ríkisfyrirtækjum sé breytt í hlutafélög en að þau séu einka- vædd. Þess vegna með- al annars ríki almenn sátt um breytingarnar. „Til að mynda er þrýst- ingur á að einkavæða símaþjónustuna, póst- þjónustuna og járn- brautirnar," segir Erl- ing, „en í augnablikinu verður aðeins um rekstrarformsbreyt- ingu á símaþjónustunni að ræða; hún verður hins vegar ekki einkav- ædd heldur fyrirtækinu breytt í hlutafélag." Verða ekki atvinnulausir Annar stór þáttur í þessari víð- tæku sátt er að opinberir starfs- Á íslandi þurfa starfsmenn ríkis- stofnana að skipta um stéttarfélag ef þeim er breytt í hlutafélög, hvort sem ríkið selur hlutina eða ekki. Um þetta var meðal annars deilt þegar rekstrarform Lyfjaverslunar ríkisins var breytt sem og þegar SVR var breytt í SVR hf. Erling segir að í Noregi fái menn að halda áfram að vera í sínum gömlu stétt- arfélögum og þannig standi slík atriði ekki í vegi fyrir breytingum. Aðspurð hver sé stefna opinberra starfsmanna á íslandi gagnvart framangreindum breytingum á rekstrarformi segir Sigríður Krist- insdóttir, formaður Starfsmannafé- lags ríkisstofnana að engin afstaða hafi verið tekin enn sem komið er. Hún telji hins vegar persónulega það form eðlilegra en einkavæðing. En stóra hnútinn á eftir að leysa; að starfsmenn verða að skipta um verkalýðsfélag. „Aftur á móti verð- ur bara að segjast að ASÍ hefur ekki verið tilbúið til að ræða þessi mál við okkur,“ segir Sigríður. Erling Petter Roalsvig Foreldrar um mótun menntastefnu Ekki rétt að lengja skólaárið að svo stöddu AÐ ÓBREYTTUM forsendum er ekki rétt að lengja skólaárið úr níu mánuðum í tíu að mati foreldra er sóttu landsfund samtakanna Heim- ilis og skóla. Á fundinum var rætt um tillögur í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu og sagði Unnur Halldórsdóttir, formaður samtak- anna, að meirihluti fundarmanna hefði bent á að nýta þyrfti betur þann tíma sem þegar er ætlaður skólunum. Að sögn Unnar má merkja veruleg- an áhuga foreldra á að bæta skólana. Sagði hún að sjónarmið og aðstæður væru misjafnar eftir skólum og því ekki raunhæft að gefa út tilskipun sem næði til allra skóla landsins. „í einu orði er talað um sjálfstæði skól- anna en svo eiga allir að starfa í tíu mánuði," sagði hún. í ályktun fundar- ins kom fram að hugleiða ætti leng- ingu skólaársins í framhaldi af vel skipulögðum níu mánaða gæðaskóla. Þá segir að tryggja þurfi aukið kennslumagn og sjálfstæði skóla með tilliti til staðhátta og óska viðkomandi sveitarfélaga. Með fleiri daglegum kennslustundum og samfelldum skóladegi megi auka fjölbreytni og gæði í kennslu. Einsetinn skóli Fram kom að einsetinn skóli er forgangsverkefni en með honum auk- ist líkur á betri nýtingu kennslu- stunda, fjölbreytni í námi og betri árangri í skólastarfi. Þá eru foreldrar hlynntir gæðastjórnun í skólum og telja að samræmd próf geti verið lið- ur í slíku starfi. Aukin ábyrgð og áhrif foreldra á innra starf skólans veiti stjórnendum stuðning og aðhald og sé því jákvætt og nauðsynlegt að foreldraráð sé við hvern skóla. Um flutning á rekstri grunnskóla til sveitarfélaga segir í ályktun fund- arins að það sé auðveldara verkefni fyrir stærri sveitarfélög en þau smærri. Jafnframt að vanda þurfi undirbúning og tryggja fjármagn. Um kjarasamninga kennara segir að það sé grundvallaratriði að endur- skoðun fari fram með tilliti til vinnu- tíma kennara og kjara þeirra þannig að tryggt verði að hæfir starfskraft- ar geti helgað sig kennslu. Fundurinn mótmæiir því að fellt verði úr grunnskólalögum ákvæði um hámarksfjölda í bekkjardeildum og leggur til að nemendur verið 15 til 20 í hverjum bekk. Þess er og krafist að skólayfirvöld beri meiri virðingu fyrir bekkjareiningunni og að hún fái að halda sér þó að fækk- un verði í árgangi. Stöðugar upp- stokkanir á bekkjum rjúfi félagsleg tengsl barna og hafi neikvæð áhrif á einbeitingu þeirra í námi. Andlát GUNNAR SIGURÐSSON GUNNAR Sigurðsson, fyrrverandi vara- slökkviliðsstjóri og for- maður ÍR, lést aðfara- nótt sl. mánudags, 77 ára að aldri. Gunnar fæddist í Reykjavík og öðlaðist meistarabréf í rennismíði 1942. Þá lauk hann vél- stjóraprófi frá Vélskóla íslands 1942 og stundaði nám í Brandinstruktor við Civil forsvarets Tekn- iske Skole í Tinglev í Danmörku og lauk það- an námi 1966. Gunnar var formaður UMF Aft- ureldingar í Mosfellssveit 1953-1955 og 1958 og varaformaður UMSK 1954 til 1959. 1958 til 1984 var Gunnar vara- slökkviliðstjóri í Reykja- vík. Þá sat hann í stjóm Starfsmannafélags Reykjavíkur 1955 til 1959 og í stjóm ÍR 1942 og 1943 og var formaður ÍR 1965 til 1972. Gunnar var kvæntur Ragnhildi Guðmunds- dóttur, sem lést árið 1984. Synir Gunnars eru Guðmundur og Sig- urður Ágúst. Betra verð hjá Bílaleigubílar um allan Sími 91-880880, fax 91-881881 Franskar kápur úr ull og kasmír TESS Nt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-14. Sportbúð Kópavogs, Hamraborg 20, sími 641000. Frábær tilboð á innanhússskóm. Verð frá 1.490,- Einnig mikið úrval af nýjum haustvörum. Nýir eigendur - nýjar áherslur - betri þjónusta. Hlaðborð í fiádeginu alla virfta daga. yrfe Kr. 750 storantc- Suðurlandsbraut 14 sími 811844 MaxMara marjna r[N/\ldi Haustsendingin er komin! ! _______Mari__________ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Simi 91 -62 28 62 QUEEN frá abecita Fyrir stórar stelpur st. 75-105 b-c-d-e. Verð með spöngum kr. 2.950 verð án spangar kr. 2.750 Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.