Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Börnin og umferðin í byrjun skóla Frá Ómari Smára Ármannssyni Á NÆSTU dögum hefja skólar landsins starfsemi sína að loknu sumarfríi. Þá fjölgar mjög ungum gangandi vegfarendum í umferð- inni. Það skapar aukna hættu. Flest börn þurfa að fara fótgang- andi yfir akbrautir á leið sinni að og frá skóla. Mörg þeirra eru byrj- endur. Börnin þurfa því á allri at- hygli sinni og varkárni að halda á leiðinni. Það á ekki síður við um ökumennina. Þeim ber að taka sér- stakt tillit til hinna gangandi veg- farenda og haga akstri sínum þann- ig að sem minnstar líkur verði á slysum. Ökumenn eru skyldugir til þess að aka varlega í nágrenni við skóla eða annars staðar sem vænta má gangandi vegfaranda. Ábyrgð þeirra er mikil. Á haustin er orðið dimmt á morgnana. Ökumenn geta komið að ökutækjum sínum með hélaðar rúður, veðurfar getur breyst skyndilega og hálka myndast á akbrautum eftir næturfrost. Sólin lækkar enn á lofti og getur hindrað útsýni við tiltekin skilyrði. Öku- menn þurfa því stöðugt að vera að aðlaga sig breyttum aðstæðum. það dregur athygli þeirra frá öðru, sem einnig þarf að gefa gaum, t.d. gang- andi vegfarendum. Slysahættan margfaldast. Mikil breyting verður á umferð- inni á höfuðborgarsvæðinu á haust- in. Sumarfríum er að mestu lokið Skilvirk kennsla í öldungadeildum Frá Örnólfi Thorlacius: ÞETTA greinarkorn var sent sér- blaði Morgunblaðsins, „Að læra meira“, sl. sunnudag, en komst ekki að þar, og birtist því sem bréf til blaðsins: Öldungadeildir eru nú starfandi við allmarga framhaldsskóla fyrir nemendur 20 ára og eldri. Það er margra mál að þessi tegund fullorð- innafræðslu sé með merkari nýjung- um í starfi íslenskra framhaldsskóla á síðari árum. Frumkvöðull á þessu sviði var Menntaskólinn við Hamra- hlíð. Þar hófst í janúar 1972„nám- skeið fyrir fullorðið fólk, er hyggst þreyta stúdentspróf utanskóla". Námskeiðinu, sem haldið var á kvöldin, var gefið nafnið öldunga- deild. Guðmundur Arnlaugsson, rektor, lýsti reynslunni af öldungadeild skól- ans í lok fyrstu annar hennar svo: „Þessi tilraun til menntunarauka fullorðins fólks hefur einkennst af starfsgleði og ánægju allra er þar hafa lagt hönd að verki, kennara jafnt og nemenda. Mér virðast menn sammála um að hún hafi tekist von- um framar." Gert var ráð fyrir nokkrum tugum nemenda en þegar upp var staðið höfðu 257 manns skráð sig til náms. Aðsóknin jókst næstu ár og flestir voru í deildinni nærri 700 nemend- ur. Fljótlega komst föst skipan á kennsluna. Öldungadeiidir, sem síð- an hafa verið stofnaðar, eru allar skipulagðar með Hamrahlíð sem fyr- irmynd. Nemendur greiða hluta kostnaðar af náminu. Þessi hluti er nú í MH á bilinu 9-20 þús. kr. á önn, allt eftir því hve margar náms- greinar stundaðar eru. Öldungadeild MH bætti úr brýnni þörf. Fjölda fullorðinna manna, sem ekki höfðu tök á að ljúka stúdents- prófi á venjulegum skólaaldri, bauðst nú tækifæri til þess. Enn stunda margir nám í öldungadeildinni til stúdentsprófs en það færist í vöxt að menn sæki þangað kennslu í ein- um áfanga eða fáeinum. Sumir eru þá einna helst í deildinni sér til ánægju og yndisauka, segir Örnólfur Thorlacius, rektor. „Hér býðst t.d. ágæt og skilvirk kennsla í mörgum erlendum tungumálum, svo sem dönsku, ensku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk byijenda- náms í rússnesku. Sumir skrá sig í deildina til að lesa íslenskar fagur- bókmenntir, fornar eða nýjar, undir leiðsögn kennara. Aðrir víkka sjón- deildarhringinn og auka þekkingu og færni í myndlist, listasögu, sál- fræði eða lögfræði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Tölvufræði er líka vinsæl og þörf grein, en skólinn er vel bú- inn tölvum og forritum. Einnig er algengt að stúdentar bæti við sig grein eða greinum til undirbúnings í sérhæfðu framhaldsnámi." ÖRNÓLFUR THORLACIUS, skólameistari, Menntaskólans við Hamrahlíð. Þakkarbréf frá „ein- um hinna slösuðu“ Frá Rolando Nofri: MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf frá Rolando Nofri, en hann var einn farþega í rútunni sem valt í Bólstaðarhlíðarbrekku 30. júlí sl: Ég er einn farþeganna sem slös- uðust þegar rúta valt í Bólstaðarhlíð- arbrekku 30. júlí sl. og mig langar að þakka öllum {>eim sem veittu mér aðstoð í veikindum mínum. Innilegar þakkir vil ég færa starfsfólki á Sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki svo og starfsfólki á deild 11G á Landspítalanum og þá sérstaklega Atla Eyjólfssyni lækni. Einstök hlýja og velvild einkenndi öll þeirra störf. Einnig vil ég þakka Kjartani Lárus- syni, framkvæmdastjóra Ferðaskrif- stofu íslands, og Pétri Björnssyni, ræðismanni á ítölsku ræðismanns- skrifstofunni, fyrir velvilja í minn garð. Ég bið Morgunblaðið að koma þessu á framfæri fyrir mig þar sem ég hef ekki tök á að þakka þessu fólki persónulega því ég ligg ennþá á sjúkrahúsi í heimabæ mínum, Arezzo á Italíu. Það er von mín að ég geti kom- ið aftur til íslands til að njóta vel- vilja íbúanna þar og fegurðar landsins. Bestu kveðjur, ROLANDO NOFRI, Via Mácallé, 3 52100 Arezzo, Ítalíu. og börnin verða miklu virkari þátt- takendur í umferðinni en mánuðina þar á undan. Þúsundir þeirra fara fótgangandi á vinnustaði sína, mörg í fyrsta skipti. Þau bera sjálf mikla ábyrgð, en eru illa varin fyrir hætt- unum í umferðinni. Á foreldrum skólabarna hvílir mikil ábyrgð. Þeim ber að fræða börn sín um þær hættur, sem fyrir hendi eru, leiðbeina þeim um val á öruggustu leiðinni á milli heimili og skóla, hvetja þau til þess að nota undirgöng eða merktar gang- brautir þar sem slíkt er fyrir hendi og sjá til þess að endurskinsmerkin séu á sínúm stað. Nauðsynlegt er að foreldrar fylgi yngstu börnunum í skólann fyrstu dagana. Sérstak- lega á þetta við þegar börn þurfa að fara yfir hættulega og fjölfarnar umferðargötur. Þegar ökumenn setjast undir stýri á næstu dögum verða þeir að gera sér grein fyrir því að skóla- börnin eru nú óumflýjanlegur hluti af umferðinni, vegfarendur sem taka verður sérstakt tillit til, stað- reynd sem ökumenn verða að horf- ast í augu. við. Nú reynir á að þeir fari varlega. Lögreglan mun halda uppi eftir- liti í nágrenni skóla á næstu dögum. Það er eindregin von hennar að allir geri sitt til þess að draga úr slíkum slysum. Eitt slys er einu slysi of mikið. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í Reykjavík. aðstoðar þig í dagana 17.-24. nóvember Farþegar í feröum 17., 19., 20. og 22. nóvember njóta sérstakrar leiðsagnar og ráögjafar Heiðars Jónssonar í fataverslunum í Edinborg og Glasgow. Hann mun halda kynningarfundi með Edinborgarförum á Mount Royal hótelinu, vera fólki innan handar um fata- og litaval ( versiunum t borginni og aðstoða það í samskiptum við afgreiðslufólk. Heiðar mun einnig fara með farþegum í Slaters í Glasgow, stærstu herraíataverslun heims. Verslanir í Edinborg eru fullar af nýjustu haust- og vetrartískunni. Múm útsýh Órídei er eió fimia jaftt í’oll úrreil eif röneliióiiiii kren- og keirlmeinnei- feitneieii og í rerslunum í EeUnhorg. Hrort sem fní erl en) leilei eu) heítískufeitneidi ee)ei k leiss t'sk it iii feit nei <) i. ineíttii rerei riss iiin eie) fitinei þeið sein hentar þér í Eelinborg. ()g ekki sþil/ir eie) rerðid er nijög heigsteett. J 66 ■flíl'iP llí hífftnúla 4: sími 699 300, Hafnarfirði: sítni 65 23 66, Keflat ík: s(mi 11353, Selfossi: sími 21666, Ahureyri: simi 2 50 00 - og bjá umboðsmötinum um land alll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.