Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Olía ógn-
ar finnska
skerja-
garðinum
OLÍULEKI úr flaki skipsins
Park Victory sem sökk við
eyna Utö fyrir botni Finnska
flóans um jólin 1947 ógnar líf-
ríkinu á stóru svæði í finnska
skeijagarðinum. Talið er að
mörgþúsund tonn af olíu séu
í flakinu. Hefur hernum verið
fengið það hlutverk að reyna
dæla henni upp og afstýra
umhverfísspjöllum.
Bhutto afiýs-
ir Gazaför
BENAZIR
Bhutto for-
sætisráð-
herra Pakist-
ans aflýsti í
gær fyrir-
hugaðri ferð
til Gaza-
svæðisins 4.
september
vegna „fyrirstöðu" af hálfu
ísraela, að sögn utanríkisráðu-
neytisins í Islamabad.
Geislamælar á
landamærum
FINNAR ráðgera að setja upp
sérstaka mæla á sjö landa-
mærastöðvum meðfram rúss-
nesku landamærunum. Eiga
mælitækin að auðvelda toll-
gæslumönnum að koma í veg
fyrir smygl með geislavirk efni
frá Rússlandi.
Hættuleg
kappsigling
KONA og þijú börn á aldrinum
11-13 ára biðu bana er kapp-
siglingu tveggja báta á Viver-
one-vatninu á Norður-Ítalíu
lauk með ásiglingu. Vitni
sögðu að bátamir hefðu siglt
á um 30 hnúta hraða en leyfð-
ur hámarks siglingahraði er
15 hnútar eða 29 kílómetrar
á klukkustund.
Liberator
Fundu flug-
vél eftir 49 ár
LIBERATOR-sprengiflugvél
úr seinna stríðinu fannst í
kjarrlendi i miðhluta Queens-
land í Ástralíu en ekkert hafði
spurst til hennar frá því 26.
ferbrúar 1945. Hvarf hún er
hún var á leið frá Darwin til
Brisbane. Um borð voru sex
bandarískir og tveir breskir
flugliðar en engin ummerki
fundust um hvað hefði orðið
um þá.
Suður-Kóreu-
menn hóta
SUÐUR-Kóreumenn sögðust
ekki myndu taka þátt í end-
urnýjun og fjármögnun kjarn-
orkuverka í Norður-Kóreu
nema stjórnvöld norðanmegin
féllust á að sunnanmenn legðu
til nýju kjarnaofnana. Talið er
að stjómvöld í Pyongyang
munu eiga erfitt með að sætta
sig við lausn af þessu tagi.
Bosníu-Serbar hafna friðaráætlun í þjóðaratkvæði
Allt að 200% kjörsókn
á sumum kjörstöðum
Pale. Reuter.
RÚMLEGA 90% Bosníu-Serba sem neyttu atkvæðisréttar síns höfnuðu
nýjustu áætluninni um frið í Bosníu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.
Kjörsóknin var sögð mikil og allt að 200% í sumum bæjum. „Þegar helm-
ingur atkvæðanna hafði verið talinn var kjörsóknin rúm 90%. Þar af greiddu
meira en 90% atkvæði gegn áætluninni," sagði Petko Cancar, formaður
kjörstjórnarinnar. „Serbneska þjóðin stóð á krossgötum um helgina en
það er ekkert slys að hún skuli hafa hafnað áætluninni. Niðurstaðan mun
verða til leiðsagnar fyrir leiðtoga landsins í framtíðinni."
Mini-
eigendur
hittast
RÚMLEGA 30.000 eigendur
Mini-bifreiða héldu um helgina
upp á 35 ára afmæli Minisins.
Hátíðahöldin fóru fram á
kappakstursbrautinni í Sil-
verstone á Bretlandi og var
hápunktur þeirra kynning á
nýjustu afurð Rover-verk-
smiðjanna, Grand Prix Mini
Cooper. Rover fyrirtækið er
nú í eigu þýska bílaframleið-
andans BMW.
Alls hafa verið framleiddar
tæpar 5,3 milljónir Mini og
hefur margt frægðarfólks átt
slíkan bíl, m.a. Hussein Jórd-
aníukonungur, Bítlarnir, sýn-
ingarstúlkan Twiggy og Peter
Sellers. Mini-bílarnir nutu
mestra vinsælda á sjöunda ára-
tugnum en mjög hefur nú
dregið úr vinsældum þeirra,
nema í Japan, en salan þar í
landi tekur sölunni í heima-
landinu fram. A myndinni leik-
ur Nicola Ridgewell, átta ára,
sér með sinn eigin Mini-bíl, á
bílasamkomunni í Silverstone.
Bandaríkjamenn, Rússar, Þjóð-
veijar, Bretar og Frakkar hafa beitt
sér fyrir friðaráætluninni og hunsað
þjóðaratkvæðið, sagt það skripaleik
og brellu af hálfu leiðtoga Bosníu-
Serba, sem höfðu hafnað áætlun-
inni.
Cancar sagði að kjörsóknin hefði
sumstaðar orðið meiri en 100%, til
að mynda í bænum Doboj í norður-
hlutanum, þar sem kjörsóknin var
sögð um 200%. Kjörstjórnin skýrir
þessa háu tölu með því að segja
að flóttamenn, sem ekki voru á kjör-
skrá, hafi tekið þátt í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni.
Cancar sagði að lokatölur myndu
liggja fyrir í kvöld og að þing Bosn-
íu-Serba kæmi saman innan
tveggja daga til að staðfesta niður-
stöðuna.
Framkvæmd atkvæðagreiðsl-
unnar virtist einkennileg. Frétta-
menn sáu hermenn kjósa með
nafnakalli og menn greiða atkvæði
fyrir ættingja sína.
Erfitt var að staðfesta að kjör-
sóknin hefði verið um 90% eins og
kjörstjórnin heldur fram. Kjörskráin
er nánast marklaus þar sem tugir
þúsunda manna hafa flúið af svæð-
inu.
Frönsk stjórnvöld sögðu at-
kvæðagreiðsluna ómarktæka.
„Menn geta ekki tekið nokkurt
mark á samráði sem s!íku,“ sagði
Richard Duque, talsmaður franska
utanríkisráðuneytisins. „Atkvæða-
greiðslan fór fram á ólýðræðislegan
hátt og vitað var um niðurstöðuna
fyrirfram."
Reynt að bjarga áætluninni
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, ræddi við Slobod-
an Milosevic, forseta Serbíu, í
Belgrad á sunnudagskvöld og fór á
fund bosnískra ráðamanna í
Sarajevo í gær til að freista þess
að bjarga friðaráætluninni. Stjórn-
arerindrekar töldu að Kozyrev hefði
tjáð Milosevic að slakað yrði á við-
skiptabanninu gegn Serbíu ef hann
féllist á að alþjóðleg eftirlitsnefnd
fengi að fylgjast með því viðskipta-
banninu á Bosníu-Serba yrði fylgt
eftir. Hermt er að Milosevic hafi
hins vegar viljað að slakað yrði á
viðskiptabanninu áður en hann
samþykkti alþjóðlegt eftirlit.
Reuter
Sprenging í
olíuleiðslu
Moskvu. Reuter.
SPRENGING varð í helstu olíu-
leiðslunni sem liggur frá Rússlandi
til Úkrainu á sunnudagsmorgun,
skammt frá borginni Púgasév.
Talsmaður orkumálaráðuneytisins
í Moskvu sagði að orsök spreng-
ingarinnar væri ókunn.
Leiðslan er rúmur metri í þver-
mál. Itar-Tass fréttastofan rúss-
neska sagði að olía hefði dreifst
um allmikið gróið land en ekki
hefði orðið tjón á vatnsbólum og
ekkert þéttbýli væri í grennd við
staðinn.
Að sögn fulltrúa ríkisolíufélags-
ins Transneft er óljóst hve mikil
áhrif atburðurinn hefur á orkumál
Úkraínumanna sem eru algerlega
háðir Rússum um olíu.
Spenna í sambuð Grikkja og Albana
Aukinn viðbúnað-
ur við landamæri
Reuter
NABIL Shaath, samningamaður PLO (t.h.) og Danny Rothschild,
ísraelskur undirhershöfðingi, skiptast á skjölum eftir að hafa
undirritað samning um aukna sjálfstjórn Palestínumanna á vestur-
bakka Jórdanár.
Samningar um vesturbakka Jórdanár
Aukin sjálfstjórn PLO
Ksamil, Tírana, Albaníu. Reuter.
GRIKKIR hafa eflt viðbúnað með-
fram landamærum sem þeir deila
með Albönum vegna spennu í sam-
búð ríkjanna. Málflutningi lauk í
gær í Tírana, höfuðborg Albaníu,
í réttarhöldum gegn fimm grísk-
fæddum Albönum sem voru
ákærðir fýrir njósnir í þágu
Grikkja.
Fangelsisdómar sem
olía á eldinn
Saksóknari krafðist þess að
mennirnir fimm yrðu dæmdir í sjö
til níu ára fangelsi hver. Stjórn-
málaskýrendur sögðu að dómar
af því tagi gætu verkað sem olía
á eld í sambúð ríkjanna. „Þeir
hafa allir framið þann glæp að
þjóna grísku leyniþjónustunni og
þess vegna förum við þess á leit
við réttinn að þeir verði dæmdir
sekir,“ sagði Arben Qeleshi sak-
sóknari. Hann sagðist hafa undir
höndum nægar sannanir til þess
að hefja mál á hendur grísku
stjórninni og ýmsum stofnunum
hennar, meðal annars leyniþjón-
ustunni, fyrir Alþjóðadómstólnum
í Haag.
Grikkir hafa haldið því fram að
réttarhaldið væri pólitísk sýndar-
mennska og sett á svið til þess
að kúga gríska minnihlutann til
undirgefni við stjórnina í Tírana.
Albanir saka Grikki hins vegar um
óeðlileg afskipti af innanríkismál-
um og að kynda undir starfsemi
albanskra aðskilnaðarsinna.
24.000 Albanir
reknir til baka
Til að hefna fyrir meint brot
gegn gríska minnihlutanum í Alb-
aníu hafa Grikkir að undanförnu
rekið þúsundir ólöglegra innflytj-
enda til baka til Albaníu, að því
er haft var eftir albönum sem búa
í héruðum með fram grísku landa-
mærunum. Fullyrti talsmaður
stjórnarinnar í Tírana á sunnudag
að frá 15. ágúst hefðu Grikkir
sent 24.000 ólöglega albanska inn-
flytjendur til baka. Talið er að
350.000 Albanir stundi atvinnu í
Grikklandi. Er kommúnistastjórn-
in féll 1990 hófst straumur úr
landi, einkum yfir sundið til Korfú
sem liggur tvo kílómetra undan
strönd Albaníu.
Erez. Reutcr.
ÍSRAELAR og Frelsissamtök Pal-
estínumanna (PLO) undirrituðu í
gær samning sem veitir Palestínu-
mönnum á vesturbakka Jórdanár
forræði yfir fimm sviðum -
mennta-, heilbrigðis-, skatta-,
ferða- og félagsmálum - sem Isra-
elar hafa farið með í 27 ár.
Samningurinn er annar áfang-
inn í ársgömlu friðarsamkomulagi
ísraela og PLO. Palestínumenn
fengu sjálfstjórn á Gaza-svæðinu
og í Jeríkó á vesturbakkanum í
maí og stefnt er nú að valdatil-
færslu á öðrum svæðum vestur-
bakkans.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, sagði undirritun samnings-
ins sögulegan viðburð. „Þetta er í
fyrsta sinn í sögunni sem Palestínu-
menn geta veitt börnum sínum
menntun á eigin tungu og sam-
kvæmt eigin hefðum - nokkuð sem
gerðist aldrei undir stjórn Breta eða
Tyrkja eða Jórdana eða nokkurra
annarra."