Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM David Charvet segist hafa meira til að bera en fagurt útlit. Charvet vill leika í kvikmyndum DAVID Chvarvet hefur slegið rækilega í gegn í þáttunum um *tstrandverðina (Baywatch). Hann ólst að hluta til upp í Frakklandi og er sonur Paul Guez, marg- milljarðamær- ings sem stofn- aði Sasson gallabuxnafyr- irtækið. Paul Guez átti lengi við eiturlyfja- vandamál að k stríða en tókst ’ cið leysa úr þeim með hjálp Char- vets. Þótt þeir hafí oft lent upp á kant eru þeir miklir vinir og Guez segist eiga syni sínum lífið að launa. Enda þótt Charvet sé ánægður með velgengnina sem fylgir Strand- varðaþáttunum þyrstir hann í meiri frama. Hann ætlar að reyna að fylgja í fótspor Eriku Eleniak, sem lék í fyrrum í Strandvörðunum, en g, ,hún var í aukahlutverki í kvikmynd Stevens Seagals „Under Siege“. „Gefið mér hlutverk í kvikmynd," segir Charvet, „og ég skal sanna fyrir ykkur að ég er ekki bara kyntákn". Charvet þegar hann var þriggja ára gamall í Frakklandi. Toronto kvikmynda- hátíðin að hefjast ► ALLSKYNS kvikmyndir verða sýndar á alþjóðlegu Toronto kvikmyndahátíðinni sem stendur yfir frá 8.-17. september. A hátíðinni verða sýndar 296 kvikmyndir frá 45 löndum, þar af 84 stuttmyndir. „Styrkur hátíðar- innar er að á henni verða sýndar bæði stórmyndir frá kvikmyndaverunum og ódýrar myndir sem eru gerðar fyrir um fimm þúsund dollara [350.000 krón- ur],“ segir Piers Handling sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann bendir á að myndir hátíðarinn- ar spanni vítt svið allt frá opnunar- myndinni Whale Music sem fjallar um rokkstjörnu, til konu sem Ieit- ar sér að sálufélaga í mynd Nor- mans Jewisons Only You, en það verður lokamynd hátíðar- innar. Jewison mun að öll- um líkindum mæta á sýn- inguna ásamt aðallei- kurum myndarinnar, Robert Downey Jr. og Marisu Tomei. A meðal fleiri kvikmynda sem boðið verður upp á eru Col- onel Cha- bert í leik- stjóm Yves Angelo, en í aðalhlutverkum eru Gerard Depardieu Fanny Ardant, Sleep Witn Me í leikstjórn Rorys Kellys, en í aðalhlutverkum eru Eric Stoltz, Craig Sheffer og Meg Tilly, Captives í leikstjórn Angelu Pope, en í aðalhlutverkum eru Tom Roth og Julia Orm ond, Bullets Over Broadway í leikstjórn Woodys Allens, The New Age í leikstjórn Michaels Tolkins, en í aðalhlutverkum eru Peter Weller og Judy Davis og In Custody í leikstjóra Ismails Merchants. Meðal gesta á hátíðinni verða fjölmargir leikstjór- ar og leikarar, en meðal þeirra má nefna Vanessu Redgrave, James Woods, Kathy Bates, Peter Weller, Raul Julia, Louis Malle, Michael Tolkin og Patrice Leconte. KVIKMYND Woody Allens, Bullets Over Broadway, verður sýnd á hátíðinni. Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Þórsdóttir afhendir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra bækur Farags í Ráðhúsinu í gærdag. Borgarstjóra afhentar bækur um hugvit kvenna í vetur bauð Farag Moussa forseti IFIA, Alþjóðasamtaka hug- vitsmanna, Guðrúnu Þórsdóttur kennslufull- trúa á alþjóðaráðstefnu um hugvit barna. Þar kom í ljós að það fordæmi sem gef- ið hefur verið með verkefninu „Frumkvæði sköpun", sem lagt er fyrir níu ára nemendur í Folda- skóla í Reykjavík, þykir til fyrir- myndar. í framhaldi af ráðstefn- unni er unnið að þvi að koma á fót samtökum ungra hugvits- manna. Einnig er verið að athuga hvort áhugi sé fyrir því að halda alþjóðlegar sumarbúðir með hug- vit barna í Reykjavík. Þegar Farag Moussa frétti að Reykvíkingar hefðu kosið sér konu sem borgarstjóra, fannst honum eðlilegt að árita og senda henni tvær bækur um uppfinn- ingar og hugvit kvenna í heimin- um. Hann hefur sjálfur skrifað þessar bækur og vildi með þessu undirstrika við borgarstjórann mátt kvenna til uppfinninga og sköpunar. Leikarar sækja í upplestur TIL SKAMMS tíma vildu þekktir kvikmyndaleikarar alls ekki koma nálægt því að lesa metsölubækur á hljóðsnældur, en slík útgáfa hefur færst mjög í vöxt undanfarið. Nú hefur áhugi leikaranna á þessu hins vegar vakn- að svo um munar og á næstunni er til dæmis von á upplestri Ben Kingsley á Schindlers List og upp- lestri F. Murray Abrahams á Int- erwiew With the Vampire. Þá er væntanlegur upplestur Blair Brown á The Client og Kirk Douglas mun lesa upp eigin skáldsögu sem heitir Last Tango in Brooklyn. Lori Wein- traub stjórnarformaður Time Warner AudioBooks segir að nú á tímum sé hægt að fá nánast hvaða stórstjörnu sem er til að lesa bækur á hljóðsnæld- ur, en væntanlega er það ekki ein- göngu vegna peninganna sem í boði eru. Leikaramir fá að vísu á bilinu 3.000 til 5.000 dollara fyrir eins til tveggja daga vinnu í hljóðstúdíói, en að auki fá þeir gott tækifæri til að láta reyna á leiklistarhæfileika sína. Anthony Heald sem fer með veiga- mikið hlutverk í kvikmyndinni The Client segir að það sé draumur hvers leikara að fara með öll hlutverkin á þennan hátt, en hann hefur lesið tylft bóka á hljóðsnældur og eru The Gemini Contenders eftir Robert Ludl- um og The Pelican Brief eftir John Grisham þeirra á meðal. * j FRÖNSK KVIKMYNDAVIKA NÆRMYND: ALAIN ROBBE-GRILLET í kvöld kl. 9.10, L'lmmortale frá 1963. Dularfull mynd um mann sem reynir að nálgast unga konu sem reynist ekki vera af sama heimi og hann. 16 mm enskur texti. Miðvikudag; L'Eden et aprés Allar myndirnar eru sýndar kl. 9.10. Miðaverð 400 kr. Skýjahöllin skoðuð í LOK september frumsýna Sam- bíóin nýja íslenska barna- og fjöl- skyldumynd sem hlotið hefur nafnið Skýjahöllin. Myndin er gerð eftir sögunni Emil og Skunda eftir Guðmund Ólafsson leikara. Sagan fjallar um átta ára strák sem á sér þann draum heitastan að eignast hund. Þegar honum býðst að kaupa hvolp gegn vægu verði lætur hann slag standa og með þrautseigju og áræði aflar hann þess fjár sem upp á vantar. Það kemur þó babb í bátinn þegar hann fær hvolpinn í hendumar. Handritshöfundur og leikstjóri Skýjahallarinnar er Þorsteinn Jónsson sem gerði á sínum tíma kvikmyndirnar Punktur, punktur, komma, strik og Atómstöðina. Morgunblaðið/Árni Sæberg MEÐFYLGJANDI mynd var tekin þegar Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Gunnar Smári Helgason tæknimaður horfðu á fyrsta rennsli Skýjahallarinnar. Þorsteinn er núna staddur í London þar sem er verið að leggja lokahönd á myndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.