Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C/D 209. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR15. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tíiniimhleyp- ur frá stj óm- iimiáHaítí Washington. Reuter. DEE Dee Myers blaðafulltrúi Bills Clintons Bandaríkjaforseta varaði herstjórnina á Haítí við í gær og sagði að tíminn sem hún hefði til að láta af völdum friðsamlega væri að hlaupa frá henni. „Tími samninga er liðinn, við höfum engan áhuga á að semja við harðstjóra, þeir verða að hverfa frá,“ saði Myers. Bandaríska flugmóðurskipið Eisenhower lagði úr höfn í Norfolk með 2.000 hermenn og 50 árásar- og flutningaþyrlur innanborðs og sigldi áleiðis til Haítí. Búist er við að þangað verði skipið komið um og upp úr helgi ásamt um 30 öðr- um herskipum. Bandarískir emb- ættismenn hafa sagt, að þrátt fyr- ir andstöðu á þingi og litlar undir- tektir almennings í skoðanakönn- unum muni um 20.000 manna inn- rásarher láta til skarar skríða gegn herstjórn Raouls Cedras innan nokkurra daga. Sjónvarpsávarp Bill Clinton forseti mun flytja sjónvarpsávarp í kvöld klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma og útskýra nauðsyn aðgerð- anna gegn herforingjastjórninni á Haítí. Myers sagði Clinton enn til- búinn að skoða friðsamlega lausn deilunnar um Haítí, en samningar við herforingjana kæmu ekki til álita. William Perry varnarmála- ráðherra varaði Cedras og herfor- ingjastjórn hans við í gær og sagði að fjölþjóðaherinn yrði tilbúinn til atlögu gegn þeim mjög bráðlega. Boðin hjálp Strobe Talbott aðstoðarutanrík- isráðherra sagði að fjölþjóðaherinn myndi ganga á land til að halda uppi lögum og reglu og tryggja stöðugleika svo Jean-Bertrand Ar- istide, lýðræðislega kjörinn forseti sem herforingjarnir steyptu fyrir þremur árum, gæti tekið aftur við völdum. Mike McCurry, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, bauð Cedras og herforingjum hans að- stoð við að koma þeim úr landi, þeir þyrftu aðeins að láta vita hvert þeir vildu fara. Færu þeir hvergi og féllu í hendur innrásarliðinu yrðu þeir framseldir stjórn Aristide. Reuter BANDARÍSKAR herflugvélar vörpuðu milljónum áróðursrita yfir Port-au-Prince og tvær aðrar stórar borgir í gær. Þar var hvatt til þess að Aristide tæki aftur við völdum. Vísindin skapa risalax Lundúnum. Reuter. VÍSINDAMENN hafa skýrt frá því að þeir hafi búið til risa- stóran lax, sem er allt að 37 sinnum stæn-i en venjulegur lax, í arfberatilraun sem gæti haft mikla þýðingu fyrir fisk- eldi. í grein eftir vísindamennina í vísindatímaritinu Nature, sem kemur út í dag, kemur fram að þeir bjuggu laxinn til með því að koma ofvirku vaxt- arhormónsgeni fyrir í hrognum Kyrrahafslax. Nature sagði að þetta væri árangursríkasta til- raunin til þessa til að auka vöxt dýra eða fiska með arf- berarannsóknum. Óx hraðar Risalaxinn óx mun hraðar og varð stærri en lax sem ekki fékk arfberaefnið, sem var fengið og þróað úr smá- vöxnum Kyrrahafslaxi. „Að meðaltali var laxinn ellefu sinnum þyngri en við- miðunarlaxinn, sumir laxarnir uxu ekki hraðar en einn varð 37 sinnum stærri," sögðu vís- indamennirnir, sem eru frá Kanada, Bandaríkjunum og Singapore. Vísindamennimir létu ósagt hvort þessi mikli vöxtur hefði áhrif á bragð laxins. Ný stjórn tekur við í F æreyj um Edmund Joensen verður lögmaður ^ Reuter Ohult fyrir efnavopnum í SUÐUR-Kóreu óttast margir styrjöld við frændurna í norðri og verslanir, sem selja alls konar öryggisbúnað, þrífast vel. Hér er sölumaður að dæla síuðu Iofti inn í loftþéttan barnavagn en hann á að hlífa barninu geri Norðanmenn efnavopnaárás. Kosið um kvenna- og skólamál í Svíþjóð Hægrimenn vinna á Þórshöfn. Morgunblaðið. ÁKVEÐIÐ var í gær að Edmund Joensen formaður Sambands- flokksins, sem leitt hefur stjórnar- myndunarviðræður síðustu daga, yrði næsti lögmaður Færeyja. Af- þökkuðu bæði Bjorn á Heygum, þingmaður Sambandsflokksins, og Lisbet L. Petersen, bæjarstjóri í Þórshöfn, boð um að fara með for- ystuhlutverkið í landstjórninni. Ný stjórn tekur við völdum á þingfundi í dag en gengið var frá ráðherraskipan í gær. Ráðherrar Sambandsflokksins auk Joensens lögmanns verða Ivan Johannesen sjávarútvegsráðherra og Eilif Samuelsen menntamálaráðherra. Jafnaðarflokkurinn fær tvo ráð- herra, Jóannes Ejdesgaard tekur við flár- og efnahagsmálum en hann var félags- og heilbrigðisráð- herra í fráfarandi stjórn en flokks- bróðir hans Andrias Petersen tekur við því ráðuneyti. Hann er nýliði í stjórnmálum, hefur verið starfandi héraðslæknir í Austurey. Edmund Ivan Joensen Johannesen Ráðherra Verkamannaflokksins verður ÓIi Jacobsen og fær hann iðnaðarráðuneytið í sinn hlut. Hann er formaður samtaka færeysku fiskvinnslunnar. Ráðherra Sjálfstý- riflokksins, sem fær menningar- málin, verður Sámal Petur í Grund. Bjorn á Heygum afþakkaði lög- mannsstarfið á þeirri forsendu að hann væri ekki fyllilega sáttur við stjórnarsáttmálann. Lisbet L. Pet- ersen hafnaði starfinu einnig í gær á þeirri forsendu að meirihluta- flokkarnir í stjórn höfuðstaðarins væru ekki sammála um eftirmann hennar. Afsögn hennar hefði getað leitt til nýrrar meirihlutamyndunar í Þórshöfn. Háleit markmið Samkvæmt stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Jafnaðar- flokksins, Verkamannaflokksins og Sjálfstýriflokksins er markmiðið að tryggja stöðugleika og velferð í landinu. Ætlunin er að koma á jafn- vægi í efnahagslífinu, að auka tekjuleiðir ríkissjóðs, stjórna nýt- ingu fiskistofna við Færeyjar af skynsemi og með framtíðarhags- muni að leiðarljósi, að gera sjávar- útveginn arðbæran, að bæta mark- aðsaðstæður atvinnuveganna, að tryggja afkomu iðnaðar, skapa ný atvinnutækifæri, lækka jaðarskatt- inn, bæta kjör fólks sem býr í eig- in húsnæði, vernda umhverfi sjávar og sveita og rækta og efla færeysk- an menningararf. Stokkhólmi. Morgunblaðið. FJÓRUM dögum fyrir kosningar eru borgaraflokkarnir í Svíþjóð næstum orðnir jafnstórir og J afnaðarmannaflokkurinn sam- kvæmt skoðanakönnun sem birtist í sænska blaðinu Expressen í gær. Það eru einkum skólamál og mál er snerta konur sérstaklega sem kjósendur veita athygli ef marka má spurningar sem brenna á vörum þeirra á framboðsfundum víða uin land. Stóru línurnar í þjóðhagsmál- unum eru einnig ræddar að ógleymdri Evrópusambandsaðild. ■ Hartdeilt/17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.