Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 6

Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukinn áhugi á körfuknattleik hérlendis síðustu misseri Samningar tókust á milli FÍH og ríkisins Markvisst leitað að stórum krökkum KÖRFUBOLTAÍÞRÓTTIN hefur verið í örum vexti hér á landi undanfarin misserLI sumar fóru leiðbeinendur á vegum Körfu- knattleikssambandsins um landið og héldu námskeið. A þessum ferðum hafa fulltrúar KKÍ haft augnn opin fyrir hávöxnum krökkum og jafnvel skráð niður lítil börn hávaxinna foreldra upp á seinni tíma. Auknar vinsældir íþróttagrein- arinnar eru m.a. raktar þess er útsendingar frá keppni I banda- rísku körfuboltadeildinni NBA hófust á Stöð 2. Auk þess hefur KKI unnið að útbreiðslu íþróttar- innar m.a. með öflugu fræðslu- starfi. KKÍ leitar að stórum krökkum eins og áður sagði og hefur skipulagt æfingabúðir fyrir stóra krakka þar sem þeim er kenndur körfubolti, hreyfingar stórra manna í körfubolta og þeir sendir heim með æfingaáætlun til að geta æft sig sjálfir. Að sögn Péturs Sigurðssonar framkvæmdastjóra KKÍ hafa íþróttakennarar einnig verið beðnir um að benda á stóra krakka. „Við erum að leita að landsliðsmönnum framtíðarinnar. Við eigum bara tvo leikmenn sem eru tveir metrar í íslenska lands- liðinu. Okkur vantar leikmenn sem verða 2,05-2,07 metrar á hæð.“ Pétur segir að hafi hávaxn- ir strákar og stelpur áhuga á að taka þátt í æfingabúðum þá eigi þau endilega að hafa samband við KKÍ. Körfubolti í Kolaportinu Tuttugu körfuboltavellir fyrir götubolta hafa verið settir upp í nýja Kolaportinu. NBA-götubolta- mót, sem stendur til 2. nóvember, hófst þar í gær og fer keppni fram á hverju miðvikudagskvöldi. Keppt verður í fjórum aldurs- flokkum karla og kvenna með fyrirkomulaginu þremur á þrjá. Fyrirhugað er að vellimir verði leigðir út á þeim dögum sem ekki er starfsemi í Kolaportinu. Að sögn framkvæmdastjóra KKÍ, Péturs Hrafns Sigurðssonar, hefur orðið 25% aukning á þátt- Hrefnu- kjötið rann út „ÞAÐ ER búið að vera gífurlega góð sala á hrefnukjötinu. Eg hefði ekki trúað þessu að óreyndu,“ sagði Ragnar Hauks- son hjá Fiskbúð Hafliða, um viðbrögð viðskiptavina við sölu fyrirtækisins á hrefnukjöti. Hrefnan flæktist í netum við Eldey í fyrradag. Ragnar sagði að hrefnukjötið væri að verða uppselt. Það yrði hugsanlega smávegis eftir í dag. • Um 1.200-1.400 kíló af kjöti fengust af hrefnunni. Ragnar sagði að margir hefðu keypt sér smábita til að smakka, en þó nokkuð margir hefðu keypt hrefnukjöt til að birgja sig upp. Menn hefðu keypt allt upp 1 15 kílóa bita. Ragnar sagði að það færi ekki á milli mála að góður markaður væri fyrir hrefnukjöt hér á landi. Hann sagðist gjarn- an vilja fá meira af þessu kjöt til sölu. Víða er að finna brennandi áhuga á körfubolta á meðal barna og unglinga. Morgunblaðið/Sverrir Kolbeinn Pálsson, formaður Körfuknattleikssambands ís- lands, reyndi körfurnar í nýja Kolaportinu. töku félagsliða í Islandsmótinu í körfubolta sl. fjögur ár. „Það hef- ur orðið algjör sprenging í karla- flokki. Við erum með 63-64 lið sem taka þátt í meistaraflokki karla og það er jafnmikið og í fótboltanum. Svo eru sum lið bara með yngri flokka,“ segir Pétur. Körfuknattleikssambandið hef- ur haldið 35 námskeið oggötu- boltabót um allt land í sumar fyr- ir krakka 12 ára og eldri og sam- hliða þeim þjálfaranámskeið. Að sögn Péturs hafa tæplega 900 börn tekið þátt í námskeiðunum og um 60 manns fengið þjálfara- fræðslu. Um síðustu helgi komu sigurlið úr götuboltanámskeiðun- um af öllu landinu saman í Laug- ardalshöll og kepptu þar til úr- slita. Leikskólar fá körfur Forsvarsmenn KKI hugsa mörg ár fram í tímann. Til þess að vekja áhuga á körfubolta hjá yngstu börnum landsins hefur sambandið gefið öllum leikskólum körfu- boltaspjald og körfuboltakörfu í samvinnu við markaðsnefnd mjólkuriðnaðar. Pétur segir að spjöldin og körfurnar fari í um 220 leikskóla um allt Iand, um 70 í Reykjavík og 150 út á land. Þegar er búið að dreifa þeim í Reykjavík. Hann segir að fóstrur taki mjög vel í þetta og að með þessu aukist möguleikar á að efla hreyfiþroska barna. Launahækkun án breytinga á launatöxtum SAMNINGAR tókust í fyrrinótt milli FÍH og samninganefndar ríkis- ins og hefur verkfalli verið frestað, en það átti að hefjast í gær. Samn- ingarnir gera ekki ráð fyrir beinum launahækkunum í formi hæ'kkaðra launataxta, hins vegar er í þeim tekið tillit til kostnaðar sem hljóm- listarmenn hafa af vinnu sinni s.s. vegna hljóðfæra og fatnaðar. Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, sagðist vera þokkalega sáttur við niðurstöðuna og sagðist ætla að mæla með því að samningarnir verði samþykktir á fundi FÍH á morgun. „Ég tel að miðað við þær aðstæður sem eru i þjóðfélaginu höfum við náð viðunandi samningi. Samningurinn er ekki til langs tíma þannig að. við ættum að geta náð í skottið á öðrum ef aðstæður breyt- ast.“ Björn vildi ekki svara því hvað samningurinn fæli í sér miklar launahækkanir. Hann sagði að launataxti breyttiit ekki, en greitt yrði fyrir kostnað sem hljómlistar- menn bæru vegna tónlistarflutn- ings. Borgað yrði fyrir notkun á hljóðfærum og fyrir fatnað á sýn- ingum. Þá væri yfirvinnutími færð- ur til ^amræmis við aðra launþega, en fram að þessu hefur yfirvinna Helgi Ass í ELLEFTU umferð heimsmeist- aramóts skákmanna 20 ára og yngri, sem haldið er j Matinhos, Brasilíu, sigraði Helgi Áss Grétars- son Georgiev frá Búlgaríu. Helgi hafði svart. Búlgarinn beitti Evans-bragði, sem byggir á því að hvítur fórnar peði í byijuninni fyrir sóknarfæri. Helgi „fórnaði" peðinu fljótlega til baka og náði örlítið betri stöðu. Helgi tefldi svo miðtaflið af vand- virkni og knúði Búlgarann til upp- gjafar eftir 44 leiki, en þá hafði Helgi þremur peðum meira. Ónnur helstu úrslit voru: Mariano - Sofía Polgar 0-1, hljómlistannanna hafist klukkan 19. Samningurinn er til þriggja mánaða og framlengist sjálfkrafa til þriggja mánaða í einu ef honum er ekki sagt upp. Þungu fargi af okkur létt „Það er þungu fargi af okkur létt að þessir samningar skuli hafa tekist. Þessi deila stefndi málum hér í mikla hættu. Það var ekki bara óperan sem var í hættu heldur meira og minna sýningarnar í vet- ur. Við gleðjumst því yfir því að það skuli hafa náðst samningar, en menn eru kannski aldrei fyllilega ánægðir með samningana þegar upp er staðið,“ sagði Stefán. Stefán sagði að samningarnir hefðu í för með sér talsverð útgjöld fyrir Þjóðleikhúsið. Hann sagði óljóst hvað útgjaldaaukinn væri mikill. Samningarnir næðu til margra þátta og væru mjög flókn- ir. Stefán sagði að Þjóðleikhúsið myndi bera þessi auknu útgjöld. Á morgun verður haldinn fundur í FÍH þar sem samningarnir verða kynntir og bornir undir atkvæði. Verði þeir felldir hefst verkfall að nýju sem að öllum líkindum raskar frumsýningu á óperunni Valdi ör- laganna á laugardag. Um 450-550 félagar eru í FÍH. í 2.-7. sæti Vescovi - Spangenberg V2-V2, Iordanescu - Gabriel 0-1 og Kum- aran - Miludanovic (ólokið, vænleg biðskák á Kumaran). Helgi er því í 2.-7. sæti ásamt Mariano, Filippseyjum, Sofiu Polg- ar, Ungveijalandi, Vescovi, Brasil- íu, Gabriel, Þýskalandi, og væntan- lega Miludanovic, Júgóslavíu, þ.e. ef hann tapar biðskákinni. Öll eru þau með Vh vinning. Englending- urinn Kumaran verður því væntan- lega einn efstur með 8 vinninga, þ.e. ef hann vinnur biðskák sína við Miludanovic, ef Miludanovic nær jafntefli verður hann einn efst- ur. Kært fyrir brot á banni við áfengisauglýsingiim AUGLÝSING frá Viking Brugg hf, sem birtist í Pressunni 30. júní sL, hefur verið kærð til lögreglunn- ar í Reykjavík og telur kærandinn, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, að aug- lýsingin bijóti í bága við ákvæði áfengislaga þar sem áfengisaug- lýsingar séu bannaðar. „Það er bannað með lögum að auglýsa áfengi en svo er farið í kringum bannið villt og galið og er þá ástæða til að hafa lög sem engum dettur í hug að fara eftir? Mér fannst ástæða til að athuga það og hvernig kerfið tæki á svona málum,“ sagði Sigurbjörg í sam- tali við Morgunblaðið. í 4. mgr. 16. greinar áfengislaganna segir að áfengisauglýsingar séu bannað- ar. Á auglýsingunni sem kærð var er mynd af líkama bijóstaberrar stúlku, sem heldur á flösku og freyðir úr stútnum sem ber við nakinn nafla. Yfir þvera myndina er áletrunin: Freyðandi fullnæging. I hægra horni auglýsingarinnar er firmamerki fyrirtækisins Viking brugg en bjórtegundir þær sem fyrirtækið framleiðir eru hvergi nefndar á nafn. í kæru Sigurbjargar til lögregl- unnar í Reykjavík kemur einnig fram að hún telji a.m.k. umdeilan- legt hvort auglýsingin bijóti í bága við gildandi reglur um klám og siðferðiiegt velsæmi. Sigurbjörg sagði við Morgunblaðið að sér hefði fundist auglýsingin einnig gefa til- efni til þess að þetta yrði skoðað sérstaklega. Vekja athygli á firmanafni Hinn 30. júní birtist einnig í Eintaki auglýsing frá Viking Brugg sem er eins og Pressuaug- lýsingin að öðru leyti en því að þar ber freyðandi flösku við klæðalaus- an karlmannslíkama. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa vitað af þeirri auglýsingu heldur aðeins séð þá í Pressunni. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur tekið skýrslu af Björgólfi Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra _ Viking Brugg vegna málsins. í samtali við Morg- unblaðið sagði Björgólfur að fyrir- tækið hefði leyfi til að framleiða áfengan og óáfengan bjór. Auglýs- ingunni hefði verið ætlað það eitt að vekja athygli á nafni fyrirtækis- ins og hann teldi fráleitt að fyrir- tæki í drvkkjarvöruframleiðslu gæti gerst brotlegt við bann við áfengisauglýsingum með því einu að auglýsa firmanafn sitt. Björg- ólfur sagði að auglýsingin hefði haft áhrif og hefðu viðbrögð flestra sem tjáð hefðu sig um hana verið jákvæð. -----» ♦.»---- Innbrot í Borg- arnesi BROTIST var inn í sex fyrirtæki í Borgarnesi á aðfaranótt þriðju- dags. Stolið var nokkrum tugum þúsunda króna í peningum og raf- magnstækjum. Málið er í rann- sókn. Fyrirtækin sem brotist var inn í voru Lúx hf., Skiltagerð Bjarna, Rafblik, Skóbúðin Borg, Veitinga- stofan hreiðrið og Fiskbúð Snorra. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Borgarnesi virðast innbrotsþjóf- arnir aðallega hafa verið að leita að peningum. Einnig var stolið rafmagnsmælítækjum úr Lúx og Rafbliki. Að sögn lögreglu urðu ekki mikl- ar skemmdir aðrar en þær sem alltaf hljótast af því þegar brotist er inn. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna innbrotanna. Málið er í rannsókn og hefur lög- reglan í Borgarnesi og Reykjavík og RLR samvinnu um hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.