Morgunblaðið - 15.09.1994, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 15. SEFTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fiskifræðingur um ástand þorskstofnsins við ísland að loknum seiðarannsóknum
Tilviljun ef góður
árgangur kemur
HÆFRÓ
Það verður að reyna að senda ykkur til hennar Jónu. Þetta er eitthvert kynlífsvandamál
hjá ykkur ...
*
Islenskur
söfnuður í
S-Noregi
Vestfirskur skelfiskur hf.
Einkaleyfi til
kúfiskvinnslu
BISKUP íslands hr. Ólafur Skúla-
son setur sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son í embætti sendiráðsprests ís-
lendinga við messu í Noregi í
kvöld.
Messað verður í Hövik-kirkju
og að messu lokinni verður kjörin
safnaðarstjórn.
Að sögn Ólafs Eggertssonar,
formanns íslendingafélagsins í
Osló, eru íslendingar í Suður-Nor-
egi ánægðir með að fá íslenskan
prest til þjónustu. I ár verður
hægt að halda íslenska jólamessu
og segir Ólafur að íslendingar
hafi þegar snúið sér til sr. Jóns
Dalbú og beðið um kirkjulega
þjónustu og sálgæslu. Ólafur taldi
að auðvelt yrði að koma upp
kirkjukór. Tveir kórar íslendinga
eru í Osló og þar er einnig íslensk-
ur organisti við nám, Þröstur Ei-
ríksson sem einmitt var organisti
Laugarneskirkju þar sem sr. Jón
Dalbú þjónaði.
Gildir frá
Öndverðarnesi
að Skagatá
VESTFIRSKUR skelfiskur hf. á
Flateyri hefur fengið einkaleyfi
sjávarútvegsráðuneytisins til
vinnslu á kúfiski sem veiðist á
svæðinu frá Öndverðarnesi að vest-
an og norður um að Skagatá. Leyf-
ið var gefið út í desember í fyrra
og gildir til ársloka 1994. Á sama
tíma fá ekki aðrir aðilar leyfi til
vinnslu á kúfiski sem veiddur er á
svæðinu.
Hafrannsóknastofnun vinnur nú
að rannsóknum á áhrifum kúfisk-
veiða á stofnstærð og viðkomu
skeljarinnar. Niðurstöður þeirra
rannsókna verða lagðar til grund-
vallar frekari leyfisveitingum til
veiða og vinnslu kúfisks á þessu
svæði. Haft verður til viðmiðunar
að Vestfirskum skelfiski hf. verði
tryggt leyfi ti! vinnslu þess magns
sem nauðsynlegt er til reksturs
verksmiðju fyrirtækisins á Flateyri
í fimm ár frá næstu áramótum.
Afla þarf vinnsluleyfa vegna
rækju, hörpudisks og kúskeljar.
Samkvæmt upplýsingum úr sjávar-
útvegsráðuneytinu þótti þessi leyf-
isveiting eðlileg og nauðsynleg í
ljósi þess að hér er um nýja vinnslu-
grein að ræða og veiðistofn sem
hefur nokkra sérstöðu. Kúskelin
er mjög seinvaxin og er talið að
meðalaldur skelja sé um 70 ár og
að þær geti orðið allt að 200 ára.
Miðin eru því lengi að endurnýja
sig og því eru þessar veiðar líkari
námagreftri en fiskveiðum þar sem
nýliðun er ör.
Heiðraður fyrir störf
hjá Cleveland Clinic
ÁSGEIR Theodórs,
sérfræðingur í melt-
ingarsjúkdómum,
verður heiðraður fyrir
störf sín sem varafor-
seti nemendasam-
bands Cleveland Clinic
háskólasjúkrahússins í
Ohio í Bandaríkjunum
á fundi sambandsins í
Cleveland nú í mánuð-
inum. Ásgeir hefur
gegnt þessu embætti í
fjögur ár og þann tíma
setið í stjórn Cleveland
Clinic Foundation.
Ásgeir hlaut þjálfun
í meltingarsjúkdóma-
Ásgeir Theodórs
fræðum og krabba-
meinslækningum í
meltingarvegi við
Cleveland Clinic, og
sneri þaðan aftur heim
til íslands 1981. Hann
er yfirmaður speglun-
ardeildar í íneltingar-
sjúkdómum á Borgar-
spítalanum og starfar
sem meltingarsjúk-
dómasérfræðingur hér
á landi.
Undanfarna mánuði
hefur hann starfað á
meltingarsj úkdóma-
deild Cleveland Clinic
Foundation og unnið
að rannsóknum á krabbameini í
ristli og endaþarmi.
Ásgeir hefur verið varaforseti
nemendasambands Cleveland Clinic
í fjögur ár. Hann hefur verið full-
trúi Evrópulanda, Ástralíu, Nýja
Sjálands og Suður-Afríku. Er hann
hlaut kjör í embættið beitti hann
sér fyrir stofnun íslandsdeildar
samtakanna, en um tíu íslenzkir
læknar hafa verið við nám og störf
við sjúkrahúsið. Jafnframt störfum
fyrir nemendasambandið sat Ásgeir
í stjórn sjúkrahússins, en annar ís-
lenzkur læknir, Guðmundur Odds-
son, sérfræðingur í hjartasjúkdóm-
um, tekur við stjórnarsetu af hon-
um.
Islandsdeild Amnesty 20 ára
Samviskufangi
í rúm ellefu ár
Mulugetta Mosisse
Islandsdeild Amnesty
International á 20 ára
afmæli í dag, fimmtU-
daginn 15. september. Af
því tilefni efna samtökin,
sem berjast fyrir verndun
mannréttinda, til fjöl-
breyttrar afmæiisdagskrár
til að vekja athygli á starf-
semi og markmiðum sínum.
Eitt atriðið á afmælishátíð-
inni er veggspjaldasýning í
myndlistarsal Hafnarhúss-
ins við Tryggvagötu. Við
opnun hennar talar Mulu-
getta Mosissa fyrrverandi
samviskufangi frá Eþíópíu.
Mosissa sat í 11 og hálft
ár í fangelsi vegna þjóðern-
isuppruna síns. Eiginkona
Mosissa sat níu ár í fang-
elsi. Fyrsta árið fæddi hún
son þeirra og eyddi hann
því tæpum níu fyrstu árum
ævi sinnar í fangelsi.
Mulugetta Mosissa segir að
Oromo-ættbálkurinn sem fjöl-
skyldan tilheyrir hafi um aldir
búið við kúgun í heimalandi sínu.
„Ekki minnkaði kúgunin þegar
kommúnistar komust til valda
árið 1974. Ofsóknirnar urðu blóð-
ugri. Þúsundir voru teknar af lífi
og líkin voru látin liggja á götun-
um. Tilgangurinn var að hræða
fólk frá því að taka þátt í póli-
tískri starfsemi. Ég tók ekki þátt
í ofbeldi. En barðist í orði fyrir
frelsi og jafnrétti fólks míns.“
Hvernig bar handtöku þína að?
„Einn dag árla morguns í fe-
brúarmánuði árið 1980 réðust
vopnaðir menn fyrirvaraiaust inn
á heimili mitt. Eiginkona mín
hafði farið í heimsókn til fjöl-
skyldu sinnar. En þeir tóku mig
með valdi og færðu mig til yfir-
heyrslu. Þeir vildu að ég játaði á
mig ofbeldisverk á vegum vopn-
aðra samtaka OLF og pyntuðu
mig látlaust andlega og líkam-
lega. Þarna var mér haldið í stöð-
ugum ótta og án annarrar fæðu
en matarleifa í 10 mánuði. Eftir
það var í fluttur í annað fangelsi
í höfuðborginni Addis Ababa.
Fyrir utan líkamlegar og sálarleg-
ar pyntingar voru aðstæðurnar í
fangelsinu hræðilegar. Tuttugu
og fjögur herbergi voru yfirfull
af fólki. Yfír 30 manns voru í
hverju herbergi, allt frá 13 ára
unglingum upp í gamalmenni, á
um 16 fm fleti. Húsnæðið var
skítug og stöðugur fnykur í loft-
inu. Enga læknisþjónustu var að
fá og einu tengslin við umheiminn
fyrstu sex árin matarsendingar
frá skyldmennum.*1
Voru pyntingar kerfísbundnar?
„Þær gátu komið hvenær sem
var. Fólk var jafnvel
vakið upp á nóttunni
og líflátið. Ég man eft-
ir mörgum hræðilegum
atvikum. Einn félagi
minn lét til að mynda lífið eftir
að verðirnir höfðu bundið hann
upp á fótunum, lamið hann og
að lokum skilið eftir til að fá sér
kaffi. Ég minnist alltof margra
óhugnanlegra atburða á borð við
þennan. Engu að síður hélt ég í
vonina um að ég myndi losna
fyrstu sjö árin. Einn dag héldum
við líka að komið væri að því.
Skyndilega voru kölluðu upp nöfn
fólks til að fara annað. Við vorum
viss um að fólkinu yrði sleppt.
En svo var ekki. Ekkert þessa
fólks fannast aftur. Það var líflát-
ið. Eftir atburðinn gaf ég upp
vonina um að ég yrði nokkurn
tíma látinn laus eða þangað til
eiginkonu minni var að lokum
sleppt eftir 9 ára fangavist. Ég
öðlaðist nýja von þegar ég frétti
að hún væri farin að vinna í mál-
►Mulugetta Mosisse er á
fimmtugsaldri. Hann er hag-
fræðingur frá háskólanum í
Addis Ababa og var háttsettur
embættismaður í matvæla-
stofnun á vegum eþíópíska rík-
isins þegar hann, Namat Issa
eiginkona hans, og hundruð
aðrir úr Oromo-ættbálknum,
voru teknir höndum í febrúar-
mánuði árið 1980. Hópurinn
var grunaður um að hafa tek-
ið þátt í ofbeldi á vegum vopn-
aðra frelsissamtaka Ormo-
ættbálksins, OLF. Sönnunar-
gögn hafa ekki fundist. Eigin-
konu Mosissa, sem starfað
hafði í utanríkisráðuneyti Eþí-
ópíu, og ungum syni þeirra var
sleppt úr haldi í september-
mánuði árið 1989. Hann losn-
aði sjálfur úr haldi árið 1991.
Fjölskyldan býr nú í HoIIandi.
um mínum. Eftir rúm ellefu ár
var mér svo að lokum sleppt úr
haldi. Amnesty International
hjálpaði fjölskyldunni að komast
til Bretlands. Við komumst undir
læknishendur og okkur var veittur
stuðningur til að komast yfir af-
leiðingar andlegrar pyntingar. Nú
búum við í Hollandi.
Hafði ekki fjölgað í fjölskyldunni
þegar þú losnaðir úr fangelsinu ?
„Jú, eiginkona mín hafði verið
barnshafandi þegar hún var
hneppt í fangelsi og alið son
nokkrum mánuðum seinna. Raun-
ar munaði minnstu að mjög illa
færi því fæðingin virtist ekki ætla
að ganga eðlilega fyrir sig og
verðirnar neituðu að færa eig-
inkonu mína á sjúkrahús. Á end-
anum var hún þó flutt á sjúkra-
deild í nokkra klukku-
tíma og fæddi drenginn
þar. Eftir það dvaldist
hann 9 fyrstu ár ævi
sinnar í fangelsi með
móður sinni. Óvenjuleg og
óskemmtileg reynsla það.“
Viljið þið flytjast aftur til Eþíópíu?
„Við héldum í vonina um að
með nýrri stjórn árið 1991 myndi
ástandið batna. En svo reyndist
ekki vera. Ofsóknirnar halda
áfram og okkur er ekki vært í
landinu. Engu að síður viljum við
flytja til baka þegar okkur verður
óhætt. Þess vegna reynum við
eftir fremsta megni að stuðla að
einhvern tíma verði raunverulegt
lýðræði í landinu."
Mosissa opnar veggspjaldasýn-
inguna kl. 20.30 í kvöld. Kvik-
myndahátíð Amnesty hefst hins
vegar í Regnboganum á morgun,
16. september. Sýndar verða sjö
kvikmyndir, fimm leiknar og tvær
heimildarmyndir, og tengjast
myndirnar allar mannréttindum.
Tók ekki
þátt í ofbeldi