Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Akureyrarhöfn komið a framfæri við útgerðarmenn Smuguskipa
Skilar sér inn
í atvinnulífið
Morgunblaðið/Rúnar Þór
AKUREYRARHÖFN séð úr lofti, en hrundið hefur verið af stað
markaðsátaki til að kynna þá kosti sem höfnin hefur uppá að bjóða.
AKUREYRARHÖFN og ýmis fyrir-
tæki á Akureyrar hafa hrundið af
stað markaðsátaki til að kynna þá
kosti sem höfnin og bærinn hafa
upp á að bjóða, en m.a. er sjónum
beint að þeim fískiskipum sem eru
að veiðum norður í Barentshafí.
Þegar hafa nokkur skip sem verið
hafa þar að veiðum landað afla sín-
um á Akureyri og áhafnir farið
héðan til ýmissa áfangastaða.
„Við erum að koma höfninni á
framfæri sem alhliða þjónustu- og
vöruhöfn, en höfnin hér liggur vel
við þeim sem eru að veiða í Smug-
unni. Akureyrarhöfn hefur um tíma
tekið þátt í kynningarátaki ásamt
Reykjavíkurhöfn varðandi komur
skemmtiferðaskipa og það hefur
skilað góðum árangri. Komum
skemmtiferðaskipa hefur ijölgað,
það er aukinn áhugi virðist vera á
að sigla á norðlægar slóðir og við
njótum góðs af,“ sagði Einar Sveinn
Ólafsson, formaður hafnarstjómar
Akureyrar.
Ein með öllu
„Þegar mikil veiði er í Smugunni
munar um hvem dag, það hlýtur
að vera kostur að landa hér, fljúga
með áhafnimar til síns heima og
síðan geta menn keypt hér alla þjón-
ustu sem til þarf. Við segjum gjam-
an að Akureyri sé ein með öllu, hér
er gott sjúkrahús, flugvöllur sem
getur þjónað millilandaflugi, öflug-
ar verslanir, viðgerðarþjónusta fyrir
skip og veiðarfæri og landfræðilega
er höfnin mjög góð, menn þurfa
ekki að óttast vond veður," sagði
Einar Sveinn.
Fyrirtæki í samvinnu við Akur-
eyrarhöfn hafa tekið sig saman um
að kynna höfnina sérstaklega og
sagði Einar Sveinn ástæðuna þá
að efla atvinnulífíð. „Við vonum
auðvitað að þetta skili sér inn í
atvinnulífíð og þess vegna hafa
menn stilit saman strengina. Það
munu allir hafa af þessu hag,“ sagði
hann.
Sigurður RE hefur landað á Ak-
ureyri að undanfömu að sögn Ein-
ars Sveins og áhöfnin flogið suður
og þá kom Andvari úr Smugunni í
vikunni og landaði á Akureyri. Þá
hafa rækjuskip í einhveijum mæli
legið við bryggju á Akureyri meðan
áhafnir em í fríi heima. „Við emm
að fara af stað með kynningu á
höfninni og því sem bærinn hefur
upp á að bjóða, þetta er upphafið,
en við væntum þess að sjá aukna
umferð skipa, við ætlum okkur
stærri hlut,“ sagði Einar Sveinn.
Sala að-
gangskorta
að hefjast
SALA aðgangskorta fyrir næsta leik-
ár hjá Leikfélagi Akureyrar hefst á
morgun, föstudag, en þau gilda á
þijár sýningar vetrarins, Ovænta
heimsókn eftir J. B. Pristley sem
fmmsýnt verður á jólum, Á svörtum
fjöðrum, úr ljóðum Davíðs Stefáns-
sonar sem er leikgerð Erlings Sigurð-
arsonar sem hann hefur samið upp
úr Ijóðum Davíðs og félagið fmmsýn-
ir í tilefni aldarafmælis skáldsins frá
Fagraskógi og loks Þar sem Djöfla-
eyjan rís, leikgerð Kjartans Ragnars-
sonar á sögum Einars Kárasonar sem
fmmsýnd verður í lok marsmánaðar.
Auk fyrrnefndra sýninga mun
leikfélagið sýna á leikárinu þijú önn-
ur verk, Karamellukvömina, Barpar
frá síðasta leikári og GUÐ/jón sem
sýnt verður á kirkjulistahátíð en Við-
ar Eggertsson tók saman.
Miðasala er opin frá kl. 14-18
virka daga nema mánudaga og þar
em veittar allar upplýsingar um að-
gangskort á sýningar vetrarins, sem
veita 25% afslátt af almennu miða-
verði og kosta 3.900 krónur. Verð á
fmmsýningarkortum hefur einnig
stórlækkað en slíkt kort sem gildir
á þijár sýningar kostar 6.800 kr.
Kennarar vilja að
samið verði um
breyttan vinnutíma
Á AÐALFUNDI Bandalags kenn-
ara á Norðurlandi eystra, sem
haldinn var að Laugum í Reykjad-
al, var m.a. samþykkt ályktun þar
sem segir að tafarlaust þurfí að
ganga til samninga við kennara
um breyttan vinnutíma og hærri
gmnnlaun. Verði raunhæfar
samningaviðræður ekki komnar á
innan mánaðar verði efnt til vinnu-
staðafunda í skólum landsins.
Fjárveitingar verði
tryggðar
Þá var ítrekuð samþykkt 7. full-
trúaþings Kennarasambands ís-
lands frá apríl síðastliðnum, um
yfírfærslu á kostnaði af rekstri
grunnskólans til sveitarfélaga,
sem fyrirhugaður er 1. ágúst á
næsta ári, en þar var þess m.a.
krafíst að áður en til flutnings
kemur verði ríki og sveitarfélög
búin að tryggja fjárveitingar til
sveitarfélaga þannig að þau geti
staðið undir kostnaði af skóla-
starfí, að ekki dragi úr þjónustu
stoðkerfís skólanna, rekstrar-
gmndvöllur sérskólanna verði ör-
uggur og öll samnings- og lög-
bundin réttindi kennarastéttarinn-
ar og að einn viðsemjandi fari með
samningsumboð fyrir öll sveitarfé-
lögin sameiginlega.
Sveinbjöm M. Njálsson í Dalvík-
urskóla er formaður Bandalags
kennara á Norðurlandi eystra,
Brynhildur Þráinsdóttir, Hafra-
lækjaskóla, varaformaður en aðrir
í stjóm em Tómas Láms Vilbergs-
son, Glerárskóla, Rósa Dóra
Helgadóttir, Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar og Mannfreð Lemke,
Stóru-Tj amarskóla.
HAWCÚUNN
AAKUREVRI
„Undan oki kyn-legra hlutverka“
(Freeing Men and Woman, Freeing Boys and Girls)
Laugardaginn 17. september nk. efna kennaradeild og endur-
menntunarnefnd Háskólans á Akureyri til ráðstefnu sem ber
yfirskriftina „Undan oki kyn-legra hlutverka“- þjálfun samskipta
og sjálfstæðis hjá ungum sem öldnum.
Á ráðstefnunni verður m.a. Ijallað um kynhlutverk og fullorðna.
Einnig um það hvernig má með sérstakri þjálfun vinna upp þá
eiginleika sem börn eru svikin um í krafti kynferðis. Þannig er
gerlegt að stækka sjálfsmynd bæði stúlkna og drengja og gefa
þeim möguleika á fjölbreyttari eiginleikum heldur en kynbundnu
hlutverkin gera.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða þær Dr. Nina Colwill, sálfræðingur,
og Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri.
Tími: Laugardagur 17. september kl. 09.00-12.00 og 13.00-16.00.
Staður: Háskólinn á Akureyri, stofa 24, 2. hæð.
Verð: Ráðstefnugjald er kr. 1.000.
Skráning fer fram í afgreiðslu Háskólans á Akureyri
v/Þingvallastræti í síma 30900.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
SYSTKININ Olöf Þuríður og Pétur Þór, sem búa á Baldursheimi I í Mývatnssveit, voru að hjálpa til
við bústörfín og leika sér í sandkassanum heima við bæinn með litla bróður sínum, Bjarna Þór, I
gærdag. meðan fullorðna fólkið deilir um skólahaldið.
Sendinefnd kynnir niðurstöður
ÞRIGGJA manna sendinefnd
suðursveitunga í Mývatnssveit átti
í gær fund með menntamálaráð-
herra, Ólafi G. Einarssyni, um
stöðuna sem upp er komin í skóla-
málum í sveitinni. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins munu
nefndarmenn hafa fengið góðar
viðtökur í ráðuneytinu, en þeir
kynna sveitungum sínum niður-
stöður fundarins í dag.
Garðar Karlsson, skólastjóri
Grunnskólans í Reykjahlíð, hélt
fund í Skútustaðaskóla síðdegis í
gær með foreldrum og forráða-
mönnum bama úr suðurhluta Mý-
vatnssveitar, þar sem skólamálin
voru rædd.
Um 20 böm suðursveitunga
hafa ekki verið send í skólann í
Reykjahlíð og segjast foreldrarnir
nýta sér neyðarrétt sinn; bömun-
um sé boðið upp á of langan akst-
ur í og úr skóla, en á miðri leið
sé ekið fram hjá fullbúnum skóla
á Skútustöðum. Þar vilja foreldr-
amir að börnunum sé kennt, en
sveitarstjórn hefur ákveðið að færa
allt skólahald undir eitt þak í
Reykjahlíð.
o\ D/J x
'ov /y
BAR
OPIÐ:
miövíkudaga: 20:00 - 01:00
fimmtudaga: 20:00 - 01:00
föstudaga: 20:00 - 03:00
laugardaga: 20:00 - 03:00
sunnudaga: 20:00 - 01:00
Gyltunum slátrað
GYLTUNUM fímm sem fluttar
vom frá Noregi í éjnangrunarstöð
Svínaræktarfélags íslands í Hrísey
í fyrravetur hefur verið lógað.
Hræin voru í vikunni send með
skipi frá Akureyri áleiðis til Vest-
mannaeyja þar sem þau verða
brennd, en í sorpbrennslunni þar
er hæsta bræðslumark sem völ er
á hér á landi.
„Þær höfðu lokið sínu hlutverki,
sem var að ala grísi hér í stöðinni
og því luku þær með sóma, eignuð-
ust 118 grísi,“ sagði Kristinn Ama-
son umsjónarmaður einangrunar-
stöðvarinnar. Þeir bestu að mati
kynbótanefndar, 40-50 talsins,
verða valdir á næstu dögum til
áframhaldandi ræktunar.
-----» ♦ ♦-----
Opið hús
SAMTÖK um sorg og sorgarvið-
brögð verða með opið hús í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju í kvöld,
fimmtudagskvöldið 15. september
frá kl. 20.30. Vetrarstarfið er nú
að hefjast og aðalfundur verður
seinnihluta októbermánaðar.