Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
| S 1 E N s H A
K I Ö T B Ö K I N
II u n db ó k fy r r r
h j v (h a u i> ( ■ n d u r
NEYTENDUR
*
Islenska
kjötbókin
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA _ land-
búnaðarins hefur gefið út íslensku
kjötbókina, handbók fyrir kjöt-
kaupendur. Að sögn Guðjóns Þor-
kelssonar matvælafræðings hjá
RALA, verður bókin notuð til
kennslu í kjötiðn og matreiðslu, en
er einnig ætluð neytendum. Fyrst
um sinn verður bókin aðeins til
sölu hjá Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins þar sem hún kostar
3.400 krónur.
Bókinni er skipt i kafla um.
hveija kjöttegund sem seld er hér
á landi, nauta- dilka- svína- hrossa-
og fuglakjöt. Litmyndir eru af öll-
um hlutum skrokks og er hver
þeirra merktur tilvísunarnúmeri,
sem vísað er til þar sem það á við.
Á blaðamannafundi þar sem bókin
var kynnt, kom fram að tekið var
mið af erlendum sambærilegum
bókum, aðallega þeim sem gefnar
hafa verið út í Bretlandi og Banda-
ríkjunum.
RÚMLEGA þriðjungs verðmunur
er á hæsta og lægsta verði á
samtals átta algengum vöruteg-
undum er niðurstaða verðkönn-
unnar, sem gerð var sl. mánudag
í sjö stórmörkuðum á Reykjavík-
ursvæðinu.
Vörurnar sem settar' voru í
innkaupakörfuna að þessu sinni
teljast ekki allar til brýnustu
nauðsynja, en eru engu að síður
vinsælar á mörgum heimilum.
Blómkál, nautahakk, súkkulaði-
kex, Cheerios-morgunkorn, kók,
kaffi, ólífuolía og tannkrem
fékkst fyrir 1.689 kr. í Bónus í
Kópavogi en 2.291 kr. í Garða-
kaupum í Garðabæ. Munurinn
er 602 kr. eða 35,6%. Hátt verð
á nautahakki og blómkáli er
Garðakaupum einkum í óhag í
heildarniðurstöðunni. Aðrar vör-
ur í versluninni voru örlítið yfir
miðlungsverði.
Ekki gæðasamanburður
á nautahakki
Að nautahakkinu undanskildu
má fullyrða að umræddar vöru-
tegundir eru sambærilegar að
gæðum enda um sömu vörumerki
að ræða. í töflunni er verð á
nautahakki miðað við 1. flokk,
KULDAGALLAR
tyrir veiOimennl
SKÚLAGÖTU 51 SIMI: 91 - 11520 OG
FAXAFENI 12 SÍMI: 91 - 886600
Hvað kostar í litlu innkaupakörfuna?
X/x
Blómkál, 1 kg
Nautahakk, ‘
Frón súkkulaðikex, Marj
Kók, 2 Irtrar
Bónus, Kópa- vogi 10-11, Borgar- kringlunni Fjarðar- kaup, Hafnarf. Nóatún, Kópa- vogi Kjöt& fiskur, Mjódd Hagkaup, Kringl- unni Garða- kaup, Garðabæ
109,- 198,- 199,- 119,- 159,- 198,- 298,-
530,- 599,- 628,- 679,- 649,- 689,- 721,-
65,- 98,- 107,- 89,- 105,- 98,- 89,-
202,- 236,- 220,- 239,- 224,- 237,- 229,-
141,- 154,- 153,- 155,- 159,- 155,- 157,-
310,- 348,- 339,- 349,- 369,- 349,- 349,-
‘183,- 238,- 240,- 266,- 254,- 239,- 249,-
149,- 178,- 169,- 206,- 223,- 178,- 199,-
1.689,- 2.049,- 2.055,- 2.102,- 2.142,- 2.143,- 2.291,-
Merrild kaffi (meilemristet), 500 gr
ÓlífuolíaÍFIippo Berio, 0,51
Colgate tannkrem, bis mint gei, 100
Samtals
' Ólifuolían fékkst aðeins i 11 flöskum í Bónus. Samanburðurinn er m.v. 0,5 litra og er verðið i hér fengið með þvi deila verðinu í tvennt.
sem inniheldur 8-10% fitu. í
Fjarðarkaupum fékkst 2. flokks
nautahakk á 568 kr. kg., í Bónus
á 503 kr. kg. og í Hagkaupum
var hakk
úr naut-
gripa-
kjöti með
Kaffikorgur
mýkir húðina!
ÞAÐ MÁ nýta ótrúlegustu hluti. í
Svíþjóð geyma sumir kaffikorginn
fram á kvöld og nota hann þá til
að nudda með hendur og fætur.
Kaffikorgurinn á að mýkja húðina
eins og svokölluð „skrúbbkrem"
og þar með ættu einhverjir að
geta sparað þúsundir!
Kaupmannahöfn
Bílaleiga
fyrir út-
lendinga
í KJÖLFAR verðkönnunar á bílaleig-
um í Kaupmannahöfn síðastliðinn
fimmtudag hafði samband við okkur
Fylkir Ágústsson sem vildi benda
lesendum á annan möguleika en að
panta bílaleigubíl í gegnum íslenska
ferðaskrifstofu.
Bílaleigan Bo-biler leigir bíla sína
eingöngu útlendingum í Danmörku
og fær þess vegna bílana tollfijálsa.
Af þeim sökum hafa þeir náð verði
niður og að sögn Fylkis Ágústssonar
sem hefur leigt hjá þeim fararskjóta
er um að ræða góða bíla.
Sem dæmi má nefna að Opel
Vectra í viku kostar um tuttugu og
tvö þúsund krónur og VW Golf er á
nálægt nítján þúsundum. Sé Golf
tekinn á leigu í mánuð er leigan
nálægt sextíu þúsundum.
Innifalið er kaskótrygging, ótak-
markaður akstur og skattur.
fituinnihaldi frá 16-20% á 639
kr. kg.
Ekki fékkst ólífuolía í Bónus
nema í 1 lítra fiösku, sem kost-
aði 365 kr. Samanburðurinn er
miðaður við hálfan lítra og því
er verðið á olíunni í Bónus á
meðfylgjandi töflu fengið með
því að deila í með tveimur. Enn-
fremur er verð á nautahakki á
sama stað ekki miðað við verð-
merkingu heldur er dreginn frá
10% afsláttur, sem fæst af öllurtj
kjötvörum þegar greitt er vicl
kassa.
í öðrum verslunum en Bónus
og Garðakaupum var verðið á
bilinu frá 2.049 kr. til 2.143 kr.
og verðmunurinn þar 4,5%.
Ef borið er saman næst lægsta
verðið, 2.049 kr. í 10-11-búðinni
í Borgarkringlunni, og hæsta
verðið, 2.291 í Garðakaupum, er
verðmunurinn 11,8%.
Uppskriftin
Sætkökur að
hætti Skota
SKOSKAR krásir
hafa síðustu daga
staðið á hlaðborði í
Skrúði, Hótel Sögu, í
tilefni , af skoskum
dögum, sem hér eru
haldnir í samvinnu
Hótels Sögu, skoska
ferðamálaráðsins og
Flugleiða. Gestir
hafa m.a. fengið
tækifæri til að kynn-
ast skoskri menningu
og matargerðarlist,
en skoskum dögum
lýkur annað kvöld.
Matreiðslumeistar-
inn Stephen Johnson
frá veitingastaðnum
„The Buttery“ í
Glasgow hefur staðið yfir pottunum
á Hótel Sögu ásamt íslenskum
matreiðslumönnum Sögu og eldað
skoska rétti ásamt hinu sérstæða
„haggis“, sem lýkist einna helst
slátri á okkar vísu. Þá hefur skoska
sveitin „Scotia’s Hardy Sons“, auð-
vitað íklædd skótapilsum, séð um
tónlistina á meðan gestir snæða,
en sveit þessi spilar allt frá hefð-
bundinni þjóðlagatónlist yfir í nú-
tímatónlist með skosku ívafi.
Stephen Johnson lét okkur í té
uppskrift vikunnar að þessu sinni,
skoskar sætkökur, sem bornar eru
fram með kaffi.
Sætkökur
_______200 g ósaltað smjör______
100 g flórsykur
2 eggjarauður
MATREIÐSLUMEISTARINN Stephen Jo-
hfnson frá veitingastaðnum „The Buttery"
í Glasgow.
260 g hveiti
Hrærið saman flórsykur og
smjör þangað til að það er orðið
mjög létt. Bætið við eggjarauðun-
um, einni í einu. Bætið síðan við
hveiti og hrærið varlega saman.
Látið bíða í 20-30 mínútur. Stráið
hveiti á borðið. Hlutið deigið niður
í þijá parta og fletjið út. Stingið
það síðan út með hring í litlar
kökur.
Látið smjörpappír á bökunar-
plötu og raðið kökunum á, ekki
þó of þétt. Stillið ofninn á 170
gráður á Celcius og bakið í 15
mínútur. Takið kökurnar út úr ofn-
inum þegar þær eru orðnar ljós-
brúnar við endana og stráið yfir
með sykri. Látið kólna. Kökurnar
geymast eins og aðrar smákökur.
Þess má að lokum geta fyrir þá,
sem smakka vilja á lystisemdun-
um, að hlaðborðið í Skrúði er opið
í hádeginu í dag og á morgun kl.
12-14 fyrir 1.370 kr. og kl. 18-22
á kvöldin fyrir 2.130 kr.
Verðkönnun vikunnar
Átta algengar vörutegundir
létta pyngjuna mismikið