Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sonur Eds Kennedys í framboð Prividence. Reuter. PATRICK Kennedy, yngsti sonur Edwards Kennedy öldungardeildar- þingmanns, vann öruggan sigur í forkosningum demókrata á Rhode Island á þriðjudag. Komist Kennedy, sem er 26 ára, á þing í nóvember verður hann þriðji fjölskyldumeðlim- urinn sem þar verður, fyrir eru faðir- inn og fulltrúadeildarþingmaðurinn og frændinn Joseph Kennedy. Á þriðjudag voru forkosningar hjá demókrötum og repúblikönum í tíu ríkjum; Arizona, Connecticut, Maryland, Minnesota, New Hamps- hire, New York, Rhode Island,' Vermont, Washington D.C. og Wisc- onsin. Kennedy situr nú þriðja kjörtímabil sitt á ríkisþingi Rhode Island. Hann komst á þing er hann var 21 árs og varð sú kosningabarátta sú dýrasta í sögu ríkisins. Stjómmálafræðingar segja Kennedy hafa aðgang að mikl- um sjóðum vegna fjölskyldutengsla og að hann vonist til þess að sigra ' andstæðing sinn úr röðum repúplik- ana með dýrri og öflugri kosninga- baráttu. Reuter Deilumálin lögð til hliðar SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLOJ, takast í hendur á tónleikum sem efnt var til í Osló í fyrrakvöld í tilefni þess að ár er liðið frá því sögulegt friðarsamkomulag ísraela og PLO var undirritað í Washington. í hléinu und- irrituðu Peres og Arafat svokallaða „Oslóar-yfir- lýsingu" um að ísraelar og PLO leggi deilumál sín til hliðar á ráðstefnu með ríkjum sem hyggj- ast leggja fram 2,5 milljarða dala, 170 milljarða króna, í efnahagsaðstoð við sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Fundur með ríkjunum fór út um þúfur á föstudag vegna deilunnar um framtíð Jerú- salem-borgar. Búlgarska lögreglan finnur mikið magn geislavirkra efna sagt um hversu mikið magnið er fyrr en sérfræð- ingar hafa rannsakað efnin.“ Todorov sagði að í fyrra hefði kjarnorkumála- stofnunin vitað um 75 óskráð fyrirtæki þar sem geislavirk efni hefðu verið notuð. „Svo virðist sem í mörgum þeirra hafi efnin verið afhent til losunar eða flutt annað án heimildar frá okkur. Stundum vitum við um nýju staðina, stundum ekki.“ Todorov kvaðst hissa á vanþekkingu þeirra sem stálu þessum hættulegu efnum, þeir hefðu líklega verið berskjaldaðir fyrir geislavirkninni. BÚLGARSKA lögreglan hefur fundið 19 gáma sem innihéldu geislavirk efni, svo sem plúton, sesíum og strontíum, í tvéimur kjöllurum í Sof- íu. Lögregjan hefur aldrei áður fundið svo mikið magai af geislavirkum efnum í einu. Efnunum var annaðhvort stolið í Búlgaríu eða smyglað til landsins, að sögn búlgarskra dagblaða. Sex Búlgarir voru handteknir vegna málsins og lögreglan sagði að þeir væru „líklega viðvan- ingar“. Einn af gámunum, sem innihélt sesíum- 137^ var þúsund sinnum geislavirkari en eðlilegt er. I öðrum, sem var með plúton-239, var geisla- virknin 250-falt meiri en eðlilegt er. Lögreglan sagði að ekki væri vitað hvort hægt væri að nota plútonið í kjarnorkusprengjur. Furðuleg vanþekking Petar Todorov, yfirmaður öryggisdeildar kjarnorkumálastofnunar Búlgaríu, sagði að efn- unum hefði líklega verið stolið í Búlgaríu. „Hér á landi hafa geislavirk efni verið framleidd í litlu magni, einkum til nota í sjúkrahúsum," sagði hann. „Að öllum líkindum var þeim stolið frá búlgörskum iðnfyrirtækjum. Við getum ekki Enginn fylgdist með rat- sjánum Washington. Reuter. MAÐURINN, sem brotlenti lítilli flugvél við Hvíta húsið sl. mánudag, var drukkinn og líklega undir áhrif- um annarra fíkniefna. Hefur það komið fram við rannsókn málsins og einnig, að starfsmenn flugturns- ins á National-flugvellinum voru ekki að fylgjast með ratsjánum þeg- ar atburðurinn átti ,sér stað. Fullyrt hefur verið að flugmaður- inn, Frank Eugene Corder, hefði verið „mikið drukkinn" þegar hann brotlenti vélinni við Hvíta húsið en talsmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar sagði, að ekki væri aíveg ljóst hve mikið hann hefði innbyrt af áfengi. Þá hefðu fundist merki um, að hann hefði neytt kókaíns. Starfsmenn flugturnsins á Nati- onal-flugvellinum voru ekki að fylgj- ast með ratsjánum þegar Corder flaug flugvélinni að Hvíta húsinu. Var það fullyrt í dagblaðinu The Washington Post í gær og þess vegna vissu öryggisverðir forsetans ekkert um flugvélina fyrr en í þann mund að hún brotlenti. Sagði blaðið, að ástæðan hefði verið sú, að snemma morguns er umferð um flugvöllinn mjög takmörkuð vegna hávaða frá henni og því hefðu starfs- mennirnir brugðið sér frá. Sex létust þegar landgangur ferju brotnaði í Ramsgate Reuter RANNSÓKNARMAÐUR stendur í þeim hluta landgangs belg- ísku ferjunnar scm eftir stendur. Féllu á steyptan bakka Ramsgate. Reuter. SEX manns létust og sjö slösuðust þegar landgöngubrú út í feiju hrundi niður í bresku hafnarborg- inni Ramsgate í gær. Var fallið 18 metrar og undir steyptur bakki. Sænskur framleiðandi brúarinnar hefur sent sérfræðinga til að rann- saka hvað fór úrskeiðis en sams konar brýr hafa lengi verið notaðar áfallalaust í öðrum höfnum. Brúin, sem var yfirbyggð, er í nokkrum einingum og svo virðist sem festingar milli þeirra á einum stað hafi gefið sig. Voru 13 farþeg- ar í þeim hluta gangsins, sem féll niður, og létust fimm strax en sá sjötti á sjúkrahúsi. Hinir sjö slösuð- ust rnikið og einn alvarlega. Lagð- ist brúin saman við fallið og varð að nota tjakka til að ná burt látnu fólki og slösuðu. Brýrnar reynst vel Sænska fyrirtækið FEAB, sem framleiddi landganginn, hefur sent þijá sérfræðinga á vettvang til að fylgjast með rannsókn málsins en brúin var tekin í notkun i apríl sl. I-Iafa sams konar brýr reynst mjög vel og eru viðurkenndar af Lloyd’s. Trjóna dettur af þotu BOEING 747-þota missti tijónuna með öllum ratsjár- búnaði sínum í hagléljum í gær, en flugmönnunum tókst að lenda þotunni án teljandi vandræða í Zurich. Þotan er í eigu Korean Airlines og var á leiðinni frá Róm til Zurich, með 108 farþega, þegar óhappið varð. Hreyflar þot- unnar skemmdust einnig, en brugðust þó ekki. SPD tapar fylgi Jafnaðarmannaflokkur Þýska- lands (SPD) heldur áfram að tapa fylgi en Kristilegir demó- kratar sækja í sig veðrið, sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Fylgi jafnaðar- manna var 33% í síðustu vik- unni í ágúst, en var 34,2% í vikunni áður, samkvæmt könnuninni. Kristilegir demó- kratar (CDU) voru með 42,3%, en höfðu 40,3%. Fylgi Ftjálsra demókrata er 7,1%, ef marka má könnunina, en í síðustu fylkjakosningum hefur flokk- urinn verið undir 5%-mörkun- um og ekki fengið menn kjörna. Forseti Alsírs tekur áhættu LIAMINE Zeroual, forseti Als- írs, hefur tekið áhættu með því að sleppa nokkrum leiðtog- um íslömsku hjálpræðisfylk- ingarinnar (FIS) úr fangelsi, til að freista þess að binda enda á átökin í landinu. Tveir hæst settu leiðtogarnir voru settir í stofufangelsi en þrír fengu að fara fijálsir ferða sinna. Talið er að forsetinn vilji heíja samningaviðræður við samtökin, en starfsemi þeirra hefur verið bönnuð. Síðbúin máls- höfðun FJÖLSKYLDUR ísraelskra íþróttamanna sem biðu bana á ólympíuleikunum í Munchen 1972 ætla að höfða mál gegn þýska ríkinu og krefjast 40 milljóna marka, 1,7 milljarða króna, í skaðabætur. Palest- ínskir byssumenn réðust inn á dvalarstað ísraelsku íþrótta- mannanna, drápu tvo og tóku níu í gíslingu. Þýska lögreglan reyndi að bjarga gíslunum en þeir biðu allir bana í skotbar- dögum, auk fimm Palestínu- manna og lögreglumanns. Lögmaður fjölskyldnanna sak- aði lögregluna um að klúðra björgunartilrauninni. Barist í Búrúndí HERMENN og byssumenn börðust í gær og í fyrradag i einu úthverfa Bujumbura, höf- uðborgar Búrúndís, og emb- ættismenn sögðu að fimm byssumenn hefðu fallið í bar- dögum í bæ í grenndinni. Tal- ið er að þeir séu í hreyfingu öfgamanna úr röðum liútúa. Tútsar ráða lögum og lofum í her landsins og óttast hefur verið að blóðugt stríð blossi upp milli ættbálkanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.