Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Umhverfisfræðsla Leikþáttur fyrir grunn- skólabörn LEIKÞÁTTURINN Ruslaskrímslið verður frumsýnt í dag, fimmtudag, í Austurbæjarskóla, höfundur er Dagný Emma Magnúsdóttlr. Leik- þátturinn er ætlaður sem umhverf- isfræðsla fyrir grunnskólabörn á aldrinum 6-8 ára og er áætlað að verkið fari í sem flesta grunnskóla. Leikarar í Ruslaskrímslinu eru Davíð Þór Jónsson, Guðrún Marin- ósdóttir, Erling Jóhannesson, Björk Jakobsdóttir og Þorsteinn Bach- mann. Leikstjóri er Jónína Ólafs- dóttir. Söngstarf Kvenna- kórs Reykjavíkur að hefjast SÖNGSTARF Kvennakórs Reykja- víkur á nýju starfsári hefst nú senn að loknu annasömu sumri, en kór- inn fór sina fyrstu tónleikaferð til útlanda, á Nordiskt Forum í Finn- landi í ágúst sl. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir, raddþjálf- ari Björk Jónsdóttir sópransöng- kona og píanóleikari Svana Vík- ingsdóttir. Vetrarstarf kórsins hefst með—námskeiði hjá hinni þekktu Scala-söngkonu Eugeniu Ratti og mæta kórfélagar 7. september á sína fyrstu æfingu. .Vox feminae- hópurinn mun starfa áfram einu sinni í viku og tekur þátt í jólatón- leikum kórsins og eru þeir fyrirhug- aðir í byijun desember. Fullskipað er nú í kórinn og verður ekki hægt að taka inn nýja félaga að svo stöddu. Kórskóli Kvennakórs Reykjavík- ur verður starfræktur áfram í vetur og er hann ætlaður áhugasömum konum með litla eða enga reynslu af söngstarfi. Þar verður kennd raddbeiting, tónfræði og samsöng- ur, og hefst kennsla 13. september kl. 18.30. Söngkennari verður Mar- grét J. Pálmadóttir. Einnig mun skemmtikórinn verða starfræktur áfram, en hann er ætlaður konum sem áður hafa komið að söngstarfi og verða æfingar einu sinni í viku. Þar verður fyrsta æfing 13. septem- ber kl. 20. Leiðbeinendur verða Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Mar- grét J. Pálmadóttir. Síðast en ekki síst verður settur á fót Gospelhópur í léttum dúr og er hér um nýmæli að ræða í starfi kórsins. Þessi hópur er ætlaður konum með söngreynslu og lýkur starfinu með gospeltónleikum í des- ember. Æfingar verða einu sinni í viku, fyrsta æfing 13. september kl. 20. Söngkennari verður Margrét J. Pálmadóttir. Allar æfingar verða í nýja hús- næði Kvennakórs Reykjavíkur á Ægisgötu 7. I vetur verður einnig eftirfarandi söngstarfsemi í húsnæði kórsins: Einsöngsdeild; söngtímar, undir- leikur, ítalska, tónfræði og tón- heyrn, og Kórskóli Margrétar J. Pálmadóttur, ætlaður börnum á aldrinum 5-11 ára. Kennt verður í þremur aldurshópum. Innritun og fekari upplýsingar alla virka daga kl. 9-12 og 17-19. Titrandi myndheimur MYNDLIST Listasafn ASÍ MÁLVERK Þórdís Rögnvaldsdóttir. Opið alla daga (nema miðvikudaga) kl. 14-19 til 25. september. Aðgangur ókeypis. SU tæknilega útfærsla sem hver listamaður velur sér að vinna með er með vissum hætti tilvísun í þann veruleik, sem viðkomandi vill koma á framfæri. Klippitækni Matisse endurspeglaði áhuga hans á ríkulegum litum pappírsins, og „loftmálun“ Jackson Pollock var í raun ekki síðri mótun myndefnis en aðrar aðferðir, þó þess sæjust lítil merki, þegar málningin lenti á léreftinu undir þeim fjölbreyttu áhöldum, sem hann beitti við vinnu sína. Á sýningu sinni í Gallerí einn einn fyrir tveimur árum kom Þór- dís sterkt fram með þá aðferð, sem hún beitir enn og hefur þróað áfram í verkum sínum. Þessi fín- lega ásetning litanna í stuttum, þéttum pensilförum, er ákaflega tímafrek, og krefst þess að mynd- verkið sé í raun fullmótað þegar verkið er hafíð; en þegar einstök málverk eru skoðuð í heild sinni, kemur í ljós titrandi heimur, þar sem nokkur tilverustig virðast ska- rast í fletinum. Það hefur birt nokkuð yfir myndum Þórdísar frá síðustu sýn- ingu, og um leið hefur myndmálið orðið fjölbreyttara. Áður voru hús í meginhlutverki í myndunum, en nú eru myndefnin fjölskrúðugri, og inn í þau má lesa fleiri tákn- myndir, hvort sem það er ætlun listakonunnar eður ei; fiskar, fugl- ar og fiðrildi leika nú um fletina, sem og goðsagnalegar kvenverur og aðrir hlutir. í raun má tala um að í hveiju málverki megi finna þijú svið, sem vinna saman til að mynda eina heild. í grunni Jiverrar myndar er teikning af geometrískum formum eða öðrum óskyldum ímyndum eða mynstrum, en ofan á kemur síðan hin fígúratífa mynd; loks skapar ásetning litanna vissa hrynjandi með mis- munandi stefnu pensilfar- anna, sem taka mið af línuspili beggja þessara teikninga og tengja þessa þætti alla saman. Það er aðeins í vissri fjarlægð, sem áhorfand- inn getur notið þessa sam- spils mismunandi þátta, en gangi hann nær verk- unum leysast þau upp í fjölskrúðugt litaflæði, sem er ekki síður ánægjulegt að fylgja, einkum í bjart- ari myndunum. Þannig eru málverkin ekki aðeins sköpuð á mismunandi sviðum, heldur má einnig njóta þeirra á ólíkan hátt út frá því ferli þeirra. í þeim íjórtán málverkum, sem Þórdís sýnir hér, má greina þijú meginviðfangsefni. I nokkrum þeirra ríkir ákveðin glettni, t.d. „Meinhorn" (nr. 1) og „Flæði“ (nr. 3), þar sem segja má að lífið streymi fram; í öðrum virðist áherslan vera á táknræna þætti, eins og í „Land míns föður“ (nr. 10), „I hálfa gátt“ (nr. 14) og „Sáttmáli“ (nr. 9), þar sem móðir náttúra birtist í öllu sínu veldi. í enn öðrum verkum virðist lista- konan fyrst og fremst vera að athuga mögulega samþættingu forma og lita, mynsturs og þeirrar hrynjandi, sem þessi atriði ná að skapa, eins og í „Hendi“ (nr. 6), „Þríein" (nr. 12) og „Stóll" (nr. 13), þar sem segulsvið hringast um einfalt formið. Það er ánægjulegt að sjá á hvern hátt Þórdís hefur þróað áfram þau vinnubrögð, sem hún hafði áður tileinkað sér, og útfært hér í flóknari og áhugaverðari myndheim en áður. Slík framþró- un hlýtur að vera keppikefli hvers listamanns um leið og hún er það sem listunnendur vonast til að finna á hverri nýrri sýningu; er rétt að hvetja sem flesta til að líta inn á sýningu Þórdísar í Listasafni ASÍ. Eiríkur Þorláksson Leikfélag Fljótsdalshéraðs setur upp og sýnir Dagbók Onnu Frank Egilsstöðum. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs hef- ur ákveðið að setja upp og frum- sýna í mars á næsta ári leikritið Dagbók Önnu Frank í leikgerð Frances Goddrich og Alberts Hac- ketts, í þýðingu Sveins Víkings, endurskoðaðri af Stefáni Baldurs- syni. Æfíngar hefjast eftir áramót og hefur Guðjón Sigvaldason verið ráðinn leikstjóri. Óvenjuleg ráðning leikstjóra Að sögn Sigurborgar Kr. Hann- esdóttur, • formanns Leikfélags Fljótsdalshéraðs, var nokkuð óvenjulega að ráðningu leikstjóra staðið, þegar miðað er við áhuga- mannaleikfélag. Stjórn félagsins hafði valið þijú leikrit sem kæmu til greina og hafði hún samband við tvo leikstjóra og bauð þeim að leggja sína túlkun í leikverkin. Stjórnin valdi síðan úr efni .þeirra og ákvað að leita eftir samstarfi við Guðjón Sigvaldason. Það gekk eftir og hefur hann störf í byijun janúar við æfingar. Nú í haust verður sett upp dag- skrá tileinkuð Hauki Morthens, þar sem lögin hans verða leikin og sung- in. Mikið unglingastarf hefur verið hjá leikfélaginu, sérstaklega eftir að það setti upp Kardimommubæ- inn eftir Thorbjörn Egner á þarsíð- asta starfsári. Mikill ljöldi unglinga tók þátt í þeirri sýningu og hefur hópurinn mikinn áhuga á áfram- haldandi starfi og er jafnvel fyrir- hugað að stofna unglingadeild við félagið. Hugmyndir eru uppi um að unglingar setji upp og sýni leik- rit í haust:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.