Morgunblaðið - 15.09.1994, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
/
LISTIR
Ur hádrama
í grín og léttleika
Ábótinn og sígaunakon-
an Preziosilla í Valdi
örlaganna eru gerólíkar
persónur sem vita þó
báðar sínu viti. Elsa
Waage og Ingveldur Ýr
Jónsdóttir skipta með
sér hlutverki Preziosillu
og Viðar Gunnarsson og
Magnús Baldvinsson
eru í hlutverki ábótans.
HUGSJÓNAÓPERA hefur Vald ör-
laganna verið kölluð og höfundurinn
Giuseppi Verdi notaði það orð í bréfí
til vinar síns í Napólí. Þar sagði hann
að til væru „intenzione“-óperur og
aðrar með dúettum, skrauti og litlum
aríum. Þær gætu hentað stjömunum
í óperuhúsi bæjarins, en allra síst
vildi hann Vald örlaganna þar. Svona
voru ítölsk óperuhús gjarna, með
nokkrum stjömum en í meðallagi að
öðru Ieyti. Enda höfðu óperurnar
sjálfar gjarna örfá glanshlutverk sem
yfirskyggðu öll önnur. Aðalpersónur
voru helst kynntar í byijun, hver
með sinni aríu, og leiddar saman um
miðja sýningu. Verdi hafði aflagt
þennan hátt þegar hann samdi Vald
örlaganna. Hann var metnaðarfullur
og vann sífellt að því að bæta sig,
maður leikhúss og drama. Þar byijar
hann einmitt óhikað og formálalaust
í þessari óperu, elskendurnir Alvaro
og Leonóra hittast og markgreifinn
faðir hennar, sem vill ekki að þau
eigist, deyr af voðaskoti úr byssu
Alvaros. Áður bölvar hann dóttur
sinni og hún afneitar Alvaro í ör-
vinglan. Þar með skilja leiðir þeirra
tveggja og liggja ekki saman aftur
fyrr en í lokaatriðinu. Það á að ger-
ast mörgum árum seinna, eftir mikil
örlög og harðneskju.
Vegna þessa langa og sviptinga-
sama tíma sem líður í óperunni eru
atriðin mörg og ólík. Verdi segir
enda ýmsar sögur í einni; af ástum
og hatri Alvaros, Leonóru og Don
Carlo bróður hennar, af ábótanum
og munkum hans í klaustrinu, og
af almúga í stríði og friði. Verdi
sinnti stjórnmálum á Ítalíu, var ákaf-
ur þjóðernissinni, en gagnrýnir stríð-
ið í óperunni. Þar reynir hann að
fara að dæmi átrúnaðargoðs síns,
Shakespeares, og hefur sitt á hvað
alvarlegar glæsisenur og grín. Um
árangurinn sýnist sitt
hveijum, en óneitan-
lega hressir persóna
eins og sígauninn
Preziosilla upp á óper-
una. Hún ferðast um
með leikflokki Trabuc-
os og kemur öðru
hvoru fram á sviðið. í
Þjóðleikhúsinu er hún
ýmist sungin af Elsu
Waage eða Ingveldi
Ýr Jónsdóttur. Þær
voru í vikunni spurðar
um hlutverkið.
„Preziosilla er ein-
fari þótt hún sé leið-
togi og hrífi alla með
sér,“ segir Ingveldur.
Hún er skyggn og hef-
ur slíkt vald á fólki að
henni tekst að fá það
til að lofsyngja stríðið.
Ég held að í rataplan-
kórnum þekkta geri
hún í raun grín að
fólkinu. Hún veit að
þótt það missi aleig-
una og jafnvel líkams-
hluta fer það alltaf
aftur í bardagann. Það
er ekki hægt að halda
aftur af því frekar en
þar sem stríð geisar í
dag. Preziosilla er
slæg og óútreiknanleg
og mér finnst hún
ofsalega skemmtileg.
Henni er ekki ætluð
fallegasta músíkin, en
afar sterk og drífandi
melódía."
Ingveldur verður á Islandi á næst-
unni og kemur fram á tónleikum í
íslensku óperunni í október auk upp-
færslunnar í Þjóðleikhúsinu.
Elsa söng Jörðina í Rínargulli
Wagners í vor og segir hana hafa
verið alvitra eins og Preziosillu.
„Jörðin var einungis áhorfandi, en
Preziosiila nýtir vitund sína til að
hafa áhrif á fólk. Hún er raunsæ
sígaunakona og gengur stundum
langt í að gæða harðan raunveruleika
spennu. En mér fínnst hún ekki vera
stríðsæsingamanneskja. Raunar sést
að hún hefur gott hjarta og á til
hjálpsemi við þá sem eru í erfíðleik-
um.“
Elsa segir hlutverk Preziosillu
krefjast mikils raddsviðs
og styrks til að drífa
gegnum kórana. Sumum
finnist þeir svolítið rúss-
neskir og haldi að Verdi
hafi verið að koma til
móts við ráðmenn leik-
hússins í Pétursborg
sem pantaði óperuna.
Elsa býr á Ítalíu og
áformar þar tónleika
skömmu fyrir jól. Eftir
áramót syngur hún á
tónleikum í Þýskalandi
pg fyrir umboðsmann á
Italíu í vor. Hún segist
frekar vilja vera lausráð-
in en með fastan samn-
ing, tónleikaverkefni séu
farin að koma, en óperan
sé hennar uppáhald.
Ekki hreyft við
ábótanum
Verdi vandaði val á
efni ópera sinna, mynd-
aði sér skoðanir á sviðs-
setningu og gerði
strangar kröfur til úr-
vinnslu textans. Þar
kom Piave til sögunnar
og byggði Vald örlag-
anna á leikriti Spánverj-
ans Saavedra. Eins og
gengur í óperum þurftu
þeir Verdi að breyta
ýmsu frá upphaflega
leikritinu, sameinuðu oft
persónur og höfðu til
dæmis þijá menn í Don
Carlo, bróður Leonóru.
Smærri hlutverk sem þó ber eitthvað
á eru öll samsett, utan eitt. Það er
ábótinn, vís og mildur trúmaður, sem
tekur við Leonóru og veitir síðar
Alvaro athvarf í klaustrinu. Hann
sameinar þau að lokum, á sinn hátt.
Ábótinn er bassahlutverk og í
uppfærslu Þjóðleikhússins skipta því
með sér þeir Viðar Gunnarsson og
Magnús Baldvinsson. Viðar segir
Elsa
Waage
Magnús
Baldvinsson
VIÐAR Gunnarsson í hlutverki ábótans.
Morgunblaðið/Kristinn
INGVELDUR Ýr Jónsdóttir sem Preziosilla.
ábótann Iiðsinna Leonóru af fremsta
megni, líkt og hver prestur myndi
gera. í klaustrinu taki hann móti
örvingluðum, ljúfur og föðurlegur.
Máttur hans komi ekki síst fram í
lokin, þegar þau Leonóra knýi Alvaro
til að iðrast og biðja um fyrirgefn-
ingu.
Bassar og völd
Ábúðarmiklir prestar Verdis eru
ágætir kunningjar Viðars, hann hef-
ur sungið slík hlutverk í Nabucco og
Aidu. Þetta eru alvarlegir eldri menn
og spuming hvort Viðar þurfí ekki
að hrista af sér drunga bassans eftir
vinnu. Hann segist alltaf skilja vinn-
una eftir í leikhúsinu, annað dugi
ekki, því hann syngi mikið og fari
úr einni óperu í aðra kvöldið eftir. í
vetur syngi hann til dæmis í 15 upp-
færslum í ríkisóperunni í Wiesbaden.
Þar hefur hann verið fastráðinn í
íj'ögxir ár og Iýkur samningi næsta
haust. Eftir það fer hann til tveggja
ára að óperunni í Essen.
Magnús starfar líka í Þýskalandi
og byijar í janúar tveggja ára tíma-
bil við óperuna í Detmold. Þar hefur
hann verið í gestahlutverkum að
undanförnu og líkað vel. Hann er
eins og Viðar vanur þungum og al-
varlegum hlutverkum. „Ætli það sé
ekki meira mark tekið á djúpum
röddum,“ segir hann. Magnús segir
ábótann í Valdi örlaganna valdamik-
inn manh sem hefur heyrt og séð
allt. „Það er helst hann sýni mann-
lega hlið í samskiptum við Melitone.
Þá stígur hann af stallinum."
Skrif stofutækni!!
250 najwU-
Fyrir aðeins kr. 3.990,- á mánuði*
Skrifstofutækni er starfsmenntunarnám fyrir þá sem
vilja auka þekkingu sína og samkeppnishæfni og búa
sig undir krefjandi störf á vinnumarkaði.
Námsgreinar:
Bókfærsla
Tölvubókhald
Windows
Ritvinnsla
Töflureiknir
Gagnagrunnur
| Verslunarreikningur
Ekki fiika lengur - opnaðu þér nýja leið ílífinull!
Starfsmenntun - fjárfesting til framtíðar
o.
ti
Tölvuskóli íslands
Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66
’Upphœðer miðuð við jafnar afborganir í24 mánuði
Kvartett Shepps
sá magnaðasti
TONUST
Ilótcl Saga
ARCHIE SHEPP OG
KVARTETT OG TALA
TRÍÓ Á RÚREK-DJASS
Flytjendur: Archie Shepp tenór-
saxófónn og söngur, Richard Cle-
ment flygill, Wayne Dockery
kontrabassi og Steve McCraven
trommur.
Óskar Ingólfsson bassetthorn, Birg-
ir Bragason rafbassi og Steingrím-
ur Guðmundsson darbuka, tabla og
slagverk.
ARCHIE Shepp kvartettinn sló
síðustu hljómana á RúRek-djasshá-
tíðinni að þessu sinni. Shepp, sem
er 57 ára gamall, er ein af goðsögn-
unum í djassheiminum. Hann var á
sjöunda áratugnum einn af spor-
göngumönnum stílbijótanna i djassi
og þótti reiður og pólitískur tónlist-
armaður en hann hefur mýkst með
árunum. í Súlnasal lék kvartett hans
blús með örlitlum skammti af fönki.
Shepp blæs á afar óvenjulegan hátt
i saxófóninn og greinilégt er að hann
hefur ekki fulla stjórn'á tónmyndun-
inni. Stakkato getur hann ekki spilað
nema með því að bíta í blaðið. Þetta
helgast af því að Shepp varð fyrir
því óláni að missa tennurnar og
þurfti að láta smíða í sig nýjan góm
en það getur reynst afdrifaríkt fyrir
blásara. Skemmst er að minnast að
Chet Baker varð aldrei samur maður
eftir að hann missti tennurnar.
Shepp hefur þó unnið á meistaraleg-
an hátt úr vandanum og skapað sér
stíl sem er nokkurs konar blanda
úr Webster með hringöndun og Ad-
ams.
En Shepp er einnig frábær söngv-
ari. Hann jóðlaði C-jam blues og
Richard Clement, píanistinn sem
hljóp í skarð Horace Parlan, var sjóð-
.heitur. Wayne Dockery sló djúpa og
breiða hljóma á bassann og Steve
McCraven hélt öllu saman með
smekklegum trommuleik. Þetta er
einn magnaðasti djasskvartett sem
hingað hefur komið.
A undan kvartettnum lék Tala-
tríóið sem kom skemmtilega á óvart
með frumsaminni „heimstónlist" þar
sem áhrif frá arabískri tónlist voru
hvað mest áberandi. í Að heiman lék
Morgunblaðið/Kristinn
ARCHIE Shepp
Steingrímur Guðmundsson slag-
verksmeistari á darbuka og fyrir
hugskotssjónum svifu magadans-
mær um gólfið og bassetthorn Oskar
Ingólfssonar léði tónlistinni enn
frekar framandi blæ. Birgir nýtti sér
svokallaðan „harmonizer" til að
magna upp hljóðveggi. Einnig léku
þeir félagar eitt lag eftir Charles
Mingus. Prógrammið var greinilega
vel æft og tónlislin er einföld og
útúrdúralaus. Gott innlegg í RúRek
og vonandi að mönnum gefíst kostur
að heyra þessa tónlist aftur.
Guðjón Guðmundsson.
I
I
I
\
i
i
>
i
Í
i
í
t
i
i
l
i