Morgunblaðið - 15.09.1994, Page 30

Morgunblaðið - 15.09.1994, Page 30
Skeifunni 13 Reykjarvíkurvegi 72 Norðurtanga3 Reykjavík Hafnarfirði Akureyri 30 FIMMT.UDAGUR 1B. SEPTEMBER 1994 MORGUNBUAÐIÐ Stöðugt aukið úrval stöðugt lágt verð! Plasthillur á hjólum SlliÍiR Fataskápur 8.9UU jf. Vasahnífur »lr. Tágahúsgögn 2 sæta sófi 2 stólar og borð Hornsófi UÍJJ Jffi Gestarúm U.ÍJI ÉP. Holtagörðum Reykjavík MINNINGAR ASTA KRISTINSDÓTTIR + Ásta Kristins- dóttir fæddist 25. september 1925. Hún lést á Landspít- alanum 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Soffía Signr- jónsdóttir, f. 4.11. 1904, d. 9.2. 1979, og Kristinn Þor- steinn sjómaður, f. 10.5. 1904, d. 16.6. 1967. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Systk- ini Ástu eru Lilja, f. 1927, Hörður, f. 1929; d. 1959, og Þorsteinn, f. 1939. Ásta gift- ist 21.6. 1947 Kristni Olafi Karlssyni netagerðameistara, f. 10.11. 1921, ættuðum frá Isafirði. Börn þeirra eru Lilja, f. 1947, maki Þorsteinn S. Jóns- son og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn; Salóme, f. 1949, maki Hreiðar Júlíusson og eiga þau þijú börn og eitt barna- barn; Soffía, f. 1953, maki Guðni S. Ingvarsspn og eiga þau tvo drengi; Anna, f. 1955, dó nokkurra vikna; Sigríður Anna, f. 1957, maki Orn Svein- björnsson og eiga þau þijú börn; Ásta Kristín, f. 1959, maki Þorsteinn Heiðarsson og eiga þau þijú börn; Karl, f. 1961, maki Sólborg Steinþórs- dóttir og eiga þau tvær dætur. Útför Astu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag. MEÐ þessum orðum langar mig að minnast Ástu systur minnar, sem var mér svo kær, bæði sem systir og vinkona. Við áttum góða foreldra. Faðir okkar var mikið á sjónum, þegar við vorum börn, svo mamma hugsaði mest um uppeldið, eins og gengur með sjómannskon- ur. En hún gerði okkur æskuárin yndisleg. Hún var einkar söngelsk og músíkölsk og lét okkur syngja mikið og hún spilaði undir á orgel- ið sitt. Enda kunni hún ógrynni af gamanvísum og ættjarðarlögum. Ásta systir var líka fljót að læra, bæði textana og lögin, og var allt- af syngjandi sem barn og ungling- ur. Tvo bræður áttum við, Hörð og Þorstein. Hörður varð ekki nema 29 ára gamall þegar hann fórst með togaranum Júlí í aftakaveðri, við Nýfundnaland í janúar 1959. Það var öllum mikil sorg. Stenni bróðir okkar, eins og við kölluðum hann, er langyngstur, enda var hann í miklu uppáhaldi hjá okkur og er enn. Við sóttum mikið til Steinþóru ömmu og Sigurjóns afa, sem bjuggu á Unnarstígnum í Hafnarfirði. Þar var líka mikið sungið og spilað og oft glatt á hjalla. Þessar tíðu heimsóknir til þeirra höfðu mikil áhrif á sam- heldnina í fjölskyldunni. Þar hitt- umst við frændsystkinin mjög oft og leiddi það af sér sterk fjölskyldu- tengsl og vináttu sem aldrei bar skugga á. Við frænkurnar, Soffa, Svava og við systur, vorum mikið saman og byijuðum ungar í sauma- klúbb ásamt Laugu vinkonu okkar LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgrei&slufrestur. Fáið myndalistann okkar. 720 Borgarfirði eystra, simi 97-29977 og síðar bættust í hóp- inn Svana og Elsa, þegar þær giftust inn í fjölskylduna. Þetta hefur verið ómetanleg- ur vinskapur í gegnum árin. Æskuárin liðu og alvaran tók við. Ásta gekk í Flensborgar- skólann og varð gagn- fræðingur. Fór svo að vinna hjá Jóhannesi Gunnarssyni í vefnað- arvöruverslun í Hafn- arfirði og vann þar í nokkur ár. Svo fórum við systur til ísafjarðar á hús- mæðraskóla. En hún hafði þá kynnst tilvonandi eiginmanni sín- um, sem var frá ísafirði. Hann var þá nýfluttur til Hafnarfjarðar og setti þar upp netaverkstæði og hafði marga menn í vinnu. Pabbi fór að vinna hjá honum og var stolt- ur af. Sérstaklega man ég hvað mamma dáði Bóbó. Það var alveg sama hvað hann sagði, það var allt rétt og satt. Enda held ég að honum hafi líka þótt vænt um tengdamóður sína. Bóbó, eða Kristinn Ólafur Karls- son eins og hann heitir, og Ásta systir mín giftu sig 21. júní árið 1947 og voru búin að vera gift í 47 ár. Þau eignuðust sjö börn, sex dætur og einn son, en misstu eina dóttur nokkurra vikna gamla. Öll þessi börn eru vel af guði gerð og hafa reynst foreldrum sínum ein- staklega vel. Starf Ástu var mest innan veggja heimilisins, enda var fjöl- skyldan stór. En þegar börnin stækkuðu fór hún að vinna í Ás- mundarbakaríi. Þrátt fyrir það hafði hún tíma til að sinna félags- málum, einkum starfaði hún í Slysavarnafélaginu. Mestalla ævi var Ásta heilsuhraust, en fyrir nokkrum mánuðum fór að bera á sjúkdómi sem síðar kom í ljós að var ólæknandi. Þennan erfiða tíma var hún umvafin ástúð og um- hyggju fjölskyldunnar. Þau véku aldrei frá henni eftir að hún var orðin alvarlega veik. Einkasonurinn hennar hefur verið við vinnu úti á landi í allt sumar og rétt náði að koma til að kveðja móður sína áður en hún missti meðvitund. Nú þegar leiðir skilja er mér- efst í huga þakklæti til systur minnar fyrir allt það sem hún var mér í gegnum árin. Ég leitaði oft til hennar í mínum raunum og reyndist hún mér alltaf framúr- skarandi vel. Ég hugsa líka til Rúnu vinkonu hennar, sem reyndist henni svo vel, enda voru þær alla tíð sérlega samrýndar. Að síðustu vil ég votta Bóbó, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum innilega samúð mína. Guð blessi minningu systur minnar. Lilja. Mig langar til að minnast ömmu minnar, Ástu Kristinsdóttur, sem lést 6. september. Þegar ég var yngri fór ég oft til ömmu og afa þar sem stutt var á milli og spiluð- um við stundum á spil og höfðum gaman af. Amma var alltaf mjög þakklát og ánægð þegar hún fékk bréf frá mér þegar ég dvaldi í Bandaríkjun- um 1988-89, en þá skrifaði hún mér oft og sagði mér frá hvað væri að gerast hjá sér. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa og þau höfðu áhuga á því sem ég var að gera. Ég og amma gátum talað um allt milli himins og jarð- ar. Sem dæmi voru ferðalög sem við töluðum oft um, því okkur þótti báðum gaman að ferðast. Það var stundum sem við töluðum um staði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.