Morgunblaðið - 15.09.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 33
Nú hefur hann kvatt þennan
heim svo skyndilega, svo alltof fljótt
og eftir stöndum við sem þekktum
hann og nutum vináttu hans. Það
er horfinn stafur úr stafrófi tilver-
unnar og litbrigði hennar eru ekki
söm.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendi ég til Hörpu, Guð veiti
henni styrk í nútíð og framtíð.
Einnig vil ég votta fjölskyldunni
á Varmalæk og aðstandendum öll-
um samúð mína.
Guð geymi góðan dreng, vin og
félaga sem svo sannarlega kunni
að lifa lífinu lifandi.
Sigurður Björnsson.
Það vantaði eina rödd í kórinn
„Áfram ísland" á Laugardalsvellin-
um á miðvikudaginn 7. september
sl. þegar leikið var gegn Svíum.
Það var rödd vinar míns Jóhanns
Péturs Sveinssonar eða Jóa sem nú
heyrist ekki lengur. Og raddar hans
verður sárt saknað en Jói kom víða
við á leikvelli lífsins.
Jói var svo margt. Hann var ein-
lægur Skagfirðingur, lögmaður,
söngmaður, hestamaður, gleðimað-
ur, framsóknarmaður eins og þeir
gerast bestir og félagsmálafrömuð-
ur en þó minnist ég hans fyrst og
fremst sem vinar og félaga.
Það var fyrir tæpum 20 árum
að móðir mín Áslaug Sigurbjörns-
dóttir, hjúkrunarfræðingur, bað
mig að heimsækja einn sjúklinginn
sinn á Barnaspítala Hringsins.
Hann væri að lesa sömu bækurnar
og ég fyrir landsprófið og hann
væri hálfeinmana innan um öll þessi
smábörn. Fyrir áeggjan móður
minnar lét ég til leiðast og var það
upphafið að vináttu okkar Jóa og
síðar einnig frgenda míns og vinar
Ólafs Garðarssonar, vináttu sem
átti eftir að endast þar til yfir lauk.
Við áttum ógleymanlegar stundir
við undirbúning undir landsprófið.
Spurðum við hvor annan útúr og
þá gjarnan um smáatriði til að
reyna að klekkja hvor á öðrum.
Mér þótti nú samt alltaf skrítið
hvernig Jói gat lært innan um öll
þessi veiku smábörn með tilheyr-
andi gráti og hávaða. En það var
eins og Jói gæti alveg lokað sig frá
þessu.
Ég fann strax að Jói var skarp-
greindur, kappsamur og hafði þá
léttu og gáskafullu lund sem gerði
það að verkum að fundum okkar
fór sífellt fjölgandi á þessum árum.
Við þrír, ég, Óli og Jói, fórum að
vísu hver í sinn menntaskólann en
héldum alltaf góðu sambandi og
vorum svo samferða í lagadeildinni
og Óli og Jói stofnuðu fljótlega sína
eigin lögmannsstofu sem þeir hafa
rekið síðan.
Mér líður seint úr minni fyrsta
bíóferð okkar Jóa í Hafnarbíó. Lagt
var af stað frá Landspítalanum og
Jóa ekið í hjólastól. Myndin var
þess eðlis að hún var stranglega
bönnuð innan 16 ára en við þá
nýlega orðnir 15. Vandaðist nú
málið þegar í miðaafgreiðsluna var
komið og spurt um nafnskírteini.
Mér vafðist tunga um tönn en þá
sperrti Jói sig í stólnum og kvað
við snjallt. „Eg er 32 ára gamall
dvergur og þetta er sonur minn sem
ekur stólnum." Þetta dugði. Stúlkan
í miðaafgreiðslunni lét okkur um-
svifalaust hafa miðana.
Þessi saga hefur margoft verið
sögð til skemmtunar en hún er líka
táknræn fyrir það að Jói átti oft
eftir að koma að luktum dyrum.
Og Jói vissi að dyrnar lykjust ekki
upp af sjálfu sér. Hann var ófeim-
inn við að biðja aðra að hjálpa sér
og honum fannst það bara sjálfsagt
og skipaði vel fyrir enda var ávallt
vandræðalaust að hjálpa Jóa.
Hann yfirvann hvetja hindrunina
á fætur annarri. Hann tók bílpróf,
lærði að synda, tók stúdentspróf,
lögfræðipróf, gekk í hjónaband og
svo mætti áfram telja. Hann af-
sannaði með lífi sínu fjölda fordóma
gagnvart fötluðu fólki og var því
og öðrum sem hann hitti á lífsleið-
inni mikil hvatning. Ef ég var eitt-
hvað daufur í dálkinn sló ég gjarn-
an á þráðinn til Jóa og eftir að
hafa talað við hann hressan og
kátan, hvaða ástæðu hafði ég þá
til að vera dapur? Það var blátt
áfram óhugsandi.
Jóhann varð sjálfskipaður for-
ystumaður í samtökum fatlaðra og
hafði hann unun af félagsmálastörf-
um. Hann var einarður málsvari
þess að fatlaðir ættu að geta lifað
sem eðlilegustu lífi í þessu þjóðfé-
lagi og það ætti að gera ráð fyrir
þeim í hvívetna. Tröppum og öðrum
hindrunum var sagt stríð á hendur
og þá lá Jói ekki á liði sínu. í for-
ustusveit fatlaðra er höggvið stórt
skarð sem verður vandfyllt.
Jói var einstakur maður og fyrir
mig var það mikil gæfa að kynnast
honum, dýrmæt reynsla sem ég bý
að alla ævi. Ég sé fyrir mér kank-
vísa brosið, glottið og glampann í
augunum. Alltaf tilbúinn til að
gantast eða spjalla um allt milli
himins og jarðar.
Jói var gæfumaður á margan
hátt. Hann átti góða fjölskyldu,
foreldra og systkini, sem voru hon-
um bæði vinir og félagar. Það var
alltaf gott að koma að Varmalæk.
Þá var það mikið gæfuspor fyrir
Jóhann þegar hann kynntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Hörpu Ingólfs-
dóttur. Þau heimsóttu okkur hjónin
fyrir skömmu. Þau voru að vanda
hress og glöð í bragði, ræddu um
barnið sem var í vændum og fram-
tíðaráform sín um að byggja hús á
Varmalæk og flytja þangað. Á Jóa
var ekkert fararsnið.
Mér fannst það dásamlegt að þau
æsttu innan skamms von á barni og
að sama skapi ömurlegt og sárt að
þurfa að sætta sig við að Jói fái
ekki að sjá það.
Við Kristín sendum Hörpu og
móður hans Herdísi og systkinum
Jóa innilegustu samúðarkveðjur og
vonum að Guð styrki þau í mikilli
sorg.
Sigurbjörn Magnússon.
Það var mitt happ fyrir fimm
árum að fá að kynnast Jóhanni
Pétri Sveinssyni. Strax eignaðist
ég vináttu hans og traust. Betri vin
er ekki hægt að hugsa sér. Vinur
sem hlustar, vinur sem hjálpar, vin-
ur sem gleðst, vinur í raun. Allt
þetta og miklu meira átti Jói og
gaf með gleði.
Jói var leiðtogi, hann var höfð-
ingi, hann hafði svo margt til
brunns að bera og margt mátti af
honum læra.
Og nú er hann dáinn. Þvílík
skelfileg tíðindi.
Harpa mín. Ég votta þér mína
dýpstu samúð. Megi minningin um
góðan dreng sem elskaði þig og
dáði, verða þér, og barninu ykkar
ófædda, ljós um ókomna framtíð.
Móður hans, systkinum og öðrum
ástvinum sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Jóhanns Pét-
urs Sveinssonar.
Tryggvi Friðjónsson.
Kynni okkar af Jóhanni Pétri
Sveinssyni voru ekki aðeins
ánægjuleg, heldur einnig mjög
þroskandi fyrir okkur sem persón-
ur. Við lærðum það af Jóhanni að
vera þakklát fyrir það sem okkur
er gefið en vera ekki að væla undan
því sem okkur finnst á vanta.
Jóhann Pétur Sveinssn varð að
sækja nám af spítalastofu allt til
14 ára aldurs. En Jóhann sýndi það
hugrekki að mæta til skólavistar í
landspróf í Vörðuskóla og þaðan lá
leiðin í Menntaskólann við Hamra-
hlíð. Þar kynntumst við þessum
baráttumanni sem var ákveðinn í
því að ná æðstu metorðum í mennt-
un. Hann var óvenjulega drífandi
persóna sem átti létt með að hrífa
fólk með sér. Hann lauk mennta-
skólanámi á styttri tíma en flestir
aðrir. Þaðan lá leiðin beint í lög-
fræði í Háskólanum og síðan í fram-
haldsnám í Noregi.
Jóhann var félagslyndur maður
sem vildi alltaf hafa stóran kunn-
ingjahóp í kringum sig. Það leið
ekki langur tími frá þvi að við
kynntumst Jóhanni að við gleymd-
um fötlun hans. Oft vorum við
ósammála um skoðanir og þá vorum
við ekkert feimnir við að segja hvor
öðrum til syndanna. Er ekki að efa
það að Jóhanni líkaði það að kunn-
ingjar hans voru ekki að hlífa hon-
um neitt við skömmum. Enda náðu
menn alltaf fljótt sáttum og
gleymdu eijum.
Jóhann er af dugmikilli og merkri
fjölskyldu frá Varmalæk í Skaga-
firði. Við félagarnir áttum því láni
að fagna að fá að kynnast fjölskyld-
unni, því Jóhann bauð okkur oft
að koma norður með sér um Versl-
unarmannahelgar á árunum
1978-83. Þar kynntist maður því
frá hvaða meiði Jóhann er sprott-
inn, dugmiklu og vel greindu fólki.
Eftir því var tekið hve söngelsk fjöl-
skyldan er, sem á djúpar rætur í
lífsgleðinni sem einkennir hana.
Jóhann lét ekki sitt eftir liggja í
þeim efnum, því hann var um ára-
bil í Skagfirsku söngsveitinni.
Kynni okkar félaganna af Jó-
hanni og fjölskyldu hans auðgaði
okkur alla og mótaði á margan
hátt lífsviðhorf okkar. Við erum
þakklátir fyrir kynnin við hann. Við
sendum eiginkonu, móður og systk-
inum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Árni K. Bjarnason, Isak Örn
Sigurðsson, Þórður G. Möller.
Dauðinn kemur ætíð á óvart og
hann spyr ekki að aldri.
En þegar hann sækir heim ungan
mann á miðri starfsævi verður bara
spurt: Hvers vegna nú og hvers
vegna þú?
Þegar við skildum snemma morg-
uns eftir stjórnarfund norræna
bandalagsins í Finnlandi fyrir
nokkrum vikum voru kveðjuorðin:
„Við heyrumst." Við ætluðum að
halda áfram umræðunum um nor-
ræna samstarfið og hvað við þyrft-
um að gera til þess að fá norræna
stjórnmálamenn til að skilja sjónar-
mið okkar á því hvernig á að skapa
skilyrði fyrir því að hreyfihamlaðir
geti lifað eðlilegu lífi. Við vorum
líka að skipuleggja norræna þingið
sem verður haldið hér á íslandi og
þú varst fullur hugmynda um
hvernig það ætti að halda og hvern-
ig við ættum að halda upp á 50 ára
afmælið. Því miður, Jóhann, við
lukum aldrei þessum samræðum.
Jóhann Pétur.
Þú sast í stjórn Bandalags fatl-
aðra á Norðurlöndum frá 1988 og
varst formaður síðustu tvö árin.
En þú byijaðir löngu áður að taka
þátt í norrænni samvinnu á þessu
sviði.
Þú komst inn í stjórnina eins og
frískur vorvindur. Þú spurður nýrra
spurninga, þú komst með tillögur,
þú varst vítamínsprauta í norræna
samstarfinu. Þú komst með margar
hugmyndir um hvernig við gætum
bætt starfið og sem formaður fylgd-
ir þú þínum málum eftir af krafti.
Þú tókst snemma fyrir þörfina á
því að láta unga fólkið taka þátt í
starfinu og þú sást ætíð til þess að
fulltrúi þess var með á fundum
okkar. Annað mál sem þér var annt
um var réttaröryggi hreyfihaml-
aðra, sem í sjálfu sér þarf ekki að
koma á óvart með tilliti til starfs
þíns. Þú sást snemma að alþjóðlegt
samstarf væri mikilvægt fyrir
hreyfingu okkar og þú lést það oft
í ljós, ekki síst hjá samstarfsfélög-
um okkar á alþjóðavettvangi.
En Jóhann Pétur, þú varst ekki
aðeins fulltrúi Sjálfsbjargar í nor-
rænni samvinnu. Þú varst vinur og
félagi sem alltaf varst fús að ræða
málin. En þú gast líka hleypt fjöri
í þöglar samkomur með söng þínum
og löngum vinnudegi lauk oft seint
á kvöldin.
í starfmu hlífðir þú þér aldrei
og oft undruðumst við hvernig þú
megnaðir að sinna öllum verkefnum
þínum. Við héldum að þú hefðir sem
mottó í lífi þínu: „Lítið afl, rétt
notað, er mikið afl“ og þannig tókst
þér að ná markmiðum þínum.
Norrænu félögin, Dansk
Handicapforbund. Invalidforbundet
í Finnlandi, Norges handikapfor-
bund og De handikappades riksfor-
bund þakka þér fyrir það starf sem
þú vannst hreyfihömluðum. Þú
hlífðir þér aldrei. Þætti þínum
gleymum við aldrei.
Boo Fogelbei'g, framkvæmda-
sljóri Bandalags fatlaðra á
Norðurlöndum.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
AUÐBJÖRG SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
frá Hafurstöðum,
lést í Héraðssjúkrahúsinu, Blönduósi þann 13. september sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hólmfrfður Sigurðardóttir,
Sveinbjörn Sigurðsson, Svava Leifsdóttir,
Hafþór Sigurðsson, Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Hörður Kristinsson,
Hlíf Sigurðardóttir, Ólafur Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför föður okkar, tengaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS JÓNSSONAR,
Óslandi,
Skagafirði,
sem andaðist aðfaranótt 8. september sl., fer fram frá Viðvíkur-
kirkju laugardaginn 17. september kl. 14.00.
Margrét Kristjánsdóttir,
Þóra Kristjánsdóttir, Jón Guðmundsson,
Jón Kristjánsson, Margrét Einarsdóttir,
Svava Kristjánsdóttir, Pétur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA ALDÍS PÁLSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
fyrrum Austurbrún 2,
er lést 8. september sl. verður jarð-
sungin frá Langholtskirkju föstudaginn
16. september kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega af-
þakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofn-
anir.
Margrét Jörundsdóttir, Kristinn Sveinsson,
Karl Jörundsson, Valgerður Frímann,
Páll Trausti Jörundsson, Inga Indiana Svala Vilhjálmsdóttir,
Jórunn Jörundsdóttir, Geir Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og systir,
EDDA BORG STÍGSDÓTTIR,
1 Strom Terrasse 20 B
3046 Drammen,
Norge,
sem lést 7. september í sjúkrahúsi í Drammen, Noregi, verður
jarðsungin föstudaginn 16. september í Drammen.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag
íslands.
Magnús Óskar Magnússon,
Gerður Ósk Magnúsdóttir, Herdís Erla Magnúsdóttir,
Jóakim Magnús Tómasson,
Jón Stigsson, Heimir Stfgsson,
Dagbjartur Stígsson, Þórhallur Stígsson.
+
Útför ástkærs eiginmanns míns,
EINARS SKAFTA EYLEIFSSONAR,
bifreiðastjóra,
Laugarbraut 25,
Akranesi,
fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 16. september kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minn-
ast hans, er bent á Skógræktarfélag Akraness, tékkareikningur
nr. 7064 í Landsbanka (slands, Akranesi.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarns,
Guðný Erna Þórarinsdóttir.
+
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞORGERÐUR ÞORGILSDÓTTIR,
Rauðalæk 19,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 16. september kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar eru vinsam-
legast bent á Blindrafélagið.
Sigrún Jónsdóttir, Thorsten Folin,
Þorgrímur Jónsson, Guðrý Árnadóttir,
Hafsteinn Jónsson,
Bryndfs Jónsdóttir, Jón Björnsson,
Sigurður V. Sigurjónsson, Lilja Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.