Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ROSA
JÓHANNSDÓTTIR
+ Rósa Jóhanns-
dóttir fæddist á
Gjögri i Árnes-
hreppi á Ströndum
24. mars 1911. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Garð-
vangi í Garði 4.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jó-
hann Karl Hjáim-
arsson og Ragn-
heiður Benjamíns-
dóttir. Rósa fluttist
sem barn að Stóru-
Arvík í Kaldrana-
neshreppi. Réðst hún síðar ung
að árum í vist hjá Karli G.
Magnússyni lækni og konu hans
Elínu G. Jónsdóttur. Bjó hún
hjá þeim fyrst á Hólmavík, þá
í Keflavík og síðar í Reykjavík.
Fylgdi hún þeim ætíð og síðar
dóttur þeirra, Guðrúnu S.
Karlsdóttur og fjölskyldu henn-
ar, en dvaldi einnig síðustu árin
í Keflavík. Útför Rósu fer fram
frá Fossvogskapellu i dag.
VIÐ systkinin erum nú að sjá á
eftir miklum vini sem studdi við
bakið á fjölskyldu okkar alla tíð.
Hún var fóstra okkar. Þannig höf-
um við ekki aðeins átt góða for-
eldra, afa og ömmur; við áttum líka
hana Rósu sem vakti yfír velferð
okkar. Við viljum minnast Rósu
Jóhannsdóttur í nokkrum orðum.
Rósa átti oft við veikindi að stríða,
en bar ávallt höfuðið hátt og undi
sér ekki nema að geta tekið til hend-
inni. Hún fékk góða hvfld eftir langa
og farsæla ævi, en samt var eins
og lát hennar kæmi á óvart því hún
var vön að sigra.
Rósa fæddist á Gjögri í Ámes-
hreppi á Ströndum, en fluttist síðar
níu ára gömul á Stóru-Ávík í Kaldr-
ananeshreppi. Ung að árum gerðist
hún síðan ráðskona hjá afa okkar
og ömmu. Bjuggu þau fyrst í
Hólmavík, þá í Keflavík og síðar á
Ægisíðunni í Reykjavík, þar sem
við ólumst upp. Þannig var hún
ekki aðeins okkar fóstra, heldur
leit móðir okkar, Guðrún Sesselja,
ætíð á hana sömu augum og er
söknuðurinn mikill. Það var lengst-
um þannig á Ægisíðunni að Rósa
bjó niðri ásamt ömmu okkar heit-
inni og við uppi. Keflavík átti sterk
Eríklrvkkjur
Glæsileg kaífi-
lilaðlw)rð íallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
ísúna22322
FLUGLEIDIR
UéTEL LOFTLEIIIR
ítök í henni og svo fór
að Rósa flutti þangað
á gamals aldri og sett-
ist að á Suðurgötunni
þar í bæ, en í þeirri
götu hafði hún einmitt
búið með afa okkar,
ömmu og móður okkar.
Hana hafði lengi lang-
að að eignast eigið
heimili, en tengslin
voru svo sterk að hún
var oft langdvölum hjá
okkur á Ægisíðunni
áfram. En Rósu leið
líka vel í Keflavík og
átti þar góða vini og
systkini í nágrenninu. Síðustu árin
dvaldi Rósa á hjúkrunarheimilinu
Garðvangi í Garði.
Það eru mýmargar svipmyndir
sem aidrei fara úr huga okkar og
tengdar eru Rósu. Við ærsluðumst
út um allt hverfíð okkar og oftar
en ekki var Rósa hlaupandi á eftir
á inniskónum og með klútinn um
höfuðið. Svo kom það fyrir að kunn-
uglegur ilmur barst úr eldhús-
glugganum í kjallaranum. Þá hlup-
um við heim með vinahópinn í eftir-
dragi og Rósa rétti hverja pönnu-
kökuna af annarri út um gluggann,
brennheita með sykri. Þegar kvölda
tók settist hún á rúmstokkinn hjá
okkur, kenndi okkur vísur og sagði
sögur. Sumar voru af konungsson-
um og erindum þeirra við kotbænd-
ur, sumar af álfum og huldufólki,
en sveitin og gamli tíminn var Ieik-
sviðið. Rósu voru kærir gömlu góðu
dagarnir og sagði okkur frá þeim.
Allt verklag sem tilheyrði gamla
tímanum hafði hún á hraðbergi.
Hún sagði sögur af afa okkar sem
við sáum aldrei, en í sögunum henn-
ar sáum við löngu liðna atburði Ijós-
lifandi og fólkið okkar eins og það
leit út fyrir okkar tíð. Hún þekkti
okkur öll - sennilega betur en við
sjálf.
Rósa las mikið og hlustaði á út-
varp. Þess vegna var mikið frá
henni tekið þegar sjónin versnaði
fyrir nokkrum árum, en hún hafði
þokkalega heym og hlustaði á frétt-
ir og ýmsar frásagnir í útvarpi.
Athygli hennar var óskipt þegar
sagðar voru veðurfréttir og hún
fann til með sjómönnum þegar gerði
slæm veður. Hún fann líka til þegar
hún heyrði fréttir af slysum og bað
okkur að fara varlega. Rósa fýlgd-
ist vel með þjóðmálum og hafði oft
ákveðnar skoðanir á þeim. Stundum
rökræddum við um allt milli himins
og jarðar við Rósu. Hún varðist eða
sótti af hyggindum sínum. Hennar
skoðanir voru okkur svo mikilvæg-
ar. Oftast kom hún vitinu fyrir okk-
ur, en Rósa sá líka að við gátum
haft nokkuð til okkar máls og þá
varð hún kímin, sló á lær sér og
hló. „Ja héma, þetta unga fólk!“
sagði Rósa og umburðarlyndið var
handa okkur. „Ég vildi bara reyna
að leiðbeina ykkur,“ sagði hún. „En
kunnið þið þessa vísu?“ spurði hún
og skipti kankvís um umræðuefni.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A n sími 620200
+
Innilegar þakkir fyrir áuðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför stjúpföður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐBJARTS CECILSSONAR,
Grundargötu 17,
Grundarfirði.
Kristín M. Guðmundsdóttir, Guðbrandur Jónsson,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kristján B. Larsen,
Ingunn L. Guðmundsdóttir, Guðjón B. Baldvinsson,
Hraundis Guðmundsdóttír, Björn Oddsson
og barnabörn.
Og þá hlógum við öll og Rósa fór
með kviðlinginn. Hún hélt áfram
að leiðbeina okkur og það gerði hún
alla tíð. Hún snerist í kringum okk-
ur, fyrst sem lítil böm til að kenna
okkur muninn á réttu og röngu,
síðar til að þekkja muninn á sönnum
verðmætum og ptjáli. Seinna þurft-
um við að fylgjast með því að hún
færðist ekki of mikið í fang, því
hugurinn var oft á undan því sem
líkaminn áorkaði. Hún hjálpaði öðr-
um, en var ekki vön því að vera
hjálpað. Og hún var enn að hjálpa
til á Garðvangi. Hugsunin var skýr
þar til yfír lauk.
Rósa var sjálfstæð kona og lét
gott eitt af sér leiða. Hún var stolt,
fyrst og fremst fyrir hönd þeirra
sem henni þótti vænt um. Þess
vegna var hún eitt mesta lán í lífí
okkar og raunar fjölskyldunnar allr-
ar. Þannig var það ætíð að Rósu
leið ekki vel nema hún vissi hvar
við væram. Fæmm við í ferðalag
þurfí að láta Rósu vita strax þegar
heim var komið, annars leið'henni
illa og hafði áhyggjur. Það breyttist
ekkert þótt við yxum úr grasi og
enn síður þótt hún byggi ekki að
staðaldri hjá okkur seinustu árin -
fyrsta verk er komið var heim var
að hringja og láta Rósu vita. Þann-
ig var það líka til síðustu stundar;
Rósa fékk að vita að mamma og
við vomm hjá henni og hún þrýsti
hönd okkar.
Ef við bemm gæfu til einhverra
góðra verka í þessu lífí þá á Rósa
þar dijúgan hlut að máli. Við vitum
að guð geymir hana fyrir okkur.
Elín Vigdís Hallvarðsdóttir og
Einar Karl Hallvarðsson.
Strandir hafa margan góðan son-
inn og dótturina alið. Þar sem norð-
anstormurinn æðir upp á ströndina
og brotnar á björgum. Þar sem
vomóttin blíða bætir önd og þegar
nótt verður dagur.
Það fer ekki hjá því að náttúran
mótar að einhveiju leyti manninn.
Undir sterku látbragði leynist blíð-
an eins og opin und. Ein af þessum
dætmm landsins var Rósa Jóhanns-
dóttir.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Rósu og því fólki sem hún vann hjá
þegar ég kom til Keflavíkur ung
að ámm. Hún strauk bömum mín-
um kærleiksríkum höndum, því að
öll böm sem hún annaðist vom
hennar, slík var umönnunin.
Snemma á. ævinni kom hún á
heimili læknishjónanna Karls G.
Magnússonar og Elínar Jónsdóttur,
sem þá vom á Hólmavík, og vann
hún hjá þeim meðan þau lifðu. Þar
naut sín það hjálpareðli hennar sem
hún ól í bijósti og það fylgdi henni
meðan líf entist. Áð hjálpa öðmm
og gefa sérstaklega bömum var
hennar eðii.
Rósa giftist ekki og átti ekki
böm, en Guðrún dóttir læknishjón-
anna og bömin hennar vom Rósu
kæmst og stóðu henni næst. Ekk-
ert var ofgjört fyrir þau.
Seinustu sex árin dvaldist hún á
Garðvangi. Þar vildi hún líka gefa,
gefa starfsstúlkunum munngát,
„því þær em svo góðar við mig,“
var hún vön að segja, þegar ég
heimsótti hana. Ættingjum hennar
votta ég samúð mína.
Bjarnveig.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem íjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
SIGURJON
EINARSSON
+ Siguijón Ein-
* arsson, Neðri-
Mörk, Skaftár-
hreppi fæddist í
Mörk 21. ágúst
1902. Hann lést í
Heiðabæ, dvalar-
heimili aldraðra á
Kirkjubæjar-
klaustri, 7. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Einar Jónsson
bóndi í Mörk (f.
1871) og kona hans
Ásta Eiríksdóttir
(f. 1873). Systkini
Sigurjóns voru Eiríkur (f.
1906, d. 1971) og Steinunn
Ragnheiður (f. 1909, d. 1932).
Sigurjón stóð fyrir búi með
móður sinni og bróður í Mörk
um áratuga skeið. Hann er
einnig þekktur fyrir orgelleik
sinn við ýmsar athafnir í
Prestbakkakirkju á Síðu um
langan tíma. Sigurjón dvaldist
síðustu árin í Heiðabæ. Útför
hans fór fram frá Prestbakka-
kirkju 13. ágúst.
UM VORTÍMA vann fólk austur
á Síðu við að koma sér upp blóma-
garði og gróðursetja í hann tré.
Það vann undir stjóm garðyrkju-
konu, sem hafði verið fengin í
sveitina. Á bænum var tvíbýli og
var það annar bærinn, sem átti
garðinn. Því bættust nú hjálpfúsar
hendur. Maður á besta aldri kom
úr hinum bænum til að hjálpa.
Garðyrkjukonan leit stórt á sig,
hún kunni sitt fag, og lauk þeim
samskiptum svo að hún hellti úr
skálum reiði innar yfír manninn,
sem hvarf til síns heima. Skömmu
síðar bárust orgelhljómar út í fag-
urt vorkvöldið. Garðyrkjukonan
varð miður sín, þegar henni var
sagt hver væri að spila. Hvem
hafði hún verið að snupra? Sjálfan
kirkjuorganistann. Siguijón Ein-
arsson í Mörk, greindan mann og
listrænan, sem við erfiðari aðstæð-
ur en við þekkjum í dag hafði brot-
ist til þess að læra á órgelið.
Þegar hér var komið sögu bjó
Siguijón með Ástu Eiríksdóttur,
móður sinni, og Eiríki, bróður sín-
um. Steinunn, systir hans, hafði
látist úr berklum 1932 og Einar
Jónsson, faðir hans, lést ekki löngu
seinna. Einar og Ásta höfðu fyrst
búið á allri jörðinni, sem nú var
tvíbýli. Einar var maður hjálpsam-
ur og greiðvikinn og vildi allt fyr-
ir alla gera. Þetta sá fólk á næstu
bæjum og misnotaði sér greiðvikni
hans. Hábjargræðistíminn kom og
brakandi þerrisdagar. Einar var
sendur suður á fjörur. Þetta var
meira en búið þoldi. Ásta, kona
hans, sá að hveiju stefndi og leit-
aði til fólksins síns í
Mörtungu og með
hjálp síns fólks tókst
Eiríki Ólafssyni að
kaupa jörðina. Eiríkur
Ólafsson reyndist
Ástu besti vinur.
Ósjaldan gerði hann
sér ferð „vestur í bæ“
eins og það var kallað
og sat á baðstofupall-
inum og spjallaði við
Ástu og piltana, sem
hann nefndi svo, og
áttu þau sinn part í
jörðinni.
Fyrir tryggð við sitt
fólk bjó Siguijón allan sinn starfs-
aldur í Mörk, enda þótt hann væri
ekki fyrir búskap. Ásta, móðir
hans, lést seint á árinu 1960. Ei-
ríkur Ólafsson lést haustið 1971
og nafni hans í vesturbænum hálf-
um mánuði seinna. Þá var Sigur-
jón fluttur í nýtt hús, en ekki var
á allt kosið. Siguijón hafði næmt
auga fyrir fegurð. Trén, sem hann
hafði hjálpað til við að gróður-
setja, en ekki fengið neina óþökk
fyrir, skyggðu á fallega útsýnið
frá húsinu hans. Hann langaði til
að selja húsið og flytja til Reykja-
víkur, en var talinn frá því. Hann
vildi ekki fara á elliheimilið á
Klaustri, en fara heldur austur á
Höfn. Því fékk hann heldur ekki
ráðið. Hann dvaldist því í húsinu
sínu meðan kraftar entust, þar til
hann stálminnugur og með skýra
hugsun var fluttur á sjúkrahúsið
á Selfoss skömmu fyrir níræðisaf-
mæli sitt. Þaðan kom hann ekki
samur maður og var fluttur á
hjúkrunarheimilið á Klaustri. „Mér
hefur enn ekki tekist að hitta neinn
af mínu fólki,“ sagði hann, þegar
hann var kominn að Klaustri.
Gömlu húsin í Mörk hafa nú
verið jöfnuð við jörðu. Allt er for-
gengilegt. Dauðinn er fljót og lífíð
er strá, en nú gæti það ræst, sem
Siguijón þráði svo heitt, að fá að
hitta sitt fólk.
Mér heilsar nú ársól. Hún opnar mér hlið.
Ásjóna dagsins rís upp í gluggann, -
og brekkurnar líta brosandi við.
Bjargsvipir léttast. Þeir stijúka af sér
skuggann.
- Hafið er skínandi sjónanna svið,
þar sólfákur speglast með blóðdrifna tauma.
Heimurinn geymir mín heitstrengdu mið.
Handan býr Iandsýn gamalla drauma.
Það er einhvem bylgja, sem brýst mér í sál.
Hún beinist frá öllum jarðarálfum.
Mín innsta hugsun, hún á ekki mál,
en ósk og bæn, sem hverfur mér sjálfum,
- að senda hátt yfir heimsins sól
hljómkast af annarrar veraldar orðum,
- að standa upp fyrir alveldis stól,
þar eilífðar hirðin situr að brðum.
(E. Ben.)
Ragnhildur frænka.
INGIGERÐUR
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Ingigerður Þorsteinsdóttir
fæddist 17. maí 1923 að
Vatnsleysu I Biskupstungum.
Hún lést í Borgarspítalanum
25. ágúst síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Foss-
vogskirkju 2. september.
FYRIR rúmu ári, er Inga varð sjö-
tug, lét hún af störfum í erlendum
viðskiptum í Búnaðarbanka ís-
lands. Hún hlakkaði til að eiga
náðuga daga að loknu ævistarfí,
en annað var henni ætlað. Tók nú
við erfið barátta við sjúkdóminn
er að Iokum ,hafði: yfírhöndina. Á
kveðjustund er margs að minnast
frá liðnum árum með Ingú, Okkur
eru þó efst í huga þau skipti er
við gerðum okkur glaðan dag. Þá
naut Inga sín vel, var hrókur alls
fagnaðar og alltaf svo fín og vel
til höfð.
Inga var skapstór og mikil til-
fínningavera, en þó að yfirborðið
virtist stundum vera nokkuð
hijúft, sló undir hjarta úr skíra
gulli. Það vitum við sem kynnt-
umst henni best, því hún var ákaf-
lega raungóð og trölltrygg. Við
þökkum henni samveruna og send-
um hennar nánustu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk í erlendum
viðskiptum Búnaðarbanka
íslands.