Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ £ HASKOLABIO SIMI 22140 Sjáðu Sannar lygar í DTS Digital tiasKoiaoio Arnold Schwarzenegger, Jamie Lee Curtis og Tom Arnold koma hér í mögnuðustu spennu- og hasarmynd ársins. James Cameron magnaðasti spennumyndaleikstjóri okkar tima. Sýnd kl. 5, 6.30, 9 og 11.10. B. i. 14 ára. FJOGUR BRÚÐKAUP OG JARÐARFÖR BLORABOGGULLINN Jj/^our Wedditigs and a Funeral '. brGUDMi 0 AKUREYRI Guðdómlegur gleðileikur með Hugh Grant, Andie McDowell og Rowan Atkinson. Vinsælasta mynd Breta fyrr og síðar. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15. „Stórfyndin og vel gerð mynd, þrjár stiörnur" Ó.H.T. Rás 2. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. BLAÐIÐ-THE PAPER Dramatísk gamanmynd um ævintýralegan sólarhring á dagblaðinu The Sun í New York þar sem sannleikurinn lendir í harðri samkeppni við fjárhag blaðsins og eiginkonuna sem þolir ekki alla þessa yfirvinnu! Stórleikararnir Michael Keaton, Glenn Close, Robert Duvall og Marisa Tomei í nýrri mynd frá Ron Howard. Frumsýnd á laugardag. KIKA Ny mynd frá Pedro Almodóvar. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11.10. STÆRSTA BÍÓIÐ. I ALLIR SALIR ERU j FYRSTA FLOKKS. I SKÍÐAKAPPARNIR sem tóku þátt í öldungamótinu í Kerlingarfjöllum. Vel heppnað öldungamót í Kerlingarfj öllum NOKKRIR reykvískir áhugamenn um skíðaíþróttina stóðu fyrir skíðamóti í Kerlingarfjöllum í síð- asta mánuði. Þetta er í fjórða skipti sem mót þetta er haldið. Stefnt er að því að þetta verði í framtíðinni árviss viðburður í skíðalífí landsmanna. Skráðir-keppendur voru 43. Því er um að ræða eitt stærsta mót í fullorðinsflokkum, sem haldið er á íslandi 1994. Veður á mótsdag var eins og best verður á kosið, sól og blíða. Skíðafæri var með miklum ágætum, sem best má sjá á því að sama brautin var notuð fyrir báðar umferðir. Fyrirkomulag keppninnar er á þann veg, að keppt er í tveim greinum. Annarsvegar alvaran, svig eða stórsvig eftir atvikum og hinsvegar svigbraut með léttum þrautum. „Alvörubrautin" var lögð af Þórði Hjörleifssyni skíða- þjálfara og var gerður góður róm- ur að því verkj hans. Grínbrautin var með þraut sem var fólgin í því að henda snjóbolta í mark. Hver keppandi fékk þrjá bolta. Ef viðkomandi hitti í mark, mátti hann fara beint niður braut- ina. Ef ekki varð viðkomandi að fara hliðarbraut og síðan inn í aðalbrautina nokkru neðar. Höf- undur og brautarlagningarmaður var Hinrik Hermannsson. Skíðamót af þessari stærðar- gráðu verður ekki haldið nema með hjálp góðra kvenna og manna. Ekki er á neinn hallað að nefna sérstaklega hjónin Walter Hjartarson og Kristbjörgu Stein- grímsdóttur, sem hafa starfað við þetta mót frá upphafi. Þau sáu um að ræsa keppendur og taka tíma með fullkomnustu tækjum, sem völ er á. Um kvöldið var verðlaunaaf- hending og flugeldasýning, áður en dúndrandi dansleikur, söngur og gleði, hófst hjá þeim ágætist mönnum, sem reka og stjóma skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum. Morgunblaðið/Halldór Hárið selst best SÖLUHÆSTA HUÓMPLATA sumarsins er platan með lögunum úr söngleiknum Hárinu, sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi í íslensku óperunni í sumar við gífurlegar vinsældir. Nú nýver- ið komu aðstandendur plötunnar saman í Skífunni á Laugavegi og árituðu hina vinsælu afurð sína og sungu fyrír gesti og gang- andi í hinum gamla góða „gæru-bongo hippastíl". Myndin var tekin við það tækifæri. Brokk- gengur Best ► GEORGE Best, einn mesti snillingur knattspyrnusögunn- ar, hefur þótt æði brokkgengur um dagana þótt minna hafi bor- ið á honum nú í seinni tið, enda kappinn kominn fast að fimm- tugu. Hann komst þó á síður bresku blaðanna nýveríð þegar upp komst um samband hans við 22 ára gamla flugfreyju, Alex Pursey, sem hann hitti á nætur- klúbbi, en samkvæmt bresku pressunni hefur Best verið að handfjatla pytluna full mikið að undanförnu. Sambýliskona hans til sjö ára, Mary Shatila, var að vonum lítt hrifinn af framferði Georges, enda hefur hún oft átt erfiða daga í sambúðinni og svo fór í þetta skipti, að hún flutti út. Fylgir sögunni að George hafi grátbeðið hana um að koma aftur og samkvæmt öruggum heimildum eru þau nú sameinuð á ný. „George notaði orð sem ég hef aldrei heyrt hann nota áður: „Fyrirgefðu" og vonandi gefur það fyrirheit um að batn- andi manni sé best að lifa,“ er haft eftir Mary i einu af bresku George og Mary saman á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.