Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 52

Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 52
 m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANOI HF Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika pyi-|-i i - - Titmíiifirwni#i>iiw>MnrawMnriTWi«iyirinMwawiiwriIT MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * Norðmenn segja afla Islendinga í Barentshafi 50.0001 XIU telur aflann 30 þúsund tonn AFLI skipa í íslenzkri eigu í Barentshafi er að öllum líkindum orðinn um 30.000 tonn á þessu ári, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. Um ágizkun er að ræða, þar sem nákvæmar tölur um afla upp úr sjó eru lengi að berast til landsins. Pétur Örn Sverrisson hjá LÍÚ segir hins vegar að 50.000 tonn, sem er tala sem Einar Hepso, formaður Norges Fiskarlag, og fleiri Norðmenn hafa nefnt, sé fjarri lagi. Morgunblaðið/Kristinn Allir í jójó JÓJÓ-æði hefur gripið um sig meðal barna og unglinga síðustu dagana. Jójó renna út í verslun- um og eru viðskiptavinirnir á aldrinum 4 til 18 ára. Samkvæmt lauslegri könnun kosta leikföng- in frá 99 krónum til á fjórða hundrað króna eftir því úr hverju þau eru. Æðið virðist hafa hafist með heimsókn heimsmeistarans í jójó, Brasilíumannsins Ivans Hagens, og Islandsmeistara- keppninnar í jójó sem nú stendur yfir. A myndinni leikur Hafþór Páll Bryndísarson listir sínar með jójóið á Lækjartorgi. Staðfestar, opinberar tölur frá Fiskistofu um landanir á afla úr Barentshafi, eru 13.000 tonn frá skipum skráðum hér á landi, 1.600 tonn frá hentifánaskipum í eigu ís- lendinga og 1.000 tonn, sem landað hefur verið erlendis. Samtals eru þetta 15.600 tonn. Hins vegar gefa þessar tölur ekki rétta mynd af þvi hver aflinn er orðinn upp úr sjó, þar sem hátt í 50 skip eru á veiðum eða á heimleið og hafa ekki landað afla sínum. Aukinheldur tekur einhvern tíma fyrir löndunarhafnir að skila af sér tölum til Fiskistofu. Hentifánaskip þurfa ekki að tilkynna afla Um miðjan ágúst tók gildi ný reglugerð um veiðar íslenzkra skipa utan fiskveiðilögsögunnar. Þar er meðal annars kveðið á um að óheim- ilt sé að halda út fyrir lögsöguna til veiða án þess að tilkynna Fiskistofu það. Jafnframt er tekið fram í reglu- gerðinni að fyrir 20. hvers mánaðar beri skipum, sem stundað hafa veið- ar utan fiskveiðilögsögunnar, að til- kynna Fiskistofu afla undangengins mánaðar. Fiskistofa ætti því að hafa áreið- anlegar tölur um afla íslenzkra skipa í Barentshafi í kring um 20. septem- ber. Hins vegar þurfa hentifánaskip- in, sem ekki eru skráð hér á landi, ekki að fara eftir ákvæðum reglu- gerðarinnar. 1 Morgunblaðið/NTB JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, fór í útsýnisferð um nágrenni Tromsö, en í norskum fjölmiðlum kemur skýrt fram að norskum fiskimönnum finnst hann ekki velkominn gestur. Fundur Barentsráðsins í Tromsö Jón Baldvin vill hitta Kozyrev FUNDUR Barentsráðsins hófst í Tromsö í Noregi í gær. í ráðinu sitja utanríkisráðherrar íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur óskað eftir því að hitta starfsbróður sinn rússneska, Andrej Kozyrev, og ræða við hann undir fjögur augu um fiskveiðar í Barentshafi. Fiskveiðimál eru ekki formlega á dagskrá fundar utanríkis- ráðherranna. Barentsráðið var stofnað í byrjun síðasta árs og samanstendur af utan- ríkisráðherrum ríkja, sem hagsmuna eiga að gæta í Barentshafi. Ráðherr- arnir eiga að hittast árlega til að ræða umhverfismál, tækni- og vís- indasamstarf, efnahagsmál, ferða- mál, málefni frumbyggja, mannvirki og menningar- og menntamál. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði óskað viðræðna við Koz- yrev utan dagskrár fundarins til að tala um fiskveiðimál í Barentshafi. Jafnframt myndi hann ræða við Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, um undirbúning fyrirhug- aðra viðræðna embættismanna Is- lands og Noregs um fiskveiðimál og tímasetningu funda þeirra. -------♦ ♦ ♦-------- Tveir menn björgxiðust naumlega af brennandi báti á Tálknafirði „Logínn sveið af mér hárið“ Tálknafirði. Morgunblaðið. TVEIR MENN björguðust naum- lega af brennandi báti úti á miðjum Tálknafirði í gær. Eldur blossaði fyrirvaralaust uppi í báti sem not- aður er til laxafóðurgjafar og tókst ^mönnunum með naumindum að komast upp á flotkvína sem þeir ætluðu að setja fóður í. Það var um klukkan 9.30 í gærmorgun að Haraldur Björns- son og Indriði Guðjónsson héldu frá Iandi til fóðurgjafar. Skömmu áður höfðu þeir fyllt fóðurgjafann af laxafóðri og eldsneytistank fóð- urgjafans, en hann er knúinn af bensínvél og úðar fóðrinu yfir lax- eldiskvína. Óhappið varð þegar komið var að fyrstu kvínni. Eldur blossar upp „Ég var afturá og ræsti vélina, þegar eldurinn blossaði upp fyrir- varalaust,“ sagði Haraldur í sam- tali við fréttaritara blaðsins. „Log- inn sveið af mér hárið og ég sviðn- aði í framan því ég var alveg við vélina. Það var ekkert annað að gera en að koma sér úr bátnum og við Indriði gátum stokkið strax út á flotkvína. Rétt á eftir komst eldurinn í bensíntank utanborðs- vélarinnar og eftir það varð ekki við neitt ráðið.“ Tveir bátar til bjargar mönnunum Félagarnir ýttu bátnum frá flot- kvinni og úr landi sást hvað var að gerast. Sómabáturinn Gyðan kom fyrstur á vettvang og komust- mennirnin af kvínni í hann. Stuttu síðar kom dragnótarbáturinn Jón Júlí BA, en þar um borð var slanga sem notuð var til að slökkva eldinn í bátnum. Slökkvistarfið tók rúm- an hálftíma, en þá var báturinn allur brunninn, aðeins skelin eftir. Tólf laxeldiskvíar Haraldur og Indriði starfa hjá laxeldisfyrirtækinu Þórslaxi hf. og hafa haft það verkefni í sumar að fara þrisvar á dag og gefa fóður í tólf kvíar sem fyrirtækið elur lax í úti á firðinum. Fóðurbáturinn sem brann var fyrrverandi skak- bátur og hafði verið notaður við fóðurgjafirnar í nokkur ár. Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir GYÐAN og Jón Júlí BA komu til bjargar þegar eldur blossaði upp í fóðurbáti Þórslax hf. í Tálknafirði í gær. Bifreiða- skoðun fær samkeppni BIFREIÐASKOÐUNARSTOFA verður opnuð eftir áramót í Hafnar- firði. Stofnað hefur verið hlutafélag um rekstur hennar, Aðalskoðun hf. Að hlutafélaginu standa 22 ein- staklingar. Að sögn Gunnars Svav- arssonar verkfræðings þekkja þeir vel til bíltæknilegra þátta, skoðunar ökutækja, gæðakerfa og faggilding- ar skoðunarstofa en faggilding er forsenda þess að skoðunarstofur fái starfsleyfi hjá stjórnvöldum. Gunnar segir að markmið Aðal- skoðunar hf. sé að setja á fót al- menna skoðunarstofu í Hafnarfirði sem annist almenna skoðun öku- tækja á höfuðborgarsvæðinu. ... ♦ ♦ ♦------ Nýr sér- eignasjóður KAUPÞING hf. hefur hafið starfsemi Lífeyrissjóðsins Einingar. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins er Ein- ing fyrsti séreignasjóðurinn með tryggingavernd. Samkvæmt útreikningum Kaup- þings getur ungt fólk náð góðum líf- eyrisspamaði, því sparnaðurinn ávaxtast mikið á löngum tíma. ■ Fyrsti séreignasjóður/B3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.