Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B 3 málum, japönsku, hvað þá annað. Eg fékk það á tilfinninguna að ég væri velkomin en hafði átt von á allt öðru. Ég var líka mjög ánægð með skipulag sýningarinnar. Það hafði verið svo vel staðið að öllum þátt- um við undirbúning og fram- kvæmd hennar. Ég held að fáir íslendingar geri sér grein fyrir þeim samböndum og þeirri vinnu sem til þarf, svo hægt sé að koma upp svona viðamikilli sýningu. Undirbúningurinn var alfarið í höndum menningarfulltrúa okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, sem ég held að eigi varlá sinn líka. Listaheimurinn hér er frumskóg- ur, hvað þá í Bretlandi. Sú at- hygli sem ég fékk frá gestum sýn- ingarinnar er kannski lýsandi fyrir þá grunnvinnu sem Jakob hefur innt af hendi til að kynna íslenska list í Bretlandi. Hann er ómetan- legur og er okkur hvarvetna til sóma. Það væri ekki ónýtt að hafa fleiri menn eins og hann, sem gætu greitt götu íslenskrar sköp- unar, í sendiráðum annarra landa, til dæmis í Frakklandi og Banda- ríkjunum." Landkynningar „Ég leit ekkert á sýningu mína sem landkynningu, en það kom mér á óvart þegar ég talaði við gesti sýningarinnar að hún virtist kveikja hjá þeim áhuga á íslandi. Við ættum að hugsa vandlega um það að svona sýning getur ekki orðið að veruleika án þess að dugmikið fólk sem þekkir til að_- stæðna sjái um undirbúning. Á þeim tíma sem ég var í Lundúnum með mína sýningu, voru fleiri sýn- ingar á íslenskri myndlist. Það var líka vel að þeim staðið og ég verð að segja að ef einhver maður vinn- ur fyrir laununum sínum, er það Jakob. Hann og Ragnhildur Gísla- dóttir, konan hans, eru okkur til sóma og ég vona að þeir sem fara með utanríkismál hér, þekki sinn vitjunartíma og sjái að við þurfum mikið á svona vönduðu, duglegu og hlýju fólki að halda til að vera fulltrúar okkar erlendis." Sjöfn Har. myndlistar- maður, opnar í dag sýn- ingu á verkum sem hún sýndi nýverið í Lundún- um. Súsanna Svavars- dóttir ræðir við hana um sýninguna sem hef- ur að geyma olíuverk og myndir unnar á handgerðan pappír með bleki. LIFANDI landið, kvik náttúran, með andstæðum öflum, hreyf- ingu, átökum; leikir ljóss og skugga, dagvindar og náttstillur, eru meðal þeirra þeirra yrkisefna sem Sjöfn Har. sækir í hina eilífu uppsprettu sem íslensk jörð og haf og himinn veita úr. Og allt á sér upphaf í jöklinum, sem kemur og fer í verkum Sjafn- ar; jöklinum sem kastar álagaham yfir þá sem fæðast og vaxa við rætur hans, svo nærri að þeir geta skynjað kraft hans og liti með því einu að veita honum fíngraför sín. Jöklinum sem breytir hugmyndum þess sem snertir hann um raun- veruleikann að eilífu; segir honum sögur sem augað í djúpi hans hafa séð í margar, langar aldir. Sögur um átök og ástríður, vonir og von- brigði, líf og dauða. Sögur í litum; rautt fyrir orku, blátt fyrir vernd, grænt fyrir vonina, litur fjólunnar fyrir leiðina til æðri vitundar og gullsins sem boðar nýjan dag, þeim sem hlustar. Úr þessum sagnabrunni ljóss og lita spretta verk Sjafnar, sem í dag opnar sýningu í Listhúsinu í Laugardal á verkum þeim sem hún sýndi fyrir skömmu í Crypt Gallery við Trafalgar Square í Lundúnaborg. Af þeirri sýningu hefur það helst frést að Sjöfn seldi tíu myndir - og þykja það tíðindi Morgimblaðið/Kristinn SJÖFN Haraldsdótlir á vinnwstofw sinni. að óþekktur myndlistarmaður ofan af íslandi skuli ná í gegnum augu og eyru þess gríðarlega stóra myndlistarmarkaðar sem í Bret- landi þrífst. Sjálf segist Sjöfn ekki vera búin að melta þessa stað- reynd. Hún sé enn óraunveruleg. „En ég finn fyrir mikilli gleði,“ segir Sjöfn. „Ég er mjög ánægð með viðtökumar sem ég fékk. Þær fóm fram úr mínum björtustu vonum. Ég bjóst við litlu, eða engu. En fyrir utan þann fjölda fólks sem mætti á sýninguna, bæði við opnun og seinna, fékk ég mjög hlýjar móttökur." Ég verð að komast til íslands „Ég hef alltaf heyrt að Bretar væm svo íhaldssamir hvað varðar liti og notkun þeirra, en ég mála í svo sterkum litum og átti bara von á því að þeir myndu hrökkva í kút og bakka út úr galleríinu. Þessvegna þótti mér svo vænt um allt sem fólk skrifaði í gestabókina mína meðan á sýningunni stóð, eins og: „Eftir að hafa séð þessa sýningu verð ég að komast til ís- lands, þótt ekki sé nema í einn dag,“ og „Vil sjá þig næst í Par- ís,“ og fleira og fleira. Athuga- semdirnar komu á ýmsum tungu- Morgunblaðið/Kristinn PÉTUR Gwnnarsson. Upphaflega hugmyndin að bók- inni kom til mín gegnum blaðafrétt," segir Pétur. „Prestur hér í borg sagði frá því að hann hefði fengið sjónvarpsfólk í heim- sókn, sem ætlaði að taka upp efni í kirkjunni. Þá gerðist það að einn úr genginu, mig minnir hljóðmaður- inn, tók upp kókdós inní kirkjunni. Prestinum ofbauð svo virðingar- leysið að hann varpaði manninum á dyr. Atvikið sótti á mig og geijað- ist í huganum. Mér fannst það myndrænt og merkingarhlaðið og fór að semja í kringum það sögu. Þetta var lengi upphafsatriði en sit- ur nú einhvers staðar inní miðri bók. Út frá því fór ég að hugsa um presta. I íslensku skáldsögunni er rík hefð fyrir því að prestar séu aðalpersónur. Ég minni á skáldsög- ur frá því í byijun aldarinnar, t.a.m. eftir Gunnar Gunnarsson og Einar H. Kvaran. Eftir því sem líður á öldina þokast presturinn út í jaðar- inn, hann er til dæmis alveg föst aukapersóna í sögum Halldórs Lax- ness og endar reyndar sem aðalper- sóna í síðustu eiginlegu skáldsögu Halldórs, Kristnihaldi undir Jökli. Nú á tímum fínnst mér umhugs- Pétur Gunnarsson segir frá nýútkom- inni skáldsögu sinni. unarvert að prestar eru eina starfs- stéttin sem við gerum kröfur til um hegðun. Gjaldkeri í banka eða ráð- herra í ríkisstjórn geta gert nánast hvað sem er án þess að ofbjóða almenningsálitinu. Prestar aftur á móti troða upp i mjög ákveðnu gerfi og það eru gerðar til þeirra stífar kröfur um framkomu og hegðun. Hlutir sem eru ósýnilegir hjá venju- legum manni, t.d. að fara í „ríkið“ og kaupa flösku eða í apótek að kaupa verjur hljóta fyrir bragðið að vera meira mál fyrir prest en t.a.m. múrara. Samt eru báðir af holdi og blóði. Það er þessi sýnileiki hversdagslífsins sem heillaði mig við prestinn.“ Aðalatriði og aUkaatriði - Hvað getur þú sagt um efnis- þráðinn? „Eitt af því ægilegasta sem hægt er að gera rithöfundi er að biðja hann um að endursegja þá sögu sem hann var að enda við að skrifa. Og þjónar lesandanum ekki heldur. Þetta er svona álíka og að stelast í jólapakkann sinn fyrir jól. Forvitni er svalað en gleðin flýr á braut. Efnisþráður er oftast aukaatriði í mínum huga. Stærra atriði er sú heildartilfinning sem streymir frá textanum og gjarnan má kalla stfl. Það má líkja þessu við að hitta manneskju og eiga með henni vel heppnaða samveru. Ef maður yrði síðan spurður: „Um hvað töluðuð þið?“ vefðist manni tunga um tönn. Umræðuefnið er aukaatriði, aðalat- riðið er samveran. Líku gegnir um skáldskapinn. Textinn skiptir meira máli en sjálf framvinda sögunnar. Ég bregð upp myndum í mörgum atriðum sem snúast um ákveðinn meginás; Símon Flóka og fjöl- skylduumhverfi hans.“ Baráttan um athyglina - Hvað með stílinn? „Stíllinn er barn síns tíma. Bók- menntir hafa þessa sérstöðu, öfugt við t.d. tónlist eða myndlist. Tónlist- armaðurinn hefur sitt hljóðfæri, sem hann leikur á, málarinn striga og liti. Miðill rithöfundarins er tungumálið, það er að segja þegar til stykkisins kemur; lesandinn. Hann ræður því ekki yfír sínum miðli á eins altækan hátt og t.d. tónlistarmaður eða málari. Rithöf- undur er háður ástandi lesandans. í samtímanum hefur orðið bylting í hugarheimi lesandans, aðstreymi efnis er svo yfirgengilegt að magni. Baráttan um athyglina verður alltaf grimmilegri og þess gætir meðal annars í stíl höfunda sem leitast við að verða myndrænn og gríp- andi. Stíllinn er barn síns tíma. Það sem hreif fyrir 20-30 árum myndi ef til vill ekki fanga athygli í dag. Rithöfundar hljóta, meðvitað eða ómeðvitað, sífellt að bijóta til mergj- ar vandamál framsetningarinnar. Lesandinn er sá akur sem höf- undurinn sáir í. Honum er því annt um þennan reit og hefur áhyggjur af ásigkomulagi hans eins og bónd- inn af túninu. Verða kalskemmdir í vor? Er hinn tilbúni áburður á góðri leið méð að eyðileggja jarð- veginn? Martröð rithöfundarins er ef lesandinn hættir einn góðan veð- urdag að vera læs.“ S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.