Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B 9 Hræðslupúki BÓKMENNTIR Myndasaga STELPAN SEM VAR HRÆDD VIÐ DÝR Texti: Ami Bergmann. Myndir: Olga Bergtnann. Prentverk: Singapore. Má 1 og menning 1994 - 24 síður. EKKI ÞARF bók að vera margar síður til þess að vera skemmtilestur á rúmstokki, þar veldur hvert inni- haldið er. Hér haldast myndir og texti í hendur, svo að margar spurnir vakna, líf og saga tvinnast saman. Ásta er þriggja ára' lífsglöð, táp- mikil hnáta. Víst eru undur verald- ar forvitnileg nema þessi ógnvekj- andi dýr. Aðeins systir hennar fíðr- ildið skelfir hana ekki. Maðkar á stétt; fiðraður fugl í búri; ferfætt skrímsli í sveit, allt eru þetta hroll- vekjur, og eins gott að halda sér fjarri. Svo er það, að foreldrar hennar halda upp í sveit. Fiðrildi leiðir lít- inn kjána í villu. Ein og yfirgefín stendur Ásta í angist. Þá birtist henni lamb. Því tekst að sefa ótta telpunnar, enda er þetta ekkert venjulegt lamb, kann mannamál, og fyrr en varir er hundur og hest- ur komnir til hjálpar. Ásta kemst með hjálp þessara vina til mömmu og pabba á ný. Árni segir söguna af hlýleik af- ans og kunnáttu hins þjálfaða penna. Myndir Olgu eru litríkar, fjörug- ar, bráðskemmtilegar, eins og kynnin öll við Ástu. Aðeins einu sinni tók eg eftir að Ásta varð Asta, en hvað er um slíkt að fást, langt er milli Singapore og Reykja- vík. Góð bók. Sigurður Haukur Guðjónsson Frábær bók BÖKMENNTIR Ævintýri ÆVINTÝRI Á NÝÁRSNÓTT Texti: Ámi Ámason. Myndir: Halldór Baldursson. Prentsmiðjan Oddi hf. Mál og menning 1994 - 32 síður. ÞETTA er undurfagurt ævintýr. Hefst um jól, þar sem Gummi, lít- ill snáði, bíður við glugga föður síns. Þau höfðu, jú, misst taktstig mamma og pabbi, og þeir feðgar ekki sézt lengi. Aðfangadagskvöld þylur afi gamlan fróðleik um kross- götur, álfa og gersemar á nýárs- nótt, og strákurinn verður allur að eyrum. Skólasystkinum sínum, Nonna og Siggu, trúir hann fyrir fóðleik afa, og þau ákveða skötuhjúin að láta reyna á sannleiksgildið. Á nýársnótt hegðar fólk sér á annan hátt en venjulega, losar um reglur, leyfir gleðinni hömlulausri að taka völd. Það klæðir sig meira að segja á annan veg. Móðir Siggu gerir furðugrímur fyrir leikhús, og krakkarnir fá að njóta þess þetta kvöld. Staðráðin í að halda á kross- götur, hitta álfa og fara rík heim, halda þau útí nóttina. Margt fer öðruvísi en ætlað er, en heim held- ur Gummi ríkari en nokkru sinni. Árni segir þetta ævintýr snilldar- vel. Leikni máls og stíls fara hér saman, svo úr verður frábær bók. Og þá skal ekki félaga hans Hall- dóri gleymt. Myndir hans eru svo listagóðar að unun er að. Allur frágangur til fyrirmyndar, og því hika eg ekki við að segja: Unnir þú litlu barni, þá réttu því þessa bók í hendur. Kærar þakkir. Sigurður Haukur Guðjónsson Handverk í Listasafni Kópavogs HANDVERK - reynsluverkefni stendur fyrir sýningu á minjagrip- um og nytjahlutum úr íslensku hrá- efni. Þetta eru hlutir sem bárust í samkeppni sem verkefnið stóð að. Alls eru sýndar 82 tillögur, þar af 19 sem veitt voru verðlaun. Sýning- in er í Listasafni Kópavogs - Gerð- arsafni og verður framlengd til 18. desember. Safnið er opið frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Guðný Guðmunds- dóttir og Peter Máté leika Grieg TÓNLIST Illjömdiskar EDWARD GRIEG: SÓNÖT- UR FYRIR FIÐLU OG PÍANÓ Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté. JAPIS 9418-2 OKKAR þekkti konsertmeistari og einleikari Guðný Guðmundsdótt- ir og tékkneski píanóleikarinn Peter Máté hófu samstarf árið 1992 og hafa haldið fjölda tónleika vítt og breitt um landið. Auk þess hefur Guðný verið mjög virk sem einleik- ari og í kammertónlist hér heima og erlendis. Sama má segja um Peter Máté, hann hefur haldið ein- leikstónleika víða um Evrópu og leikið með hljómsveitum. Nú er kominn hljómdiskur með leik þeirra, þar sem þau flytja allar (3) fíðlusónötur Griegs, og það er út af fyrir sig ærið þakkarefni. Þessar sónötur - utan sú síðasta - eru ekki oft leiknar nú á dögum, a.m.k. ekki algengar á hljómdisk- um. Þótt undarlegt megi virðast (og undarlegt ekki...) kynni hinn þjóð- legi og „rabsodiski" tónn að eiga einhvern þátt í forminu. Engu að síður er þetta ákaflega ánægjuleg og rík tónlist, a.m.k. í svona músík- ölsum og líflegum flutningi. Það skal játað að hin bjarta og lífsglaða sónata nr. 1 veitti mér einna mesta ánægju, enda að sumu leyti þéttari tonlist og „hefðbundn- ari“ en hinar tvær. Nr. 2 er efnis- meiri, ljóðræn og þróttmikil á köfl- um (sbr. lokaþáttinn) og öll undir miklum áhrifum frá norskum þjóð- lögum og dönsum, m.ö.o. dæmi- gerðari Grieg. Sú þriðja og síðasta var skrifuð tuttugu árum seinna og þekktust þessara verka. Þetta er kraftmikil tónsmíð, upphafskaflinn tilfinningaþrunginn, sá síðari „villt- ur“ dans. Hér er um að ræða raunverulega „músiseringu" tveggja mjög góðra listamanna, hljómdiskur sem bætir úr vanrækslu og mun auk þess veita mörgum mikla ánægju. Hljóðritun góð (kannski fullmikill hljómburður fyrir píanóið?). Oddur Björnsson Jólasöngleikur í Ffladelfíu í VETUR hefur hópur barna, unglinga og fullorðinna unnið við æfingar á jólasöngleik sem nú er tilbúinn til flutnings. Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona samdi verkið og leikstýrir. Inn í jólasöguna fléttar Guðrún ís- lenskri konu úr sveit sem skund- ar til borgarinnar að segja frá hvernig hún upplifir helgi guð- spjallsins. Mikið er lagt í sýning- una, bæði Iýsingu og hljóð, Jdrkjusal Fíladelfíu breytt, þann- ig að hann líkist leikhúsi frekar en kirkju. Sviðsmynd hannaði Erna Ragnarsdóttir, tónlistar- stjóri er Oskar Einarsson. Frumsýnd verður sunnudag- inn 11. desember kl. 16.30 í Fíladelfíu, Hátúni 2. Þetta er þriðja árið sem jólasagan er sýnd og líkt og í hin tvö skiptin er 11 og 12 ára nemendum grunn- skólanna í Reykjavík boðið að sjá sýninguna og er von á rúm- lega 1.200 börnum dagana 12. til 14. des. Síðasta sýningin verð- ur miðvikudagskvöldið 14. des. kl. 20. Dagskráin það kvöld hefst með árlegum jólatónleikum þar sem fram koma ýmsir flytjend- ur, m.a. Lofgjörðarhópur Fílad- elfíu, Fíladelfíukórinn, æskulýð- skór, Hjalti og Helga, Iris Guð- mundsdóttir og Gunnbjörg Óla- dóttir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Æviþættir úr Skagafirði BOKMENNTIR Ættf ræði SKAGFIRSKAR ÆVISKRÁR Tímabilið 1910-1950,1. bd. Umsjón og ritstjóm: Hjalti Pálsson frá Hofí Sögufélag Skagfírðinga, Sauðárkróki, 1994, XVI + 319 bls. Á ÁRUNUM 1964-1972 gaf Sögufélag Skagfirðinga út fjögur bindi æviþátta búenda í Skagafírði á tímabilinu 1890-1910. Árið 1981 hófst svo útgáfa æviþátta fyrir tímabilið 1850-1890. Út eru komin sex bindi af þeirri þáttaröð og nokkur eru eftir. Heyrt hef ég að sumum kaupendum æviskránna hafi þótt þessir síðustu þættir nokkuð fjarlægir í tíma og fram- andi, enda þótt ættagrúskurum þyki að þeim mikill fengur. En af þessum sökum líklega hefur nú verið gert eitthvert hlé á þessari þáttaröð og í þess stað byijað á þeirri þriðju sem nær yfir tímabilið 1910-1950 — raunar stundum allt til síðustu ára, auk þess sem hér koma þeir sem vantaði í fyrstu þáttaröðina. Þetta bindi sem nú birtist er því hið ellefta í röðinni af Skagfírskum æviskrám. Vafalaust verða nokkur bindi í þessum flokki. Skagfirskar æviskrár eru að því leyti frábrugðnar flestum öðrum ættfræðiritum að þar birtast raun- verulegir æviþættir, stuttar ævi- sögur. Fyrir utan hið hefðbundna; ætterni, hjúskap, afkomendur, dvalarstaði o. þ.h. er kostað kapps um mannlýsingar, að skýra frá athöfnum, minnisstæðum atburð- um og sérkennum manna. Oft er ein eða fleiri stökur látnar fljóta með, hafi viðkomandi verið hag- mæltur. En svo var um marga þó að þeir (eða þær) „færu dult með“, eins og mörgum þótti við hæfi. Æviþættirnir verða af þessum sök- um stundum nokkuð langir, allt að sjö blaðsíðum. Algeng lengd er 2-3 bls. Þar sem þessir þættir eru yfir- leitt ágætlega samdir verða þeir þægilegur og oft skemmtilegur lestur. Sá sem kunnugur er í Skagafírði þekkir hér fjölda fólks og getur borið frásögnina saman við eigin endurminningar og kynni. Auðvitað verður þar ekki alltaf fullur samhljómur. En þó hygg ég að megi fullyrða að frásögnin sé að jafnaði sanngjörn og vönduð. Lítillega hef ég fylgst með heim- ildaöflun til þessa rits og veit því að þar hafa menn lagt sig í líma að hafa allt sem ítarlegast og rétt- ast. En á óvart kom mér raunar hversu torvelt getur reynst að afla vitneskju um fólk sem lifði þó fram yfir miðja þessa öld. Talsvert getur og borið á milli um munnlega geymd og opinber gögn. Manni verður þá spurn: „Hvað þá um eldri tíma?“ í þessu bindi eru rösklega 100 æviþættir og getur það því ekki verið nema lítill hluti þeirra sém þessu tímabili heyra til. Tuttugu og tveir höfundar eru að þáttum, mun fleiri en oftast var í fyrri bók- um. Þykist ég vita að leitast hafí verið við að fá til skrifta fólk sem eitthvað var persónulega kunnugt þeim sem skrifað var um. Fremst í bók skipa tveir þættir heiðurssæti. Annar er um Pál Jóns- son sem vann mikla og óeigin- gjarna frumvinnu við þessa útgáfu. Hinn er um hjónin Sölva Sölvason og Lilju Jónsdóttur, en þau gáfu veglega dánargjöf sem „notast skyldi til útgáfu æviskráa fyrir tímabilið 1910-1950“. Umsjón og ritstjórn þessa verks hefur Hjalti Pálsson, héraðsskjala- vörður, annast, en margir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóg og er þeirra getið í formála. Frágangur og útlit þessa bindis er að sjálfsögðu með sama hætti og önnur bindi í þessu safni. Mik- inn kost tel ég hversu nákvæmlega heimilda er getið í lok hvers þátt- ar. Ein er þó undantekning frá ágæti þessarar útgáfu sem ég hlýt að nefna. Myndir hafa varla prent- ast nógu vel og sumar myndannna eru svo slæmar að betra hefði ver- ið að sleppa þeim. Sigurjón Björnsson Kóramót íPerlunni KÓRAMÓT verður í Perlunni nú um helgina. Kórar fullorðinna, þar á meðal kirkjukórar, starfsmanna- kórar og kórar eldri borgara, munu syngja á mótinu. Þetta er annað árið í röð sem Perlan býður upp á kóramót sem þetta. Eftirfarandi kórar syngja á laugardag og sunnu- dag; Laugardagur 10. desember Kl. 14: Landsbankakórinn, Lög- reglukórinn, Söngfélag Þorláks- hafnar, Gerðubergskórinn, Kór Fé- lagsstarfs aldraðra í Reykjavík og Kór Landsvirkjunar. Kl. 15.30: Húnakórinn, Kvenna- kór Hreyfils, Söngfélag FEB í Reykjavík og Söngvinir. Sunnudagur 11. desember Kl. 14: Kór Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði, Mosfellskór, Vorboðar, Mos- fellsbæ, Kirkjukór Lágafellssóknar, Kirkjukór Árbæjarkirkju og Eim- skipsskórinn. ----♦ ♦ ♦ Samsýning í Sæluhúsi Lækjarbotna FELAG áhugamanna um vatnslita- pensla opnaði samsýningu laugar- daginn 3. desember sl. í Sæluhúsi Lækjarbotna. Sýningin er öllum opin en verkin eru sérstaklega unnin til heiðurs staðarvættum, að sögn aðstand- enda sýningarinnar. ----—».♦ ♦---- Kór Tónlistar- skólans í Dóm- kirkjunni KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík syngur við messu í Dómkirkjunni sunnudaginn 11. desember kl. 11. Einnig munu nemendur úr Tón- menntakennaradeild skólans syngja og stjórna í 20 mínútur á undan messu. Organleikari við messuna er Marteinn H. Friðriksson. ♦ ♦ ♦---- „Þagnarmúr“ Rósu Ingólfsdóttur RÓSA Ingólfsdóttir teiknari Sjón- varps opnar á Sólon íslandus í dag laugardag sýningu á fimm grafík- verkum er hún nefnir „Þagnarmúr- inn“ á alþjóðlegum mannréttinda- degi. I kynningu segir: „Þema sýning- arinnar er fótum troðinn heimur bamsins, barnsins sem þekkir heim óttans og þegir. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári og prentaðar með fullkomnustu ljósprentunar- tækni hjá Sam- skiptum, til að ná fram sérstakri áferð að ósk höf- undar“. Hugmyndir að römmunum utan um myndverkin á Klara Geirsdóttir eldri dóttir Rósu og eru þeir unnir í gaddavír. Sýningunni lýkur 18. desember. Eftrirtaldir aðilar gáfu hráefni og vinnu sína varðandi þessa mann- réttindasýningu; Glerborg, Sam- skipti, Smíðagallerý og MR búðin. Myndefnin eru til sölu og rennur hluti ágóðans til styrktar Amnesty International.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.