Morgunblaðið - 10.12.1994, Page 15

Morgunblaðið - 10.12.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B 15 Fjölbieytnin í fyrirrnmi Kammersveit Reykjavíkur mun halda sína árlegu jólatónleika í Áskirkju á morgun. Tónleikar þessir eru orðnir fastur liður í starfi sveitarinnar en að þessu sinni verða á boð- stólum barokkverk eftir H. Purcell, A. Vi- valdi og J.S. Bach. Fjölbreytnin verður í iyrirrúmi og hefur hljómsveitin fengið til liðs við sig fjóra hljóðfæraleikara af yngri kynslóð- inni og verða þeir einleikarar á tónleikunum. RÍR gestanna sem koma fram sem einleikarar á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur á morgun hafa tekið þátt í starfi sveitarinnar áður en aldrei leikið einleik með henni. Einar Kristján Einarsson og Kristinn H. Árnason munu flytja Konsert í G-dúr fyrir tvo gítara eftir Vivaldi. Þeir segja að verkið sé upphaflega samið fyrir tvö mandólín og hljómsveit sem sé afar sjaldgæft. Mandólínleikarar eru hins vegar ekki á hveiju strái hér á landi og tóku þeir félagar því verkið upp á sína arma. Kristinn lauk einleikaraprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1983 og hélt að því loknu til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Þar dvaldi hann til ársins 1987 og nam frekar í Englandi og á Spáni áður en hann snéri heim tveimur árum síðar. Kristinn hefur haldið fjölda einleiks- tónleika síðan, ekki einungis hér á landi heldur jafnframt í Bandaríkj- unum, Bretlandi og á Ítalíu. Þá léku þeir Einar tvíleik í Wigmore Hall í London síðastliðið vor. Kristinn hef- ur ennfremur starfað við kennslu, spilað í útvarpi og sjónvarpi og komið fram með ýmsum hljómsveit- um, þeirra á meðal Júpiters. Hefur þvælst um landið Einar lauk einnig einleikaraprófi frá Tónskóla Sigursveins en ári á undan Kristni. Hann stundaði fram- haldsnám í Bretlandi um nokkurra Morgtinblaðið/Ámi Sæberg KAMMERSVEIT Reykjavíkur hefwr fengió þau Einar Kristján Einarsson og Kristinn H. Árna- son gitarleikara, Gerói Gunnarsdóttur fióluleikara og Hallfríói Ólafsdóttur flautuleikara, til liós vió sig fyrir tónleika sem haldnir veróa i Áskirkju klukkan 17 á morgun. ára skeið en kom heim árið 1988. Síðan hefur hann þvælst um landið, spilað einleik og gefið kammertón- list mikinn gaum. Hann hefur spilað með Caput-hópnum, í Kammersveit Reykjavíkur og einleik með Kamm- ersveit Akureyrar sem nú nefnist Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá hefur Einar einnig sinnt kennslu. Hann stefnir nú að tónleikum á Myrkum músíkdögum þar sem gít- arinn mun njóta sín í félagi við önnur hljóðfæri. Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari mun flytja Konsert í a-moll eftir J.S. Bach á tónleikunum á morgun. Hún var samferða þeim Kristni og Einari í gegnum Tónskóla Sigur- sveins og lauk einleikaraprófi árið 1983. Síðan hélt hún til frekara náms í Köin og Amsterdam. Gerður hefur verið búsett í Köln nær sam- fellt síðustu ellefu árin og hefur starfað í Sinfóníu- og óperuhljóm- sveit Kölnarborgar frá því í janúar 1992. Hún fór í launalaust leyfi í haust og er komin til íslands til að kanna hvaða möguleikar standa ungum fiðluleikara opnir hér á landi en starfsgrundvöllur þeirra mun einkum vera erlendis. Frá því í haust hefur Gerður verið meðlimur í Sinfóníuhljómsveit íslands og ferð- ast með Caput-hópnum um Norður- lönd og til Mílanó. Úr þeirri ferð kom hún á dögunum þegar skipt var um strengi í miðju kafi, eins og hún kemst sjálf að orði. Mikill heiður Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari er fjórði gesturinn sem mun kveðja sér hljóðs með Karpmersveit Reykjavíkur í Áskirkju á morgun. Hún mun flytja svítu nr. 2 í h- moll, einnig eftir J.S. Bach. Hall- fríður lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1988 og hélt að því búnu umsvifa- laust til framhaldsnáms í Lundún- um og París. Hún hefur fengist við sitt lítið af hveiju siðan hún kom heim árið 1992, aðallega kennslu og að spila sem lausamaður. Hali- fríður hefur meðal annars spilað með Kammersveit Reykjavíkur og eigin kammerhóp sem nefnist Kammer Arctica. Síðasta árið hefur hún helgað sig einleiksverkum og v. spilaði á einleikstónleikum í Lund- únum síðastliðið sumar. Þá efndi hún til einleikstónleika í Krists- kirkju og Víðistaðakirkju nýverið. Hallfríður verður með tónleika á vegum Gerðubergs í mars á næsta ári. Einleikararnir fjórir eru á einu máli um að það sé mikill heiður að fá að koma fram með Kammer- sveit Reykjavíkur. Landið er lítið og því séu tækifærin til að spila einleik af skornum skammti. Eitt slíkt gefst þó í Áskirkju á morgun en tónleikarnir hefjast klukkan 17. Miðar verða seldir við innganginn ásamt áskriftarkortum á alla tón- leika Kammersveitar Reykjavíkur í vetur. Þá verður geislaplata sveitar- innar með upptöku frá jólatónleik- um 1992 til sölu á afsláttarverði. opo Þrjar systur ÞRILEIKUR heitir iyrsta skáldsaga Jónínu Leósdóttur, en áður hef- ur hún gefíð út ungl- ingabók, svo og ævisög- ur og þýtt hefur hún ótal bækur fyrir nú utan það að hafa starfað að blaðamennsku um ára- bil. Krístín Omarsdótt- ir ræðir við Jónínu um söguna. Sagan fjallar um systurnar Ásu, Signýju og Helgu. Þær eru nútímaútgáfa af stelpunum sem bjuggu í kofanum hjá karli og kerlu, fluttar til Reykjavíkur í fínar íbúð- ir, vel stöndugar og sjálfstæðar. Systurnar eiga hver sína sögu, ein á í erfiðleikum með áfengissjúkan eiginmann, önnur sem er verslunar- kona þarf að ráða við ásttrylltan franskan elskhuga og sú elsta, fræga sjónvarpskonan sem hefur neitað sér um ástina í áratug, er úforvandis stungin af amori í hjart- að. Jónína sat í sófa á Hótel Borg með stafla af enskum krossgátum þegar ég kom að henni og settist einnig niður. Afþví að hún drakk capuccino pantaði ég mér café au lait. - Finnst þér lífíð erfitt? „Nei en töff. Og segi maður ein- hveijum að manni fínnist það erfítt fær fólk sjokk, í hveiju ætli hún hafi lent? o.s.frv. Persónur skáld- sögunnar minnar eru nú frekar fjör- ugar og taka lífínu einsog flestir gera, sætta sig við það og eru ekk- ert að vorkenna sér yfir því.“ - Hvert ætlaðir þú að fara með þessari bók? „Náin samskipti heilla mig. Kon- ur tala mjög mikið um líðan sína, tilfínningar og sambönd, hamingj- una, ástina og baslið við að halda samböndum gangandi. Hin nánu samskipti innan para eru að miklum hluta umfjöllunarefni mitt í þessari bók. Þessi súrsætu samskipti sem allir eiga í nema ef vera skyldu þeir sem búa í klaustrum." - Eru þetta kvennabókmenntir? „Þetta eru bók um konur, skrifuð af konu og í þess merkingu hlýtur hún að vera kvennabókmenntir. Þegar bókin var á vinnslustigi lásu nokkrir karlar yfir handritið og það kom mér skemmtilega á óvart hvað þeir voru lofsamlegir í umfjöllun sinni. Kannski hafði ég haldið að verkið höfðaði meira til kvenna en svo var þó alls ekki af fyrstu við- brögðum ólíkra lesanda að dæma. En þetta er engin kerlingabók, ég held ég geti lofað því.“ JÓNÍNA Leósdóttir - Lítur þú á þig sem kvenrithöf- und? „Ekki í pólitískri merkingu. Alls ekki. Ég hef engan boðskap eða stefnu að færa lesendum mínum. Ég þrykki upp myndir af lífi þriggja kvenna sem eru systur og skyggn- ist inn í einkalíf þeirra á einu ári, á bakvið þetta slétta og fellda yfir- borð sem við bjóðum samferðafólki okkar uppá dags daglega. Það er að segja ég er að kíkja hvað sé á bakvið þennan „ég hef það fínt“ frasa. Við erum nefnilega undir svo miklum þrýstingi að bera okkur vel, vera með allt á hreinu og standa okkur.“ - Finnst þér þessi þrýstingur um slétt og fellt yfirborð ekki dálítið þreytandi? „Þjóðfélagið býður ekki uppá annað. Svo er mjög skiljanlegt að fólk beri ekki út sorgir sínar, gangi vælandi um kaffistofur vinnustað- anna. Ég gagnrýni alls ekki þessar óskyldu reglur sem gilda utan heim- ilisins og innan þess en bókin mín gerist nær eingöngu á síðastnefnda svæðinu.“ - Hvernig finnst þér þá konur koma almennt út úr einkalífinu? „Einkalífið er náttúrlega mjög átakamikið, maður þarf ekki annað en að líta á skilnaðartölur tilað sjá það. Fólk á sjaldnast sama makann ævilangt. Líf kvenna í dag er ansi bylgjótt, þær skilja, giftast aftur, missa húsið, skipta um vinnu, eign- ast börn.“ - Koma þær verr út úr einkalíf- inu en karlar? „Nei alls ekki. Konur hafa visst öryggisnet, vinkonur sínar, systur, mæður og dætur. Konur fá meiri þerapíu í gegnum tár, samræður og náin vinkonusamskipti. Karlar koma oft verr út úr hnjaskinu sem einkalífið er afþví þeir hafa ekki sama möguleika á að létta á sér. Og hafi þeir hann hafa þeir enn ekki komist uppá lagið með að nota hann án þess ég viti hvers vegna svo sé.“ - Hveiju heldur þú að þjóðfélags- staða okkar ráði um líðan okkar? „Mjög litlu. Þá er ég að tala um aðalatriði lífsins, hamingjuna í einkalífinu. Ég held hún fari lítið eftir stétt eða búsetu. Það eru sí- gild lífssannindi að hamingjan verð- ur ekki keypt fyrir peninga. Konan í pelsinum þarf ekki að vera öfunds- verðari en konan sem ber ekkert utan á sér. Þetta er svosem klisja sem allir ættu að vita sem komnir eru til lífs og ára.“ - En svo við ræðum þetta áfram. Nú eru vandamál kvennanna í bók- inni leysanleg. Þetta eru atriði sem flestir kannast við og er ljúft að fylgjast með í bók. Þær tapa ekki þessar stelpu og tapi þær getur það reynst upphaf að annarri sigur- göngu. Og ekki skal ég setja grömm og kíló á vandamálin og telja þeirra vandamál eitthvað léttvægari en Sölku Völku. Segðu mér, hversu slæmt þarf einkalífið að vera tilað skekja yfirborðið sem þú talaðir um? Það er sama á hveiju gengur í einkalífi kvennanna í bókinni, það hefur ekki sérleg áhrif á utanað- komandi líf þeirra. „Ég held að annað hafi ekki þessi áhrif á hitt þvi á milli þessara tveggja heima má segja að sé breitt síki. Þegar maður fer á morgnana að heiman skilur maður einkalíf sitt eftir inní húsinu sínu og gengur af stað til vinnu sinnar. Svo einfalt er það. Og þetta á við um flest fólk.“ - Einmitt. Að lokum. Það er eró- tík í bókinni þinni. „Ég settist nú ekki niður beinlín- is til þess að skrifa erótík. Hins vegar fjallar sagan um samskipti kynjanna og eins og allir vita er kynlíf þar stór þáttur. Mér hefði fundist algjörlega útí hött ef bókin hefði ekki komið inná þessi nánu samskipti. Það væri svipað því og - ég gæfi uppskrift að gulrótarköku án þess að minnast á gulrætur. Svo hefði verið hálf pempíulegt að klippa á þröskuldinn á svefnher- berginu og það gæfi ekki sanna mynd af lífinu. Það sem gerist í svefnherbergi hjóna er jafn mikill partur af því að vera par eins og að skipta reikningunum á milli sín.“ Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.