Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B 7 LISTIR NH0P o g Björn Thoroddsen skipt ast á hendingnm Fræðikenn- ingar o g stjórnmál PJASS Perlan SAMTÖK UM BYGGINGU TÓNLISTARHÚSS Flyljendur; Guðmundur Steingríms- son og híjómsveit, Sigurður Flosason og hijómsveit, Tómas R. Einarsson og hijómsveit, Niels-Henning 0rsted Pedersen, Bjöm Thorodssen og Eg- ill Ólafsson. 2. desember 1994. SAMTÖK um byggingu tónlistar- húss efndu til djassveislu í einu fallegasta samkomuhúsi lands- manna í Perlunni í síðustu viku. Fjöldi listamanna kom fram og gaf vinnu sína enda eftir nokkru að slægjast fyrir þá því hveijir ættu öðrum fremur að hafa rekist á nauðsyn þess að reist verði veg- legt skjól yfir drottningu listanna? Tónlistin þarf sína Perlu. Sam- koman var greinilega skipulögð af fólki sem kann til verka því þótt afföll hafi orðið á síðustu stundu var stígandi í prógramminu öllu. Guðmundur Steingrímsson og félagar riðu á vaðið með nokkr- um vel völdum lögum en yngri menn undir traustri leiðsögn læri- meistara síns Sigurðar Flosasonar léku síðan nokkur lög úr kaldri sveifluhefð altsaxófónleikarans, þar á meðal Flug 622, hraða bopp- lagið af diski Sigurðar, Gengið á lagið, en einnig nýrri lög eins og Upptekinn taktur þar sem Sigurð- ur bindur enn saman laglínur að ekki ólíkum hætti og Lee Morgan eða jafnvel enn eldri meistarar. Hrynsveit Sigurðar er skipuð efni- legum spilurum úr FÍH-skólanum en sviðsskrekkur og virðing fyrir Jólatónleikar í Logalandi NÚ ER að hefjast jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar og verða fyrstu tónleikamir haldnir um helgina. Fyrstu jólatónleikamir verða haldnir í Logalandi, Reykholtsdal, sunnudaginn 11. desember kl. 20.30. Síðan verða haldnir tónleikar í Borgameskirlq'u þriðjudaginn 13. desember kl. 20.30. og miðvikudag- inn 14. desember kl. 18. Söngdeildartónleikar tónlistar- skólans verða haldnir laugardaginn 17. desember kl. 14 í Borgarnes- kirkju, en þeir eru jafnframt síðustu tónleikarnir í jólatónleikaröð Tón- listarskóla Borgarfjarðar að þessu sinni. Á tónleikunum verða flutt lög frá ýmsum löndum og skipa lög tengd jólahátíðinni stóran sess í dag- skránni. Einnig hefur Lúðrasveit Borgarness verið endurvakin og mun hún koma fram á tónleikunum. ------------♦ ♦ ♦----- Dóttir Lúsífers Önnur aukasýning í kvöld VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að hafa aðra aukasýn- ingu á einleiknum Dóttir Lúsífers, en fyrri aukasýning var á fímmtu- dagskvöld. Dóttir Lúsífers hefur verið sýnd á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins síðan í haust og íjallar leikritið um ævi og ritverk dönsku skáldkon- unnar Karen Blixen. Það er Bríet Héðinsdóttir sem leikur þessa sérstæðu og heillandi konu og hefur- Bríet hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Síðari aukasýning verður sem fyrr segir laugardagskvöld 10. des- ember kl. 20.30. salnum, og e.t.v. Sigurði, setti í þá hógværð sem gat ekki farið vel við kröftugar tónsmíðarnar. Þeir spiluðu of veikt. Hljómsveit Tómasar R. Einars- sonar flutti verk eftir hljómsveitar- stjórann, þar á meðal Jón Leifs í harminum, stutt en nokkuð áhrifa- ríkt verk með naívískum trommu- leik Matthíasar Hemstock og draugalegum stemningum frá píanói Gunnars Gunnarssonar. Guðmundur Andri Thorsson verð- ur seint talinn í flokk með stór- söngvurum þjóðarinnar en hann fer afar skemmtilega með ljóð Sig- urðar Guðmundssonar myndlist- armanns Ég er við lag Tómasar. Hápunktur kvöldins var svo ein- vígi danska kontrabassarisans Ni- els-Hennings 0rsteds Pedersen og Björns Thoroddsen. Bjöm dálítið hikandi í fyrstu en gleymdi sér von bráðar þegar snarstefjunin tók hug hans allan frá sterkri nærveru góðlega jöfursins með stóra hljóð- færið. Þeir skiptust á hendingum, NH0P setti kúrsinn og skissaði upp smámyndir sem Björn teygði og togaði með nýju og sérstæðu sándi sínu á órafmagnaðan gítar- inn. í hröðum boppköflum var eins og einn maður héldi um hljóðfærin tvö er þeir léku í unison. Líklegri er Bjöm skyldari NH0P en flestir íslenskir tónlistarmenn, báðir em þeir afar melódískir í hugsun, ekk- ert skortir á tæknina og sveiflan er þeirra bakland. Kvöldinu lauk svo á viðeigandi hátt þegar Egill Ólafsson söng við undirleik NH0P og Björns, afar leikrænt, en minnað djassað, I’am in Heaven. Guðjón Guðmundsson JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir að 'Kjarvalsstöðum á morgun sunnu- daginn 11. desember kl. 20.30. A tónleikunum verða meðal ann- ars flutt píanóverk eftir J.S. Bach og Chopin, verk fyrir strengjahljóð- færi eftir J.S. Bach, César Franck, Beriot, Beethoven, Bartók og Sar- asate, verk fyrir blásturshljóðfæri eftir James Butt, Stravinskí, Sári József og Atla Heimi Sveinsson og til. Pabbi hennar ætlaði til fram- haldsnáms í Ameríku og átti fjöl- skyldan að fara með. Um sumarið gerðist margt skemmtilegt hjá Sigrún Olsen Sigrún sýnir á Á næstu grösum SIGRÚN Olsen sýnir um þessar mundir vatnslitamyndir á mat- stofunni Á næstu grösum við Klapparstíg. Myndirnar voru allar unnar á þessu ári. Sigrún á að baki fjölda sýninga bæði hér og erlendis. Sýningin mun standa fram á næsta ár. ♦ ♦ ♦ Bókmennta- kynning kvenna ÁRLEG bókmenntakynning Menn- ingar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna verður að þessu sinni laug- ardaginn 10. desember kl. 14 að Vatnsstíg 10. • Verk og höfundar; í luktum heimi Friðu Á. Sigurðardóttur, Bríet Héð- insdóttir les. Engill í snjónum, Nína Björk Árnadóttir, höfundur les. Fjarri hlýju hjónasængur, Inga Huld Hákonardóttir, höfundur les. Veistu ef þú vin átt, ævisaga Aðal- heiðar Hólm Spans, Þorvaldur Kristinsson, höfundur les. Ljóð Vil- borgar Dagbjartsdóttur, höfundur les. Þórunn Geirsdóttir les frum- samið efni. Ljóð Ásdísar Lilju Hilm- arsdóttur, Ragna Steinunn Eyjólfs- dóttir les. Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum, Ingunn Þ. Magnús- dóttir, höfundur les. Elías Davíðs- son og Stella Hauksdóttir sjá um tónlist. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. sönglög eftir Purcell, Pál ísólfsson og Mozart. Flytjendur eru nemendur Tón- listarskólans í Reykjavík ásamt píanóleikurunum Onnu Guðnýju Guðmundsdóttur, Hildi Karlsdótt- ur, Kristni Emi Kristinssyni, Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, sem annast undirleik. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. bls. Almenna bókafélagið gefur bókina út og Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prentun. Verð bókarinnar er 1.490 krónur. BOKMENNTIR Fræðirit HVAR Á MAÐURINN HEIMA? eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hið íslenska bókmenntafélag, 1994 — 263 siður. 2.493 kr. HANNES Hólmsteinn Gissurar- son er afkastamikill rithöfundur. Hann gaf út ævisögu Jóns Þor- lákssonar fyrir tveimur árum og fyrir þessi jól koma þrjár bækur út frá honum. Ein þeirra er bókin Hvar á maðurinn heima? í henni eru fimm kaflar auk inngangs, sem raunar heitir formáli í efnisyfirliti. Hugmyndin í þessari bók er að veita skýran og aðgengilegan inn- gang að nokkrum mik- ilvægum kenningum um stjórnmál og samfélag fyrir al- menna lesendur. Þeir kenningasmiðir, sem teknir eru fyrir, eru Platón, Machiavelli, John Locke, Karl Marx og John Stuart Mill. Þetta eru allt merkilegir höfundar og hafa allir lagt mikilvægan skerf til hugmyndasögunnar. Það er því vel þess virði að fjalla um þá. Lykilverk þeirra hafa auk þess verið þýdd á íslenzku, svo það eru hæg heimatökin fyrir lesendur að vega og meta sumt af því sem stendur í þessari bók. Platón er einn af örfáum merk- ustu hugsuðum fyrr og síðar. Fyrir nokkrum árum kom eitt höfuðrit hans, Ríkið, út á íslenzku í þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar. Sú þýð- ing sætti nokkrum tíðindum í ís- lenzkum fræðaheimi, því að hún er umtalsvert afrek. Hannes Hólm- steinn eyðir mestum tíma í að túlka og meta þetta rit Platóns. Það þarf ekki að koma á óvart, vegna þess að skoðanimar, sem bomar em á borð, og ályktanir Platóns em skarplegar og djúpt hugsaðar. Þetta rit Platóns er fyrsta dæmi hugmyndasögunnar um ólands- sögu, lýsingu á staðleysu. Hug- mynd Platóns er að réttlæti, þekk- ing og vitsmunir eigi að vera æðsta dyggð samfélagsskipanarinnar. Hann leggur því til vitringaveldi, hinir vitmstu menn eigi að taka allar mikilvægustu ákvarðanir um málefni samfélagsins. Machiavelli er kunnastur fyrir eitt rit sitt, sem hefur verið nefnt Furstinn á íslensku. Machiavelli skoðaði vel og vandlega, hvernig óhjákvæmilegt væri að beita raun- verulegu valdi í borgríki, kannski í öllum ríkjum. Hann er þeirrar skoðunar, að leyfilegt sé að beita öllum ráðum til að hljóta eða halda völdum. John Locke var 17. aldar maður á Englandi og lifði mesta byltingartíma í allri sögu Bret- landseyja, en honum lauk 1688 í byltingunni dýrðlegu, en byltingin sú var bara dýrðleg fyrir Englend- inga en bæði blóðug og grimm fyrir Skota og íra. Locke smíðaði lífseiga kenningu um eignarrétt sem forsendu skipulegs félags. Karl Marx var Þjóðverji, sem ól dijúgan hluta aldurs síns á Breta- safni við að skrifa stórar bækur um efnahagsmál og þjóðfélags- byltingar. Þær bækur hafa verið, sem kunnugt er, áhrifamiklar í stjórnmálum þessarar aldar alveg fram á síðustu ár. Í ljósi atburða, sem orðið hafa í stjórnmálum Evr- ópu síðustu fimm árin, hefur dreg- ið nokkuð úr áhrifamætti kenn- inga Karls Marx. íbúar í austan- verðri álfunni eru a.m.k. samtaka í fáu öðru en forðast skoðanir hans eins og heitan eldinn og þarf engan að furða á því. Það er helzt í háskólum í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum að Marx er enn tekinn alvarlega, eins og kaflinn í þessari bók er vottur um. Það er raunar svo að sumt af því, sem gengur undir nafninu fræði í há- skólum á Vesturlönd- um, er slíkt samsafn af fírrum og ruglandi, að kenningar Marx eru hin mesta speki borið saman við þá samsuðu alla. Að síðustu er í bók- inni sagt frá John Stuart Mill og kenn- ingu hans í Frelsinu um hvað eigi að vera í valdi hvers og eins og hvað eigi að falla undir vald samfélags- ins. Mér hefur virzt frelsisregla Mills vera í flesta staði skyn- samleg, en það er ekki einfalt að túlka hana og sömuleiðis ekki ljóst hvort hún fer saman við þær skoðanir, sem nú eru helzt uppi um takmarkanir á valdi samfélagsins yfír einstakl- ingnum. Það er gerð grein fyrir þessum vandkvæðum í bók Hann- esar, bæði vandkvæðum við að túlka Mill sjálfan og hvort niður-' stöður Mills séu yfírleitt réttlætan- legar. Þar er meðal annars eytt nokkru máli í að skoða rök til nytjastefnu, en Mill taldi nytja- regluna undirstöðu alls siðferðis. Skoðun Hannesar er, að alvarleg vandkvæði séu á því að fallast á nytjastefnu. Hannes, eins og margur nútímamaðurinn, vill gjalda samþykki við frelsisregl- unni en vill rökstyðja hana með öðrum hætti en Mill. Kaflarnir eru svolítið misjafnir. Kaflinn um John Locke er sérlega góður, enda er höfundurinn þar á heimavelli. Sízt tekst honum upp við Platón, en í þeim kafla virðist mér helzti annmarki á tengingunni við hugmyndir nútímanna koma fram, en það er eitt einkenni allrar bókarinnar að stöðugt er leitazt við að tengja kenningarnar við nútímann. Það er nefnilega ekki einfalt að meta Platón í ljósi hug- mynda okkar, sem nú erum á dög- um. Það er til að mynda vafamál, hvort það er löstur á skoðunum Platóns, að nú á tímum væri þetta fordæmanleg skoðun, en þó ekki fjarlægari en svo, að það eru til siðfræðingar, sem halda henni fram í alvöru. f Grikklandi til forna var þetta viðtekin venja og ekkert skrýtið að Platón hafi haldið þessu fram. Til að skilja siðinn þarf maður að muna að samfélagið var harðara en nú og menn töldu sér það um megn að ala önn fyrir vansköpuðum eða þroskaheftum. Það er mikill kostur þessarar bókar að höfundurinn er fundvís á íslenzk, skemmtileg dæmi og hann er, eins og ýmsum er kunn- ugt, ritfær í bezta lagi. Auðvitað eru sumar staðhæfingar hans í þessari bók umdeilanlegar, en bók- in er prýðileg aflestrar og gefur nokkuð góða mynd af megindrátt- um þess kennilega landslags, sem verið er að lýsa. Guðmundur Heiðar Frímannsson Tónlistarskólinn í Reykjavík Jólatónleikar á Kjarvalsstöðum Nýjar bækur Adda lærir að synda eftir Jennu og Hreiðar Öddu og leik- systkinum henn- ar, þeim Lísu og Braga, en að lok- um rann brott- farardagurinn upp.“ Bókin er skreytt fjölda teikninga eftir Erlu Sigurðar- dóttur. og auk þess stóð mikið Bókin er innbundin og er 110 ADDA lærir að synda er þriðja bókin í bóka- flokknum um Öddu litlu lækn- isdóttur. í kynn- ingu útgefanda segir: „Adda fór ekkert í sveit þetta sumarið því hún átti að læra Jenna Jensdóttir Hreiðar Stefánsson HANNES Hólm- steinn Gissurarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.