Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B 5 Að brjðta upp hefð Fríður Sigurðardóttir og Halla Soffía Jónasdóttir hafa sent frá sér geisla- plötuna Ætti éghörpu. Kristín Ómarsdóttir hitti þær að máli. AÆTTI ég hörpu syngja Fríður k og Halla bæði tvísöng og ein- söng lög eftir íslensk og erlend tón- skáld, frá Sibeliusi og Shröder til Skagfirðingatónskáldanna Jóns Björnssonar, Eyþórs Stefánssonar og Jóns Björnssonar. Ef fáein eru nefnd. Okkur langar til að segja þér frá kennara okkar Sigurði Demetz. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nemendur hans, segir Fríður en Halla heldur áfram: - Við eigum honum allt að þakka ásamt Vilhelmínu Ólafsdóttur sem var undirleikari okkar beggja megn- ið af skólagöngunni í Nýja tónlistar- skólanum, hún er frábær tónlistar- uppalandi. - Við byijuðum seint að læra að syngja en það er Höllu að þakka að ég lagði út á þessa braut, segir Fríð- ur og þagnar til að bjóða Höllu orðið: - Eg byijaði í dægurlögunum og söng með danshljómsveit Hauks Þorsteinssonar í nokkur ár á meðan ég bjó á Sauðárkróki. Þar kynntist ég mannperlunni Jóni Björnssyni tónskáldi sem heyrði í mér á baili og bauð mér að syngja með kórnum sínum. — Við Halla kynntumst í Skag- firsku söngsveitinni. Stóðum þar hlið við hlið í ein þrettán ár. Eiginmenn okkar beggja eru Skagfirðingar. - Einmitt. En það var ekki fyrr en ég hafði misst tvo syni mína með skömmu millibili, en þeir létust ung- ir af slysförum, að ég því sem næst söng mig út úr sorginni. Ég fór að læra að syngja hjá Sigurði Demetz á Akureyri. Fyrir tilviljun flutti ég suður samtímis honum og hélt námi mínu því óhindrað áfram undir leið- sögn hans. Þetta gerðist fyrir fjórt- án árum en burtfararprófí lauk ég ’86, segir Halla. - Og þá var hún byijuð að nauða í mér. Ég sagði alltaf þegar hún lauk hveiju stigi fyrir sig: Guð minn góður, þetta gæti ég aldrei! Mér óx þetta svo í augum. En að endingu hafði ég líka lokið burtfararprófi, fyrir heilum tveimur árum. - Ég fór í barneignarfrí en ég hafði borgað skólagjöldin og bað Fríði þess heitast að nýta tímana mína, útskýrir Halla. - Ég gerði það og hér erum við, með nýjan geisladisk í höndunum. Kostaður af gangavarðarlaununum úr Selásskóla en þar störfum við báðar í krakkafansinum, segir Fríð- ur, en snýr sér svo til Höllu: Það þýddi nú lítið fyrir okkur að láta blaðakonuna fá sparisjóðsbókina okkar, hún skrifar ekkert betur um okkur fyrir það! - Við höfum ekki hlotið opinbera styrki til að gera þennan disk og erum fyrir löngu búnar að gefast upp á lottóinu. Við erum sjálfum okkur næstar en höfum notið ómældrar aðstoðar frá mönnunum okkar og sonum. -Við eigum það sameiginlegt, fyrir utan sönginn, að vera fjögurra sona mæður, segir Fríður og þær hlæja óperusöngkonulegum hlátri. - Upphaflega ætluðum við ekki að leggja undir okkur heiminn, seg- ir Halla og tekur af skarið. Síðastlið- ið sumar æfðum við upp prógram ásamt Kára, píanóleikaranum okk- ar, og héldum í framhaldi af því ferna tónleika. Þegar þeim var lokið var okkur ekki lokið og vegna fjölda áskorana fólksins í kringum okkur ákváðum við að gefa efnið út. - Okkur finnst líka gaman að bijóta upp hina miklu karlahefð tví- söngsins því það er frekar sjaldgæft að konur syngi saman tvísöng. Ætli þetta sé ekki bara fyrsti diskur- inn sem gefinn er hér út með tví- söng kvenna. - Okkur er ljóst að þarsem við erum báðar sópran og syngjum til skiptis neðri rödd munu gagnrýn- endur kannski fínna að því að það vanti massíva altrödd á diskinn. - En þess í stað hljóma raddirnar okkar mjög vel saman. Að okkar áliti, segir Halla. - Og margra annarra, bætir Fríð- ur við. Sýnir í natturunni SIGURÐUR Einarsson listmál- ari hefur opnað sýningu á verkum sínum í kjallara Norræna hússins. Sigurður er Selfyssingur sem snerti fyrst á pensli fyrir tólf árum. Afstrakt málverkið kveikti áhuga hans á myndlist og varð þess valdandi að hann fór að gefa þessu listformi nánari gaum. Hann þræddi sýningar en óraði ekki fyr- ir því að hann ætti eftir að ganga listagyðjunni á hönd sjálfur. Hið óvænta gerðist þó. „Ég var í ein- hverri niðursveiflu og fann vatns- liti sem yngsta dóttir mín hafði átt og fór að fikta við þetta. Ég fann mig það vel í þessu að ég hef ekki séð neina ástæðu til þess að hætta.“ Sigurður lét af starfi sínu hjá Mjólkurbúi Flóamanna árið 1985 og síðustu átta árin hefur hann haft viðurværi sitt af myndlist. Sýningin í Norræna húsinu er níunda einkasýning Sigurðar en hann hefur aukinheldur tekið þátt í fjölda samsýninga. Á sýningunni eru 49 verk í sal en í anddyrinu hanga 27 smærri myndir. Flest verkanna eru unnin á þessu ári. Sigurður vinnur nær eingöngu með olíu á striga. „Ég komst fljótt að því að striginn hentaði mér best. Það er allt annar heimur að mála á hann.“ Mikill náttúruunnandi Listamaðurinn segir að stíliinn hafi tekið litlum breytingum í gegnum árin. „Ég er fæddur og uppalinn í sveit þannig að það lá eiginlega beint við að ég færi að Morgunblaðið/Þorkell LAUFEY Siguróardóttir, Richard Talkowsky og Þorkell Sigurbjörnsson. Tðnleikar í gðmlu Álafossverksmiðiunni ♦ IDAG, laugardag, kl. 16.00 halda Laufey Sigurðardóttir, fiðlu- leikari, og Richard Talkowsky, sellóleikari, tónleika í gömlu Ála- fossverksmiðjunni. Á efnisskrá tónleikanna eru eftirtalin verk: Duo eftir Þorkel Sigurbjömsson, Duo eftir Giord- ani, Deux Choros eftir H. Villa- Lobos og Sónata eftir Maurice Ravel. Tónskáldið Þorkell Sigurbjörns- son samdi þetta Duo fyrir fiðlu og selló sérstaklega fyrir Laufeyju og Richard, árið 1990. „Það hafa ekki verið samin mörg íslensk Duo,“ segir Þorkell. „Mig langaði að semja eitthvað samleiksverk sem gaman væri að spila. Verkið vildi ég hafa gáska- fullt og létt, en ekki alvörugefið. Það spilar inní að ég kynntist Laufeyju sem krakka og þá þegar var hún lífleg og hugmyndarík, glaðleg og hress og komst ég í gott skap við tilhugsunina um að semja þetta verk. Tónlistinni get ég lýst sem dans- og leikkenndri." Laufey og Richard hafa þekkst Laufey Sigurðar- dóttir og Richard Tallcowsky meó tónleika á vinnu- stof u Tolla i gömlu Álafoss- verksmiójunni I Mosfellsbæ í um tuttugu ár. Þau kynntust í Bandaríkjunum þar sem þau voru við nám hjá sama kennara og hafa þau spilað saman við ýmis tækifæri, alltaf annað slagið. Um verkin hafa þau eftirfarandi að segja: „Giordani var klassískt, ítalskt tónskáld sem uppi var frá 1733- 1806. Hann er eina tónskáldið sem ekki er 20. aldar tónskáld af þeim tónskáldum sem við flytjum verk eftir á þessum tónleikum. Verk Villa-Lobos er kvöldlokka (serenaða). Þetta er þjóðleg tónlist með brasilískri stemmningu og takti. Hann samdi alls 14 verk með þessu heiti fyrir ýmis hljóð- færi. Þetta verk er frá árinu 1929. Ravel samdi sónötuna á árunum 1920-22 og tileinkaði hana minn- ingu Debussys. Hún olli hneyksli þegar hún var frumflutt, því fólk bjóst við þeim hljómum og litunij sem það var vant frá Ravel. I þessu verki er eins og stöðugt stríð milli hljóðfæranna og er það jafn- vel undir áhrifum frá Bartók. Ra- vel áleit þetta verk vendipunkt á ferli sínum.“ Verk Þorkels frumfluttu þau í Kaupmannahöfn og hafa síðan flutt það víða, en þetta er frum- flutningur þess hér á landi. Þau voru sammála um að þeim fyndist mjög gaman að taka það upp á ný, enda mjög skemmtilegt að spila það. S.A. Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Einarsson listmálari skírskotar til hjátrúar íslendinga i verkum sínum á sýningunni i kjallara Norræna hússins. mála náttúruna og það sem í henni býr. Ég er mikill náttúruunnandi og hef alltaf séð mikið í henni.“ Sigurður málar því ýmsar sýnir í náttúrunni og kveðst með mynd- um sínum skírskota til trölla- og draugatrúar landa sinna, en hin ýmsu fyrirbæri eiga það til að skjóta upp kollinum í verkum hans. Sigurður safnaði steinum um langt árabil, slípaði og vann með þá á ýmsan annan hátt. Hann hefur að mestu þurft að gefa það áhugamál upp á bátinn, enda krefst myndlistin óskiptrar athygli hans nú um stundir. Listamaður- inn segir að steinasöfnunin hafi verið tímafrek og því hafi hann orðið að velja á milli hennar og myndlistarinnar. Hann valdi myndlistina og kveðst ekki iðrast þess á nokkurn hátt. Sigurður býr á Selfossi yfir vetr- armánuðina en með hækkandi sól heldur hann í víking til Svíþjóðar og málar þar af miklum móð uns haustar. Hann er hrifinn af Sví- þjóð og þykir því vel við hæfi að sýna verk sín í Norræna húsinu. Sýningunni lýkur 18. desember næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.