Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 12
12 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Vaka-Heigafell er vaxandi fyrirtæki í ís- lenskri útgáfustarfsemi. í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur sagði Ólafur Ragnarsson að Vaka-Helgafell hefði skotið mörgum rótum undir sína starfsemi en treysti ekki eingöngu á jólabókaútgáfuna. Bókin sem slík hefur lengi átt rík ítök í * huga Olafs Ragnarssonar. EG HELD að bókin sem miðill eigi sér langt líf fyrir höndum. Bókin er hljóðlátt form, hún er í eðli sínu mjög handhæg miðlunar- aðferð, bæði til upplýsingar og skemmtunar. Ef bókin væri að koma fram á sjónarsviðið núna sem nýr miðill, menn hefðu haft áður útvarp, sjónvarp og tölvur, þá þætti eflaust mörgum þetta mjög skemmtilegt fyrirbæri. Það þarf ekki að setja það í samband við rafmagn og fer vel með augun, hægt er að fara með það hvert sem er, hvort sem er á sólar- strönd eða upp í fjöllum eða um borð í flugvél- um. Menn eru sínir eig- in dagskrárstjórar þeg- ar þeir lesa. Þeir geta hætt hvar sem er og byrjað aftur þegar þeim hentar. Svona mætti lengi halda áfram ef farið væri út í að skilgreina bókína. Síðast en ekki síst eru nær ótakmarkaðar upplýsingar sem liggja í bókum. Skemmtileg- ast við bækur þykir mér þó að þær eru eini miðillinn sem getur komið manni í samband við gengnar kynslóðir milliliðalaust. Ef maður les t.d. ævisögu Jóns Steingrímssonar eldklerks þá kemst maður í gegnum textann í beint samband við hugsanir hans og af- stöðu til lífsins auk alls þess sem gengur á í kringum hann. Þetta er það næsta sem maður kemst í að skynja sálarlíf löngu liðins fólks. Þetta heillar mig mjög mikið. Það skiptir í þessu sambandi engu máli hve margar aldir eru á milli lesand- ans og þess sem skráði. Þetta er svo heillandi við heim bóka. Baekwr og aórir miólar Bækur verða svo í mörgum tilvik- um grundvöllur að öðrum miðlunar- formum, svo sem leikritum og kvik- myndum. Munurinn á því t.d. að gera kvikmynd eftir bók eða bók eftir kvikmynd er geysimikill. Þær bækur sem hið síðamefnda á við eru oft ansi veigalitlar en hinar eru svo safamiklar að aldrei er hægt að flytja heim þeirra algerlega yfír í annað form. Ég hef líka bent á það að bókin í því formi sem hún er í dag hefur verið_ með þjóðum í rúmlega 500 ár. Á þessu tímabili hefur bókinni margoft verið spáð endalokum. Þegar dagblöð komu til sögunnar sögðu menn að bækur myndu hverfa. Blöðin gætu miðlað öllu því sem bækur miðluðu miklu hraðar og örar en bækur gerðu. En bækur héldu áfram að vera til. Seinna kom útvarp til sögunnar og þá sögðu menn að nú væri engin þörf fyrir bækur. En bókin stóð útvarpið af sér. Svo kom sjónvarpið og þá þótti endanlega ljóst að bók- in ætti enga framtíð fyrir sér í þeirri samkeppni. Síðan hafa komið myndbönd, geisladiskar og tölvur og alltaf hefur kveðið við svipaður söngur en bókin heldur eigi að síð- ur enn velli. Ég held að miklu meira þurfí til en tæknilegar breytingar til að velta bókinni úr sessi.“ Bókaverð Er hægt að fram- leiða bækur með minni tilkostnaði en nú er? „Bókaútgefendur verða eins og aðrir að koma til móts við óskir markaðarins. Ef fólk er ekki tilbúið til að borga nema ákveðið verð fyrir bækur þá verður að fínna leið til að selja þær á því verði. Það þýðir ekki að hækka og hækka vörur eða bækur, það endar bara með því að þær seljast ekki. Núna á þessari bókatíð er al- mennt hjá bókaútgefendur 10-15 prósent hækkun á verði bóka. En við hjá Vöku-Helgafelli ákváðum að fara aðra leið og hækka bækur ekki. Þetta gerðum við m.a. á grundvelli könnunar á viðhorfí fólks. Við leituðum leiða til þess að hækka bækur ekki með því að beita ýmis konar hagræðingu bæði innan forlagsins og með tilboðum hér o g erlendis varðandi framleiðslu á þessum bókum. Sumar af þeim eru prentaðar erlendis en aðrar hér. Okkur hefur tekist þetta en við treystum jafnframt á það að við seljum fleiri eintök og getum þann- ig komið svipað út og ef við hefðum selt færri eintök á hærra verði. Kostnaðarvitund fólks er orðin svo miklu meiri en hún var fyrir nokkr- um árum. Þessa verða útgefendur að taka tillit til. Kynningar Við höfum líka farið nýjar leiðir á þessu hausti í sambandi við kynn- ingu á bókum, okkur hefur fundist tiltölulega einhæf umfjöllun um nýjar bækur. Fjölmiðlar birta frétt- ir um helstu bækur en erfítt er að fá umfjöllun um aðrar. Mér fínnst eðlilegt að bók sem tiltekinn aðili er búinn að vinna að í kannski tvö ár fái ekki minni umfjöllun en er- lendi kvikmynd, myndband eða hljómplata. Við fórum nýja leið í haust í til- raunaskyni og gáfum út tímarit í 80 þúsund eintökum sem við köllum Innsýn, sendum það inn á heimili Ólafur Ragnarsson og reyndum þar að vekja athygli fólks á efni bóka sem við gefum út, með nýstárlegum hætti. Skoðum efni bókana frá óvenjulegum sjón- arhóli og ræðum við höfundana. Þetta finnst mér að mætti gera á öðrum vettvangi. Bókaútgefendur verða að fínna leiðir til að skapa jákvætt viðhorf í kringum bækur. Við höfum kannski verið of mikið í að beita beinum auglýsingum. Það þarf að fínna og nota aðrar aðferðir. Ég hef líka áhyggjur af því þeg- ar bækur eru settar í of hátíðlegt og virðulegt umhverfí. Þá er ég að tala um að ekki megi loka bækur of mikið inn í menningarkálfum dagblaða, heldur þurfi að fjalla um þær á jafn líflegan hátt og fjallað er um kvikmyndir, tónlist og mynd- bönd og annað slíkt. Þetta skiptir máli gagnvart yngri kynslóðinni og ber að hafa til hliðsjónar umfjöllun um þá miðla sem unga fólkinu eru tengdastir t.d. tónlist. Þetta mættu fulltrúar fjölmiðla hugleiða, þeim er ekki sama um bókina fremur en öðrum. Þegar til kastanna kemur er þetta mál allrar þjóðarinnar, það er sameiginlegt hagsmunamál okk- ar allra að reyna að skapa það við- horf til bóka sem þarf til að uppvax- andi kynslóðir kynni sér þær og njóti þeirra. Útgáfa erlendis Við hjá Vöku-Helgafelli höfum lagt meiri áherslu á að kynna okkur bækur erlendis en flest önnur for- lög. Við erum nú þegar komnir með áratugs reynslu í sambandi við kynningu og sölu á útgáfurétti bóka Halldórs Laxness. Við höfum kynnst hvernig farið er að því að koma ritverkum höfunda á fram- færi. í kjölfar þess að höfum við lagt áherslu á kynningu á verkum annarra höfunda, ekki síst Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þarna er til- tölulega óplægður akur en það sem menn hafa lagt of mikla áherslu á er að setja á bækur einhvem ís- landsstimpil. Hvorki útgefendur eða lesendur erlendir lesa bækur eftir því frá hvaða landi þær koma. Ef bókin er áhugaverð þá skiptir þig sem lesanda engu máli hvar í ver- öldinni hún er skrifuð. Ef í henni er sá mannlegi þáttur sem fær sam- hljóm við tilfinningar lesands þá skiptir ekki máli hvort hún er skrif- uð í Kína eða á Kópaskeri. Leiðim- ar til að vekja athygli útlendra út- gefenda eru tiltölulega flóknar og þarf þar að vinna með umboðs- mönnum höfunda og forlaga sem eru sérhæfðir í að kynna bækur og koma þeim á framfæri. Þeir fylgj- ast svo með því að höfundarrétti okkar höfunda sé ekki rænt eins og stundum hefur viljað brenna við. Við höfum tekið þátt í bókasýning- um víða til þess að kynna höfunda og bækur og til að styrkja tengsl við þá aðila sem hafa áhuga. Við nálgumst forlögin með einum hætti en fyrrnefndir umboðsmenn með öðrum hætti svo úr verður ákveðið samspil. Það eru líka ýmsir mögu- leikar utan skáldverkanna. Ef fræðirit eða heimildarrit em nógu góð geta þau alveg eins vakið at: hygli erlendis eins og skáldvekin. í þriðja lagi er svo ýmislegt efni ann- að sem verið er að gefa út hér sem ætti erindi inn á erlenda markaði. Það er spennandi að beina sjónum út fyrir 200 mílurnar, af því að markaðurinn okkar er óneitanlega lítill.“ BÓKASAMBAND íslands gengst um þessar mundir fyrir átaki fyrir íslenskum bókum. Af því tilefni stendur nú yfír bókasýn- ing í Geysishúsinu og mun hún standa til 23. desember. Til- gangur átaksins er sá að vekja og viðhalda almennum áhuga á bókum, ekki síst vegna uppeldisleg gildis þeirra. Sömuleið- Bðkin er ólík öllu öðru GuðrúnHelgadóttir, rithöfundur segir frá ferli hugmyndar sem fæðist í kolli eins rithöfundar þar til hún kemst af blaðsíðu bókar inn í huga lesandans? FÓLK gerir þetta á ákaflega marga vegu,“ segir Guðrún. „I mínu tilviki fæðist einhver hug- mynd og það getur gerst við alls konar aðstæður, síðan leitar hún á mig, ekki síst þegar ég er ekki að reyna á heilabúið heldur sinni uppþvotti eða tiltekt. Þegar mér finnst hugmyndin orðin nýtanleg í sögu sest ég niður, gjaman á sumrin, og legg niður fyrir mér hvemig þessi bók muni líta út, um hvað hún eigi í raun og veru að fjalla, hvernig hún eigi að hefjast og enda, það hefur meira að segja komið fyrir að ég hef teiknað línu- rit yfir risið í tilvonandi bók. Þegar ég þykist komin með beinagrind sest ég niður, með mikilli tregðu þó, því það er svo erfitt að skrifa. Þegar ég er svo komin í gang skrifa ég oft mjög langar lotur, því ann- ars finnst mér ég missa alla þræði út úr höndunum, mér finnst erfítt að leggja bók frá mér og koma að henni aftur. Ég hef að jafnaði verið um tvo mánuði að skrifa hveija bók, eftir það hef ég yfir- leitt ekki breytt miklu. Varðandi sköpun og tilurð er ekki mikill munur á sögum fyrir böm og fullorðna, að sumu leyti er þó líklega erfiðara að skrifa fyrir börn, og þeim mun erfiðara eftir því sem börnin eru yngri, þar þarf maður að velja hvert einasta orð. Það má ekki skilja börn eftir í óvissu um hvað er hvað af því þau hafa ekki möguleikann á að velja og hafna eins og fullorðið fólk hefur. Þegar bók lýkur þarf barnið að vita hvað er gleði og hvað er sorg, annars er það skilið eftir í angist sem það getur ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.