Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B 11 SÚSANNA og Hans Tórgaró i hlwtverkwm Jelenw og Valodja. Jelena í Færeyjum Morgunblaðið/Kristinn GUDRÚN S. Birgisdóttir, Martial Nardeaw, Camilla Söder- berg og Elin Gwómwndsdóttir veróa meóal flytjenda á hó- tióartónleikwm Jólabarokks i Geróarsafni ó þriójwdaginn. IFÆREYJUM standa nú yfir sýn- ingar á leikritinu „Kæra Jelena“ eftir Ljudmilu Razumovskaju, en eins og menn eflaust muna, var það verk sýnt við gríðarlegar vinsældir hér í Þjóðleikhúsinu fyrir örfáum misserum. Leikstjóri sýningarinnar er Ingunn Ásdísardóttir, sem hefur fengið lof fyrir hana í færeyskum dagblöðum. í Dimmalætting segir, meðal annars: „Ingunn Ásdísardóttir hefur leyst verkefni sitt ágætlega af hendi og henni hefur tekist vel að móta leikarana,“ og í Sosialurin segir: „... leikið svo snlldarlega og djarflega að áhorfendur þorðu varla að draga andann. Ögrandi, á þröm- inni og flott ... Upplifun ... GRÍMA hefur hitt í mark.“ Það er leikfélagið Gríma sem stendur að uppsetningu sýningarinn- ar, fyrsta atvinnumannaleikfélag Færeyinga. Það er alltaf forvitnilegt að fylgjast með því þegar stigin eru fyrstu skrefin í mótun hefðar - og einkum ef sú hefð er leikhúsið. En upp úr hveiju er þessi hefð að spretta? „í Grímu eru leikarar sem hafa lært hér á íslandi og í Danmörku," segir leikstjórinn, Ingunn Ásdísar- dóttir, heimkomin. „Til þessa hefur mjög öflugt áhugamannaleikfélag verið starfrækt í Þórshöfn, sem er Sjónleikarafélagið. En þegar leikar- arnir sem höfðu lært erlendis fóru að tínast heim, vildu þeir gera eitt- hvað á atvinnumannagrundvelli og byijuðu ájiví að stofna Leikarafélag Færeyja. I vetur eru þau með fjögur leikrit á efnisskránni og sýna til skiptis í Norðurlandahúsinu og Sjón- leikarahúsinu. Síðan fara þau með sýningarnar út um eyjarnar og eru alveg feikn dugleg. Fyrir utan Jelenu ætla þau að sýna Sigrúnu Ástrósu, sem einnig hefur verið sýnt hér við miklar vinsældir og Hús Vernhörðu Alba. Fjórða verkið er ákaflega spennandi spænskur einleikur fyrir konu um trúna og kirkjuna. Þar er varpað fram spumingum um það hvar trúin eigi heim; hvort hún búi í hjarta skækjunnar eða í kirkjunni. Þetta var reyndar fyrsta verk leik- ársins og nú þegar hefur verið farið með það um allar eyjamar og hvar- vetna hefur það fengið mjög góðar viðtökur." Hafðirðu úr nægum mannskap að velja í Jelenu? „Já. Það em 10-12 manns í leik- arafélaginu. Ég þurfti fimm leikara í Jelenu og þar af er einn ólærður. Félagið er enn dálítið blandað. Það má segja að leiklistin í Færeyjum sé á sama stigi og Leikfélag Akur- eyrar fyrir nokkmm ámm. Það eru til dæmis ekki nema tveir lærðir Leikstjórinn, Ingunn Ásdísardóttir, segir frá nýstofnuðu atvinnu- leikhúsi og vinnu sinni með hópnum. karlleikarar í félaginu og því þarf hópurinn mikið á góðum áhugalei- kumm að halda. Þessi hópur hefur mjög mikinn metnað og hann samanstendur af duglegum og miklum listamönnum. Það sem kom mér þó á óvart var að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í Færeyjum, má landsstjórnin eiga það að hún skar ekki eins mikið nið- ur af framlögum til lista og annarra þátta. Listir hafa líka gríðarlegan stuðning af Norðurlandahúsinu og það var mjög gaman að dvelja þarna og vinna. Ég væri alveg til í að end- urtaka það. Það sem er líka ánægjulegt, er að sýningin er styrkt af Teater og dans í Norden og mjög gott dæmi um hvernig samstarf Norðurland- anna hefur burði til að geta af sér góðan ávöxt.“ ssv Hátíðartónleikar Jólabarokks verða haldnir í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, næstkomandi þriðjudag. Guðrún S. Birgisdóttir og Cam- illa Söderberg eru meðal flytjenda og hvetja fólk til að eiga með sér friðarstund í rólegu umhverfí. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Jóla- barokks verða haldnir í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, þriðjudaginn 13. desember klukkan 20.30. A tónleikunum verður ein- göngu leikið á upprunaleg hljóðfæri og nákvæmar eftirlíkingar af hljóð- færum frá barokktímanum en flytj- endur eru Camilla Söderberg á blokkflautu, Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir á barokk- flautur, Elín Guðmundsdóttir á semball og sérstakur gestur Mark I^evy gömbuleikari frá Lundúnum. Á efnisskránni verða hátíðarverk eftir Boismortier, Handel, Tele- mann, Quantz og Marin Marais. Þetta er í fimmta sinn sem Jóla- barokk-hópurinn fer á stjá á aðvent- unni. Sami kjaminn hefur lengst af haft veg og vanda af tónleikun- um en fjöldi listamanna hefur lagt sitt af mörkum til að gera þá eftir- minnilega. Laugarneskirkja er sá vettvangur sem hópurinn hefur val- ið sér til þessa en í ár kom Lista- og menningamálanefnd Kópavogs til skjalanna. Aðstandendur Jóla- barokks hafa því flutt kertastjak- ana sína yfir í Gerðarsafn, eins og Guðrún S. Birgisdóttir kemst að orði. Hún vill með þeim orðum gefa til kynna að stemmningin verði hin sama þótt umhverfið hafi breyst; friður og ró verði sem fyrr í fyrir- rúmi. „Eg vona að vinirnir sem við höfum eignast í Laugarneskirkju á síðustu árum fylgi okkur yfír í ný húsakynni og að Kópavogsbúar nýti sér jafnframt tækifærið og verði viðstaddir þessa friðarstund." Guðrún lítur jafnframt á tónleikana sem kjörið tækifæri til að glæða Listasafn Kópavogs tónlistarlífi. „Við bíðum spennt eftir að heyra hvernig barokkið hljómar þar.“ Barokk í uppsveiflu Barokktónlist er í mikilli upp- sveiflu í Evrópu nú um stundir. Því ber fjöldi tónleika og mikið magn geislaplatna glöggt vitni. Þær Guð- rún og Camilla Söderberg segja þó að sú vakning hafi ekki fyllilega náð að skila sér til íslands. Tilgang- urinn með Jólabarokki sé því öðrum þræði að vekja athygli íslendinga á þessari tegund tónlistar. „Nútíminn hefur þörf fyrir þá afslöppun sem felst í barokktónlist," verður Cam- illu að orði. Stöllurnar ljúka upp einum munni um að rétt hljóðfæri skipti miklu máli enda vísi hljóðfærin listamanninum veginn í túlkun á tónlist. Tréflautur eldast hins vegar mjög illa, sérstaklega ef þær eru lítið notaðar. Guðrún og Camilla segja það því ekki þjóna neinum tilgangi að grafa upp flautur frá barokktímanum. Þess í stað hafa þær lagt sig í líma við að útvega nákvæmar eftirlíkingar. Guðrún segir að margir hafi orð- ið undrandi þegar þau Martial Nardeau tóku þessa óvenjulegu gripi í sína þjónustu fyrir nokkrum árum enda hafí tækninni fleygt fram í flautusmíð frá því á barokk- tímanum. „Þetta er skiljanlegt því það tekur tíma að komast inn í þennan hljóðheim," segir hún. ís- lenskir tónlistarunnendur munu þó óðum vera að koma til og bondir Guðrún á vaxandi aðsókn á barokk- tónleika máli sínu til stuðnings. Fjölbreyttar samsetningar Boðið verður upp á ýmsar hljóð- færasamsetningar á tónleikunum á þriðjudagskvöldið. Camilla mun kynna til sögunnar tvo meðlimi blokkflautufjölskyldunnar sem hún hefur komið sér upp. Þá segja þær Guðrún að mikið barokkefni sé til fyrir þverflautu enda hafi hún verið afar vinsæl á tíma barokksins eins og í dag. Þær eru einnig sífellt að fínna fleiri verk fyrir þverflautu og blokkflautu sem hefur komið þeim í opna skjöldu þar sem þær töldu að sú samsetning væri fágæt. Enn- fremur mun Mark Levy, gömbuleik- arinn breski, leika einleik. Hann mun meðal annars leika verk sem heyrast í myndinni Allir heimsins morgnar sem stöllurnar fullyrða að hafí hleypt af stað gömbuæði í Evrópu. Levy þessi er ungur að árum og hefur viðurværi sitt alfarið af gömbuleik sem Guðrún og Cam- illa segja að gefí glögga mynd af stöðu gömbunnar í Bretlandi. Þá ber að vekja sérstaka athygli á því að hann verður með 17. aldar gömbu í farteskinu en strengja- hljóðfæri eru þeim eiginleika gædd að eldast mun betur en blásturs- hljóðfæri. opo Worræn listahatió q Spáni Norrænn listsköpun tengist spænsku menningaifrfi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SPÁNN verður vettvangur nor- rænnar listahátíðar á næsta ári. Kynningin er skipulögð af sömu nefndinni og sá á sínum tíma um kynninguna „Scandinavia Today“ í London. Markmiðið er að kynna norræn- ar listir og menningu í gegnum spænskar stofnanir, þannig að dagskráin sé haldin á forsendum heimamanna og falli inn í spænskt menningarlíf. Því er fremur lögð áhersla á færri atriði en þá vel kynnt. Stærstu atriðin eru tvær myndlistarsýningar. Vigdís Finn- bogadóttir forseti mun verða í fararbroddi norrænu þjóðhöfðingj- anna, þegar þeir mæta til að opna aðra myndlistarsýninguna. Atriðin fara fram í Madrid, Barcelóna og Valencia. Formaður fram- kvæmdanefndar hátíðarinnar er Þorgeir Ólafsson deildarsérfræð- ingur i menntamálaráðuneytinu. I samtali við Morgunblaðið sagði Þorgeir að íslenskir lista- menn væru með í öllum samnorr- ænum atriðum. Forsenda hátíðar- innar væri að áhugi væri fyrir norrænni menningu á Spáni og honum væri reynt að mæta. Mark- miðið væri að starfa með spænsk- um aðilum, sem hefðu áhuga á og bolmagn til að fylgja kynning- unni eftir, þannig að komið væri á varanlegu sambandi. Þannig mætti nefna sem dæmi að haldin yrði röð tónleika með nútímatón- list í samvinnu við spænska nútí- matónlistarmiðstöð, CDMC, sem sæi um að útvega húsnæði fyrir tónleikana og kynna þá. Miðstöðin hefði sambönd um allt landið og gæfi út fréttabréf, þannig að tryggt væri að tónleik- arnir yrðu kynntir einmitt meðal þeirra, sem hefðu áhuga á nútíma- tónlist. Á þeirra vegum léku bæði Blásarakvintettinn og Caput-hóp- urinn og vonir stæðu til að í kjöl- far heimsóknarinnar gætu hóp- amir komið aftur. Þorgeir sagði að það hefði gengið frábærlega vel að skipuleggja hátíðina, þó undirbúningur hefði ekki hafíst fyrr en í byijun þessa árs. Það væri gott dæmi um hvernig norr- æn samvinna gæti gengið. Myndlist, tónlist og brúðleikhús Myndlistarsýningarnar spanna annars vegar aldamótalist, þar sem íslensku fulltrúamir eru As- grímur Jónsson og Þórarinn B. Þorláksson og hins vegar nútíma- list, þar sem íslensku þátttakend- urnir eru Kristján Guðmundsson, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir. Nútimalistasýning- in, sem er opnunaratriði hátíðar- innar, verður opnuð 14. mars að viðstöddum borgarstjóra Madrid og borgarstjómm norrænu höfuð- borganna. Aldamótalistarsýningin verður opnuð 30. mars að viðstöddum þjóðhöfðingjum Norðurlandanna, þar sem Vigdís Finnbogadóttir er í forsvari. Um leið verða haldnir hátíðatónleikar, þar sem spænska útvarpshljómsveitin leikur norræn verk, meðal annars Coralis eftir Jón Nordal, undir stjórn Finnans Leifs Segerstams. Áður eru nefnd- ir tónleikar Blásarakvintettsins og Caput, auk þess sem kvintett Sig- urðar Flosasonar heldur jazztón- leika. Af öðmm íslenskum atriðum má nefna að Jón Gíslason tekur þátt í sýningu á landslagslist. Haldin verður sýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar. Á norr- ænni sýningu um byggingarlist er Högna Sigurðardóttir fulltrúi íslands, en sýningin er skipulögð af fínnska byggingarlistasafninu. Haldnar verða kvikmyndasýn- ingar, þar sem sýndar verða Só- dóma Reykjavík og Börn náttúr- unnar, auk barnamynda. í apríl verður Leikbrúðuland með sýning- ar í Madrid í þekktu barnaleik- húsi, sem hefur fengið verðlaun fyrir góðar barnasýningar. Norr- ænar bókmenntir verða kynntar, meðal annars í safnriti smásagna og ljóða. í smásagnasafninu verð- ur birt saga eftir Guðberg Bergs- son, en ljóðasafnið er enn ekki fullfrágengið. Væntanlega verða tveir íslenskir rithöfundar boðnir til að taka þátt í bókmenntakynn- ingunni. Auk listaatriða verða haldnir fyrirlestrar og ráðstefnur, meðal annars um umhverfismál og æskulýðsstarfsemi. Spænska sjón- varpið er að láta gera fímm dag- skrár, sem hver er hálftíma löng. Norræna ráðherranefndin legg- ur til um fimmtíu milljónir ís- lenskra króna, sem að mestu fara í stóru myndlistarsýningarnar tvær. Norræni menningarsjóður- inn leggur fram um þrettán millj- ónir króna. Annað er kostað af spænskum aðilum og einstökum löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.