Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 8
J MORGUNBLAÐIÐ 8 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 LISTIR Sýnfyrir erlendan markað HULDA Hákon: Hluti innsetningar. 1992. MYNPLIST Listasafn Kðpavogs — Gerðarsafn MÁLVERK OG BLÖNDUÐ TÆKNI Samsýning. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 18. desember. Aðgangur ókeypis. Á ÞESSU afmælisári lýðveldis- ins hefur verið efnt til kynningar á íslenskri menningu og listum í ýmsum löndum, þó ekki hafi alltaf farið miklar sögur af slíkum fram- kvæmdum í fjölmiðlum hér heima. Er það miður, því að erlend við- brögð óvilhallra (þ.e. annarra en fastagesta í diplómatamóttökum hvar sem er í heiminum og blindra íslandsaðdáenda, sem dásama að sjálfsögðu allt sem héðan kemur) gefa alltaf nokkurn fróðleik um stöðu okkar menningar og sér- kenni, eins og þau koma öðrum fyrir sjónir. Án slíkra upplýsinga er best að landsmenn fái að sjá þessar kynn- ingar með eigin augum og dæma um gildi þeirra. Sýningin sem nú fyllir efri sali Listasafns Kópavogs var fyrst sett upp í Barbiean lista- miðstöðinni í London í vor undir yfírskriftinni „Visions" (sem hér hefur verið þýtt ,,Sýn“), og fór þaðan til New York; sýningin hefur þannig kynnt íslenska myndlist í tveimur heimsborgum á þessu af- mælisári. Halldór Bjöm Runólfsson list- fræðingur er sýningarstjóri og valdi sex listakonur til að gefa erlendum listunnendum nokkuð yfírlit yfír hvað íslenskar listakonur hafa ver: ið að fást við á síðustu árum. í inngangi sínum í sýningarskrá bendir Halldór Björn réttilega á, að leitin að hinu þjóðlega hafí á síðustu árum vikið fyrir fijálsri leit listamannsins, því „ ... það er von- laust að byggja ósvikna list á jafn fáfengilegum forsendum og þjóðskrumi". í kjölfar þessa sé helsta við- Tónlistar- og heimsbók- menntakvöld á Sóloni HEIMSBÓKMENNTAKLÚBBUR Máls og menningar og Sólon ís- landus efnir til bókmenntakvölds sunnudagskvöldið 11. desember kl. 21, þar sem lesið verður úr fjórum úrvalsþýðingum sem eru nýkomnar út eða væntanlegar á prent. Bækurnar eru Tvífarinn eftir rússneska skáldjöfurinn Dostojevskí, Söngur Salómons eftir bandarísku skáldkonuna og Nó- belsskáldið Toni Morrisson og Krókódílastrætið eftir pólska höf- undinn Bruno Schulz. Ennfremur verður lesið úr nýrri og endurskoð- aðari þýðingu á skáldsögunni Rétt- arhöldin eftir Franz Kafka, en hún kemur út í Heimsbókmenntaklúbbi Máls og menningar á næsta ári. Á milli lestra mun Martial Nardeau leika á þverflautu. Dag- skráin hefst kl. 21. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. fangsefni íslenskra listamanna að „ ... sniðganga allar venjur og leyfa sér að ráðast beint að vandan- um, sem mætir flestum einangruð- um listamönnum. Sá vandi felst í því að temja sér aðferðir og afstöðu í samræmi við upplýsingastreymi nútímans." Hér eru tiltekin tvö atriði sem varla geta gengið saman; séu ís- lenskir listamenn þrátt fyrir allt einangraðir (sem þeir munu margir mótmæla), eru þeir væntanlega að mestu utan þess upplýsingastreym- is, sem þeir ættu að vinna í sam- ræmi við. Líklega er réttara, að sá sem býr við einangrun í nútíma- þjóðfélagi geri það að eigin vali, til að fá frið til að rækta eigin garð fyrir þeirri ofgnótt upplýsinga og ímynda, sem hellist yfir okkur úr öllum áttum. Þær listakonur sem valdar hafa verið til þátttöku í sýningunni (Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Hulda Hákon, Inga Þórey Jóhanns- dóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Sól- veig Aðalsteinsdóttir og Svava Bjömsdóttir) hafa allar stundað listnám erlendis og sýnt verk sín víða um lönd, og allt tal um að list þeirra spretti úr einangrun landsins er því óviðeigandi. Þær hafa allar náð að skapa sér persónulega stíl og viðfangsefni þeirra byggja jafnt á möguleikum þess efniviðar, sem þær hafa kosið sér sem þeirri myndsýn sem þær leitast við að túlka. Allar hafa þessar listakonur ver- ið með einkasýningar hér á landi á síðustu tveimur ámm og verk þeirra hér era því kunnugleg flest- um listunnendum. í verkunum er að finna afar ólíka nálgun að lista- verkinu; Ráðhildur byggir mynd- irnar „Aðdráttaröfl“ á einfaldri en yfirvegaðri flatarmálsteikningu, en Inga Þórey leikur sér á mörkum málaralistar og höggmyndagerðar í uppröðun „dropa“ af málverkum. Svava Björnsdóttir hefur forgengi- legan pappamassa I æðra veldi, á meðan Sólveig vinnur með ótínt rusl, og setur upp í nýtt sam- BÓKMENNIIR Barnabók FJÓSAMÚSIN Á AFMÆLI eftir Atla Vigfússon. Hólmfríður Bjartmarsdóttir myndskreytti. Bók- þing, 1994 — 43 síður. MYNDBÆKUR fyrir íslensk börn era fremur fáar og því ánægju- legar þegar einhver höfundur fær að búa til bók í fullum litum um efni sem sótt er í íslenskt umhverfi. Sagan um ijósamúsina sem held- ur upp á afmælið sitt er glaðleg saga um dýr sem búa sig undir að halda veislu og tína það til sem hveijum og einum þykir best. Rauð- ur risaboli bónar bílinn sinn til þess að hann sé þess verðugur að taka allar fínu kýrnar með. Fjósamúsin er stórhuga og býður hestum, kúm, hænsnum, kindum og músum í af- mælið og allir era tilbúnir að skemmta sér. Öll dýrin snyrta sig hið besta og færa músinni skemmti- legar afmælisgjafír. Þau eru öll nafngreind í sögunni svo þarna kennir margra grasa - eða nafna. hengi. Guðrún Hrönn býr hinu hversdagslega nýjan búning, og Hulda birtir okkur með bros á vör tilfyndna fjölbreytni einstaklings- ins í sparifötunum. Um leið og hér getur að líta afar persónuleg verk, er sýningin góður vitnisburður um að íslensk myndlist nútímans verður til í al- þjóðlegu samhengi og á fullt erindi á þann vettvang; erlendir listunn- endur hafa væntanlega kannast við efnistökin, um leið og sérstaða hverrar listakonu hefur verið aug- ljós. Sá á kvölina sem á völina, og er ekki að efa að fleiri listakonur hefðu sómt sér vel í þessari kynn- ingu, um leið og breidd hópsins Myndir Hólmfríðar af dýrunum eru líflegar og svipbrigðin á dýran- um mjög skemmtileg. Rauður risa- boli er býsna eymdarlegur þar sem hann er að bisa við að bóna bílinn, hænsnin eru litskrúðug og kinda- hausamir mildilegir og fagrir. Hrútahringdansinn er hæfílega draumkenndur til að geta átt heima í ævintýrinu og útfærsla lista- mannsins á því þegar fjallahrútur- inn og félagar hans láta sig hverfa er mjög frumleg. Eina myndin sem mér fínnst ekki hæfa sögunni nógu vel er myndin af kúnum sem skyndi- lega eru komnar í háhælaða skó hefði aukist. Þannig má nefna jafn ólíkar listakonur og Rúrí, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Steinunni Þórar- insdóttur sem hafa ekki síður per- sónulega myndsýn fram að færa en þær sem valdar voru. Það er nokkur galli á fram- kvæmdinni hér, að fæst af því sem birtist í sýningarskrá er á sýning- unni sjálfri, og listunnendur hafa séð mörg verkanna á öðram sýn- ingum hér á landi nýlega. En þá ber að hafa í huga að sýningin er upphaflega miðuð við annan hóp sýningargesta, og ber að þakka, að íslenskir sýningargestir fái einn- ig notið þessa framtaks fyrir er- lendan markað um síðir. Eiríkur Þorláksson og spássera um á afturfótunum með reigingi. Sagan um dýrin og veisluna þeirra er ætluð yngstu lesendunum. Efnið höfðar til barna 7-14 ára, bama sem eru annaðhvort á þeim aldri að lesa þarf fyrir þau eða á þeim aldri að þau eru aðeins farin að lesa sjálf. Samt er hér til nokkuð mikils ætlast af lesendum. Textinn er of þungur fyrir lítil börn sem eru að byija að lesa. Mörg orð eru mjög löng, t.d. „hrútahringdans", „hest- húsamýsnar", og „kúavamarlitur- inn“. Því er þetta nefnt hér að vafa- mál má telja að lítil börn sem eru að byija lesturinn komist í gegnum svona texta sjálf. Blaðsíðurnar eru einnig mjög stórar og mikill texti á hverri síðu, sem getur virkað frá- hrindandi. Til þess að saga af þessu tagi komi nægilega vel til skila þurfa höfundar að hafa blaðsíðurn- ar minni - og þá um leið bókina þykkari - textann einfaldari og laga orðanotkun að getu ungra les- enda. Ef sagan er ætluð til upplestr- ar eingöngu er óþarfi að hafa á henni svona flennistórt letur. Sigrún Klara Hannesdóttir Listaklúbbur Leikhúskjallarans Lesið úr jólabókum ÞRIÐJA bókadagskrá Listaklúbbs- ins í desember verður mánudaginn 12. dsember. Þá verður lesið úr ljóðabókunum Þijár óðarslóðir eftir Böðvar Guð- mundsson, Að baki mánans eftir Ágústínu Jónsdóttur og Rauðhjallar eftir Baldur Óskarsson. Skáldsög- unum Draugar í sjöunda himni bamabók eftir Kristínu Steinsdótt- ur, Efstu dagar eftir Pétur Gunn- arsson, Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason, Úr Tundur- dufli, Erótísk saga, eftir Auði Har- alds og Villtir svanir eftir Jung Chang í þýðingu Hjörleifs Svein- björnssonar og minningabókunum Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum eftir Brynju Benediktsdótt- ur, Erling Gíslason og Ingu Þóru Magnúsdóttur og Vor í dal eftir Friðrik Þór Friðriksson og Árna Óskarsson. Einnig syngja Svanhildur Jak- obsdóttir og Anna Mjöll nokkur lög af nýútkomnum geisladiski sínum Litlu bömin leika sér. Dagskráin hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. -----» ♦ ♦--- Sýning á Eitt- hvað ósagt fell- ur niður í kvöld SÝNINGIN á einþáttungnum Eitt- hvað ósagt eftir Tennesse Williams sem átti að vera í Kaffíleikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Allra síðasta sýningin á Eitthvað ósagt verður föstudaginn 16. des- ember. HÖRÐUR við eitt verka sinna. Málverkasýning Harðar Neskaupstað. Morgunblaðið. UNDÁNFARNA daga hefur staðið yfír í fundarsal Hótels Egilsbúðar málverkasýning Harðar Rafnssonar þar sem hann sýnir 16 málverk, flest máluð í olíu. Hörður er 33 ára Norðfirðingur og stundar nám í myndlistaskóla í Danmörku. » ♦ ♦----- Nýjar bækur • í Þú misskilur mig fj allar De- borah Tannen um hvers vegna svo oft gætir misskilnings þegar kona og karl ræða saman. Tannen leggur áherslu á að til þess að kynin geti umgengist farsællega þurfi bæði í konan og karlmaðurinn að vera meðvitandi um að hugsanagangur- inn og tjáningarmátinn er ekki hinn sami hjá báðum kynjum. Höfundurinn, sem er bandarískur prófessor í málvísindum, byggir bók sína á eigin rannsóknum og vitnar auk þess í rannsóknir fjölda ann- arra fræðimanna á sama sviði. Útgefandi erAImenna bókafé- l'dgið. Bókin er innbundin og er 336 blaðsíður. Prentsmiðjan Oddi hf. sá umprentun. Verð er kr. 3.390. Afmæli fjósamúsarinnar Hólmfriður Bjartmarsdóttir Átíi' Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.